Er íhaldinu ekki sjálfrátt??


Hvar eru endamörk atlaga þess gegn mennskunni??
 
Er virkilega svarta bókin, sem skrifuð var í árdaga iðnbyltingarinnar og notuð var sem réttlæting þess helvítis á jörðu sem verksmiðjuborg frjálshyggjunnar var á 19. öld, orðin þeirra eina biblía og trúarrit??
 
Hvað kemur næst??
 
Núna þegar síðasti naglinn hefur verið sleginn í líkkistu hins opinbera heilbrigðiskerfisi og endurmenntun fullorðna vísað á beitarhaga hins frjálsa framtaks Hraðbrautanna.
 
Núna þegar svarið við tækniframförum og aukinni skilvirkni efnahagslífsins er að auka vinnuþrælkun almúgans.  
 
Hvað dettur þeim næst í hug í sínum óendanlega valdahroka eins og völd þeirra séu til eilífðar??? 
 
 
Landið er fagurt og frítt.
 
Jarðir búsældarlegar, gnótt fiskjar í sjónum.
 
Hiti streymir úr jörðu, orkan rennur af fjöllum.
 
Þjóðin er vel menntuð, frjó og framtakssöm.
 
 
Og íhaldið stefnir með þjóðina aftur á 19. öld.
 
Hvað er eiginlega að þessu fólki??
 
Kveðja að austan. 

mbl.is Lífeyrisaldur hækki í skrefum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Von að þú spyrjir, það gera fleiri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2014 kl. 10:29

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Líklegt verður að teljast að lending menntamálanna verði kerfi sem vísar til SU í Danmörku og að styrkir verði þá veittir til grunnnáms en lánveitingar til sérnáms og þá verði fólk að velja sér hagnýtt nám.

Lífaldurinn hefur lengst með tilkomu tækni og vísinda og á eftir að lengast mikið næstu áratugi, nokkuð sem ekki var gert ráð fyrir þegar lífeyrissjóðirnir voru settir á laggirnar.

Sérdeilis er erfitt að reka tvö ólík kerfi, N.B. annað tryggt ofaná hinu og mun að óbreyttu kyrkja almenna kerfið enda verður það kerfi að taka á sig öll skakkaföllin sem og skattana (nú þegar í tvígang f. vaxtabótum).

Ef ætlunin er að "jafna" allt niður er ljóst að vit verðum að fara í algjörlega kommúnískt kerfi og þá raunverulega stíga aftur á 19 (jafnvel 18) öldina og fá þá fyrir vikið sundurspillta elítu embættismanna.

Óskar Guðmundsson, 4.11.2014 kl. 11:36

3 identicon

Dálítið fyndið að kenna íhaldinu um hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Þótt tryggingastærðfræðingurinn (með Doktorsgráði í því fagi) sem stýrir þessari tilteknu nefnd sé íhald, breytir það ekki því að að óbreyttu geta lífeyrissjóðirnir ekki staðið undir lifeyrisgreiðslum til þeirra sem nú eru á vinnumarkaði þegar þeir komast á eftirlaunaaldur, vegna þess að menn lifa orðið lengur en áður var eftir að þeir komast á eftirlaunaaldur.

Það eru í grunninn bara þrjár leiðir í boði:

1. Lengja tímann sem greitt er í sjóðina og um leið stytta tímann sem greitt er úr þeim (m.ö.o. hækka lífeysiraldur)

2. Hækka greiðslurnar (taka hærra hlutfall af laununum en nú er gert)

3. Lækka lífeyrisgreiðslurnar.

Skv. fréttinni virðist sem nefndin leggi leið 1 til, hvað verður á eftir að koma í ljós.

ls (IP-tala skráð) 4.11.2014 kl. 12:06

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Meðan tímabilið er svona langt (38 ár) er í rauninni ekki verið að bregðast við vandanum heldur einvörðungu verið að rúlla boltanum á undan sér

Óskar Guðmundsson, 4.11.2014 kl. 14:10

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Ásthildur.

Óskar, ef þú telur að það sé kommúnísk lífsýn að gnægtarþjóðfélag tryggi öllum þegnum sínum mannsæmandi lífskjör, þá áttu mikið eftir ólært um sið og siðvitund.  

Og hitt skaltu vita að þjóðfélag andskotans sem við stefnum hraðbyri í, að það er bein ávísun á steinöld, það er ef við lifum komandi stéttarátök af.  

Það er auðnin sem er ávöxtur vígvallanna, ekki gróskan, ef þú efast, hringdu í næsta Þjóðverja sem þú þekkir, þeir hafa ekki ennþá gleymt 30 ára stríðinu þó aldir séu liðnar.

Mig hefur lengi grunað að það sem hrjáir ykkur íhaldsmenn er vanþekking á þeim innri lögmálum sem halda samfélögum saman,  þið allflestir hefðu gott að sækja ykkur endurmenntun í húmanískum greinum, enda eru þær innan gæsalappa mun hagnýtari en hið svokallaða hagnýta nám frjálshyggjunnar, hvorki viðskiptafræðingar (í dag) eða lögfræðingar skila miklu til samfélagsins, litlu öðru en sífelldum fjármálakreppum auk annarrar upplausnar sem dregur úr verðmætasköpun og grósku.  

Kerfið sem þið eruð að skemma í dag, hefur reynst þjóðinni vel, og hin fjölbreytta menntun, og menntunarmöguleikar fólks á öllum aldri skýrir viðnámsþrótt hennar hennar síðustu misserin, að hún hafi lifað af þrátt fyrir rányrkju fjármagnsins.

Hins vegar er það alveg rétt hjá þér, að tillögur P.B. eru eins og að pissa í skóinn sinn, ef umfang vandans er eins og hann lýsir.  

Málið er að nálgunin er röng, þess vegna er niðurstaðan röng.  

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2014 kl. 15:08

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Gott að skemmta þér IS, hugsunin á bak við þessa pistla mína er ekki að valda fólki leiðindum enda væri það skrýtinn masókismi að lesa svoleiðis pistla ótilneyddur.

En þessa dagana er íhaldinu kennt um allflest sem mér framast dettur í hug að kenna því um.  Ef það hefði komið upp kartöflumygla í görðunum hjá okkur bræðrum, þá hefði ég örugglega rakið það til svertunar sem fylgir hinu fjársjúka frjálshyggjusamfélagi.  

Þó hef ég ekki ennþá séð samhengið og tengslin við eldgosið í Nornahrauni.

Sem er náttúrulega bara bölvuð hugarleti.  

En þú ert efnislegur, og átt skilið svar við hæfi.  En þessa dagana gantast ég bara við fasta pennavini eins og Óskar vin hér að ofan.  

Ágæt rök um þetta mál má hinsvegar lesa í stórgóðum pistli Gunnars Heiðarssonar, linka á hann hér að neðan.

 

Ef þú vilt ræða við hann frekar, þá er hann mjög málefnalegur.  

 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2014 kl. 15:20

7 identicon

 Gunnari er líka svarað ágætlega þarna.

Þetta er svona áliká og safna sér fyrir bíl með föstum greiðslum inn á bók (t.d. rétt tæp 10% af laununum).  Við áætlum að þegar við erum 67 ára sé komið nóg fyrir bílnum.  En svo uppgötvum við að bíllinn er orðinn dýrari (meðalaldur hækkar svo greiða þarf lífeyri í fleiri mánuði en reiknað var með).  Þá þarf að (1) safna lengur (lengur en til 67 ára), (2) leggja meira fyrir í hverjum mánuði (meira en þessi 10%) eða (3) kaupa ódýrari bíl (lækka lífeyrinn).

Það þarf meira en grunnskólastærðfræðina mína til að reikna þetta almennilega út, en þeir sem það kunna og hafa reiknað hafa yfirleitt (óháð stjórnmálaskoðun) komist að því að bíllinn er orðinn dýrari (svo líkingin sem áfram notuð) en menn héldu áður.  Því þarf að breyta einhverju.

Svo er líka hægt að breyta sjóðunum í gegnumstreymissjóði eins og Gunnar er öðrum þræði að tala um.  Með því værum við núna að borga bílinn fyrir þá sem eru komnir á eftirlaun, og þeir sem yngri eru borga hann fyrir okkur þegar við komumst á eftirlaun.  En slík breyting er allt önnur og mun stærri umræða.

ls (IP-tala skráð) 4.11.2014 kl. 16:03

8 Smámynd: Landfari

Pistillinn hans Gunnars er nú ekki betir en það að hann virðist ekki vita hvernig lífeyrissjóðskerfið hér á landi er uppbyggt.

Landfari, 4.11.2014 kl. 23:53

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Landfari.

Það er langt síðan við höfum haft orðaskipti.

Þetta eru stór orð hjá þér um Gunnar, og eiginlega hitta þig sjálfan fyrir.

"Þess vegna hafa innkoman núna, eða tekjur sjóðanna í dag engin áhrif á greiðslugetu til þeirra sjóðsfélaga sem þegar eru farnir að þiggja lífeyri. ".

Þó ég viti ekkert um lífeyrissjóðskerfið, þá veit ég það þó að þegar áunnin réttindi skerðast reglulega, svona þegar verr árar á hlutabréfamarkaðnum.  

Það er ekki þannig að eignirnar eru föst stærð.

Það vill svo til Landfari að þinn stóri galli er að þó þú reynir að ræða málin efnislega, þá þarft þú helst alltaf að athuga fyrst hvort ekki sé einhver gluggi í salnum sem málin eru rædd, og þá hvort þú náir ekki að brjóta eitthvert glerið sem er í honum.

Ég sagði að pistill Gunnars væri stórgóður, en ekki að allt sem fram í honum kæmi væri strangt til tekið rétt og stæðist alla smásmugulega skoðun.

Hann er stórgóður vegna þess að hann er málefnalegur, vel uppsettur, og tekur utan um það mál sem Gunnar vill ræða.  

Er með öðrum orðum grundvöllur umræðu.  

Sem margir nýta sér og því fróðlegt að lesa athugasemdirnar, fyrir þá sem áhuga hafa.

Samt getið þið apakettir íhaldsins ekki stillt ykkur um að vera með skens við einn málefnalegasta mann sem ég þekki í netheimum.

Sem er stórfurðulegt, vægast sagt.

Og þú hefur meira að segja fyrir þig að láta mig vita af því.

Sem er ennþá furðulegra.

En takk fyrir innlitið Landfari minn kæri.  

Ætíð velkominn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 00:21

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Alveg rétt ls, Gunnari er svarað ágætlega í umræðunni, og hann svarar aftur ágætlega.

En ég ætla ekki að svara ágætlega, nenni því ekki.

Vil aðeins benda þér á að lausnin sem P.B leggur til við þeim ætlaða vanda sem menn sjá í kristalkúlu sinni vegna öldrunar þjóðarinnar, leysir aðeins brot af honum.

Málið er flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 00:27

11 identicon

Pétur er maður blekkinganna og fyrst þetta er frá honum komið, þá liggur fiskur undir steini.

Toni (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 14:26

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Þú hefur væntanlega tekið eftir þessu með þrjátíu og eitthvað árin.

Ef það er vandi, þá er þetta ekki lausnin.

Það er allt að gerast hægt og hljótt, umbreyting samfélags okkar áratugi aftur á bak er hafin, og í raun mjög stutt í vendipunkta.

En það þýðir ekkert að benda á hið augljósa, fólk hefur það ekki í sér að vernda börnin sín og framtíð þeirra.

Cruiserinn, eða ígildi hans, eru mikilvægari.

En samkvæmt hægt og hljótt aðferðafræði frjálshyggjunnar, þá er mikilvægast að undirbúa vel fyrstu skrefin, þau eru sem slík, ekki stórvægileg, en fela í sér ákveðna grundvallarbreytingu.

Síðan kemur skriðan.

Og eftir á skilur engin í hvernig það gerðist.

Ég sé Toni, að þú hefur fylgst vel með pistlum mínum.  Skoðaðu innlegg þess mæta manns Halla gamla við háðpistli mínum um aldur kjósenda Flokksins.  Haraldur er svo dæmigerður fyrir allt það góða sem einkennir stuðning eldra fólks við Sjálfstæðiflokkinn.  

Hann á rætur í fortíðinni, hann er einlægur, og mjög vel skiljanlegur.

En efinn nagar, þess vegna les hann pistla mína, er  mættur um leið þó Þögnin hafi varað í langan tíma.

Hann skilur andsvar mitt, en telur að lífsgrundvöllur hans hrynji, ef hann gerir upp við svertuna sem yfirtók hans góða flokk.  Þess vegna þegir hann eftir að hafa lesið það.

Haraldur er einn af þessum mörgum sem heldur að það sé ekkert val.  Að jafnvel að hinar gömlu hugsjónir hafi verið elliglöp sem hæfa ekki nýjum tímum.

Menn eins og Pétur Blöndal spila með svona fólk, hið góða og fallega í Sjálfstæðisflokknum.

Heiðarlegt fólk sem vill samfélagi sínu og þjóð vel, endar á því að styðja eyðingu þess og endalok.

Ég skil það Toni, en ég skil ekki allt það góða fólk sem telur sig vera á móti.

Það á enga afsökun, blekkingin er svo augljós.

En Hægt og hljótt er að fæðast, þá er þessu lokið hvað mig varðar, um langan tíma enn.

Vegna þess að ég þekki ekki Tóninn til að næ eyrum ærlegs fólks.

Og verð að viðurkenna það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 15:21

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Reyndar vil ég við bæta, að um leið og ég ýtti á Send takkann, datt inn póstur frá Haraldi, svo ekki er það rétt að hann hafi ekki svarað.

Svar hans er skiljanlegt, og ég skil það vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 15:23

14 Smámynd: Landfari

Það er rétt hjá þér Ómar  að það hefði mátt orða þetta nákvæmar.

Þegar ég talaði um tekjur sjóðanna átti ég við iðgjöldin hjá greiðendum en ekki ávöxtunina sem vissulega er líka tekjur.

Iðgjaldagreiðslur núna hafa ekki áhrif á greiðslugetu sjóðanna til þeirra sem nú þiggja lífeyri en vissulega hefur ávöxtun sjóðanna áhirf. Þess vegna er það mjög mikivægt þegar skerða hefur þurft greiðslur, meðal annars vegna afskrifta og lengir lífaldurs, að ekki sé neitt gefið eftir í að ávaxta þessa sjóði sem best.

Það verður ekki gert með því að afskrifa lán til þeirra sem keypt hafa húsnæði, sem jafnvel hefur hækkða langt umfram þá vísitölu sem lánið fylgir, á kostnað allra sjóðsfélaga sem margir hverjir eru á leigumarkaði og eiga alveg nóg með sitt.

Landfari, 5.11.2014 kl. 20:22

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Landfari.

Mér hættir mjög oft til að hafa rétt fyrir mér, svona þegar ég segi á annað borð eitthvað sem hægt er að festa hendur á.  

Ég hef ekki efni á öðru, ergjandi út um allar trissur.

Athugasemd mín var góðfúsleg ábending til þín um að reyna að viðhafa sömu vinnubrögð, ef þú á annað borð tækir skensið mér þér á ferðum þínum hér um bloggheima.

Athugasemd þín hér að ofan er ágætt dæmi um skoðun sem byggist á tilvísun í ákveðnar staðreyndir, og ekkert annað en gott um það að segja.

Ég er vissulega ósammála þér, en þá hjóla ég í ályktanir þínar, eða geri athugasemdir við einhverjar forsendur þínar, ef ég tel að þær séu á einhvern hátt aðrar en þú setur fram.

Ég þarf ekki að stækka mig með því að hjóla í þig persónulega Landfari, en þér varð það á í athugasemdum þínum um þann ágæta dreng, Gunnar Heiðarson.

Þú ættir að gera upp þau mál í góðu við hann Landfari, það er þannig sem maður stækkar.

Ég er ekki issjú í því máli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband