Stjórnmálamenn uppskera sáningu sína.

 

Þeir innleiddu EES samninginn sem lagði drög af þeim fjármálasirkus sem að lokum setti þjóðina á hausinn.

Þeir gáfu örfáum útvöldum kvótann og gerðu um leið fólkið í byggðum landsins algjörlega réttlaust varðandi lífsafkomu sína.  Settu ekki krónu af ávinningnum í sjóð til að bæta þeim miskann sem sátu á einni nóttu uppi með verðlausar fasteignir, heldur leyfðu þessum örfáum að nýta hann í allskonar fjármálabrask.

Þeir gerðu ekkert til að koma böndum á snaróða fjármálamenn, voru þess í stað meðvirkir spilarar hringavitleysunnar.

 

Eftir Hrunið komu þeir svo fjármagninu til hjálpar, ekki almenningi.

Þeir meira að segja seldu þjóðina ítrekað með samkomulagi sínu við AGS og seinna breta og Hollendinga.

Þeir hafa eyðilagt heilbrigðiskerfið og eru langt komnir með að skaða aðra innviði samfélagsins.  Áratugauppbygging er undir svo víða í samfélaginu.

Þeir hafa ekki gert upp hrunið á nokkurn hátt, allar Tortillurnar, allt leynimakkið er ennþá til staðar sem aldrei fyrr.

 

Þetta er þeirra sáning.

Svo væla þeir yfir uppskerunni.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Erum að missa af góðu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !

Vel mælt - og drengilega.

Annarrs..... hefir þessi þjóðar nefna (Íslendingar) ekki kunnað fótum sínum forráð / allar götur frá Landnáminu:: árin 670 - 870, svo sem.

Bezt komnir - undir Kanadískri og Rússneskri forjsá / 2veggja öflugustu ríkjasambanda Norðurhjarans héðan af, Austffirðingur mæti.

Með beztu kveðjum til Austurlands - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 22:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Óskar.

En þú veist að Guð hjálpar aðeins þeim sem hjálpa sér sjálfir, það gera það ekki neinir aðrir fyrir mann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2014 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 621
  • Sl. viku: 5594
  • Frá upphafi: 1399533

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4772
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband