19.11.2014 | 12:10
Hálfkák ógnar þrotabúum.
En hálfkák ógnar líka þjóðinni.
Vil vísa í Feisbókarfærslu okkar hæfasta hagfræðings, Lilju Mósesdóttur;
"Ég er reyndar sammála Steinunni um að 35% skattur sé fullkomlega óraunhæf skattlagning en ekki vegna þess að slíkur skattur rýrir loftbólueignir hrægammasjóðanna. 35% útgönguskattur er ekki nógu hár til að koma í veg fyrir mikla gengislækkun krónunnar og verri lífskjör almennings á Íslandi.".
Froðukrónurnar urðu til við fjármálabrask, og eiga ekki nokkra skírskotun í verðmætasköpun þjóðarinnar.
Eru í raun Matadorpeningar og verða því aðeins verðmæti ef þeim er skipt í erlenda mynt, þar sem annað hvort er undir, útflutningstekjur þjóðarinnar, eða stórt erlent gjaldeyrislán, sem lendir að lokum á skattgreiðendum.
Fyrsti kafli leikritsins er hafinn, þrotabúin mótmæla hástöfum þessari málamyndaskattlagningu, en skellihlæja bak við tjöldin yfir trúgirni þjóðarinnar.
Þeirra menn í ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar hafa unnið gott starf, sigurinn er algjör.
Og gjaldþrot þjóðarinnar líka.
Tími hinna stóru leikara er framundan.
Kveðja að austan.
Fullkomlega óraunhæf skattlagning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 550
- Sl. sólarhring: 645
- Sl. viku: 6281
- Frá upphafi: 1399449
Annað
- Innlit í dag: 469
- Innlit sl. viku: 5324
- Gestir í dag: 431
- IP-tölur í dag: 424
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
35% útgönguskattur á allar eignir þrotabúanna myndi þýða allar innlendar eignir þeirra(þ.e.a.s Arion og Íslandsbanki og gjaldeyrir þeirra) ásamt í kringum 100-200 milljarðar í gjaldeyri úr erlendum eignum.
Kalli (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 11:08
Vá Kalli.
Ekki skal ég gera ágreining ef allar innlendar eignir þrotabúanna þurrkast út.
Ef svo er, þá höfum við báðir upplifað nýja tíma.
Tíma þar sem vonin á sjéns.
Veit ekki.
En ég veit þegar mál skýrast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2014 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.