22.11.2014 | 01:27
Að þekkja sinn eigin barm.
Er talið gagnlegt áður en menn tjá sig um annarra.
Til dæmis er ég alveg hættur að tala um stórar bumbur, þó mér hafi verið tíðrætt um þær á yngri árum.
Eins ættu stjórnmálamenn að skilja sína ábyrgð á hinni hatrömmu umræðu, áður en þeir leita uppi sakarefni annarra.
Eins ættu þeir að skilja biturðina hjá fólki sem var neitað um réttlæti eftir Hrunið mikla 2008.
Þjóðin var svívirt, hún var rænd, og skilin eftir í skítnum, meðan þeir sem ábyrgðina báru fengu að bjóða uppí annan Hrunadans.
Menn hafa pirrast af minna tilefni, og það er eðli pirrings að leita útrásar, þó ekki í útlöndum ef þjóðin er fámenn og vopnlítil.
Ég efa ekki að lekamálið hefur reynt mikið á Hönnu Birnu, og það hafi verið fjölskyldu hennar erfitt.
Og ég persónulega tel það ekki rök í málinu að hún hafi sjálf átt sína sök hvernig allt þróaðist á verri veginn í þessu leiðinda máli.
Það afsakar ekki hið persónulega og hið hatramma.
Í raun afsakar aldrei neitt slíkt.
En málið snýst í raun ekki um Hönnu Birnu og lekamálið.
Málið snýst um klofna þjóð í herðar niður, þar fólk greinir á grundvallarmál, og er ekki tilbúið að sína nokkra málamiðlun gagnvart andstæðum skoðunum.
Enda er kannski ekki hægt að sætta sum sjónarmið, ætti best sjálfur að þekkja mína afstöðu í ICEsave málinu.
En jafnvel hin stóru grundvallarmál skýra ekki heiftina sem blossar uppá yfirborðið með reglulegu millibili.
Hún er eins og glóandi hraunkvika sem leitar uppá yfirborðið, og líkt og að glóandi hraunkvika verður ekki hamin með því að setja tappa í eldstöðvar, að þá dugar ekki svona orðræða eins og Sigmundur viðhefur, til að hemja hina harkalegu þjóðmálaumræðu.
Meðan eitthvað kyndir stanslaust undir bræði fólks, þá leitar bræðin útrás á einn eða annan hátt.
Stjórnmálastéttin rauf griðin við þjóð sína þegar hún tók hagsmuni fjármagns fram yfir hagsmuni fólks.
Það réttlæti sem fólk þó fékk, var fyrir atbeina dómsstóla, ekki vegna frumkvæðis stjórnmálamanna.
Aurinn í fólkið hefur alltaf verið bjálki, þó mörg önnur útgjöldin hafa verið eins og fis.
Og það eiga svo ofsalega margir um sárt að binda. Fólk missti ekki bara húsnæðið sitt, fyrirtæki féllu, sparnaður gufaði upp.
Samt er látið eins og ekkert sé.
Að þjóðin eigi að halda áfram sínu striti þó ekkert sé réttlætið, þó ekkert sé uppgjörið.
Að enginn sé lærdómurinn annar en sá að fólk eigi ekki að vera svona biturt, það eigi ekki að vera svona reitt.
Það einfaldlega gengur ekki, það er ekki einu sinni óskhyggja.
Það límir ekki saman það sem hefir klofnað, það sættir ekki þá sem byrðarnar báru við þá sem höfðu allt sitt á þurru.
Ranglætið getur ekki beðið um sátt við gjörðir sínar.
Og fögur orð fá því ekki breytt.
Kveðja að austan.
Þjóðin læri af lekamálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 264
- Sl. sólarhring: 840
- Sl. viku: 5995
- Frá upphafi: 1399163
Annað
- Innlit í dag: 223
- Innlit sl. viku: 5078
- Gestir í dag: 215
- IP-tölur í dag: 212
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér talar mannvinur.
Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2014 kl. 01:50
Sæll.
Þessi framkoma er í fullkomnu samræmi við hegðun vinsri manna á öðrum vígstöðvum. Vinstri menn eru trauðla mannvinir :-(
Þeir munu verða sýnu verri við næsta hrun sem þeir munu þó ekki vilja bera neina ábyrgð á :-( Kapítalisma verður kennt um næsta hrun sem og frjálshyggju - þó lítið sé af hvoru tveggja í dag í heiminum.
Helgi (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 10:26
Takk fyrir orð þín Helga.
Helgi, ég held að málið sé aðeins flóknara en þetta, og á það reyndi ég að benda.
En taktu eftir, ekki orð um frjálshyggju í þessum pistli.
Einhver hefði nú óskað mér til hamingju með það, en þá þarft þú að minnast á hana, eins og þú saknir einhvers í skrifum mínum.
En eigðu góða helgi, hér fyrir austan er blak, svo er Leikurinn núna klukkan 5.
Á meðan er það friðurinn hvað mig varðar hér í bloggheimum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.11.2014 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.