Ef Sigmundur meinar þetta!

 

Þá skil ég vel að pólitísk forysta hans hafi helmingað Framsóknarflokkinn.

Vissulega er hugsanlegt að Ólöf hafi þann styrk og kraft sem þarf til að rífa innanríkisráðuneytið uppúr skotgröfunum þar sem það var eina skotmarkið, en hún hefur ekkert bakland.

Of margir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafa beinan hag af óförum hennar.

 

Hvernig eiga þeir annars að geta útskýrt fyrir sínu fólki heima í héraði að þeir hafi styrkinn sem þarf til að leiða  lista flokksins í næstu kosningum?

Þegar þeir eru aðhlátursefni.

Með stimpil flokksformannsins á bakinu að þeir séu ónothæfir.  Eða komnir fram yfir síðasta söludag.

 

Nei, Sigmundur gat sagt margt, en ekki þetta.

Þjóðin er nefnilega orðin leið á bulli.

Kveðja að austan. 


mbl.is „Mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er augljóst að ykkur vinstrimönnum líður illa með þetta allt saman.
Heldur er hann nú samt aumur vinkillinn í þetta sinn.

Annars held ég að Sjálfstæðismönnum lítist vel á nýjan ráðherra, og sennilega ertu ekki rétti maðurinn til að túlka tilfinningar þeirra.
Miðað við harmagrátinn hjá þér, virðist þetta hárrétt ákvörðun. Annars værir þú sennilega hæstánægður með þetta.
Ólöf er afar hæf, og mun án efa gera góða hluti eins og ríkisstjórnin öll.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 19:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar.

Og takk fyrir innlitið.

Það er örugglega rétt hjá þér að ég er ekki rétti maðurinn til að túlka tilfinningar Sjálfstæðismanna, er svona frekar í því hlutverki að gera dulítið grín af þeim.

Það er tilfinningunum.

Og þar sem aðrir eru hæfari, þá læt ég slíka túlkun yfirleitt vera, held mig svona frekar við það sem blasir við utanaðkomandi sem ekki er með mél flokkstryggðar uppí sér.

Látum það liggja milli hluta hvað það er í dag sem gerir Ólöfu svona hæfa í þetta embætti, forvitni mín beinist frekar að vita hvar mörk ykkar flokkstryggu liggja??

Og hvar botn fyrirlitningar ykkar á núverandi þingmönnum flokksins er djúpur??

Hefðuð þið klappað ef Bjarni hefði stungið uppá Donald Duck??

Hann er jú frægur!

En þú hefur kannski aldrei íhugað svarið, því þú hefur aldrei spurt þig þessarar spurningar, það er um botninn, og mörkin.

En það væri samt gaman að fá að vita það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2014 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 125
  • Sl. sólarhring: 607
  • Sl. viku: 5709
  • Frá upphafi: 1399648

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 4872
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband