Texas og Ríki Íslams.

 

Keppa um athygli samfélagsmiðla.

Ríki Íslams hefur ákveðna forgjöf, þeir skammast sín ekki fyrir ódæði sín, þeir myrða fólk á veraldarvefnum, á meðan hægriöfgarnir í USA krefja menn um blaðamannskírteini, ef þeir vilja upplifa viðbjóðinn í beinni.

 

Í mörgu öðru má ekki milli sjá.

Ofsóknir gegn öðruvísi fólki knýr hatrið áfram.

Og í Texas þarf að taka tillit til lýðræðisins.  Samdauna kjósendur öfganna þurfa að mæta á kjörstað, á meðan Ríki Íslams þarf aðeins like á sínar síður.

 

Peningavaldið telur hinum auðtrúuðu í trú um að reginmunur sé að illsku hinna skeggjuðu, og þeirra sem þurfa að raka sig áður en þeir bera út hatursboðskap sinn.

Telur hinum auðtrúuðu í trú um að það sé einhver munur á að skera fólk á háls, eða steikja það lifandi í rafmagnsstól, eða sprauta í það vítiskvölum hins banvæna eiturs.

Telur hinum auðtrúuðu í trú um að hin einsleita skeppna haturs og öfga eigi sér mörg andlit, og aðeins hið skeggjaða sé fordæmanlegt, en það sem gengur um í teinóttum jakkafötum græðginnar sé sauðmeinlaust þó gjörðin sé sú sama, hatursboðskapurinn sá sami.  Vegna þess að teinótt jakkaföt séu friðarins tákn eins og hin hvíta dúfa.

 

Því hinir auðtrúuðu eru forsenda ítaka þess og valda.

Þeirra varðstaða tryggir upplausn og átök nútímans.

Tryggir að fjöldinn snúist ekki gegn kúgun hinna örfáu sem kenndir eru við eitt prósentið.

Að fjöldinn fordæmi dýrið í Sýrlandi, en þegi þegar þjónar þess myrða fólk í vöggu hins vestræna samfélags.

 

En öfgar og hatur eiga sér ekki mörg andlit.

Rót illskunnar er sú sama.

Ásjón hennar er ekki háð skeggi Íslams eða sléttrökuðum vöngum hinna teinóttu jakkafata græðginnar.

Hún er alltaf eins, ljót og ógeðsleg.

 

Og ef við notum önnur orð yfir hana, reynum jafnvel að réttlæta voðann, þá erum við samdauna.

Skítug og illa þefjandi.

Og jafnvel hlutleysi frásagnarinnar er blettur á ásýnd okkar.

 

Því ekkert réttlætir morð Ríki Íslams, ekkert réttlætir morð frjálshyggjunnar í Texas.

Peningurinn er sá sami, þó hinir ginkeyptu sjái aðeins aðra hliðina.

Eins og hliðarnar séu tvær.

 

Sem þær eru ekki.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Verður tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Munurinn er, að til þess að Ríki Islam taki þig af lífi þarftu bara að vera *ekki múslimi.*  Og jafnvel sértu múslimi, þarf það að vera þeirra tegund af islam, annars verðurðu gerður stytrri sem höfðinu nemur.

Til þess að Texas taki þig af lífi þarftu að hafa aðeins meira fyrir því.  Og jafnvel þá þarf málið að fara fyrir nefnd fyrst.  Og svo þarf að geyma þig í 10-20 ár.

Fyrir þig er þetta kannski lítill munur.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2014 kl. 18:28

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ómar, hefurðu einhvern tímann komið til Texas?

Wilhelm Emilsson, 20.11.2014 kl. 20:39

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er rétt Ásgrímur, Ríki Íslams er skilvirkara, en kjarninn er sá sami.

Þú telur þig hafa rétt til að drepa aðra manneskju.

Sem gerir þig að morðingja, og morðingi getur aldrei réttlætt morð sín með þeim rökum að hann viti af öðrum skilvirkari.

Og aumastur er hann þegar hann vísar í eitthvað meint réttlæti, að hann hafi farið eftir einhverjum leikreglum sem leiða til þeirrar niðurstöðu að hann megi drepa.

Þá er bænakvak öfganna skömminni skárra, þar hylur yfirdrepsskapur allavega ekki andlit morðingjans. 

Og Ásgrímur, fyrir mig er þetta ekki lítill munur.

Munurinn á ekki tilveru, hann er enginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.11.2014 kl. 22:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Wilhem, það hef ég ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.11.2014 kl. 22:13

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Áhugavert.

Eru þá allir verknaðir sem líta eins út jafnir?  Tilgangurinn helgar ekki meðalið.

Það er sem sagt mannrán, svona í raun, að taka menn fasta og setja þá í fangelsi?  Þú ert þá að taka einhvern, gegn hans vilja, og koma honum fyrir einhversstaðar þar sem hann vill ekki vera.

Ástæðan ætti að vera aukaatriði.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2014 kl. 23:07

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Ómar.

Wilhelm Emilsson, 21.11.2014 kl. 07:32

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Ásgrímur.

Vekur jafnvel upp þörf sjónarmið um ofnotkun fangelsisrefsinga, sem í raun eru aðeins réttlætanlegar ef samfélaginu stafar ógn af viðkomandi einstaklingi.

Og ætti síðan að vekja upp spurningar hvað má og hvað má ekki þegar samfélagið telur þörf á að refsa vegna brota. 

Í Bandaríkjunum til dæmis er normið að refsingar eru mun harkalegri en flestir þeir glæpir sem refsað er fyrir.  Enda er aðeins Norður Kórea með stærra fangabúðakerfi og aðeins lönd eins og Saudi Arabía með sín Sharia lög ganga lengra í villimennskunni.

En Ásgrímur, ég er ekki að ræða málin út frá þessum forsendum.  Og þér er það mæta vel ljóst.

Helgi mannslífa er grunnforsenda vestrænnar siðmenningar, og sú helgi veitir ekki magnafslátt.

Það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2014 kl. 09:00

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er ekki svo mikið að spá í siðferðinu, heldur rökunum.

Þú segir:

"*sá sem gerir X* getur aldrei réttlætt *hegðun X* með þeim rökum að hann viti af öðrum skilvirkari."

Þar sem X getur verið hvað sem er.  Sem er túlkin sem þú býður mikið uppá.

Svo segir þú núna:

"Í Bandaríkjunum til dæmis er normið að refsingar eru mun harkalegri en flestir þeir glæpir sem refsað er fyrir."

Er það svo?  Hvaðan færð þú þær upplýsingar?  Vísaðu endilega í heimildir.  Nú hef ég komið til USA, og ég þekki fólk sem þar býr, fleiri en 10, og ekki heyri ég neinn kvarta neitt meira en hér.  Minna, ef eitthvað er.

Svo það sem þú segir kemur mér spánskt fyrir sjónir.

Ég fæ það sterklega á tilfinninguna að þú sért að tala um hluti sem þú veist akkúrat ekkert um.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.11.2014 kl. 09:28

9 identicon

ISIS drepur sakleysingja, Texas drepur glæpamenn og hættulegt fólk sem hefur sýnt að það geti ekki búið innan um annað fólk.

Fáránlegur samanburður hjá þér

Wilfred (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 09:34

10 identicon

Wilfred.  Í Texas eru þroskaheftir líflátnir og fólk sem síðar hefur komið í ljós að er saklaust.  Það er samt erfitt og svolítið vilaust að bera þetta saman.

Brynjar (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 13:21

11 identicon

Þessi samanburður lýsir heimsku á svo háu stigi að leitun er að öðru eins á samanlögðum alvefnum.

imbrim (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 16:46

12 identicon

 Ég er ekki sammála þér imbrim að þetta lýsi heimsku. Heldur bara hlýðni og ósjálfsstæði, sauðshætti á allra hæsta stigi. Hinn pólítíski rétttrúnaður krefst þess að menn tali svona. Ef þér finnst þetta: https://www.youtube.com/watch?v=HdIEm1s6yhY sambærilegt við glæpina í Texas, segi ég sem hef unnið margra ára sjálfboðavinnu fyrir Amnesty og stykrt á allan hátt, þá ertu fyrst og fremst hlýðinn, en ekki heimskur. En rót heimskunnar er auðvitað hlýðnin. 

Önnur rót svona skrifa er rasismi. Afþví menn hafa innst inni litla trúa á aröbum og öðru lituðu fólki, þá gera þeir hærri og meiri siðferðiskröfur á "hvítar" þjóðir eins og Bandaríkin, sem þeir telja siðferðilega æðri og vitrari og því eðlilegt að bera saman morð Bandaríkjamanna á glæpamönnum og mönnum með lélega lögfræðinga, (sem ég fordæmi), við þjóðarmorð, fjöldanauðganir og nýðingshátt sem skilur eftir sig blóðslóð upp á mörg þúsund manns og hættir ekki fyrr en eitt af tvennu gerist:

a) heimsyfirráð

b) algjör og miskunnarlaus útþurrkun með öllum tiltækum ráðum, (það eru til öflugri og skilvirkari aðferðir til að þurrka hugmyndafræði út heldur en morð, en pólítískur rétttrúnaður, heigulsháttur og hugleysi eins og einkennir þessi skrif tefur þá sem vinna eftir þeim aðferðum með að slæva fjöldann með heimskulegu tali.)

Melek Taus (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 23:38

13 identicon

 Hjálpaðu þeim sem eiga hjálp skilið, frekar en bera saman nýðingshátt gagnvart þeim við ófullkomið réttarkerfi og gallað siðferði, bara afþví þér er innst inni SAMA um þá, en reiður við Bandaríkjamenn afþví þér er EKKI sama um "frændur" þína og nýtir þér tækifæri til að tjá gremju þína, þó það innifeli algjöra vanvirðingu og það að traðka á þjáningum fólks sem verður að öllum líkindum ekki til á morgunn. Ekki nema þú gerir eitthvað, núna, og sýnir að þú ert ekki ómerkilegt Euro-American-centrískt heilaþvegið rasískt peð sem er ekkert nema kjafturinn: http://www.yeziditruth.org/yezidi_genocide

Melek Taus (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 23:43

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ásgrímur.

Rökleiðsla þín var ágæt í fyrstu andmælum, en í þeirri síðari gengisfellur þú hana algjörlega.

Í fyrsta lagi þá erum við ekki að ræða um X sem er hvað sem er. Og ég er að ræða um X á forsendum siðferðis.  Og siðferði er jú forsenda siðaðra samfélagsa.

Og siðuð samfélög setja tabúið við morð, í eintölu.  

Þau leyfa ekki morðingja að réttlæta gjörðir sínar með tilvísun í að einhver hafi framið fleiri morð.  Morðingi í Noregi getur ekki áfrýjað hámarksrefsingu með þeim rök að fyrst að Breivík fékk sömu refsingu fyrir 60 morð, að þá eigi hann aðeins að fá 60. hluta af hans refsingu.

Króatískir fasistar geta ekki réttlætt sína menn með þeim rökum að hinir skilvirku Þjóðverjar hafi slátrað miklu fleiri í sínum útrýmingarbúðum

En ég viðurkenni það Ásgrímur að sá sem gefur lítið fyrir siðferðisleg rök, hann hefur ekki forsendur til að skilja inntak þess sem ég er að segja.  

Hinsvegar er þessi fyrsti hluti því miður betri hlutinn af rökfærslu þinni. Þig vantaði aðeins í seinni hlutanum, í kjölfar hinna 10, að koma með lokahnykkinn, að benda á að samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var meðal fanga á dauðadeildum þarlendra, þá njóti dauðarefsing yfirgnæfandi fylgis þeirra, nema kannski með þeim hæng, að það eigi að drepa alla hina fyrir glæpi sína.

Þá nærðu rökstyrk hinna nafnlausu hér í netheimum.

Þú getur alveg haft skoðanir á þekkingu minni eða meintu þekkingarleysi en þú hlýtur að átta þig á því að þar sem ég var fyrir á ritvellinum, og þú kýst að gera athugasemdir við fullyrðingar mínar, að þá eru hinir 10 ekki rök í málinu.  Teljir þú þig vita betur þá ættir þú að geta vitnað í hlutlausa aðila eins og Amnesty eða þá hin fjölmörgu mannréttindasamtök þarlendra sem láta sig þessi mál varða.  Eða þá Morgunblaðið sem hefur endrum og eins birt ágætar greinar um fangabúðakerfið vestanhafs, jafnvel fjallað um það í Reykjavíkurbréfum sínum.

En hann Ólyginn og frændur hans, þó yfir 10 séu, eru ekki tækir í almennri umræðu, þó þeir viti örugglega margt og mikið um hitt og þetta.

Þeir dugðu ekki gömlu kommunum sem reyndu að sannfæra okkur ungmennin um hina meintu Moggalygi, og þeir gjaldfella þig Ásgrímur ef þeir eru innistæða þekkingar þinnar.

Í þínum sporum hefði ég bara sleppt því að koma hérna inn í seinna skiptið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2014 kl. 00:08

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Wilfred.

Fyrst að þú ert svag fyrir rökum morðingja sem réttlæta gjörðir sínar með svipuðum rökum og þú, þá skaltu gera þér grein fyrir því að ISIS menn í sínum brenglaða hugmyndaheimi telja þá sem þeir drepa vera réttdræpa.

Og nota mjög svipuð rök og þú.

Og þeir hafa svipað álit á þér, og þú á þeim.

Spáðu í það, það er ef þú hefur þá vit til þess.

Þú virðist allavega ekki skilja tiltölulega einfaldan pistil um líkindi öfganna.

Minnir dálítið á kallinn sem afgreiddi að honum fannst ósanngjarnan samanburð milli tveggja manna með þeim rökum að það væri fáránlegt að líkja honum Jóni við Gunnar frænda sinn, Gunnar væri yfir hundrað kíló en Jón hins vegar óttalegt písl.  

Og hver gat borið á móti því?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2014 kl. 00:27

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Melek Taus.

Ég reikna með þú sért að tjá þig vegna þess að þér liggi eitthvað á hjarta, teljir þig hafa eitthvað að segja, sem þú vilt að aðrir lesi.

En reyndu að vera ekki óskiljanlegur, það hjálpar.

Vinsamleg ábending.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2014 kl. 00:31

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Brynjar.

Það má vel vera að það sé dálítið vitlaust að bera saman aftökur á þroskaheftum í Texas, sem og aftökur á saklausu fólki.

Ef svo sem ekki skoðanir á því, en ef þér finnst það þá myndi ég bara sleppa því í þínum sporum.

Það er margt annað sem hægt er að bera saman.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2014 kl. 00:38

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Imbrim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2014 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 514
  • Sl. sólarhring: 673
  • Sl. viku: 6245
  • Frá upphafi: 1399413

Annað

  • Innlit í dag: 436
  • Innlit sl. viku: 5291
  • Gestir í dag: 400
  • IP-tölur í dag: 394

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband