6.11.2014 | 21:43
Kaldrifjaður bæjarstjóri??
Vill leysa vanda heimilislausra í bæjarfélagi sínum með því að hætta að gefa þeim að borða.
Óneitanlega kuldi, en samt mjög effectiv.
En hann er sanntrúaður, repúblikani, á móti hjónaböndum samkynhneigðra, vill banna fóstureyðingar, og er mjög hlynntur óheftri byssueign.
Dæmigerður fyrir mennina sem unnu þingkosningarnar núna nýlega.
Og hann hefur ekki stofnað þrælamarkað í bænum líkt og liðsmenn Íslamska ríkisins, en þeir eru reyndar enn sanntrúaðri en hinn ágæti bæjarstjóri.
Svo hver er kaldrifjaður??
Munum við eiga von á honum á ráðstefnu í Valhöll?
Kveðja að austan.
90 ára ákærður fyrir að gefa mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 768
- Sl. viku: 5564
- Frá upphafi: 1400321
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 4780
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
Ég verð nú að byrja á að leiðrétta þig, Jack Seiler borgarstjóri í Fort Lauderdale er ekki repúblikani hann er demókrati og skírir það ef til vill afstöðu hans til fátækra og heimilislausra. Staðreyndin er sú að í tíð Obama hafa yfirvöld í ýmsum borgum og fylkjum Bandaríkjanna gerst herskáir gagnvart heimilislausum og virðist sem svo að þeim séu allar bjargir bannaðar. Ég er ekki að segja að þetta sé að byrja núna, heldur það að ofsóknir á hendur heimilislausra hefur stóraukist í forsetatíð Obama. Þannig að ásakanir þínar hér að ofan eiga ekki við rök að styðjast.
Fjöldi kristinna einstaklinga, víða í Bandaríkjunum, sem hafa verið að hjálpa heimilislausum, s.s. að gefa þeim mat hefur verið meinað það og meira að segja gamall maður sem tók að sér að hýsa heimilislaust fólk var handtekinn og hinir heimilislausu fluttir á brott. Þetta átti sér stað í vestur hluta Bandaríkjanna, ég man ekki hvar, en las um þetta fyrir nokkru síðan.
Obama hefur verið mjög herskár í garð kristinna og kristinna gilda. Hann er talinn af mörgum, jafnvel demókrötum, versti forseti sem Bandaríkin hafa haft. Er það talin ástæða þess hvernig kosningarnar fóru á þriðjudaginn. Meira að segja voru margir frambjóðendur demókrata sem reyndu að haga málflutningi sínum á þann veg að þeir væru fjarlægir áhrifunum frá Hvíta húsinu, en fólk almennt lét ekki blekkjast. Talið er að stór hluti demókrata hafi setið heima og ekki mætt á kjörstað vegna Obama.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.11.2014 kl. 11:19
Æ,æ Tómas, svona getur þetta verið, blessuð ónákvæmnin.
Ég játa að ég stóðst ekki freistinguna,og ályktaði sem svo að í hjarta veldis Busharanna, væru allir ráðamenn repúblikanar. Líkt og þegar bent er á að einhver sé í Ku Klux Klan, að þá sé hann hvítur. Sem er náttúrulega alhæfing.
En eðli satírunnar er að lúta sínum eigin lögmálum, og þau eru ekki alltaf í takt við beinhörð efnisatriði.
Vissulega er svertan víðar í USA en í hjörtum hægriöfgamanna í Repúblikanaflokknum. Clinton var um margt ágætur stjórnmálamaður, en hann beitti sér ekki gegn dauðrefsingum þegar hann var ríkisstjóri í Arkansas. Sá sem vill vel, bendlar sig aldrei við illvirki, og góður maður kemur aldrei nálægt dauðarefsingum, hvað þá að hann sæki völd sín í stuðning við þær.
Og hvað varðar gagnrýni mína á frjálshyggjumengunina, þá geri ég mér grein fyrir að fleiri eru hallir undir frjálshyggjuna en Sjálfstæðismenn, og það eru ekki allir Sjálfstæðismenn sýktir af þeirri pest.
En þetta er svona Tómas, allt lítur sínum lögmálum.
Þar á meðal þessir pistlar mínir, títuprjónar eru hugsaðir til að stinga, ekki til að prjóna með.
En öllum er frjálst að leiðrétta mig eða gera ágreining við skoðanir mínar.
Takk fyrir þitt ágæta innlegg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2014 kl. 12:39
Takk fyrir kæri Ómar
Eigðu góða helgi
Kveðja að sunnan
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.11.2014 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.