Sigmundur er ekki bilaður.

 

Hann laug aðeins þegar hann sagðist ekki vera Jóhanna Sigurðardóttir.

Það er að hann myndi halda aðra ræðu en Jóhanna gerði síðastliðin 4 ár.

 

Endurreisn auðmanna, skíturinn sem venjulegt fólk uppskar, það er stefna Sigmundar, líkt og það var stefna Jóhönnu árin þar á undan.

Og bæði geta vísað í hið ófyrirséða happ ferðaþjónustunnar sem bjargar öllum hagtölum.

Sem og ávinning þeirra sem sjálftóku kauphækkanir umfram kjarasamninga.

 

Og við sem mótmælum eru brengluð.

Við sjáum ekki hvað auðurinn hefur það gott.

 

Sigmundur laug.

Og náði völdum með þeirri lygi.

 

Hann skilur ekki nauðsyn þess að feta slóðir réttlátra ákvarðana.

Hann reynir ekki í hið minnsta að ná sátt við þjóð sína.

Hann vísar aðeins í hina keyptu umræðu þjóna vogunarsjóðanna.

 

Líkt og þeir séu þjóðin.

Eins og á þeim hafi verið brotið.

 

Sigmundur gat.

En gerði ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Brengluð sýn náð athyglinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég er moðhaus í skilningi á vogunarsjóðunum,sem bíða þess víst að fá áritaðan passa til útlanda.,en ekki það illa sem af þeim leiðir hér,malandi vexti. Heyrði umræðu um gjald sem þeim verður gert að greiða fyrir að losna héðan. En ertu að tala um loforð Sigm.að hann ætlaði að sækja peninga í þeirra vasa til að greiða ríkisskuldir? 

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2014 kl. 02:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Talandi um vasa,þetta eru engir vasapeningar,ætli upphæðir rúmist ekki í sæmilega sterkum tölvum.

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2014 kl. 02:26

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Það hefur oft hvarflað að mér að skipta þessu bloggi uppí tvennt, hafa annað til að halda utanum "eldri" lesendur í merkingunni, fólk sem las þessi skrif mín í árdaga, og allt að ósigri vogunarsjóanna hinna fyrri, sem kennt er við hraklega útreið Jóhönnu Sigurðardóttir og ríkisstjórnar hennar.

Og hina sem af einhverjum ástæðum finna hjá sér hvöt til að lesa bloggið í dag. Sem og söguna frá þeim tímamótum til dagsins í dag.

Ég hef hreinlega alltof oft lent í þeirri aðstöðu að þurfa svara fyrir mín fyrri skrif, og þá sérstaklega hughrif þeirra sem lásu, en skilja ekki orð í þeirri ádeilu sem þeir upplifa beint gegn sínum leiðtogum, leiðtogum sem þeir upplifa sem sameiginlega, en spáðu ekki í að þeir áttu gagnrýni mína sameiginlega, en ekki tryggðina sem sem þeir upplifa, en ég þekki ekki til á nokkurn hátt.

Svo á ég við þann vanda að etja, að þegar bloggið skipti mig miklu máli, þá bloggaði ég þunga pistla, með allskonar rökum, en í dag eimir ekki einu sinni af þeirri aðferðafræði.

Ég er að segja þér þetta Helga, vegna þess að mér þykir vænna um nálgun þína en til dæmis ábendingar gamals félaga úr baráttunni, eins op Jóni Vali, sem las uppúr einhverri orðabók til að fá mig til að tala rétt mál hins íslenskra rétttrúnaðar.

Ekki það að ég skilji ekki Jón Val, en það sem var, er ekki í dag.

Pistlar mínir eru knúnir áfram af ákveðnum rökum, sem per se, þú átt ekki á nokkurn hátt sameiginlegan flöt með mér, fyrir utan þann kjarna sem hefur alltaf knúið þig áfram.

Kjarna sem í fljótu bragði fittar ekki inní skrif mín, en þegar honum er beitt, þá fellur gárunginn niður sínar varnir, og mætir þér og þínum á þann ærlega hátt, að reyna ekki á nokkurn hátt að snúa út úr, eða annað það sem stundum á sér stað í málflutningi mínum.

Vegna þess Helga, að ég veit að það sem mér er sagt af einlægni, þarf ég að svara af einlægni.

Ekki það að ég hefði ekki gert það  áður, en vildi taka það fram fyrir aðra sem lesa, og skilja ekki á nokkurn hátt veðrabrigðin.

Hvað þá að þeir skilji þessa athugasemd mína í sjálfstæðu samhengi, við annað sem þeir telja sig hafa upplifað.

Þar með mun ég í alvöru svara eftir bestu geti í næstu  athugasemd, því núna þarf ég að slökkva á stjórnkerfi mínu.  Tölva mín þolir nefnilega ekki langlokur mínar, hún slekkur á þeim í miðri málsgrein, líkt og hún vilji stytta mitt mál.

Þessi fororð mín eru aðeins útskýring þess, að tónn minn mun vera allt annar en sá sem síðustu pistlar hafa framkallað, frá minni hendi áttu alls ekki skilið önnur svör en þau sem ég í alvöru meina í rökfærslu minni.

Það vill svo til að ég átti leið framhjá svona seint á nóttu, sem á sér sínar skýringar.

Og á þessari stundu átt þú Helga skilið ærlegt svar.

Sem kemur rétt bráðum, mun styttra en aðdraganda þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2014 kl. 03:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Það var svo sem ekki dýpt í þessum pistlum mínum sem eiga sér Sigmund sem guðföður.

Ég var ekki á nokkurn hátt að vísa í vogunarsjóði, það var orðræða Sigmundar sem truflaði mig, ég neyddist á sínum tíma til að semja of marga pistla gegn þessari orðræðu, á þeim tímum sem ríkisstjórn Íslands gegn erinda erlendra fjárkúgara.

Heilbrigðiskerfið er í rjúkandi rúst, og ég þurfti ekki að hlusta á enn eina ræðuna.

Ég fékk eiginlega nóg af því þegar ég glímdi við þau Steingrím og Jóhönnu.

Sigmundur Davíð hafði frá mörgu að segja, og hann gat nálgast vandann í heilbrigðiskerfinu á þann hátt, að halda sig við raunveruleikann, og þá vinna út frá núverandi stöðu efnahagsmála, sem og ástandinu á LSH.

Hann þurfti ekki að bulla, eins og skötuhjúin sem við tókum þátt í að vega Helga.

Hann gat alveg sagt satt, og lýst raunveruleikanum eins og hann er.

Allavega, ef hann þurfti að ljúga, í því samhengi að hann hafði ekki frá neinu góðu að segja, þá gat hann gert það í fyrramálið, eða fyrr í dag.

Vegna þess, að ég kíki alltaf á fréttir í lok föstudaga, og það kemur fyrir að ég er viðkvæmur fyrir afskræmingu staðreynda.

Og sem svona pistla.

Varðandi loforð Sigmundar, þá veit ég eins og er, að hann fékk ekki stuðning þjóðarinnar til að efna þau.

Ef út í það er farið, þá er Sigmundur einn af kraftaverkamönnum síðustu árþúsunda, hann fékk Bjarna til að ráðast gegn hendinni sem fóðraði hann.

Bankaskatturinn einn og sér réttlætir margt hjá núverandi ríkisstjórn.

En hann réttlætir ekki heimskuna.

Sigmundur gat sleppt henni í dag.

Jafnvel bullið á rétt á sínum frídögum.

Og Sigmundur heitir ekki Bjarni Ben.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2014 kl. 04:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessum pistli og svarinu líka Ómar.  Takk fyrir mig. Var reyndar að lesa skemmtilegt komment frá Jóhannesi Ragnarssyni sem hefur oft fengið mig til að hlæja gegnum tíðina, hér er brot úr því: "lyngdi glyrnunum sællega eins og geltur fressköttur þegar hann romsaði helstu lygaflækjum Kolbeins uppúr sér; lét marra í nasavængjunum þegar hann vildi gefa hjörðinni í Fjósinu til kynna að nú ætti hún að hlægja lágt og kurteislega að fyndnum setningum skifstofustjórans."  Með bestu kveðjum Ásthildur Cesil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2014 kl. 07:19

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó sannleikur sé sagður sagna bestur þá er ekki alltaf vitað hvar hann er.  En þú ert nokkuð viss um lygarnar Ómar.  

Hrólfur Þ Hraundal, 23.11.2014 kl. 13:59

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk kærlega fyrir Ómar! Þarna sé ég hvers ég er að fara á mis við,með því að hlusta ekki viku eftir viku á fréttir,sem er afleiðing viðkvæmni minnar,sem ljótar fréttir flytja okkur.... Og vera svo upp með sér að hafa "tekið þátt í að vega skötuhjúin illræmdu",með þér ofl.--- Sárast að sjá á þeim tíma margan góðan manninn fylga þeirra dæmi,nokkuð sem minnir á 30 silfurpeninga.bestu kveðjur.

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2014 kl. 16:51

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Ég kíkti á Jóhannes, og það er þungi í kallinum, það er greinilega fleiri ég sem eru komnir með yfirfullt kok út af hinni niðurtalandi orðræðu valdsmanna.

Ekki það að það er margt til í mörgu sem Sigmundur er að segja, og ég svo sem alveg viðurkennt núna að Jóhanna átti það alveg til að segja eitthvað af viti. En samt alveg fyrirmunað að tala við þjóðina eins og að hún samanstandi af vitibornu fólki.

En ekki eintómum stuðningsmönnum með aftengdar heilasellur.

Og mér sýnist að fólk sé pirrað út af þessu, annars myndi teljarinn ekki tifa svona mikið vegna pistla sem orðið "bilaður" kemur fyrir í fyrirsögn.

Ítreka því það sem ég sagði við Helgu hér að ofan, af hverju gat hann ekki "nálgast vandann í heilbrigðiskerfinu á þann hátt, að halda sig við raunveruleikann, og þá vinna út frá núverandi stöðu efnahagsmála, sem og ástandinu á LSH.".

Ein grunnforsenda tilveru okkar sem sjálfstæðar þjóðar er að bresta, og þá bulla ráðamenn okkar.

Opinberlega.

Ekki gott, ekki gott.

Mætti ég þá biðja um stjórn hinna hagsýnu húsmæðra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2014 kl. 23:05

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Hrólfur, þessi vandi hefur oft fylgt sannleikanum.

En sem betur fer ekki lygunum, þær eru oftast auðþekktar.

Og ég get svo lifandi svarið það að Sigmundur Davíð sagði hvergi fyrir kosningar að hann ætlaði sér að endurnýta "leiðtogahæfileika" Jóhönnu Sigurðardóttur.

Ræður hennar og veruleikafirringu.

Hann sagðist eiginlega ætla að verða allt annað.

Og fólk trúði honum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2014 kl. 23:11

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, já Helga, við stóðum í vígaferlum, og höfðum sigur.  Eina dæmið um að þjóð hafi risið upp gegn peningaöflunum.

En við unnum ekki stríðið, það stendur ennþá yfir.

Og er að tapast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2014 kl. 23:14

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna hver? hehehe. stóðst ekki mátið,en þessi kona bara átti sitt ris og svo risa fall. við skulum vona að það hendi ekki Sigmund Davíð, því það er margt sem hann er að gera sem skiptir máli.  Ég verð bara að segja að ég var svo hrilalega bólusett gegn Samfylkingunni og Vinstri grænum eftir síðasta kjörtímabil að það hálfa væri nóg, og nú er ég búin að fá upp í kok af þessari núverandi.  Þá er fátt um fína drætti, nema að treysta nýjum framboðum.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2014 kl. 23:52

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Mæli með framboði hinnar hagsýnu húsmóður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2014 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband