Réttur að utan.

 

 

Vekur uppi áleitnar spurningar um sjálfstæði þjóðarinnar.

Hvers virði er sjálfstæði þegar framkvæmdarvaldið og löggjafinn er löggilt eign fjármálakerfisins, og færð þar til bókar??

 

Af hverju gat framkvæmdavaldið ekki tekist á við vítisvélar gengis og verðtryggingar þegar ljóst var eftir Hrun að meira en helmingur heimila landsins, og hátt í 70% fyrirtækja voru tæknilega gjaldþrota.

Af hverju þurfti atbeina dómsstóla til að afnema hina ólöglegu gengistryggingu og af hverju í kjölfarið voru gengisþjófarnir ekki látnir sæta ábyrgð??

Af hverju þurfti dóm EFTA dómsins til að íslensk stjórnvöld hættu tilraunum sínum til að afhenda bretum og Hollendingum skattpeninga þjóðarinnar??

Af hverju þarf dóm frá EFTA dómnum um vafasama viðskiptahætti bankanna við veitingu verðtryggðra lána, til að þau lán verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar??

 

Af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn aldrei gætt hagsmuna almennings þegar hagsmunir peningavaldsins skarast á við hagsmuni hans??

Af hverju hefur ekki einn einasti stjórnmálamaður í gamla fjórflokknum tekið upp málstað Hagsmunasamtaka Heimilanna, og barist fyrir að Réttur gildi í landinu.

Af hverju hefur ekki einn einasti íslenskur stjórnmálamaður krafist umræðu utan dagsskráar á Alþingi eftir að Samtök Atvinnulífsins upplýstu þjóðina í auglýsingum sínum að vextir á Íslandi væru 40 sinnum hærri en í Evrópu, og að árlegar vaxtagreiðslur vegna þess séu um 200 milljarðar.  Svona í ljósi þess að engin hagfræðileg rök liggja þar að baki vegna þess að krónan er varin með höftum.

 

Allar þessar spurningar vekja upp þá áleitnu hugsun að Íslandi sé í raun ekki sjálfstætt ríki, heldur deild í einhverju fyrirtæki, sem kallast fjármála-eitthvað.

Og hið algera getuleysi stjórnmálastéttar okkar sé keypt, og engra breytinga sé að vænta úr þeirri áttinni.

Það er allavega ljóst að þjóð sem treystir á utanaðkomandi réttlæti, er þjóð sem er að upplifa sína síðustu tíma. 

Er jafnvel aðeins sjálfstæð að nafninu til.

 

Allavega, þetta gengur ekki mikið lengur.

Breytingar er þörf.

Kveðja að austan.


mbl.is Áhrifin af álitinu óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar æfinlega - sem og gestir þínir: aðrir !

Þakka þér fyrir - þessa þörfu hugvekju / en ..... sennilega er þorri Íslendinga of frumstæðir til þess:: að átta sig á sínum raunverulegu réttindum í þessum efnum - sem víðar / og því er komið hér sem komið er Austfirðingur góður.

Hið eina - sem getur forðað landsmönnum frá fyrirsjáanlegri sjálfs tortímingu og frekari hörmungum: hlutlægum sem huglægum - yrði SNÖRP yfirtaka Kanadamanna og Rússa á Íslandi og öllu því sem þar með fylgir / enda 2 öflugustu þjóða Norðurhjarans - sem þar um ræðir.

Öfugmæla Hróa Hattar ''stjórnvizkan'' innlenda - er einungis að valda spjöllum og sundrungu / fái hún að grasséra hér eitthvað frekar - síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum sem endranær - til Austurlands /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2014 kl. 20:09

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Óskar, það væri ekki slæmt að fá fógetann frá Nottingham til að tukta þetta lið.

Og ég mun halda með honum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2014 kl. 22:09

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll ómar og hafðu þakkir fyrir allar tilraunir þínar til að vekja hina íslensku þjóð til umhugsunar. Þú veist sjálfur öll svörin við þeim spurningum sem  þú hefur stillt hér upp og ég held að flestir hugsandi menn viti svörin.

En þjóðin er orðin heilaþvegin á þvættinginn  og á það treysta þeir sem ráða ríkjum.

Það mun ekkert gerast í úrbætum fyrr en þjóðin sjálf vaknar og tekur málin í sínar hendur og setur upp dómstól eins og frakkar gerðu forðum.

Eggert Guðmundsson, 24.11.2014 kl. 22:41

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar:

...þegar framkvæmdarvaldið og löggjafinn er löggilt eign fjármálakerfisins, og færð þar til bókar??

Hvað hefurðu fyrir þér í þessu. Geturðu vísað á lagatilvísanir til stuðnings þessari meintu "löggildingu"?

Ég hef nefninlega alltaf staðið í þeirri meiningu að fyrir slíku væri alls engin lagaheimild. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2014 kl. 00:16

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ég veit að þú þekkir merkingu orðsins "löggildingu", og að hún hefur ekkert með lagaheimild að gera, ekki sem slík.

Menn gera með sér samkomulag, láta þinglýsa því og þar með er það löggilt. 

Efinn vísar líklegast í hvort samkomulagið sé formlegt, og þar með löggilt samkvæmt laganna hljóðan, eða þegjandi, og þar með á gráu svæði.

Ég veit ekkert sem tengdist útrásinni sem var ekki á gráu svæði, svo líklegast verða lögfræðingar fjármálakerfisins að svara þessari spurningu, það er um lögmæti þegjandi samkomulags.

En ætlum þessum mönnum ekki annað en að vera keyptir.  

Annað væri hreint níð, jafnvel löggiltur hálfviti myndi reyna að verja hagsmuni almennings.

Og já, hann er ekki "löggiltur" samkvæmt laganna hljóðan, en löggiltur samt.

Það er rétt hjá Sigmundi að orðræðan er of hörð út í stjórnmálamenn.

Við skulum því ekki ætla þá heimskari en fólk er flest.

Enda hinar augljósu skýringar miklu nærtækari.

Þó hugsanlega hafi gleymst að þinglýsa þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2014 kl. 01:18

6 identicon

Sæll Ómar,... Já þegar stórt er spurt...

Bkv ...

Davíð HH 

davið heiðar hansson (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 09:48

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ómar vinur minn það er svo að þetta er algjör sýningar leikur og það leggjast Ríkisstjórnarfokkarnir á eitt ,og verja gjörðir Fjármagnsins og Bankana,nú verður lokks mælirinn fullur og ,við sjáum hvað stjórnar þessu liði,sem margoft hefur komið í ljós,það hvar talað við Bankastjóra Landsbankans í gær ,jú sagðan þetta er umdeilt mál en ég held að Bankinn mundi þola þetta,og þá hvað,hinir verða að gera það einnig,enda er það komminn tími til!!!Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 25.11.2014 kl. 17:15

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Þá er oft fátt um svör Dæti, nema þá helst þau sem maður vill ekki fá sem svör við viðkomandi spurningum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2014 kl. 22:40

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Ég held að þið stuðningsmenn Flokksins frá fornu fari eigi eftir að kyngja töluvert meiru áður en ykkar mælir fyllist.

Þetta er réttmæt ábending hjá þér, það virðist enginn geta sett sig í spor skuldara landsins, aldrei séð hina hliðina á peningnum.  Þannig að einleikið er orðið.

En því miður Haraldur er það þannig að þó "hinir" formennirnir hefðu verið fyrir svörum, þá hefðu þeir allir svarað eins.

Þeir gerðu það í síðustu ríkisstjórn, og þáverandi stjórnarandstaða, sérstaklega Framsóknarflokkurinn gagnrýndi þessa einsleitni, eins og almenningur væri aukastærð sem þyrfti ekkert að taka tillit til.

En í ríkisstjórn er sama þulan þulin.

Þess vegna skrifa ég Flokkinn með stóru F-i, þetta eru ekki bara þínir menn, aðeins tilviljun ein lá að baki að þeir urðu fyrir svörum núna.

Það eru engin veðrabrigði framundan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2014 kl. 22:52

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Eins og oft áður þá geymi ég andsvar mitt til þín þar til síðast, þegar ég er laus við önnur áreiti.

Ég vil þakka þér fyrir að fylgjast með bloggi mínu, það hefur reyndar verið nokkuð sérhæft í að ergja afmarkaðan hóp í þessari törn, finnst það eiginlega skemmtilegra en að skrifa gegn fjármálamafíunni.

Það er eiginlega svo glatað þegar maður hefur engan valkost til að bjóða upp á.  Og finnst jafnvel að þeir sem stjórna í dag, séu þeir illskástu, því alsæmir eru þeir ekki.

Ekkert, ekkert í heiminum getur verið verra en JóGríma var.  Og því miður finnst mér tómhyggjuframboðin ekki mikið skárri.  Játa reyndar einstaka spretti hjá Pírötum, en þá sem andófsafl, ekki afl sem ræður yfir einhverjum lausnum.

Hvort þetta endi með frönsku lausninni veit ég ekki.

Hún kom til í hallæri af völdum eldgos, hefði aldrei átt sér stað í góðæri.

Það er góðæri á Íslandi í dag, vöxturinn í ferðaþjónustu, sem og afraksturinn af álversuppbyggingu fyrri ára, sjá til þess að næstum því hvaða bjáni sem er gæti stjórnað landinu.

Jafnvel Stalínistar.

Sovéska kerfið gekk meðan það var stöðugt innput, og það íslenska mun líka ganga á meðan endalaust fjölgar ferðamönnum.

En þeir geta horfið eins og dögg fyrir sólu, ef Surtur bætir í brennisteinsmengun sína.

Og hallæri að völdum eldgos, er það jafnt og franska lausnin???

Veit ekki, en ég er talsmaður hagfræði lífsins, svo ég vona ekki.

En hef engin áhrif þar á, jafnvel þó ég skrifaði 10 pistla á dag eins og í ICEsave stríðinu.

Þannig að þegar mér leiðist, þá finn ég bara góða frétt frá USA, og leiðindin eru fyrir bý þann daginn.

En hinsvegar kveikir lognmollan í þjóðmálaumræðunni ekki í mér, þetta er allt eitthvað svo tilgangslaust.

Og endar í ESB, því þangað fer fólkið þar sem rétturinn er í boði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.11.2014 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 630
  • Sl. viku: 5611
  • Frá upphafi: 1399550

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4784
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband