Þjóðin rumskar.


Hún er reið.
 
Henni er ekki sama um innviði sína og almannaheill.
 
Hún refsaði ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðustu kosningum, og í dag er hún að tilkynna að þessi muni fá sömu örlög.
 
 
Burgeisar og fjármagnslýður er að falla á tíma með að ná sátt við þjóð sína. 
 
Það dugar ekki að ráða hjörð launaðra manna við að reikna út hagvöxt, kaupmáttaraukningu þegar stór hópur launafólks finnur annað þegar reynt er að fjármagna brýnustu útgjöld.
 
Þegar stærri hluti öryrkja lifir undir fátækramörkum.
 
Þegar aldraðir finna til öryggisleysis þegar þeir þurfa að treysta  á umönnun og  aðhlynningu samfélagsins.  
 
Þegar ódæðisverk fyrri ríkisstjórnar gagnvart skuldugu barnafólki eru látin liggja óbætt hjá  garði.
 
Þegar langsvelt almannaþjónusta er látin blæða innúr beini á meðan tugir milljarða eru greiddir útúr ríkissjóð í óþarfa vexti vegna heljartaka fjármagns á ákvörðunartöku Seðlabanka og ríkisstjórnar.
 
 
Í auðugu landi þar sem allir geta haft í sig og á, og  lifað mannsæmandi lífi í blómlegu samfélagi.
 
 
Tími sáttar er á þrotum.
 
Tími átaka er framundan.
 
 
Aðeins gálgafresturinn einn er eftir. 
 
Kveðja að austan. 
 
 
 

mbl.is „Gyrðið upp buxurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Hvar var skríllinn á síðasta kjörtímabili, þá kom nýr skattur í hverri viku á starfstíma ríkisstjórnar hinnar einu sönnu vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms. 

Hörður Einarsson, 3.11.2014 kl. 20:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit það ekki Hörður.

Reikna með að hann hafi eytt mestum tíma sínum í að telja sínar afskrifuðu krónur og láta sig dreyma um allar vaxtavextina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.11.2014 kl. 21:23

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Meðan að mótmæli eru ekki um eitthvað eitt eða amk stefnu er fólk í raun ekki sammála um neitt nema það að mótmæla.

Stærstur hluti þjóðarinnar hefur eitthvað sem það vill mótmæla og er því varla mikið mál að fá nokkur þúsund saman nú á "síðustu og verstu" enda fátt meira gaman en að mótmæla enda heldur fólk þá að skoðun þeirra komist á framfæri.... en meðan að sú skoðun er ekki samrýmd hefur í raun ekkert breyst.

Fólk vill alltaf meira, hraðar, hærra, stærra, betra.... og þá óneytanlega dýrara en vill síðan líka á sama tíma lækka skatta og hækka bæði laun og bætur.

Það er einfaldlega ekki hægt.

Það er fólk aftur á móti að fé hægt með því að skerta niður og hagræða "annarsstaðar" þó án þess að skilgreina hvar sá annar staður er, hvort hann er í raunveruleikanum, ýkt stærð eða í Hvergilandi því er menn nefna jafnan þegar taka á til í þeirra geira, grein, stofnun etc.

Byggja verður í raunveruleikanum fyrir raunfjármuni enda allt annað sömu sápukúlurnar og bóludraumarnir og fyrir þessa efnahagslægt sem nú er kölluð Hrun og er dulítið merkilegt að bera saman við áratuginn frá 1980-1990 þegar raunverulega ALLT var í tómu tjóni og meðaltalsverðbólga áratugarins í nágrenni við skattprósentu samtímans.

Hætta verður þvaðri um hvað er mögulega hægt að gera og hætta að leyfa ráðamönnum og/eða öðrum er koma fram í fjölmiðlum á landsvísu að gaspra og geta og snúa útúr orðum hvers annars og einbeita sér þá heldur að því sem hægt er að gera, ver(ð)a sammála um í hvaða röð á að framkvæma og fyrir hvaða fjármuni. Hagræða verður og endurskilgreina hvað séu "grunnstoðir" og sjá þá til þess að ríkið sé ekki að vansast í öðru en því er þar fellur innan.

Óskar Guðmundsson, 3.11.2014 kl. 22:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Og takk fyrir þitt góða og málefnalega innlegg.

Í sjálfu sér höfum við oft lent í því að reyna lýsa sömu skepnunni, en upplifum hana á mismunandi hátt, hvort við erum að þreifa á læri eða legg, hornum eða hala.

Aldrei þessu vant ætla ég ekki að gera ágreining við þig, til dæmis er það nauðsynlegt á einhverjum tímapunktum í öllum samfélögum að skoða það sem gert er og spá í hvort ekki megi gera betur, hugsa hlutina upp á nýtt, slá saman einingum eða sundra eftir því sem best er að ná fram ákveðnum markmiðum eða tilgangi.

En gættu að því Óskar að "hagræðing" sem slík er ein helsta birtingarmynd hagfræði kommúnismans. Með því að drepa fjölbreytnina og flóruna átti að ná aukinni skilvirkni og hagkvæmni hinna stóru eininga.

Síðan skaltu gæta að því að samfélag okkar er nógu ríkt og auðugt til að gæta að sínum minnsta bróður, það er siðblinda að halda öðru fram.

Siðblinda auðs og auðmanna sem yfir öllu vilja gína, og engu deila.

Án réttlætis og náungakærleika mun ekkert samfélag þrífast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2014 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 283
  • Sl. sólarhring: 818
  • Sl. viku: 6014
  • Frá upphafi: 1399182

Annað

  • Innlit í dag: 241
  • Innlit sl. viku: 5096
  • Gestir í dag: 230
  • IP-tölur í dag: 227

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband