Hálfkák ógnar þrotabúum.

 

En hálfkák ógnar líka þjóðinni.

Vil vísa í Feisbókarfærslu okkar hæfasta hagfræðings, Lilju Mósesdóttur;

"Ég er reyndar sammála Steinunni um að 35% skattur sé fullkomlega óraunhæf skattlagning en ekki vegna þess að slíkur skattur rýrir loftbólueignir hrægammasjóðanna. 35% útgönguskattur er ekki nógu hár til að koma í veg fyrir mikla gengislækkun krónunnar og verri lífskjör almennings á Íslandi.".

 

Froðukrónurnar urðu til við fjármálabrask, og eiga ekki nokkra skírskotun í verðmætasköpun þjóðarinnar.

Eru í raun Matadorpeningar og verða því aðeins verðmæti ef þeim er skipt í erlenda mynt, þar sem annað hvort er undir, útflutningstekjur þjóðarinnar, eða stórt erlent gjaldeyrislán, sem lendir að lokum á skattgreiðendum.

 

Fyrsti kafli leikritsins er hafinn, þrotabúin mótmæla hástöfum þessari málamyndaskattlagningu, en skellihlæja bak við tjöldin yfir trúgirni þjóðarinnar.

Þeirra menn í ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar hafa unnið gott starf, sigurinn er algjör.

Og gjaldþrot þjóðarinnar líka.

 

Tími hinna stóru leikara er framundan.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Fullkomlega óraunhæf skattlagning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

35% útgönguskattur á allar eignir þrotabúanna myndi þýða allar innlendar eignir þeirra(þ.e.a.s Arion og Íslandsbanki og gjaldeyrir þeirra) ásamt í kringum 100-200 milljarðar í gjaldeyri úr erlendum eignum.

Kalli (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 11:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vá Kalli.

Ekki skal ég gera ágreining ef allar innlendar eignir þrotabúanna þurrkast út.

Ef svo er, þá höfum við báðir upplifað nýja tíma.

Tíma þar sem vonin á sjéns.

Veit ekki.

En ég veit þegar mál skýrast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.11.2014 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 550
  • Sl. sólarhring: 645
  • Sl. viku: 6281
  • Frá upphafi: 1399449

Annað

  • Innlit í dag: 469
  • Innlit sl. viku: 5324
  • Gestir í dag: 431
  • IP-tölur í dag: 424

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband