Er Sigmundur Davíð bilaður??

 

Þegar hann þykist toppa það sem hann fordæmdi áður??

Niðurbrot almannaþjónustu, skuldaþrælkun almennings!!!

Hann þykist gera betur, og þar með sé það nóg.

 

Hafi hann rétt fyrir sér, þá laug hann sig til valda með meintu níði um Jóhönnu Sigurðardóttur.

Hún sagði aldrei að 2008 yrði 2014, hún sagði að 2008 væri forsenda 2014.

Þá átti að toppa 2008, þá átti að auka svo mikið fé til LSH, að áður hefði aldrei sést, það er frá Hruni.

Vaxtastefnan, 200 milljarða árlega meðgjöfin handa fjármagnseigendum, átti sína réttlætingu í fjárlagafrumvarpinu 2014.

 

Þar sem Sigmundur Davíð þykist ekki vera fáviti, þá hlýtur hann að vera bilaður.

Órök hans eru vel þekkt, ef ég læt vera að vitna í hann þegar hann sagði satt í stjórnarandstöðunni, þá er gott að vitna í þekktustu órök 20. aldar.

Þegar yfirmenn í vinnubúðum þriðja ríkisins, mættu réttlátum ábendingum fulltrúa Rauða Krossins (sem flestir voru frá Sviss) um að daglegur matarskammtur vistmanna væri bein ávísun á hungurdauða innan þriggja mánaða, að þá juku þeir skammtinn, svo hann dugði til að treina líf í fjóra mánuði.

Sem að sjálfsögðu breytti ekki hinu óumflýjanlega.

Endinum eina.

 

Og hvaða fávitatal er það að vitna í einhvern topp frá 2008, þegar síðasta neyðarkallið var sent frá LSH???

Er þetta hin keypta Nígeríu doktorsprófgráða forsætisráðherra??

Vissulega þætti þetta djúp vísindi í bréfaskólum þar suður frá.

En að bulla svona þegar síðustu læknarnir, sem þegar eru alltof fáir, fara í verkfall vegna bágra kjara, en ekki hvað síst, vegna lélegra vinnuaðstæðna sem og óhólegs vinnuálags, þá mætti halda að alvarlega hefði slegið út hjá Sigmundi Davíð.

Að hann væri svo illa haldinn að hann héldi að hann væri afturganga Jóhönnu Sigurðardóttur í stóli forsætisráðherra.

Og þess vegna þyrfti hann að bulla út í eitt.

 

Vissulega skoraði Jóhanna stig hjá hinum trúföstu, og vissulega mun Sigmundur Davíð skora stig hjá sínu fólki, jafnt í hans flokki, sem og hjá hinum óbilandi stuðningsmönnum frjálshyggjunnar.

En það segir allt um hið auma sem knýr áfram íslensk stjórnmál.

Að hreint rugl sé tækt í hinni pólitísku umræðu.

 

Á meðan hrynur grunnþjónustan.

Á meðan verður hinn óbætanlegi skaði unninn.

 

Sem er rökrétt út frá sjónarmiðum frjálshyggjunnar, að tómið sem myndaðist við undanhald almannaþjónustu, verði fyllt með Hraðbrautum þessa heims, en ekki alveg miðað við hina trúföstu sem kjósa Sigmund Davíð vegna þess bókstafs sem hann býður sig fram til Alþingis.

Sem aftur vekur spurningu um hvort bilun ráði ríkjum í stjórnarráði Íslands.

 

Eða lygi.

Sem er hið augljósa svar, en þessi orð hér að ofan voru slegin inn til að benda á annan möguleika sem hvorki er trúverðugur, eða líklegur.

En er mannlegur, hver vill játa að lygarar stjórni landinu.

 

Svona eftir að þau Jóhanna og Steingrímur voru hrakin frá völdum???

Og maður sjálfur tók þátt að vega að ósvinnu þeirra.

 

Ég veit að svarið við spurningunni er Nei, en sú bitra staðreynd er fleinn í holdi þeirra sem áttu þá draumsýn að Hrunið myndi leiða til einhverra breytinga.

Þá er mannlegt að spyrja svona spurninga, og láta það eiga sig að svara þeim.

Svona á meðan vonin lifir um að ljós hárkolla og ljótt dress séu ennþá í hávegum höfð í gamla tukthúsinu við Lækjargötu.

Að forheimskan hafi aðeins skipt um andlit, en ekki yfirgefið sjálft valdasetrið.

Það mætti jafnvel hugsa sér að skýringin á brottrekstri skúringarkvennanna hafi verið sú að þær hafi séð hina meintu mátun og óttast yrði að þær segðu frá.

 

Reyndar ekki líklegt.

En hugsanlegt ef táknið um hina óendalegu litlu stærð óendaleikans er haft til hliðsjónar.

Og maður gefi sér ekki að eitthvað hafi breyst.

Að lygin hafi vikið fyrir hinum algjöra skorti á raunveruleikaskyni.

 

En jafnvel lopinn geri ekki líklegan.

Sigmundur Davíð er í sambandi, og hann veit alveg hvað hann segir.

 

Hann sagði aðeins ósatt þegar hann sagði ætla að vinna fyrir þjóðina, en það er ekki honum að kenna að einhver skyldi hafa trúað honum.

Hvort hann sé illskárri, mun sagan dæma.

 

En lélegur er sá dómur sem gefur ekki lygi falleinkunn.

Og sagan er ekki þekkt fyrir slíka dóma.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Mestu fjárframlög til LSH frá 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 386
  • Sl. sólarhring: 750
  • Sl. viku: 6117
  • Frá upphafi: 1399285

Annað

  • Innlit í dag: 327
  • Innlit sl. viku: 5182
  • Gestir í dag: 302
  • IP-tölur í dag: 298

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband