Kjarkmaður gegn rétttrúnaði.

 

Þorir að segja það sem annar hver maður hugsar.

Í landi þar sem konur hafa kosningarétt.

 

Sem ætti að þýða pólitískt sjálfsmorð.

Nema svo vilji til að fjölda kvenna deili þessari skoðun á mannlegu eðli.

 

Sem aftur vekur spurningu um slæðurnar, eða þaðan af íburðarmeiri flíkur til tjá auðmýkt og undirgefni.

Eru þær frjálst val kvenna en ekki tákn um karllæga kúgun??

Er hinn múslímski heimur sáttur við hina fornu arfleið sem á rætur árþúsundir aftur í tímann, frá því fyrir daga Aríana??  Þegar bert hold gat kostað heilu ættbálkana lífið.

 

Veit ekki en veit að það er ekki til siðs hjá valdgírugum mönnum að fremja pólitískt Hari Kari fyrir fullu húsi.

En ég veit hinsvegar einn galla á þeirri rökleiðslu að til séu störf sem konur geti ekki unnið, svona innan gæsalappa, séu það karlæg, að þar með sé allt jafnrétti í tómu tjóni.  Sem er náttúrulega sá að  til séu störf sem karlar geti ekki unnið, án þess að fara frekar útí þá sálma.

Og að ólíkt eðli þýðir ekki sjálfkrafa að annað kynið sé æðra hinu.  

 

Og kjark ber að virða, þó skoðanir viðkomandi séu kannski ekki skoðanir þeirra sem á hlýða.

Mörkin eru hins vegar þegar menn byrja að bögga aðra fyrir vera ekki eins og þeir sjálfir.

Eitthvað sem er sameiginleg með múslímskum ráðamönnum um víða veröld og hægriöfgamönnum hjá nágrönnum okkar í vestri.

 

Það er böggið sem á ekki að líðast, fólk má fara sjálft eftir sínum lífsgildum.

Samanber að karlmaður sem er á móti fóstureyðingum, á skilyrðislaust að sleppa því að fara í eina slíka, enda væri það ekki mjög hollt fyrir viðkomandi.  Og sá sem er á móti hjónaböndum fólks af einhverjum ástæðum, til dæmis hjónaböndum Aría og gyðinga, eða hjónaböndum fólks af sama kyni, ætti líka sleppa því að giftast þeim sem hann telur að hann eigi ekki að giftast.

Þó að hommahatarar hefðu gott að giftast einum slíkum til að læra um mýkri hliðar lífsins.

En í nútímanum á enginn að komast upp með málflutning þar sem hann vil troða sínum siðferðisviðmiðum upp á aðra.

 

Alveg eins á enginn að komast upp með að þagga niður í skoðunum, þó þær gangi gegn hans eigin, hvað þá að hinn pólitíski rétttrúnaður geti útbúið bannlista um forboðin málefni.

Sagan geymir nóg af slíkum dæmum, og það er engin ástæða til þess að nútíminn geri það líka.

 

"Jafnrétti stríðir gegn mannlegu eðli".

Fullkomlega réttmæt skoðun.

Alveg eins og ég vil fá að hafa þá skoðun mína í friði að tunglið sé úr osti.

Vegna þess að himininn er blár.

 

Þegar við hættum að þola umræðuna.

Þá er stutt í hnífana.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Jafnrétti stríðir gegn mannlegu eðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 563
  • Sl. sólarhring: 640
  • Sl. viku: 6294
  • Frá upphafi: 1399462

Annað

  • Innlit í dag: 481
  • Innlit sl. viku: 5336
  • Gestir í dag: 442
  • IP-tölur í dag: 435

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband