5.11.2014 | 11:54
Var ekki til upptaka af gömlum fundi??
Til hvers eru þessir hálaunamenn að eyða dýrmætum tíma sínum og dýrmætum tíma fréttamanna við endurtaka alltaf sömu ræðuna??
Sömu hótanirnar.
Sama uppklappið hjá Samtökum atvinnulífsins um að aðeins sé svigrúm til að hækka laun forstjóra.
Meira að segja fréttin er kóperuð, fyrir utan þau nýmæli að fíllinn sé fluttur úr postulínsbúðinni og hafi leigt sér herbergi út í bæ.
Fatta þessir menn ekki hvað þessi síbylja kjarasamninganna er orðin útslitin plata??
Fatta menn ekki leiðindin þegar Gylfi forseti mætir á næsta blaðamannafund og segist ætla að berjast, og berjast, og að hans félagsmenn munu fá nauðsynlegar leiðréttingar.
Eða þetta leiðinda leikrit þegar þungbúnir samningamenn takast í hendur, syrgjandi sínar eftirgjafir frá hámarkskröfum, eða harmandi hina stórkostlegu eftirgjöf í þágu þjóðarsáttar.
Af hverju geta menn ekki bara sleppt þessu leikriti einu sinni og birt næstu kjarasamninga í Peningamálastefnuriti Seðlabankans.
Þetta eru hvort sem er svo lélegir leikara, og hundleiðinlegir í þokkabót.
Það vita allir að þetta er skrípaleikur og blessuð verðtryggingin er þannig innstillt að hún mælir aðeins kauphækkanir láglaunafólks, og því fær það aldrei kauphækkanir.
Ef það er ósátt getur það bara unnið meira, en vilji það halda húsunum sínum þá skal það gjöra svo vel að sætta sig við það sem því er skammtað.
Þannig er kerfið á Íslandi í dag, og algjör óþarfi að láta eins og það sé eitthvað öðruvísi.
Það er það minnsta sem menn geta gert eftir þeir afnámu samningsréttinn.
Skrípaleikurinn í kringum kjarasamninga er eins og afdankaður helgisiður sem er ekki í nokkrum takti við raunveruleikann, líkt og bannið við öllu mannlífi á Föstudaginn langa var hér ekki fyrir svo mörgum áratugum.
Laun hækka alltaf eitthvað, og mönnum væri nær að gefa fjáramunina sem fara í kjarasamningaleikritið, til hjálparsamtaka sem heyja stríð við ebóluna í vestanverðri Afríku. Barnaþorpunum veitti til dæmis ekki af þessum fjármunum.
Hina fyrirskipuðu kjarasamninga má hins vegar kynna með fjölritungi sem Pósturinn dreifir fyrir hóflegt gjald.
Hagræðing, gegnsæi, er það ekki krafa nútímans??
Og halda sig einu sinni við sannleikann.
Svona til tilbreytingar.
Kveðja að austan.
Kjarasamningar fíllinn í herberginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gylfi er ný búinn að verja sitt sæti. Hann þarf ekki og mun ekki mæta á fréttamannafundi til að tala um varðstöðu með launþegum, ekki fyrr en eftir tvö ár, þegar aftur verður kosið um hann stól.
Þangað til getur Gylfi og mun, hallað sér að fjármagnsöflunum. Hann mun fá vöflur fyrir lítið eftir áramót, kannski oft, allt efir því hversu duglegt launafólkið verður að fella þá samninga sem hann skrifar undir.
Gunnar Heiðarsson, 5.11.2014 kl. 17:06
Blessaður Gunnar.
En mig minnir að ASÍ komi alltaf inní annan kafla leikritsins, með digurbarkalegum yfirlýsingum um að núna verði kjörin leiðrétt.
Svo er hnýtt í ríkisstéttir, sérstaklega heilbrigðisstéttir, eins og ASÍ limir þurfi aldrei á þjónustu þeirra að halda, og loks er öllu illu hótað.
Ég skautaði reyndar yfir þetta í fljótheitum mínum, kom aðeins inn með þriðja kafla leikritsins þar sem ég vísa í augnablikið þegar hið þegar ákveðna er réttlætt, annars vegar með eftirgjöf ASÍ frá ýtrustu kröfum, sem og undanlátssemi atvinnurekanda frá stöðugleikanum, sem þeir voru nauðbeygðir til að samþykkja, til að forða efnhagslífinu frá alsherjarverkföllum.
Mætti kannski trúa, ef trúgirni væri markmið í sjálfu sér, nema að hann Már okkar hafði þegar nemt hina umsömdu prósentu.
Svona milli þess sem hann talaði um fíla, eins og hann ætti sér þann draum að taka við af Attenborough sem aðalþulur BBC í náttúrlífsmyndum.
En Gylfi greyjið.
Hann vill bara vera forseti, ef alþýðan hafnar honum, þá mun hann bara keppa við Gnarrinn 2016.
Hann er ekki kallaður Gylfi forseti fyrir ekki neitt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.