5.11.2014 | 08:30
Hár standard á fréttadeild Moggans?
Vitnar í þekktan bjána þegar stór tíðindi berast úr Vesturheimi.
Þau tíðindi að Bandaríkin, forysturíki hins vestræna heims, verða hálfstjórnlaus næstu 2 árin, í það minnsta.
Dýpri geta fréttaskýringarnar varla orðið, eða rökstuðningurinn þar að baki.
Vissulega má gera ráð fyrir að sá sem skrifaði þessa frétt sé samdauna hugmyndaheimi frjálshyggjunnar, en samt vekur þetta uppi spurningar að mannaúrvalið sé ekki betra hjá hægriöfgamönnum þarna vestur frá.
Að vitsmunaverum sé því sem næst ókleyft að styðja þá aðför að siðmenningunni sem frjálshyggjan er, og því sé aðeins úr bjánum að velja, og því þurfi að taka þann illskásta þegar vitnað er í repúblikana.
Sé svo, má afsaka svona fréttaflutning, því auðvitað er sjálfsagt að vitna í báðar fylkingar í bandarískum stjórnmálum.
Bágt á ég samt með að trúa því og set því spurningarmerki við þessa frétt.
Því það er stutt frá svona frétt í stórfyrirsögn um að jörðin sé flöt, og aldur hennar nái ekki 4.500, samkvæmt nákvæmum vísindum sömu bjána og tjá sig hér um meint kynþáttahatur Obama.
Hnignun mannsandans í Bandaríkjunum er sorgleg, en það er samt óþarfi að flytja þá sorg hingað til Íslands.
Áhugamenn um hana gefa út sína snepla og sínar bækur, sem vissulega eru keyptar því innvígðir tjá hollustu sína með því að láta þær sjást á bókahillum sínum. Hollustu sína sem síðar leitar í vasa þeirra.
En að þetta sé lesið, trúi ég varla.
Óþarfi því hjá Mogganum að lepja þetta upp.
Þurfi að þjóna Óskari, þá legg ég frekar til að birt sé ljóð eftir skáldið.
En ef ske kynni, þá vil ég taka það fram.
Jörðin er ekki flöt.
Kveðja að austan.
Obama sagður kynþáttahatari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 398
- Sl. sólarhring: 743
- Sl. viku: 6129
- Frá upphafi: 1399297
Annað
- Innlit í dag: 336
- Innlit sl. viku: 5191
- Gestir í dag: 310
- IP-tölur í dag: 306
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Satt er það, Repúblikanar stíge ekki í vitið og sérstaklega eru rebúblikanir á fávitastöðinni Fox News illa fatlaðir fyrir ofan háls. Ég þarf varla að minna á alla fábjánana sem hafa verið í eða bendlaðir við hvíta húsið: G. Ford, R. Reagan, D. Quayle, G.W. Bush, S. Palin.
Eftir að kretíninn G.W. Bush fór úr Hvíta húsinu var léttir að fá forseta sem ekki aðeins gat klára heila setningu hjálparlaust, heldur hafði IQ sem var hærri en 7. Hitt er svo víst, að Obama hefur ekki breytt stefnu fyrrverandi stjórnvalda hvað varðar fjármálastefnu og hernaðarmál og hefur þannig ekki efnt loforð sín um breytingar, burtséð frá Obamacare. En á hinn bóginn, ef hann gerði það, þá myndi hann tvímælalaust fá sömu örlög og Lincoln og Kennedy.
Það er rétt, að ef Fábjánaflokkurinn (R) fær algeran meirihluta á þingi, muni ríkisstjórnin ekki koma fleirum málum í gegn næstu tvö árin. En það versta verður ef næsti forseti verður löggiltur hálfviti/glæpon (R). Og það er enginn ástæða til að efast um annað. Það er trend, að þetta skiptist á: Truman - Eisenhower - Kennedy - Nixon - Carter - Reagan - Clinton - Bush - Obama - Unknown twit - etc.
Pétur D. (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 09:56
Þú ert með þetta Pétur.
En nota bene, ég tala um hægriöfgamenn, og legg svo útaf bjánavæðingu þeirra.
Ford á ekki heima í þeim hópi, enda uppi á þeim tíma þegar íhaldsmenn voru íhald, ekki gegnum rotnir frjálshyggjumenn.
Það er gífurlega mikilvægt að átta sig á þessu tvennu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 11:20
Nei, þú ert að rugla Fordunum saman. Ég á ekki við bílaframleiðandann Henry Ford, heldur Gerald Ford, sem var þingmaður og settur forseti á áttunda áratugnum eftir að Nixon sagði af sér. Gerald Ford var repúblikani, sem ekki steig í vitið, en var ekki glæpamaður eins og Nixon. Það var sagt um Ford að hann að gæti ekki leikið körfubolta (driblað) og tuggið tyggigúmmi samtímis.
Aztec, 5.11.2014 kl. 12:41
Ekki kippa þér upp við að ég skrifa stundum athugasemdir sem Aztec.
- Pétur D.
Aztec, 5.11.2014 kl. 12:43
Nei, nei, ég rugla þeim ekki saman og þekki alveg til þess sem þú ert að segja um Gerald Ford.
En þetta eru ýkjur, og hann var velmeinandi íhaldsmaður af gamla skólanum.
Vissulega erum við misvel gerð frá náttúrunnar hendi, en þegar ég tala um bjána, og fávitavæðingu, þá er örugglega margt að þessu fólki fluggáfað, dreg það ekki í efa um sagnfræðinginn sem vitnað er í þessari frétt.
Það þarf töluverða hæfileika til að halda út að vera svona mikil fífl, og það eru ekki allir svo heppnir að vera náttúrutalent eins og Frú Palin.
Það er hugmyndafræðin og hugmyndaheimurinn sem ögrar allri heilbrigðri skynsemi, og það að gangast undir hana, bjálfavæðir amerísk stjórnmál.
En menn gera margt fyrir aurinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.