Ofsalega ljótt að segja það.


En Árni Páll fer rétt með staðreyndir.
 
Meginmarkmið frjálshyggjuflokka er ætíð að grafa undan almannaþjónustu,  útvista henni eða veikja innviði, allt eftir því sem styrkur þeirra leyfir..  Ekki ósvipað eðli og er hjá termítum, þeir missa sig alltaf þegar þeim er sleppt lausum í virðuleg timburhús.
 
Sjálfstæðisflokkurinn  er ekki ættleri hvað það varðar og ekki það illa mannaður að hann geti ekki skipulagt aðför sína.
 
Árni Páll gat því eiginlega ekki farið rangt með fyrst að hann á annað borð ákvað að fjalla um almannaþjónustu og ríkisstjórnina í sömu ræðunni.
 
 
Sannleiksást Árna gæti hins vegar verið ættuð úr ranni öfundsýkinnar, að hann sé ennþá svekktur yfir að fá ekki að halda utan um kúbein eyðileggingaraflanna, telji sig jafnvel hæfari til þeirra óþurftarverka.
 
Er jú með reynsluna frá síðustu ríkisstjórn.
 
 
Hvað um það, hver sem hvötin er, þá fór Árni rétt með.
 
Því ber að fagna, ekki svo oft sem formaður Samfylkingarinnar nær í sömu ræðunni að segja eitthvað sem er áþreifanlegt og líka satt.
 
Ef sá Dagur skyldi síðan renna upp að  heilindi fylgdu með í ræðu formannsins, að gagnrýnin byggðist á réttlætiskennd og almennum viðbjóði á Helför frjálshyggjunnar, en ekki kaldrifjun valdasjúklingsins, þá væri full ástæða til að losa tappa úr flösku og skála fyrir endurreisn íslensku félagshyggjunnar.
 
Jafnvel tala um nýja tíma, nýja von.
 
 
 
En höndin sem fæðir, er líka með Árna á fóðrum, sem og flesta  í hans flokki. ´
 
Hafi verið efi eftir 2007, þá hvarf sá efi á vordögum 2009.
 
 
Íslensk stjórnmál eru í gíslinga manna sem engu eyra þegar fólk eða fénaður í hlut.  
 
Þeir skruma allir það sama í stjórnarandstöðu, þjóna auð og fjármagni í valdastólum.
 
Þeir eru aðeins mishlægilegir, og það mat fer eftir húmor fólks, sem og styrk flokkshollustunnar.
 
 
Tappinn mun því áfram í stútnum dvelja sem er eins gott því flaskan er ekki til.
 
 
En hrós fær Árni fyrir að hafa kjark til að gagnrýna það sem hann reyndi svo ötullega sjálfur.  Munur á svona tali eða mjálminu sem barst úr fundasölum VinstriGrænna.
 
Árni Páll er kominn til að vera sem formaður Samfylkingarinnar, og hjörð hans mun stækka eftir því sem ríkisstjórnarþátttakan sígur blóðið úr Framsóknarflokknum.
 
Jafnvel mun Björt Framtíð koma heim þegar reikningar hennar fást ekki lengur greiddir af þeim sem vilja sjá krónur sínar breytast í evrur á kostnað skattpeninga almennings.
 
 
Ég spái að hann verði næsti forsætisráðherra.
 
Það er hin rökrétta niðurstaða hringavitleysunnar.
 
 
Kveðja að austan. 
 
 
 
 

mbl.is Markmiðið er að skemma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband