Feigur uppsker feigð.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er feigur flokkur.

 

Og þá er ég ekki að vísa í fyrirlitningu formanns flokksins á máttarstólpum flokksins á þingi.

Ekki að vísa í ólguna sem skekur flokkinn eftir að stuðningsmönnum viðkomandi þingmanna varð ljóst hvað fólst í þeirri ákvörðun formannsins að taka utanaðkomandi manneskju, nýstigna uppúr erfiðum veikindum, án nokkurrar þeirra reynslu sem réttlætir skipan hennar í embættið (Ragna Árnadóttir hafði til dæmis mikla reynslu sem háttsettur embættismaður við það ráðuneyti sem hún var skipuð í) og án þess að hafa nokkur tengsl við pólitískt starf flokksins í dag, nema vera skyldi nokkur kaffiboð hjá Engeyjarættinni.

Hvað þá að nýja Vafningsmálið kennt við Borgun muni ganga af flokknum dauðum, því formaðurinn er hertur í slíkum átökum.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er feigur vegna þess að hann er að grafa gröf, sem hann ætlar traustasta fylgi flokksins.

Eldri borgurum.

 

Þegar þeir skynja óttann, að fá ekki lækningu, að fá ekki þá sérfræðiaðstoð sem þeir þurfa á að halda, þá er úti um stuðnings þess við hina dauðu hönd frjálshyggjunnar.

Þá vilja þeir aftur sinn gamla flokk.

Sem er aðeins minning ein.

 

Þá mun hulan falla.

Raunveruleikinn blasa við.

Skapnaðurinn sem vó heilbrigðiskerfið.

 

Það verður ekki fyrirgefið.

Menn kjósa ekki sína eigin feigð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Þreyta og uppgjöf í röðum lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Er máttur nýráðins Innanríkisráðherra þverrandi eftir að hún hefur náð bata? Hverslags er þetta,var ráðning Rögnu Árnadóttur réttlætanlegri af því hún hafði reynslu sem háttsettur embættismaður,eða var ekki tengd pólitíkskum flokki. Hvað þá með lögfræði Ólafar Nordhal og allrar reynslu,líklegt að manneskjur úr sama flokki vinni að þeim framförum sem greinileg er stefnt að. Heilbrygðiskerfið var í lamasessi eftir viðkomu síðustu ríkisstjórnar.Læknar eiga allt gott skilið,en því miður var öllu stolið steini léttara af banksterum. Sjáum hvað næst út úr upplýsingum sem skattstjóri hefur fengið leyfi til að kaupa. Ríkisstjórnin er að gara góða hluti"þú hefur ekki séð allt enn þá" 

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2014 kl. 06:02

2 identicon

Uppvakningar verða ekki feigir. Fjórflokkurinn í heild sinni er uppvakningur. Nýju flokkarnir hafa flestir hlotið sömu örlög ótrúlega fljótt, þ.m.t. sumir þeir ólíklegustu. "Lifandi dauðir" heitir það á Biblíumáli. 

Oz (IP-tala skráð) 6.12.2014 kl. 08:38

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég er svona meira að vísa í lýðfræðilegt vandamál flokksins OZ, það er staðreynd að yngra fólk kýs ekki flokkinn í dag og ef það er stuðlað að ótímabæru andláti eldri kjósenda flokksins, þá er lítið eftir.

Ekki nema að peningar fái atkvæðisrétt, fyrst þeir stjórna hvort sem er öllu sem skiptir máli.

Hver veit?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2014 kl. 12:41

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Það eru fleiri stjórnmálamenn í Sjálfstæðisflokknum en Bjarni Benediktsson, og Engeyingar eru ekki eini valdhópurinn innan flokksins.

Ólgan sem ég vísa í stafar af þeim bitra raunveruleika að formaður flokksins taldi aðra leiðtoga flokksins ekki merkilegri en það, að hann kaus að skreppa uppá krabbameinsdeild, og ræða þar við fyrrverandi þingmann flokksins um hvort hún gæti bjargað flokknum úr nauð.

Þú segir að Ólöf hafi náð fullum bata, eins og hún hafi verið læknuð af sjálfum frelsaranum.  En í raunheimi er krabbameinsmeðferð eitt það erfiðast sem lagt er á fólk, og það er lengi að ná fullum styrk.  Og beri því ekki gæfu að fara vel með sig, þá margfaldast líkurnar á því að meinið taki sig upp aftur.  Vissulega hennar val, en afneitun hennar breytir ekki raunveruleikanum.

Og þú sért meðvirk Helga með þínum formanni, þá eru stuðningsmenn annarra leiðtoga flokksins það ekki.  Þeir myndu ekki styðja þá ef þeir teldu þá ekki hæfa.

Þú spyrð hvort að ráðning Rögnu hafi verið réttlætanlegri, og vísar þá í að Ólöf hafi líka sína gráðu og sína reynslu, en þá er það þannig í sögulegu samhengi að skipan utanþingsráðherra hefur alltaf verið talið afbrigðilegt, og þá yfirleitt rökstutt með öðru að tvennu.  Að annað hvort hafi viðkomandi ákveðna reynslu eða hæfni á því sviði sem tengist viðkomandi ráðuneyti, eða hann hafi ákveðinn pólitískan styrk eða reynslu sem réttlæti skipan hans.  Það fyrra á til dæmi við fyrstu utanþingsríkisstjórnina, og það seinna á við ráðherradóm þeirra Geirs Hallgrímssonar og Ingibjargar Sólrúnar.

Lögfræðipróf Ólafar er ekki sjaldgæft, sérstaklega ekki í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, og reynsla hennar ekki á nokkurn hátt frábrugðnari reynslu annarrar þingmanna.  Nema vera skyldi kaffiboðin hjá Engeyjarættinni.

Og höfum það á hreinu Helga að þingmaður sem lætur eins og ekkert sé, er annað hvort gunga eða gjörsamlega laus við pólitískan metnað. Ef þeir láta þetta yfir sig ganga, þá segir það allt sem segja þarf um þingflokk Sjálfstæðisflokksins.

Og þó ég sé ekki hrifinn af þessum þingflokki, þá er ég ekki svona dómharður. 

Og ég held að þingmennirnir séu það ekki heldur.

Síðan má ekki gleyma Helga afhjúpun Bjarna á sjálfum sér og leiðtogahæfileikum sínum. Líklegasta skýringin á þessari hraklegu ákvörðun hans, er sú að hann hafi ekki treyst sér til að skipa þann einstakling innan þingflokksins sem var hæfastur, og þar að auki, hafi hann metið það svo að ef hann hefði tekið einn oddvita fram yfir annan, þá hefði hann ekki styrk til að halda óánægju hinna í skefjum.

Það er veikleikamerki hjá Bjarna að hafa ekki skipað Birgi Ármannsson sem innanríkisráðherra.  Birgir er mjög hæfur, og kominn með þá þingreynslu og samskiptahæfni sem þurfti til að koma ró á innanríkisráðuneytið, og gera það gildandi á ný.

Birgir er eins og Björn Bjarnason, fagmaður fram í fingurgómana, og um hann ríki friður, blaðrið hefur ekkert í hann að gera.

Hefði Bjarni haft kjark til að skipa hann, þá ríkti friður um þá ákvörðun í dag.  Lekamálinu væri lokið.

Í stað þess að vera á upphafsreit atburðarrásakeðju sem að lokum mun taka völdin af honum.

Ekki að það skipti mig máli Helga, en þú verður að virða þá stöðu mína að ég er ekki meðvirkur jámaður, og lýsi því aðeins sem ég sé, og blasir við mér.

Varðandi þann meinta lamasess sem þú vísar í, þá ég hélt ég að þú hefðir ekki gleymt þessar rökleiðslu ICEsave fjanda okkar, sem réttlættu alla sína óhæfu með þeim rökum að þetta væri allt Sjöllum og Framsókn að kenna.

Eða þú hefðir gleymt svari mínu þegar ég benti þeim á, að þeir hefðu ekki verið kosnir til að viðhalda óhæfunni, til að framkvæma hana, eða sjá til þess að allt yrði áfram í lamasessi.

Þetta er meðvirkni Helga, og þessi meðvirkni er að ganga að Sjálfstæðisflokknum dauðum.

Þú skilur hvað ég á við þegar þú hringir í lækninn þinn, og þú færð tíma hjá honum, í Svíþjóð.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 6.12.2014 kl. 13:45

5 identicon

Kannski Ólöf muni beita sér í þágu heilbrigðisþjónustunnar svona í ljósi þess að hún hefur háð „einlæga“ baráttu við krabbamein og hlotið aðdáun fyrir. Ég er samt efins.  

Toni (IP-tala skráð) 6.12.2014 kl. 19:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Ég efa það stórlega.

En þú komst inná tabúið kringum skipan Ólafar.  Það er talið henni til tekna að hafa sigrast á krabbameini, og líka er það litið hornaugum þegar fólk er á einhvern hátt að efast um skipan hennar vegna þess að það á ekki að hnýta í fólk nýstigið upp úr erfiðum veikindum.

Það er líklegast það sjúkast við þessa skipan, að veikindi séu einhver ávinningur, Að þau eigi að þagga niður alla gagnrýni innan Sjálfstæðisflokksins.  

Þarna eru íslensk stjórnmál að ná nýrri lægð, og í hreinskilni þá bjóst ég við þessu frá Bjarna Ben.

Ég hélt að það væri styrkur í honum, en þetta er popúlismi að verstu gerð.

Því miður, lágkúran er leiðarljósið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2014 kl. 21:08

7 identicon

Ólöf hefur búið í Sviss um tíma og eflaust fengið þar fyrsta flokks læknismeðferð - sem er eitthvað annað en fólk býst við að fá hérna heima nú um mundir. 

Toni (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 22:22

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, aurinn sér um sína Toni.

En breytir því ekki að það eru góðar fréttir að fólk skuli fá lækningu, og vonandi verður það áfram normið.

En til þess að svo verði, þarf þjóðin að ná sáttum við lækna sína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2014 kl. 09:15

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óbilandi ertu Ómar

!

Árni Gunnarsson, 8.12.2014 kl. 21:49

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Vildi að rétt væir Árni.

En yrði kannski satt ef fram kæmi afl sem hefði kjark til að hjóla í peningavaldið.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2014 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 619
  • Sl. sólarhring: 755
  • Sl. viku: 6203
  • Frá upphafi: 1400142

Annað

  • Innlit í dag: 563
  • Innlit sl. viku: 5327
  • Gestir í dag: 536
  • IP-tölur í dag: 526

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband