25.11.2014 | 18:16
Hafði Gestapo þessa réttarheimild??
Að mega myrða óvopnaða borgara án nokkurs tilefnis.
Veit ekki en veit að það voru dómsstólar í Þýskalandi nasismans.
Sem jafnvel voru virkir á stríðstímum.
Skortir söguþekkingu en hugsanlega þekkir sagan hliðstæðu við bandarískt réttarfar í dag.
En dæmin eru ekki mörg.
Svo mikið veit ég.
Kveðja að austan.
Geti drepið af hvaða ástæðu sem er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 84
- Sl. sólarhring: 587
- Sl. viku: 5668
- Frá upphafi: 1399607
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 4836
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 71
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svartir eru alls tæp 13% Bandaríkjamanna, að konum, börnum og gamalmennum meðtöldum. Ungir svartir karlmenn, sem varla eru meira en 3-4% þjóðarinnar fremja þó um 55% morða í landinu og mikið af því sem eftir er er framið af ungum mönnum af rómönskum uppruna. Morðtíðni meðal hvítra Bandaríkjamanna er svipuð og í Vestur- Evrópu, um tvö morð á hundrað þúsund íbúa.
Þetta er sá veruleiki sem þarna er um að ræða og menn ættu að hafa í huga þegar rætt er um þessi mál.
Vilhjálmur Eyþórsson, 25.11.2014 kl. 20:54
Hann rændi verslun, réðst á lögreglumann, reyndi að ná byssunni af honum. Það var skipaður 12 manna kviðdómur þar sem voru 3 svartir, flest vitnin sem komu í réttarsal voru svört. Samdóma álit kviðdómsins var það að lögreglumaðurinn var í rétti til að verja sig.
Glæpamenn nota þetta atvik til uppþota, þar sem þeir kveikja í verslunum og matsölustöðum eftir að hafa hirt allt fémætt þar inni.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 21:51
Væri ekki nær að blogghöfundur myndi kynna sér málið, áður en hann viðurkennir skort á söguþekkingu, og nefnir Gestapo í sömu andrá og bandarískt réttarfar?
Hér er ágætur listi yfir málskjöl þessa máls, afar viðamikil að efni, en sennilega um of, fyrir bloggletingja sem sitja í þægindunum heima hjá sér, og dæma mann og annan, án þess að hafa snefil af upplýsingum eða grunnþekkingu á málum:
http://www.nytimes.com/interactive/2014/11/25/us/evidence-released-in-michael-brown-case.html
Hilmar (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 22:05
1: Nazista þýzkaland var ekki réttarríki. Það uppfyllti ekkert af skilyrðunum, þeir voru með afturvirk lög, lög sem mismunuðu einstaklingum á grundvelli rtúarbragða *af því bara,* vissir menn stóðu fyrir utan lögin, osfrv...
2: Lögreglumenn í USA mega ekki myrða fólk af tilefnislausu.
og mikilvægast af öllu 3: Godwin! (http://en.wikipedia.org/wiki/Godwin%27s_law)
Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2014 kl. 23:42
Blessaður Viðhjálmur, fyrst að þú þekkir til þessa raunveruleika, þá ættir þú að geta spurt þig þeirrar spurningar hvernig þjóðfélag elur af sér svona ástand. Hefðir þú frætt mig á því, þá værir þú marktækur í umræðunni.
Hefðir hugsanlega getað tengt þá vitneskju þína við þá frétt sem þessi pistill er tengdur við. En þakka þér fyrir innlitið, ég enga aðra reynslu af þér en málefnalegar athugasemdir svo ég bið þig ekki að taka það neitt nærri þér sem ég segi hérna fyrir neðan.
Við ykkur hina Samdaunuðu stuðningsmenn mannvonskunnar vil ég aðeins segja eitt. Lesið þið fréttirnar áður þið farið að rífa ykkur.
Fyrirsögn hennar var kveikjan af þessari spurningu, sem er mjög eðlileg, því ég þekki engin önnur dæmi um hnignun siðmenningarinnar en það sem kom fram í spurningu minni.
Það er hugsanlegt að þið séuð ekki læsir á lítið letur, og því skal ég peista fyrirsögnina hér fyrir neðan, held að hún birtist þá í stóru letri.
Lögreglan geti drepið af hvaða ástæðu sem er
Fyrirsögnin er af gefnu tilefni sem kemur fram í mjög ítarlegri frétt, ásamt því að birta linka á þá greinarhöfunda sem vitnað er í.
Mér vitanlega er það ein af forsendum lýðræðisríkja að löggjafinn setji hömlur á geðþóttavaldbeitingu "verndaranna", það er löggæslu, her, strandgæsla og svo framvegis.
En er ekki í Bandaríkjunum í dag að því að virðist.
Og ef söguþekking ykkar er ekki meiri en mín, það er að þið vitið ekki önnur sambærileg dæmi, þá ættuð þið að hafa vit á að gera ekki svona lítið úr sjálfum ykkur með því að koma hér í athugasemdarkerfið og reyna að réttlæta morð á vopnlausum unglingi.
Jafnvel þó hann hafi stolið sígarettum, sem kemur ekki fram í fréttum Mbl.is, sem að sjálfsögðu er mín heimild, og jafnvel þó hann hafi verið haldinn dauðahvöt og ráðist beint framan að vopnaðan lögreglumann.
Þið hljótið að hafa siðferði til að skilja það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2014 kl. 23:58
Blessaður Ásgrímur.
Þegar hryllingur magnast á ný, þá er eina hliðsjónin sem þú hefur síðasta skeiðið þar sem hann lét á sér kræla.
Þú hundsar ekki samsvaranir sögunnar með aulahúmor, þó hin póstmóderníska kynslóða glósufræðimanna sé mjög hænd af slíkum húmor.
Hvað þig varðar er það verra að ef þú þekkir til þessarar reglu, þá sannar þú hana með því að láta það eiga sig að tjá þig á bloggþráðum þar sem vitnað er í sögu Þýskalands á þriðja, fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.
Þú afsannar hana hins vegar með því koma hér inn og slá þig um með meintri þekkingu þinni.
En það var svo sem ekki erindið, þó ég ætlaði ekki að standa í rökræðum við þig fyrr en þú sestir niður og færir að lesa sögubækur, að þá máttu samt eiga að þú kemur með einn og einn punkt sem vert er að veita athygli og spá aðeins í.
Þegar ég lét mér detta í hug einu mögulegu samsvörunina þá gerði ég mér alveg grein fyrir ambögunum á þýsku réttarkerfi fjórða áratugarins.
En mér vitanlega þá náðu nasistar völdunum á lýðræðislegan hátt, þó þeir beittu smá bellibrögðum við þá valdatöku, og þó að mörg lög þeirra hafi verið skrýtin, þá voru þau sett eftir kúnstarinnar reglum, og dómsstólakerfið hjá þeim var virkt.
Líklegast held ég að þú sért að slá því saman, að vinnubrögð þeirra hafi verið gerræðisleg, og því landið meira í ætt við alræði. En það kemur réttarheimildinni sem ég spurði um, ekkert við. Eitt er að setja lög, annað að fara eftir þeim.
Sem er reyndar það sem hið mæta fólk sem blaðamaður Mbl.is er að benda á. Það er að þó lagabókstafurinn segi hitt og þetta, að þá í raun geti lögreglumaður komist upp með morð að geðþótta með eftiráskýringum.
Hver skýtur heyrnardaufan mann sem heldur á skrúfjárni og kemst upp með það???
Svarið er lögreglumaður í USA, og mér vitanlega er það næstum því einstakt meðal vestrænna lýðræðisþjóða.
Þú vilt meina að það sé einstakt með því að hafna eina hugsanlega möguleikanum sem mér datt í hug, án þess að benda á annan.
Svo það er fátt um fína drætti í svörum.
En þú varst viðræðuhæfur núna Ásgrímur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2014 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.