7.11.2014 | 12:24
Af hverju styður alltaf þriðjungur þjóðarinnar óhæfuverk??
Fastafylgið við ríkisstjórnina er mjög svipað og var við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Þrátt fyrir að sú óhæfustjórn hafi reynt að útrýma heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, afskrifað skuldir auðmana en látið fjármagnið komast upp með að hrekja börn af heimilum sínum, ítrekað stutt bresku fjárkúgunina, kennda við ICEsave og gert flest það til óþurftar sem hún gat komið í verk, þá bilaði varla þessi 33% stuðningur.
Núna er önnur ríkisstjórn, með einbeittan vilja við ganga að heilbrigðisþjónustunni dauðri, því engin er þjónustan þegar síðasti læknirinn er kominn á eftirlaun, en samt er til fólk sem segist styðja hana.
Ekki sama fólkið og studdi óhæfu síðasta ríkisstjórnar, heldur sama fólkið og hélt ekki vatni yfir óhæfu hennar.
Og fólkið sem heldur ekki núna vatni, það var einart í stuðningi sínum við sambærileg óhæfuverk á síðasta kjörtímabili.
Hneykslun þeirra er því innantóm og fölsk, það er ekki gjörðin sem er forkastanleg, heldur stafar heiftin af því að "þeirra fólk" beri ekki ábyrgð á óhæfunni.
Þessi gíslataka þriðjungs þjóðarinnar er meginskýring þess að í raun breytist ekkert eftir Hrun, sama hvað fólk eða flokkar eru kosnir.
Þetta kjölfestufylgi er nægjanlega stórt til að flokksforysturnar treysta sér í áframhaldandi þjónkun við peningavaldið, sem er þá í raun eini flokkurinn sem er í framboði þegar kosið er til Alþingis.
Og á meðan molar samfélagið niður hægt og hljótt.
Kveðja að austan.
33% stuðningur við ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 454
- Frá upphafi: 1412816
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 393
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fólk heldur með sínu liði.
Go united/KR/Chicago Bulls/Tiger Woods/whatever
Ásgrímur Hartmannsson, 7.11.2014 kl. 12:41
Ég held ég Ómar að það sé borin von að þetta komi til með að breytast. Sennilegast er þó að kjörsókn á Íslandi fari innan örfárra kosninga í sviæpað hlutfall og í Bandaríkjunum, þar sem stór hluti fólks er hættur að eyða orku sinni í að mæta á kjörstað því það veit að það situr uppi með ríkisstjórnina sama hvað það kýs og hefur þar að auki ekki áhuga á að láta bendla sig við skipulega glæpastarfsemi.
Magnús Sigurðsson, 7.11.2014 kl. 19:39
Tek undir það sem Ásgrímur segir, það er mikið af fólki sem getur bara ekki skipt um skoðun og heldur í þá skoðun framm í rauðann dauðann.
Af hverju held ég komi frá sports forritunni á fólki eins og Ásgrímur réttilega segir "Fólk heldur með sínu liði".
Að sjálfsögðu ætti að lögfesta að þegar kjörsókn fer undir 50% er hún algerlega ómarktæk og ætti þá að taka púlinn á þjóðinni til að finna út vilja þeirra sem eyða lífi sínu í þessu landi.
Því Tíminn er dýmætur og eru sumir á þeirri skoðun að tímanum í lífi fólks ætti ekki að eyða í endalaust karp um smámálefni og flokkastarfsemi summra.
Ég er á því að leysa ætti upp alla flokka og ráða fólk í stöður þeirra til að sjórna okkar ríki og hætta þessu brölti með hver er betri en annar.
Þannig að störf ráðamanna yrðu eins og önnur störf, besti maðurinn í starfið! Og enginn flokkur um það, þjóðinn ræður!
ThinkDozer, 7.11.2014 kl. 23:27
Þannig verður það alltaf. Þeir sem sjá aðeins það neikvæða og ákvarðanir sem þeir eru ekki ánægðir með furða sig á hinum og halda að þjóðfélagið molni vegna þess að allt er ekki eins og þeir hefðu kosið og ekki gert eins og þeir hefðu viljað. Það heitir víst eitthvað.
Davíð12 (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 02:26
Takk fyrir innlitið félagar.
Ásgrímur, ég játa að ég hélt ´áfram með United þrátt fyrir hinar 88 fyrirgjafir í sama leiknum á hátindi Moyes boltans, en samt, sé ekki okkur boltabullurnar elta félögin fram af bjargbrúninni.
Það er rétt Magnús, að sami flokkurinn, þó í fjölmörgum deildum sé, vill mynda sömu ríkisstjórnina, en þegar sjálf framtíðin er í húfi, þá er uppgjöf fólks óskiljanleg.
Það er ekki þannig að við þurfum fyrst að berjast fyrir lýðræðinu.
Think Dozer, þó margt gott megi segja um Platon, þá held ég að hans leið gangi ekki upp. Til dæmis vegna þess að peningavaldið á mun auðveldara með að útbúta ímynd hins "skynsama manns" en að halda út einum stjórnmálaflokki sem þarf að þykjast vera eitt, en er í raun allt annað, og svo reyndist Perikles ekki vel að lokum, þó hann vildi vel.
Segðu Davíð tólfti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2014 kl. 09:09
Meðan lýðræðið er útfært á þann hátt sem nú er má það fara veg allrar veraldar. Þetta fyrirbæri sem kallað er lýðræði að vestrænni fyrirmynd er því miður í besta falli lýðræðislegur fasismi. Það er ekki endilega fyrir það að annars flokks fólk veljist á alþingi, þetta er sennilega meira vegna þess að nýkjörnir fulltrúar rekast á endalust regluverk andskotans þegar þeir mæta til vinnu í fyrsta sinn og eru fljótir að samsama sig þessu regluverki þar sem hitt og þetta þjóðþrifamálið er ekki framkvæmanlegt vegna þess að lög (leysa) stendur til annars. Hugsaðu þér ef stjórnmálaflokkar þyrftu aðeins að gefa það upp fyrir kosningar hvaða lagabálka þeir ætluðu að afnema og þeir þyrftu að virða lýðræðið á þann hátt að þegar lögjafin setur ný lög í umferð verði þeir að sækja til þess umboð til þjóðarinnar í hvert skipti. Því miður mun lýðræðið áfram verða misnotað af fjárplógsmönnum þar til fólkið segir nú er nóg komið og mér er það til efs að það stopp komi með í kosningum.
Magnús Sigurðsson, 8.11.2014 kl. 10:17
Enginn mekanismi Magnús getur hafið sig upp yfir fólkið sem stýrir honum.
Og í dag stýrir óvinurinn eini fólkinu sem stýrir mekanismanum.
Að auka flækjustigið, eins og til dæmis að þurfa að bera ný lög undir þjóðina, það fjölgar aðeins vopnum peningavaldsins. Og gerir það ekki eins háð að kasta ryki í augum fjöldans í aðdraganda kosninga.
Fulltrúalýðræðið er eina tækið sem gerir fólki kleyft að skipta út spilltum eða vanhæfum valhöfum, án þess að skjóta þá fyrst. Og það dregur úr mestum öfgum valdhafa, bæði í að ganga gegn almenningi, sem og að þeir ljá máls á úrbótum.
En upphaf og endir alls, erum við sjálf.
Hvað við viljum, og hvað teljum þess virði að berjast fyrir.
Peningar blekkja aðeins þegar við viljum láta þá blekkja okkur, eins og til dæmis þegar mæður setja það í forgang að rúnta um í framsæti Cruisersins, þá telja þær sér í trú um að hagvöxtur dauðans sé ekki svo slæmur, og ef hann er slæmur, þá bitni hann á annarra börnum, og þá helst í Fjarskaistan.
Og að galdur frjálshyggjunnar að láta siðblindu síngirninnar springa út í velmegun fjöldans, sé Hvíti galdur, ekki sá Svarti, ættaður úr neðra.
Peningavaldið fjármagnar vissulega blekkingaiðnaðinn, en það er fjöldinn sem lætur blekkjast.
Og það er hans val í lýðræðisþjóðfélagi.
Og þeir sem á einhvern hátt láta þetta val fara í taugarnar á sér, þurfa líka að líta í eigin barm, afhverju hafa þeir ekki mótað valkost mannúðar og mennsku???
Vissulega er upphafið Orðið, en við sjálf erum upphaf allra breytinga.
Það er Sýn okkar á þær, og vilji til að berjast fyrir þeirri Sýn, sem hreyfir hjól breytinganna.
Og meðan peningavaldið veit hvað það vill, en við ekki, þá lýtur lýðræðið stjórn þess.
En það er ekki lýðræðinu að kenna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2014 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.