Þegar söngurinn er falskur, þá er ótíðinda að vænta.


Gjaldeyrishöft eiga vissulega ekki að lifa á sínum eigin forsendum, og enda sem afturganga sem enginn man hvernig til er komin.
 
Um það ættu allir að geta verið sammála.
 
 
En þegar frjálshyggjumaður ýkir umfang þeirra, gerir lítið úr vandanum sem fylgir afnám þeirra, og þar að auki lætur sem vandinn sem skóp þau, hafi verið viðráðanlegur án þeirra, án þess að benda á aðrar nærtækar ráðstafanir;
 
Þá þýðir það aðeins eitt.
 
Ótíðindi fyrir íslensk heimili, og þau tiltölulegu fáu fyrirtæki sem venjulegt fólk á og stjórnar í dag.
 
 
Þessar falsettur Vilhjálms, er hluti af margradda ískri sem mektarmenn íhaldsins dæla út í umhverfið líkt og þeir vilji ekki vera eftirbátar Surts gamla uppá fjöllum.   
 
Formaðurinn sjálfur talaði um eiturgufur sem hrjáðu hinn venjulega mann, eins og hinn venjulegi maður stundaði gjaldeyrisbrask og fjármagnsflutninga.
 
Eða hafi keypt eignir hinna föllnu banka á hrakvirði.
 
 
Í ljósi þess að helstu ráðgjafar ríkistjórnarinnar um hið fyrirhugaða afnám gjaldeyrishaftanna eru fyrrum verkamenn vogunarsjóðanna að þá  er nokkuð ljóst hvað þjóðin á í vændum.
 
Hún verður rænd að sínum þolmörkum, en afslátturinn þar fram yfir kallaður sigur.
 
 
Frjálshyggjan kann sitt fag, og þjónar húsbændum sínum vel.
 
En hví þetta skelfilega ískur, hví má ekki halda áfram að vinna hægt og hljótt???
 
Kveðja að austan. 

mbl.is Höftin jafndýr og hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Amen

Jónatan Karlsson, 2.11.2014 kl. 11:50

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Vilhjálmur er ađ leggja til 1000 milljarđa veđmál. Og ef hann hefur rangt fyrir sér, þá hvađ?

Benedikt Helgason, 2.11.2014 kl. 12:03

3 identicon

Sæll Ómar. Nú langar mig að spyrja þig. Ef við hefðum ekki sett á höft heldur leyft að krónunni að falla hefði hún ekki einfaldlega styrkst aftur jafn hratt og hún hefði fallið? Ég gef mér að stjórnvöld myndu verja heimili og fyrirtæki með neyðarlögum á meðan ósköpin gengu yfir t.d. með afnámi vísitölutengingu lána o.þ.h.

Toni (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 12:16

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Toni, það var í "viðbragðspakkanum" sem Geir Haarde lagði fyrir ríkisstjórnina, októberdagana frægu 2008, að vísitalan yrði tekin úr sambandi líka en andstaðan við þær aðgerðir var svo hörð hjá SAMSTARFSFLOKKNUM í ríkisstjórninni (sem hefur gefið sig út fyrir að vinna fyrir heimilin í landinu), sem svo féll nokkrum vikum síðar, þannig að þessar hugmyndir voru slegnar af.

Jóhann Elíasson, 2.11.2014 kl. 12:32

5 Smámynd: Elle_

Flott, Jóhann.  Líklega vita fæstir að hrunflokkurinn Samfylkingin beitti andstöðu gegn viðbragðsáætlun Geirs Haarde um að taka vísitöluna úr sambandi.  Hver man ekki lygina um skjaldborgina um heimilin í landinu sem var óvart skjaldborg um vogunarsjóði?  Það mætti aldeilis oft minna á það. 

Þar næst beitti þetta lið Geir pólitísku ofbeldi á hæsta stigi og sem enginn kann nema þessi flokkur.  Þau drógu hann einsamlan fyrir dómstóla meðan þau sjálf ættu að hafa verið þar.  Þeirra tími mun koma.

Elle_, 2.11.2014 kl. 20:52

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heyr,heyr!!

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2014 kl. 23:47

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Rétt elle!!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.11.2014 kl. 00:12

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Tilvísun mína í falskan söng byggist á hálfsannleikanum sem Þjónarnir brúka svo iðulega þegar þeir afskræma raunveruleikann, og þá í þágu hagsmuna sinna húsbænda.

Vegna gjaldeyrishaftanna þá hrundi hagkerfið ekki, og vegna þess að það hrundi ekki, þá er kastað fram þeirri skoðun, að gjaldeyrishöftin hafi verið óþörf.

Sem er einfaldlega rangt, á þeim tímapunkti sem þau voru sett, þá var ekkert annað í boði.

Fyrir því eru tvenn meginrök.

Þau fyrri vísa í þá bláköldu staðreynd að strax við fall bankanna þá fóru bretar í beint stríð við þjóðina, og náðu að sannfæra aðrar ESB þjóðir um að setja landið í nútíma hafnbann, það var skrúfað fyrir gjaldeyrisinnstreymi til landsins, ef Norðmenn hefðu ekki opnað fyrir líflínu til landsins, þá hefðum við ekki getað greitt fyrir brýnustu lífsnauðsynjar. Mig minnir að hafnbanninu hafi ekki verið aflétt fyrr en ríkisstjórnin gaf sig á vald AGS.

Á meðan var það vitfirring að leyfa frjálst útflæði gjaldeyris.

Seinni röksemdin er ófyrirséð dómínóáhrif.

Fyrst eftir Hrunið var óvissan algjör, og það stefndi í upplausn. Ef menn hefðu leyft þá ofsahræðslu og panik að fólk hefði getað tekið út innistæður sínar, og flutt þær úr landi, þó með afföllum væri, þá veit enginn hvað það hefði endað.

Eins veit enginn hvaða áhrif það hefði haft á atvinnulífið ef það hefði ekki haft aðgang að gjaldeyri vegna þess að ofgnótt krónufjármangs hefði leitað í evrur og dollar. Þjóðin er algjörlega háð innflutningi, og hvernig átti að fjármagna hann á meðan??? Og hver hefði haft efni á að kaupa hinar ofurdýru innfluttu vörur??

Átti að frysta fólk og allt mannlíf á meðan kúrfurinn gengi yfir??

Einnig ber að hafa í huga að þegar menn gefa sér þá röksemd að fjármagnið hefði farið hratt og örugglega úr landi, þá geta þeir í sjálfu sér ekki stutt hana neinum rökum. Stærðfræðilega þá dregur úr slíku útflæði þar til jafnvægi næst, fleiri og fleiri meta það alltaf skynsamlegra að bíða þar til gengið styrkist aftur.

En þetta jafnvægi, er ógnarjafnvægi fjármagnsins, ekki raunhagkerfisins, og það gæti staðið í töluverðan tíma, til dæmis þann tíma sem hefði tekið að fjármagna ný stjórnvöld sem myndu taka stór gjaldeyrislán til að fjármagna útstreymi, hækka vexti og svo framvegis.

Frysting mannlífs er ekki möguleg, dómínóáhrif leiða alltat til algjörrar upplausnar, og mér vitanlega hefur engin þjóð lifað af slíkt ástand án þess að stýra gjaldeyrisútstreymi.

Þetta má allt ræða miklu dýpra Toni, og það gerði ég oft þegar þessi mál voru í brennidepli. Hliðarráðstafanirnar sem þú vísar í hefðu líklegast ekki gengið í AGS, og hvernig var þá hægt að aflétta tregðunni á fjármagnsflutningum???

Sundruð þjóð og vogunarsjóðirnir á fullu að kaupa upp stjórnmálamenn okkar.

Það er vissa mín að við værum ekki sjálfstæð þjóð í dag ef gjaldeyrishöftin hefðu ekki fylgt í kjölfar neyðarlaganna.

Ef þjóðinni hefði hinsvegar borið gæfu til að hætta að tuða, og staðið saman um framtíð barna sinna, þá hefði þjóðstjórn verið mynduð í des 2009, og sú stjórn hefði unnið sig út úr gjaldeyrishöftunum með tillögum í anda þeirra sem Liljan okkar lagði strax til í okt 2008.

En ESB sinnar voru of sterkir, þeir seldu sig strax vogunarsjóðunum, því þeir trúðu að leiðin í himnasælu ESB væri mörkuð skuldaþrældómi þjóðarinnar.

Og þeir eru ennþá eitrið sem Valdið notar til að lama mótstöðu þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.11.2014 kl. 10:28

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Þessi spurning þín bendir á annan falskan tón í falsettu Vilhjálms.

Hvað þá, hvað gerist ef krónan leitar í evru??

Og af hverju ætti hún ekki að gera það???

Alþjóðleg mynt versus smámynt??

Og eignarhaldið að mestu leyti alþjóðlegt.

Stærsti hluti þessa fljótandi fjármagns er Matador peningar sem eiga sér ekki skýrskotun í verðmætasköpun raunhagkerfisins, halda aðeins sýndarverðgildi sínu á meðan enginn notar þá.

Eru í raun verðlausir.

Ef Þjónar bjóða uppá þann möguleika að breyta sýnd í raun, pappír í gull, þó með afföllum gengissigsins, hver grípur ekki þá gullgæs??

Gullgæsin var allavega alltaf gripin í ævintýrum, og þegar málflutningurinn og rökin sækja í þann sagnabrunn, hví ætti þá ekki lögmál ævintýranna að gilda þegar ævintýrinu er þvingað uppá þjóðina??

Vilhjálmur veit þetta, hann er enginn bjáni, hann er Þjónn.

Bjánarnir eru hinir óbreyttu sem vegsama allt það sem þeir fordæmdu áður, hinir flokkshollu sem knýja áfram ógæfu þessara þjóðar.

Og finnst ískrið vera hinn fegursti söngur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.11.2014 kl. 11:24

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Veruleikinn er mjög einfaldur þegar honum er stillt svona upp.

Ef Geir hefði notið víðtæks stuðnings í Sjálfstæðisflokknum, þá hefði hann staðið gegn Samfylkingunni, fjórðungsflokkur stjórnar ekki ríkisstjórn, stjórnar ekki þjóðinni.

Það fer enginn gegn fjármagninu í Sjálfstæðisflokknum, og fjármagnið tók ekki í mál að frysta verðtrygginguna.

Samfylkingin var aðeins tæki til að opinbera andstöðuna, hið stóra Nei kom frá hans eigin flokksmönnum, þeim sem réðu í flokknum.

Aðförin að Davíð Oddssyni, sem hófst um leið og ljóst var að hann stóð gegn öllum samningum við AGS, var í og með gula spjaldið á Geir, hann yrði næstur í tætarann ef hann sæi ekki að sér.

Geir beygði sig fyrir þessu vanheilaga bandalagi fjármagns og ESB sinna, og honum var skipt út þegar hann náði ekki að knýja fram samþykkt á landsfundi flokksins um að ríkisstjórnin sækti um aðild að ESB.

Samfylkingin er froða, hún er ekki afl í íslenskum stjórnmálum.

Og þeir sem berjast gegn skuldaþrælkun þjóðarinnar, sem endar með innlimun landsins í Brusselvaldið, ættu að gera sér grein fyrir því.

Svona áður en það verður um seinan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.11.2014 kl. 11:36

11 Smámynd: Elle_

Hann beygði sig í lokin, Ómar, og það var verulega leiðinlegt og sorglegt.  Það var eitthvað bogið við það og líka sjokk þegar hann studdi ICESAVE samninga.  Það var eftir að hann hætti, var það ekki?  Þessi Samfóflokkur er nú að mínum dómi það hættulegasta sem komið hefur fyrir íslensk stjórnmál og Ísland, þó þau sé fáránleg.

Elle_, 3.11.2014 kl. 23:52

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Þú mátt ekki misskilja mig, gagnrýni þín á Samfylkinguna er með öllu réttmæt, þetta er hópur fólks sem fyrir löngu hefur selt sálu sína hæstbjóðanda.

Hins vegar verð ég að hamra á að Samfylkingin er verkfæri afla sem eru hinn raunverulegi óvinur. Þessi öfl skipta um verkfæri eins og við skiptum um nærföt, og á hægt og hljótt ná þau markmiðum sínum um varanlegar breytingar á samfélagi okkar, sem og öðrum vestrænum samfélögum.

Þungamiðja þessa valds, sem við getum kallað peningavaldið þó það sé mikil einföldun, tengist Sjálfstæðisflokknum, og þaðan kom meginþunginn sem beygði Geir Harde svo Davíð Oddsson stóð einn gegn meintum skuldaþrælkun þjóðarinnar.

Við værum komin i ESB, með evru og öll risgjaldeyrislánin á herðunum, ef þetta afl í fláræði sínu hefði ekki verið svo heimskt að kosta aðförina að Davíð í Seðlabankanum. Það var innkoma hans á landsfundinn í jan 2009 sem kom í veg fyrir aðildarumsóknina að ESB. Og það var vegna þessarar höfnunar sem Sjálfstæðisflokknum var skipt út úr ríkisstjórninni í refsingarskyni. Nýtt verkfæri var keypt til að sjá um skítverkin með Samfylkingunni.

Hið ófyrirséða, hrokinn hjá krökkunum eins og Þorgerði Katrínu, Bjarna Ben og Illuga, að halda að þau hefðu eitthvað í sinn sterkasta stjórnmálamann að gera, að þau gætu grafið undan honum og síðan hent honum á ruslahaug sögunnar, bjargaði þjóðinni.

Í bili að minnsta kosti, því sama aflið malar, að hægar og hljóðar í þetta skipti.

Geir Harde var aldre gerandi í þessum átökum, hann flaut frekar með, vildi að mínum dómi sannarlega vel, en beygði sig að lokum fyrir hinum pólitíska raunveruleika, að þú ferð ekki gegn hagsmunum peningavaldsins, ekki ef þú ert í Sjálfstæðisflokknum.

Það skýrir ICEsave stuðning hans, auk margs annars.

Því má við bæta Elle að á meðan fólk sem vill ala börnin sín uppí góðu og heilbrigðu samfélagi, áttar sig ekki á hinum sameiginlega óvini, lætur hann sundra sér í ótal fylkingar og deiluhópa, að þá er allt andóf svo tilgangslaust.

Eins og muldur út í víðáttu öræfanna og geisli af vasaljósi sem á að lýsa upp tóm himingeimsins.

Ekki það að þar sem er muldur getur orðið kór, og vonin lifir á meðan einhver muldrar gegn valdinu.

En það þarf meira til.

Fólk þarf að Trúa.

Trúa á eitthvað gott og fallegt, trúa að lífið, eins ófullkomið og það er, sé þess virði að verja, að samfélagið okkar, sem hlúir að börnum okkar og veitir okkur skjól þegar við erum orðin gömul og lúin, sé þrátt fyrir allt það besta sem við eigum.

Og að það sé undir okkur sjálfum komið að vernda það og varðveita.

Því lífið er ekki stjórnmál Elle, lífið er ekki hagfræði eða hagræðing, lífið er við sjálf, börnin okkar og fjölskylda, vinir og ættingjar, og það samfélag sem við öll búum í.

Stjórnmálin í dag eru sundrungartæki valdstéttarinnar, hin ríkjandi hagfræði er tæki í höndum fámennar auðstéttar til að tryggja yfirráð hennar og ítök í samfélaginu.

Við þurfum nýja nálgun, nýja Sýn, sem rífur okkur frá hinni viðteknu sundrungarhugsun, og sameinar okkur í einu sterku afli.

Og það afl kemur, um leið og við sjálf gerum okkur grein fyrir að það er okkar að kalla eftir því.

Dagurinn sem við látum ekki sundrast, er dagurinn sem skóp upphaf af endalokum yfirráða hinnar fámennu auðklíku.

Sem er óvinurinn eini Elle, ekki Samfó, ekki VG, ekki Sjallar, ekki Framsókn, eða öll hin keyptu framboð sundrungar sem voru gerð út til að skapa nógu mikinn moðreyk til að andófið villtist í holtaþoku og myndaði aldrei alvöru afl gegn illviljanum sem ætlar sé að ganga að núverandi samfélagi mannúðar og samhyggðar, dauðu.

Þetta er málið Elle, allt annað er aukaatriði.

Heyrumst, það er gott að sjá þig standa vaktina.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 4.11.2014 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband