20.11.2014 | 17:17
Kjarklaus Páfi.
Varar við græðgi og óendalegu arðráni á auðlindum jarðar.
Bendir á hið augljósa eins og hver annar siðapostuli.
Líkt og hann hafi ekki lesið ritin sem eru forsenda stöðu hans.
Eins og hann þekki ekki grundvallarforsendu kristinnar trúar.
Og bendir því á umbúðirnar en ekki illskuna sem að baki býr.
Hefur ekki kjark að fara gegn peningavaldinu, og hugmyndafræði þess sem gegnsýrir hinn vestræna heim.
Eins og hann óttist útskúfun hins veraldlega valds sem flærðin hefur öll ráð í hendi sér.
Kjarkleysi sem hrjáði annan páfa, á þeim tímum sem flærðin fann sér farveg í öfgum þjóðernisstefnu 20, aldar.
Framtíðin er í húfi.
Framtíð barna okkar.
Lífið sem við ólum af okkur er ekki öruggt um að geta alið af sér líf.
Skylda páfa er að segja satt.
Að fordæma hina siðblindu græðgi.
Fordæma frjálshyggjuna sem hefur logið að fólki að það eigi ekki að gæta bróður síns.
Að ekkert annað skiptir máli en þess eigin hagur.
Frans páfi veit betur en svo að benda á afleiðingarnar.
Hann veit hvað veldur, en kýs að þegja.
Og gefur þar með fordæmi fyrir þögnina einu.
Þögnina sem hjúpar alla umræðu um forsendur lífsins.
Og tekst ekki á við óvininn eina sem ógnar tilveru þess.
Mannkynið þarf ekki að óttast dómsdag græðginnar.
Frjálshyggjan mun sjá til þess.
Kveðja að austan.
Páfi varar gráðuga við dómsdegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.