9.11.2014 | 10:55
Ærlegur maður, samt ríkur.
Í heimi þar sem svínið er orðið eitt helsta tákn auðsins.
Í landi þar sem siðmenningin er að hrynja í frumeindir sínar.
Finnst ríkur maður sem kyrjar Traustur Vinur á kvöldin, eftir farsælan gróðaferil á daginn.
Er hann undantekning, jafnvel kraftaverk??
Hinn beitti skurðarhnífur tímans mun kryfja þá spurningu áður en langt um líður.
Þegar lokakallið um mönnun varnarvirkja mennskunnar verður sent út.
Hverjir munu verja lífið?
Gegn hatursboðskap heiftarinnar sem vellur úr fúlum pyttum frjálshyggjunnar.
Gegn illviljanum sem ætlar sér að þurrka út alla framþróun nýaldar og færa mannkynið aftur á tíma hina myrku miðalda.
Í stríði sem kennt verður við forsetakosningarnar 2016.
Í stríði sem enginn getur verið hlutlaus í.
Í stríði sem markar upphaf.
Upphaf sem aðeins tíminn veit.
En snertir okkur öll.
Til góðs eða ills.
Kveðja að austan.
![]() |
Einn ríkasti maðurinn hefur búið í sama húsinu síðan 1958 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 22
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 1873
- Frá upphafi: 1438605
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1574
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Talaði við mann í gær sem var mikið niðri fyrir og var ekki ósvipað stemmdur og síðuhaldari. Tvennt var honum ofarlega í huga. Í fyrsta lagi var það margboðuð "skuldaniðurfærsla" SDG. Hann var sannfærður um að ef einhverjir nytu góðs af þeim bókhaldskúnstum væru það bankarnir. Svo væri um hnúta búið af hálfu umsjónarmanns verksins, trúi hann hafi kallað hann Tryggva Þór, að þessir 80 milljarðar færu að mestu leyti til að greiða bönkunum til baka það, sem þeir hefðu þegar afskrifað af skuldum almennings, bæði beint með sérsamningum og svo 110% leiðinni, og svo færi afgangurinn upp í dráttarvexti og ótilgreindan kostnað skv. gjaldskrá. Höfuðstóll lánanna myndi því ekki lækka frá því sem er í dag. Hitt atriðið sem hann var með í huga var í beinu framhaldi af því að hann hafði hlýtt á vikulegan samræðuþátt á Rás 1 hjá RÚV fyrir hádegi á laugardegi. Þar hafði meðal annarra komið fram þingkona framsóknar. Hann vildi endilega koma því þannig fyrir, að enginn lýðræðissinni - sem hann skilgreindi ekki nánar - myndi taka þátt í neinum spjallþáttum eða öðrum umræðum á hvaða vettvangi sem væri þar sem þingmenn eða annað forystufólk þess flokks kæmi fram. Þeir yrðu sumsé "frystir úti" frá allri umræðu um mál líðandi stundar. Það áttu að hans mati að vera rétt og viðeigandi viðbrögð lýðræðissinna við umbreytingu flokksins í ótíndan fasistaflokk. - Þótti þetta merkilegar hugmyndir, sérstaklega þetta síðara. Held að það yrði svolítið erfitt í framkvæmd á Alþingi og trúlega brot á þingsköpum, en þó skyldi maður aldrei segja aldrei.
Stúfur (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 13:24
Þannig fara sumir að Stúfur.
Þegar menn geta ekki stutt mál sitt rökum fara þeir gjarnan í manninn. Ef það dugir ekki til þá loka menn eyrunum og vilja hvorki heyra né sjá. Gera eins og strúturinn (sem er reyndar ekki rétt) stinga bara hausnum í sandinn til að útiloka vandamálð og halda að það hverfi við það.
Landfari, 9.11.2014 kl. 13:53
Jamm Stúfur, ég er ekki alveg svona djúpur á þessu, lét staðar numið á sínum tíma við að meta þá ákvörðun að skattleggja bankana.
Taldi það álíka mikil tíðindi eins og að kyrkislanga færi að fóstra munaðarlausa froska, svo fjarri væri það eðli íhaldsins.
Síðan þá hefur þessi ríkisstjórn endanlega afhjúpað eðli sitt og ljóst að ekkert er gert sem þjónar ekki til skamms eða langs tíma þeim markmiðum auðstéttarinnar að frjálshyggjuvæða samfélagið að bandarískri fyrirmynd.
Það liggur alltaf fiskur undir steini hjá stjórnvöldum eins og einn góður lesari þessa síðu benti mér á nýlega.
Ég ætlaði meira að segja að skrifa Pistil í morgun sem átti að heita Fiskar undir steinar, og útgangspunktur hans var fólkið sem ákvað að endurreisa Menntaskólann Hraðbraut, væri ekki galið, það vissi sem er að það nýtur forgangs að rífa niður almannaþjónustu þar sem einkageirinn er tilbúinn með valkost.
Síðan átti að fjalla um aðra fiska.
En punkturinn yfir i-ið kom úr fjarskanum í vestri, og engir steinar í honum til að velta.
Þú Stúfur minn kæri hefur hinsvegar skynjað hugleiðingar mínar, og bendir á einn spriklandi fiskinn.
En ég held að þetta verði ekki svona, ekki vegna þess að ég trúi þeim ekki til þess, heldur að það er of taktlaust. Ekki í anda Hægt og hljótt aðferðafræðarinnar sem hefur umbreytt fyrrum flaggskipi vestrænna lýðræðisríkja í Wasteland hinnar siðlausu græðgi.
En ég veit það ekki, kannski er peningavaldið hætt að reikna með að úr ranni Andstöðunnar komi annað en lágróma muldur, að glóðin sem bretar kveiktu, sé löngu kulnuð.
Að það þurfi ekki lengur að sýnast, eða dylja sitt rétta eðli.
Þetta skýrist allt saman Stúfur, en ég hætti að reikna með leiðréttingum lána eftir síðustu kosningar, raunhæfar hugmyndir um skuldaleiðréttingar fengu ekki brautargengi í þeim kosningum.
Fólk fær yfirleitt það sem það kýs, og það kaus EKKI leiðréttingu.
En ég ítreka að ég hef ekkert hugsað út þetta lengi og er því ekki fær um að tjá mig um það sem koma skal loksins þegar hin andvana leiðrétting lítur dagsins ljós.
Reikna samt með einhverju moði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2014 kl. 14:11
Já svona er þetta Landfari minn, svona er þetta; ha það er ekki örgrannt að þú ræðir þessa röktækni af eigin þekkingu, og reynslu.
Læt jammið og jæjið duga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2014 kl. 14:14
Ja, sko, til að það sé á hreinu, þá tók ég fram í upphafi að ég hefði rætt við mann - sem ég reyndar tel ansi vísan og klókan - sem hefði haldið þessa ræðu yfir mér. Ekki svo að skilja að ég hafi verið að þvarga um þessi mál, hvorki við hann né aðra, en mér þótti þetta athyglisverður vinkill hjá honum og skrifaði þennan útdrátt úr spjalli hans við mig. Síðan ég skrifaði þetta hefur mér verið sagt að einn fyrrverandi skeleggur þingmaður og togarajaxl, Björn Valur Gíslason, hefði komið fram með þetta sama mat á skulda"leiðréttingunni" í einhverjum útvarpsþætti í október. Ekki þætti mér ólíklegt að þeir hefðu eitthvað fyrir sér í þessu mati sínu. Hitt þótti mér umhugsunarvert líka varðandi framsóknarflokkinn, ef farið væri að tala um það í alvöru að útiloka þá frá almennum skoðanaskiptum í samfélaginu. Fyrrgreindur viðmælandi minn lét í ljósi þá skoðun, að vegna þess að þeir hefðu "stimplað sig inn" sem rasista- og fasistaflokk upp á síðkastið, ætti að fara þessa leið og vitnaði um leið í að slíka meðferð hefðu sambærilegir flokkar í Evrópu fengið. Má það vel vera rétt, ég er of ókunnugur evrópskri pólitík til að fullyrða neitt um það. En mér varð hugsað til alls þess fólks, yfirleitt roskins fólks, á landsbyggðinni, sem kysi framsóknarflokkinn af gamalli tryggð við hugsjónir Eysteins Jónssonar og hans samtímamanna í pólitík en áttaði sig ekki á þeirri breytingu, sem orðin væri á flokknum eftir að siðblindir gróðapungar yfirtóku hann undir lok síðustu aldar.
Stúfur (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 20:33
Já, Stúfur, togarajaxlar ættu að vera naskir á fiskana.
Nema kannski á þurru landi, en þar ku flestir fiskar undir steini liggja.
Er nokkuð annað í stöðunni en að halda sig við stóísku róna, og horfa á góða kínverska stríðsmynd frá einu frjálshyggjutímabili þeirra.
Morgundagurinn kemur örugglega.
Takk fyrir þitt góða innlegg.
Það skemmti mér mjög.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2014 kl. 21:26
Það er ljóst Ómar að þeir sem fylgjst með bloggheimum komast varal hjá því að kynnast þessari aðferðafræði og með tímanum öðlast þeir þekkingu á henni og sjá hvernig hún virkar, jafnvel þó þeir beiti henni ekki sjálfir eins og þú ert þó að gefa í skyn undir rós, án þess að geta stutt það neinum dæmum.
Landfari, 12.11.2014 kl. 16:33
Blessaður Landfari minn.
Vissulega hefur helv. hryggurinn gert mig gamla og gráan fyrir aldur fram, en elliær ellibelgur er ég ekki, og þekki ennþá mitt heimafólk.
En hinn nýi siður fer þér vel og ég efa ekki að þú munir ná góðum tökum á honum og ekki skemmta þér neitt minna hér í netheimum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2014 kl. 17:39
Takk fyrir að staðfesta mál mitt, bæði um rósatalið þitt og röksemdaskort.
Með kveðju að sunnan.
Landfari, 13.11.2014 kl. 11:00
Mín var ánægjan kæri Landfari.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2014 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.