8.11.2014 | 09:14
Hið siðferðislega gjaldþrot.
Endanleg staðfesting á ómennskunni.
Er brottrekstur skúringafólks til að spara aurinn.
Og þar með er horfin endanlega hin jákvæða ímynd Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar.
Í fnyk og drullu.
Kveðja að austan.
Ráðuneytin nú þrifin á daginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu mjög vinur minn Ómar og vel það,ég man þegar Davíð sem Borgarstjori rak stulkuna sem þreif hjá honum,hún var í simanum!!! kær kveðja að sunnan
Haraldur Haraldsson, 8.11.2014 kl. 20:30
Hvad er ad thvi ad thrifa á daginn?. Erud thid algerlega galnir?
Halldór Egill Guðnason, 9.11.2014 kl. 05:46
Ómar, thu hefur oft á tídum átt snilldarinlegg hér á thessu haegdeyjandi bloggbladri, en ad líkja thvi vid sidferdilegt gjaldthrot ad thrífa sali ríkisins á daginn, er thegnar thess thramma thar sem mest um um sali, er dulítid ofurskot.
Gódar stundir, med bestu kvedjum ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 9.11.2014 kl. 05:51
Já, Halldór, nú er hún Snorrabúð stekkur og neistinn dugar ekki einu sinni að kveikja sinueld í úthaga á lygnu vorkvöldi.
Hið hægdeyjandi fær ekki umflúið sín örlög.
Já Haraldur, mönnum yfirsést oft það lögmálið að það er gjörðin gagnvart minni bræðrum sínum sem segir til um þeirra innri mann.
Þess vegna veit ég til dæmis að ég bý í góðu samfélagi hér fyrir austan,innan um gott fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2014 kl. 11:17
@HEG:
Ég geri ráð fyrir að Ómar hafi verið að vísa til þess að láglaunafólki sé sagt upp - en ekki t.d. aðstoðarmönnum ráðherra með 900 þús á mánuði. Fjölmiðlamenn eru að klikka illilega á því að upplýsa þjóðina vegna kostnaðar við stjórnsýsluna. Hvað eru aðstoðarmenn þingmanna margir? Hver er kostnaðurinn við það kerfi? Hvað eru aðstoðarmenn ráðherra margir? Hver er kostnaðurinn við það kerfi?
Ég fagna því alltaf þegar opinberum starfsmönnum er sagt upp. Nær væri hins vegar að byrja á valdastéttinni sem hefur verið að valda hérlendis miklu óskunda. Fækkum þingmönnum niður í 23, segjum upp öllum aðstoðarmönnum þingmanna og ráðherra og notum það fé frekar í heilbrigðiskerfið - áður en síðasti læknirinn flytur af landi. Svo má auðvitað líka loka heilu ráðuneytunum - flest þeirra eru fullkomin peningasóun og hemlar á bætt lífsgæði þjóðarinnar. Mikla afreglun þarf hér sem annars staðar.
Hið opinbera er vandinn - ekki lausnin.
Helgi (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.