Eru allir kjósendur íhaldsins yngri en 25 ára??

 

Búandi heima hjá pabba og mömmu, barnlausir, náttúrulausir, hafandi engar áhyggjur af framtíðinni því ekkert kemur fyrir þá sem pabbi og mamma geta ekki reddað??

Er þetta fólkið sem knýr áfram helstríðið gegn heilbrigðiskerfinu??

 

Ekkert annað getur útskýrt stuðnings flokksmanna við flæmingu heilbrigðisstétta úr landi.  

Engin börn, engir aldraðir foreldrar.

 

En jafnvel þessi börn eldast, finna náttúruna, eignast börn.

Og þurfa á læknisaðstoð að halda.

 

Þá er of seint að iðrast þegar síðasti læknirinn í praxís er kominn á eftirlaun.

Í það eru um það bil 10 ár.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is 108 læknar í verkfalli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður!

Já, "barnlausir, náttúrulausir," segirðu, minn kæri. Hugleiddu þá líka hvernig margir ungir menn og kannski sérstaklega menn á bezta aldri bregðast við, eftir að hafa kannski lent í einni barneign og meðlagsgreiðslum eða í einhliða ákvörðun hins foreldrisins að "láta eyða". Þúsundir karlmanna hafa farið í ófrjósemisaðgerð á seinni árum, hátt í 5.000 frá árinu 2000.

En eins og þjóðin þarf sjúkrahús fyrir veika og aldraða, þarf hún líka á því að halda, að fleiri börn fæðist -- og að stjórnvöld sýni þjóðfélagslega ábyrgð með því að bjóða læknum strax ekki minna en 20% kauphækkun. Lítið á Krist.blog.is !

Jón Valur Jensson, 4.11.2014 kl. 19:30

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ómar vinur minn nú ertu komin með öfugmlæli þarna,á öllumm fundum sem ég er með þeim eru meðalaldur 60- 73 ár eða svo svo ekki eru þetta unglinarnir þar als ekki,Ég er mjög ósáttur við flokkin minn,engin nýliðun þar unga fólkið vill okar ekki!!!Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 4.11.2014 kl. 22:29

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissulega eru þetta öfugmæli Haraldur, og það dýr öfugmæli.

En hvað á maður að segja um ykkur eldri borgara sem hagið ykkur eins og læmingjahjörð sem eltir forystudýrið fram af hömrum??

Frjálshyggjubörnin ykkar eru að rústa heilbrigðiskerfinu, vísvitandi, og þið klappið þau upp.

Ástandið er grafalvarlegt, það er ekki bara grotnandi spítali, læknastéttin sjálf er að úreldast, það er lítil sem engin endurnýjun í henni.  

Og þetta er ein af örfáum stéttum landsins sem hrokafullir stjórnmálamenn geta ekki kúgað, hver einasti læknir hér á landi, gæti á morgun fengið margfalt betur borgað starf erlendis, og þeir munu gera það ef kok þeirra yfirfyllist frjálshyggjugalli ykkar Sjálfstæðismanna.  

Og fyrstu fórnarlömbin Haraldur, eruð þið eldri borgarar, það eruð þið sem myndið biðlistana.  

Nema náttúrulega þeir kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem eiga skítnóga peninga, samkvæmt svörtu bólk frjálshyggjunnar, þá mega þeir kaups sér forgang fram fyrir almúgann.  

Og þann undirlægjuhátt ykkar fæ ég ekki skilið.

Enda er svarta bókin ekki mín biblía.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 00:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

"En eins og þjóðin þarf sjúkrahús fyrir veika og aldraða, þarf hún líka á því að halda, að fleiri börn fæðist -- og að stjórnvöld sýni þjóðfélagslega ábyrgð með því að bjóða læknum strax ekki minna en 20% kauphækkun. Lítið á Krist.blog.is !".

Takk fyrir innlitið Jón Valur.

Það var ánægjulegt að sjá þig hér á þessari síðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 00:05

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Og þá hvað??

Á ég að hlaupa norður í Þystilfjörð og biðja Steingrím Joð afsökunar og grátbiðja hann um að gerast aftur ofurráðherra??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 06:12

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

En og aftur virðist þu ekki lesa bloggið mitt,ég er Sjafstæður sjalstæðismaður,og læt ekki fara með mig neitt,og hrfi aldrei gert,ég sit hikstalaust úr á gerðir míns flokks,og vinn i betri flokk auðnist mér tími til,ég kaus Alþyðuflokkin meðan hann vara til svo tóku kommarnir við þar samt EBS sinnar,en ef þessi flokkur minn gerir það sem hann er að gera gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari,hvað á maður að kjósa,kær kveðja að Sunnan

Haraldur Haraldsson, 5.11.2014 kl. 15:04

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Ég les blogg þitt þegar ég er hér í netheimum, fyrir mig er það fróðleikur, og skilningur.

Ég hef ekkert út á lífsskoðanir þínar að setja, þær eru virðingarverðar, og sjálfum sér samkvæmar.

En ég hef mikið út á eyðingu samfélags míns að setja Haraldur, og því miður er flokkur þinn hinn stóri gerandi í þeirri eyðileggingar vinnu.

Og hann gerir hina þegar ríku, miklu ríkari, og okkur hin  fátækari.

En stóri glæpurinn er eyðing innviða samfélagsins, að rústa hinum sameiginlegum grundvelli sem bindur samfélag okkar saman.

Ekki það að hann var ekki gerandi síðustu ár, en peningaöflin sem standa að baki Helförinni, eiga lögheimili í flokki þínum.

Það er sorglegt fyrir mig að segja þetta Haraldur, því fáir geta ort fegurri óð um gildi borgarlegrar íhaldssemi en ég, ég skil forsendur hennar og mikilvægi hennar fyrir mótun þess velferðarsamfélags sem þín kynslóð byggði upp, en börnin mín fá ekki í arf.

Hvað þú átt að kjósa Haraldur, get ég ekki svarað, en þú átt ekki að styðja hið ljóta, hið svarta sem ættað er frá flærðinni og auðninni, sem dásamar rústirnar, ef auður hefur af því hlotist.

Þú átt aðeins að vera trúr því sem þú hefur alltaf trúað á.

Og ekki skammast þín fyrir það.

Það var ekki þú sem brást.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband