5.12.2014 | 14:00
Þjófar stela og stela.
Samheiti þeirra er fjármagn, og foringjar þeirra tengjast flestir erlendum vogunarsjóðum.
Samtök atvinnulífsins mat þennan þjófnað árlega uppá 200 milljarða, í nýlegri auglýsingu sinni.
Lögðu reyndar til að launafólk lækkaði laun sín svo hægt væri að gjalda þjófunum skaðlaust ránsfeng sinn.
Þjófnaðurinn er undir handjaðri Seðlabanka Íslands, nánar tiltekið peningamálastefnunefnd bankans, sem gefur þjófunum einhverja faglega réttlætingu.
Reyndar án þess að vísa í nokkur hagræn eða fræðilega rök, en þetta er fólk með gráður, og það sem slíkt telst mjög faglegt.
Þjófarnir njóta verndar ríkisstjórnar Íslands, sem auk þess að borga þeim árlega 90 milljarða í þóknun, tryggir að þeir séu ekki lögsóttir, hvað þá að foringjum þeirra sé stungið í steininn.
Ríkisstjórn frjálshyggjunnar notar meira að segja þjófnaðinn sem réttlætingu þess að mega hola innvið samfélagsins að innan. Draumurinn um forgang hinna ríku til mennta og heilsugæslu er óðum að rætast.
Kallast gagnkvæmur ávinningur.
En sektin liggur ekki hjá þessu seku fólki.
Græðgin eftir aurnum stýrir gjörðum þess.
Ásamt einbeittum brotavilja frjálshyggjunnar gagnvart samfélögum fólks.
Sektin er fjöldans.
Sem tekur ofan í auðmýkt og lætur rýja sig inn að skinni.
Hann á að vita betur.
Þjófar eiga ekki að stýra ríkinu, þeir eiga að gista á kostnað ríkisins.
Á viðeigandi stofnunum.
Tekur samt ofan.
Og á meðan er stolið og stolið.
Kveðja að austan.
Aðhaldið of mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.