Þjóðin þarfnast lækna.

 

Þó kjósendur Sjálfstæðisflokksins telji þá óþurftarstétt og best geymda í  Noregi.

 

Einu sinni var þó þjóðin og Sjálfstæðisflokkurinn samstíga í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.

Hæst ber byggingu Borgarspítalans í Fossvogi, drifin áfram af Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra og fyrrum formanni flokksins, nefna má Heilsuverndarstöðina, heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni, og svo framvegis og svo framvegis.

Enda vissu forystumenn flokksins ætíð að öflugt heilbrigðiskerfi væri einn af hornsteinum sjálfstæðis þjóðarinnar.

Hornsteinum sem flokksforystan  í dag er að meitla niður af fádæma skammsýni vegna pólitískra trúarbragða hinnar Svörtu bókar Frjálshyggjunnar.

 

Sú sögn gengur um nokkra kristna sértrúarhópa að meðlimir þeirra séu tilbúnir að fórna börnum sínum svo þeir sjálfir haldi trúarlegum hreinleika sínum.

Ekki verður séð að Sjálfstæðismenn séu haldnir sama trúarhita, engin dæmi eru þekkt að þeir hafi neitað sér um þjónustu læknastéttarinnar þegar þeir hafa sjálfir haft þörf fyrir hana.

Og forysta flokksins telur sig heldur ekki þurfa að hafa áhyggjur þó hið opinbera heilbrigðiskerfi hrynji í frumeindir sínar, hyggur að peningavaldið muni tryggja þeim aðgang að hinni einkareknu sem þjónusta þá sem efni hafa.

 

Samt ætlast flokksforystan með fullum stuðningi almennra flokksmanna að þjóðin neiti sér um slíka þjónustu, nema þá í gegnum fjarfundabúnað.

Forgangurinn sé að greiða fjármagninu vexti, og þeim forgangi verði ekki breytt.

Þjóðarsáttin um forgang fjármagns fram yfir fólk, sé æðri öllu.

 

Og meðan þjóðin ypptir öxlum, þá er deilan í hnút.

Óleysaleg því það þarf 2 til að semja, og stjórnvöld hafa engan áhuga á samningum.

 

Það er grátlegt að þjóðin sé hlutlaus í þessari deilu. 

Eins og hún viti ekki hvað hún er að missa, fyrr en hver og einn þarf á þjónustu lækna að halda.

 

Í dag er fólk ennþá heppið.

Það fær bráðaþjónustu.

 

En á morgun eða hinn???

Veit enginn hvað verður.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Aldrei bar skugga á fagmennsku þeirra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svona alhæfing er ekki góð Ómar als ekki ég sem sjalfstæðismaður tala ekki svona,ég hefi mikið haft með legur á spitölum að halda og læknum,og gef þeim yfirleitt gott orð og öllu stafsfólki þar,en í þessu verkfalli erum við öll hissa að þetta launahlutfall sem miðað er við eitt ríkasta land Evrópu Noreg og einnig Svíþjóð,svo ég tali nú ekki um B.N.A. sem lifa á að prenta peninga,þá eru 50% allt af mikið 20% nóg í bili auðvitað mundu jafna Forsætisráðherra,En kveðja að Sunnuna!!!!!

Haraldur Haraldsson, 8.11.2014 kl. 20:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Alhæfingar eru aldrei góðar Haraldur ef þær eiga að feta stiga staðreynda.

Ekki einu sinni ríkisstjórn þeirra þokkahjúa, Steingríms og Jóhönnu, var ekki eins afleit og sú dökka mynd sem ég teiknaði upp af henni hér á þessari síðu.  Breytir því ekki að ég reyndi ítrekað að rista hana á hol með pennahníf mínum, og það var ekki vilji minn sem brást, heldur var það pennahnífur minn sem var of grunnristur.

Og núna tókst þínum mönnum að pirra mig það mikið að þessi uppvakningur minn hefur rifið röftum Moggabloggsins síðustu daga, þér greinilega til lítillar skemmtunar.

En uppvakningar hafa sína kosti Haraldur, og einn af þeim er sá að þeir eru sjaldnast langlífir.  Í nokkra daga hef ég reynt að lemja saman lokalanglokuna, en ekkert gengið.  Fyrst hélt ég að ryði væri að kenna og því prófaði ég að henda inn nokkrum pistlum á fimmtudaginn síðasta, en svo fattaði ég í morgun að innri glóðina vantar.  Líklegast ergja þínir menn mig ekki nógu mikið til að ég nenni að setja þá í samhengi við Svertuna miklu sem er langt komin með að hylja alla mennsku og mannúð í USA.

Sjálfsagt er ég ekki búinn að hugsa nóg, svo ég held því bara áfram.

Svona eitthvað fram eftir vetri eða lengur ef því er að skipta.

Varðandi orð mín hér að ofan, og í samhengi við þín orð, þá íhugar þú kannski orðaskipti okkar þegar enginn svarar kalli þínu þegar þú ert næst í mikilli þörf fyrir þjónustu læknastéttarinnar.

Við sumar stéttir hefur þjóðin ekki efni á að standa í stríði við.

En ég vona það besta Haraldur, og megi þú eiga góða daga.

Kveðja, Ómar. 

Ómar Geirsson, 9.11.2014 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 1377037

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband