Er Bjarni að veita Steingrími Joð uppreisn æru??

 

Að skuldabréfið hafi verið rétt ákvörðun á sínum tíma, þó viss bjartsýni hafi verið í spám um greiðslugetu Nýja Landsbankans.

Bjartsýni sem er leiðrétt með þessum gjörningi.

Þumalskrúfunum aflétt, ekkert lengur um neitt að semja.

Sem þýðir á mannamáli að núverandi fjármálaráðherra er sáttur við gjörðir fyrirrennara síns.

 

Eina spurning málsins er hvort Bjarni hvetji flokksmenn sína til að biðja Steingrím afsökunar á allri illmælginni sem hann varð fyrir vegna þessa samnings.

Þeir enduðu jú sem samherjar í ICEsave, og það yrði aðeins fallegur lokapunktur á hinni þegjandi sátt þeirra.

 

Veit ekki hvort Bjarni hafi þann kjark sem þarf, en flokksmenn hafa það sem þarf.

Þeir styðja sinn foringja.

Kveðja að austan.


mbl.is Seðlabankinn veitir LBI undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki verið að veita undanþágu á skuldabréfið hans Steingríms.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/18741

Kalli (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 23:31

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Misvísandi skilaboð eina ferðina enn.

Það má ekki veita undanþágu af ólöglegum samningi Steingríms J.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2014 kl. 00:29

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kalli.

Það eina sem ég sagði var að losað hefði verið um þumalskrúfurnar.

Það eina sem ríkisstjórnin hafði í höndunum til að þvinga fram breytingar á skuldabréfi Steingríms.

Að lengja í gjalddögum er smáatriði í hinu stærra samhengi.

Sem er að skuldabréf Steingríms var einhliða gjörningur, í þágu kröfuhafa, og aðeins þrælar fjármagns telja sig skylt að greiða.

Í þágu húsbænda sinna, ekki þjóðar.

Að tengja þetta við undanþágur vegna hins sama skuldabréfs er broslegt.  Ætli kröfuhafarnir fari ekki bara í mál ef ekki er staðið við greiðslur á því??

En það þarf ekki mikið til að gleðja ykkur Sjallanna, en lágmarkið er að þið biðjið Steingrím afsökunar.

Þið væruð allavega ekki alveg í skítnum á eftir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2014 kl. 08:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Það eina sem fjármagnið lærði af ICEsave ósigri sínum, er aðferðafræðin, kennd við Hægt og hljótt.

Sama stefna, en framkvæmd í kyrrþey, af auðsveipnum þjónum, eða þrælum, ætli það sé hægt nokkuð annað orð yfir hina flokkstryggu, og þjóðin alltaf látin standa frammi fyrir gerðum hlut.

Engar upplýsingar, engin umræða.

Eina skilyrðið til að þessi aðferðafræði gangi upp, er að fyrst þarf að fjármagna yfirtöku allra flokka, svo þeir í raun lúti allir sama vilja.

Þjóni sömu húsbændum, eru sömu viljalausu verkfærin.

Það tókst 2009.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2014 kl. 08:21

5 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Er tenging á milli undanþágunar og sölu á Borgun? Svona vísir að "vafningi".......

Guðlaugur Hermannsson, 5.12.2014 kl. 10:35

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skuldabréf Steingríms var ekki aðeins "einhliða gjörningur" heldur fyrst og fremst kolólöglegur.

Ef einhvern hefði átt að draga fyrir landsdóm fyrir eitthvað, væri það fyrir þennan gjörning.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2014 kl. 12:18

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Með þessu orðalagi var ég að vísa í þvingun breta í gegnum AGS, ég átti við að íslensk stjórnvöld höfðu ekkert með hann að gera, þau skrifuðu aðeins undir orðinn hlut, líkt og Pétain forðum daga.

Hann var dreginn fyrir dóm, en við látum sem ekkert sé.

Meira að segja Sigrún Davíðsdóttir, sem framdi bein landráð í ICEsave deilunni,það er vann fyrir erlent ríki, þiggur ennþá fé frá íslenskum skattgreiðendum fyrir að lesa uppúr enskum blöðum í Speglinum, ásamt því að dreifa út kvitti sem hentar húsbændum hennar.

Með öðrum orðum, við sitjum bara uppi með nýjan og yngri Pétain.

Þess vegna legg ég til að þeir sem góluðu mest, en þegja núna, biðjist afsökunar, sálarheillar sinnar vegna.

Þeir reyndust sömu skríðararnir og stuðningsmenn VG á sínum tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2014 kl. 13:39

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðlaugur.

Þegar ekkert er upplýst, ekkert er rætt, öllu haldið leyndu í hnausþykkum leyndarhjúp, þá er eðlilegt að sé spurt.

Því spurning er fyrsta skrefið til þess að skilja.

En svarið veit ég náttúrulega ekki, hafði reyndar ekki spurt mig þessarar spurningar.

Er eiginlega í annarri deild.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2014 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband