Fordæming á "öðruvísi" fólki.

 

Fer eins og eldur um skraufþurra móa bókstafstrúarmanna.

Stigmagnast, er að verða óviðráðanlegur.

 

Fordæmingin byggist á bókstaf fornra trúarrita og ríður núna röftum á 21. öldinni líkt og Glámur gerði forðum daga.

Nema að Glámur var uppi á miðöldum, og bókstafurinn skráður fyrir árþúsundum, og setti grimmum hirðingjaþjóðum lífsreglurnar.

Og þeir sem magna upp hatursboðskapinn eru menn af holdi og blóði.

 

Fordæmingin á sér mismunandi birtingarmyndir eftir því hvað miðaldavæðing viðkomandi samfélaga hefur náð mikilli rótfestu.

Þar sem nútíminn var aðeins þunn skel er öðruvísi fólk grýtt til dauðs.

Þar sem siðmenningin átti sér dýpri rætur, þá láta menn sér nægja að svipta fólki borgarlegum réttindum, eins og til dæmis réttinn til að gifta sig. Eða það megi skjóta það á færi. 

Ennþá þar að segja því það er þannig með eld í þurrum móum, að hann breiðist hratt út.

 

Auswitch var endastöð, ekki upphaf.

Fyrsta birtingarmynd hatursins var nefnilega að banna hjónabönd,  svo komu geldingar, loks aftökur, og svo framvegis.

Söguglöggir menn geta spurt sig hvar á tímalínu haturseldsins menn séu staddir í Bandaríkjunum?  Hve lengi siðmenningin nær að hamla á móti?

Það er alltaf erfiðast að fá fólk til að venjast því að nágranni þess sé böggaður fyrir að vera öðruvísi, síðan verður allt auðveldara, ofsóknirnar stigmagnast þar til eftir á er spurt;

Hvernig gat þetta gerst??

 

Eins og fólk viti ekki svarið við þeirri spurningu.

Það gerði ekkert í upphafi til að slökkva bálið.

 

Í kvöld brennur í Bandaríkjunum eftir að það var opinberlega viðurkennt að lögreglumenn mega skjóta fólk til bana án nokkurra skýringa en af því bara, það er ef fólkið uppfyllir það skilyrði að vera öðruvísi.

Hervædd löggæsla er notuð til að slökkva bálið, ekki réttlætið, ekki mannúðin, ekki miskunnin. 

Öðruvísi fólkið er brotið á bak aftur með illu.

 

En það er aðeins upphafið.

Ekki endastöðin.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Grýttir til dauða fyrir meinta samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvaða hvaða, þeir eru bara svo lausir úr viðjum frjálshyggjunnar.  Eitt af mörgum skrefum er að banna allar hneigðir sem eru ekki samræmanlegar reglinum sem þeir hyggjast fara eftir.

Því menn verða að hafa reglur, ef þeirr ætla ekki að festast í "kvörn frjálshyggjunnar."  Ótækt er að menn séu frjálsir til að vera bara eins og þeim sýnist, eða hvað?

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2014 kl. 23:50

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ég frétti af einum örfhentum sem kraminn var til bana í skrúfstikki.Upp komst upp um hann þegar hann skrifaði undir samning við Isis með vinstri hendi. Hinn var líka drepinn í skrúfstikki vegna rangeigðu.Einn notaði gaffal við borðhaldið og bara það kostaði hann 8 fingur.

50 cal.LOS°°

Eyjólfur Jónsson, 26.11.2014 kl. 00:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Eyjólfur, það versta við þessar sögur, er að þær geta allar verið sannar.

Í dag, og við í Evrópu eigum okkar miðaldaskeið þar sem örvhenta gat kostað menn bálið, meira þurfti ekki.

En að við skulum upplifa þetta á 21. öldinni, það er eiginlega ekki fyndið lengur.

Jafnvel þó Sara Palin sé fyndin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.11.2014 kl. 00:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ásgrímur minn, farðu að lesa, farðu að lesa.

Og hættu svo að tala um frjálshyggju þegar ég læt hana í friði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.11.2014 kl. 00:31

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Getur heimurinn ekki komið sér saman um að þetta óhugnamlega ljótt,það er bannað. Ó hvað ég er barnaleg.Er nokkuð til nema auga fyrir auga,hefnd.:)

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2014 kl. 05:54

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Heimurinn á ekkert val hvað það varðar.

Ef ekki mun hið forspáða ganga eftir.

Hver vill það??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.11.2014 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 449
  • Sl. sólarhring: 713
  • Sl. viku: 6033
  • Frá upphafi: 1399972

Annað

  • Innlit í dag: 405
  • Innlit sl. viku: 5169
  • Gestir í dag: 393
  • IP-tölur í dag: 388

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband