1.11.2014 | 12:28
The Final Countdown.
Hægt og hljótt telur ríkisstjórnin niður að sínum eigin endalokum.
Afnám gjaldeyrishaftanna verður hennar banabiti því höftin er ekki hægt að afnema án þess að annað af tvennu gerist, gengið hrynur eða það krónan verður varin með ofurvöxtum og skuldsettum gjaldeyrisvarasjóð.
Verðtryggingin leyfir ekki gengishrunið, þjóðin er þegar of skuldsett.
Vissulega er til þriðja leiðin, en hún gengur gegn hagsmunum vogunarsjóðanna, kostunaraðilum lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum.
Menn skera ekki í höndina sem fæðir þá.
Kveðja að austan.
Bjartsýnn um afnám gjaldeyrishafta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður Ómar. Ég var í heimsókn hjá gömlum vini úr flokki mannsins fyrr í dag. Við vorum að skoða gömul plaköt sem fólkið í flokknum hafði búið til. Eitt þeirra fannst mér vera nokkuð merkilegt en var með yfirskriftinni: „Þú ert hafður að fífli“. Síðan kom neðanmáls: „Erlendar skuldir stuðla að þínu eigin gjaldþroti ef þú gerir ekkert. Þeir sem vilja auka erlendar skuldir og þeir sem stunda svindl og svínarí standa saman. Þeir gera þig að fífli.“ Þetta plakat gerðu félagar í flokki mannsins árið 1984 eða 1985. Á þessu plakati var teikning af jakkaklæddum manni með skjalatösku í annarri hendi og ísland í hengingarsnöru í hinni.
Þetta hefur gengið eftir. Braskararnir hafa selt okkur í ánauð. Aðeins á eftir að reka síðasta naglann í kistuna; taka stærsta lánið svo hægt sé að halda krónunni stöðugri þegar höftunum verður aflétt. Tekst að stöðva það?
Toni (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 18:14
Bjarni Ben ef þú lest þetta þá er þetta ég Valli flokksfélagi þinn að norðan, við höfum mjög oft rætt hin og þessi mál, hér er það eitt sem ég vill ráðleggja þér áður en þú afnemur þessi höft, þú veist það eins vel og ég ef ekki betur að stóru bankarnir fengu 800 milljarða víkjandi lán frá 2003 til 2008 og það gengur treglega að fá þetta til bakka þó ESÍ telji sér trú um annað. það eru á annað hundrað milljarðar í skattaskjólum en þessum peningum var stolið af þjóðinni í gegnum gömlu bankanna, Hér er leið til að ná þessu til bakka, þúsund karl er krafa á SÍ það er milljarður líka. skiptu út öllum krónum innan hafta og á helstu gjaldeyrisskiptamörkuðum erlendis gegn nýkrónu en látu gera grein fyrir fjármagninu erlendis eins og við almenningur gerum með skattaskýrslum, sé um óeðlilegar upphæðir að ræða þá á að rannsaka það og kæra. náist ekki að kæra vafamálin erlendis þá skaltu ekki skipta þeim krónum gegn nýkrónu og þá verða þær krónur sem að ekki er hægt að gera grein fyrir eða eru ólöglegar fengnar verðlausar og það myndi þ´ða það að þegar höftin verða afnumin þá hrynur krónan ekki eins og almenningur sem að gerir sýnar skattaskýrslur og vinnur sína vinnu osf er ekki að tapa neinu.
ein stór spurning hvenær í andskotanum ætlið þið að kæra Björgúlf Guðmundsson fyrir landráð ?????????????????????????????????
valli (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 21:18
Svo eitt þetta með niðurgreiðslur til landbúnaðar, ég bý nú ekki í sveit en ég vill miklu frekar horfa á eftir 6 milljörðum fara í landbúnað en 60 til 80 milljörðum tapast í bankakerfið, til dæmis þá er ríkið í ábyrgð fyrir Landsbankann upp á 300 milljarða lán til gamla bankans sem nýi getur ekki borgað því hann er tæknilega gjaldþrota hann skuldar meira vegna skuldabréfa en eigið fé hljómar upp á og FME er en með puttana í rassgatinu og þykkist ekkert sjá það sem allir sem vilja sjá og ert þú ekki ábyrgur sem fjármálaráðherra að hafa allt á yfirborðinu. Síðast þegar ég spurði þig út í þessi mál var lítið um svör.
valli (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 21:27
svo eitt í viðbót hvernig væri að aðskilja viðskipta og fjárfestingarbanka og vera ekki í ríkisábyrgð fyrir fjárfestingarbanka svo að vogunarsjóðir taki landsmenn ekki í rassgatið við gætum endað sem kúba norðursins
valli (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 21:44
Það er nokkuð ljóst að hér stefnir allt í voða og þegar rotturnar hafa endanlega yfirgefið skútuna mun væntanlega berast "höfðinglegt" boð frá ESB um niðurfellingar skulda og ábyrgða, gegn fullri og skilyrðislausri þátttöku í stórríki sameinaðar Evrópu - öðru nafni Evrópusambandinu, eða Das Reich.
P.S.
Mér heyrist einhvernvegin á föðurlegum ráðleggingum Valla til Bjarna, að hann álíti að þeir sitji sömu megin borðsins. Er það rétt skilið?
Jónatan Karlsson, 2.11.2014 kl. 07:51
Sæll Jónatan ég sit við sama borð og Bjarni í flokksmálum, kannski svona meira í sama sal. Ég er sjálfstæðismaður og ég trúi á hinn frjálsa markað ég er þar með ekki að segja að ég sé á móti styrkjum í landbúnaði því landbúnaður er studdur annars staðar og fólk á að geta keypt landbúnaðarafurðir sama hvort það sé fátækt eða efnað. Ég hins vegar skil ekki hvernig í ósköpunum stendur á því að verið sé að láta banka sem eru tæknilega allir gjaldþrota þar sem lán sem fólk hafði fyrir hrun eru en á kennitölu gömlu bankanna og eru þess vegna að skila ímynduðum hagnaði á skuldabréfum sem eru ekki einu sinni á þeirra kennitölum á sama tíma eru ríkisábyrgðir á innlánnum og þessar sfofnanir eru að halda uppi fasteignaverði með bollabrögðum, ég bara skil ekki að ég gagnkynhneigður maðurinn sé að borga með víkjandi lánum til þessara stofnana fyrir það að vera tekinn í rassinn.
valli (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 09:01
Sæll Valli auk félaga
Þú ert auðheyrilega heiðvirður, réttsýnn maður og trúr þinni sannfæringu, sem er allrar virðingar vert.
Annað og verra er það þó ef leiðtogar og náhirð hins fyrrum svo glæsta flokks þíns bregðast ítrekað öllu trausti og væntingum og svíkja bæði og stela í skjóli stöðu sinnar og nefni ég t.d. eitt dæmi af langri og ljótri afrekaskrá "vinar þíns" þ.e.a.s. eina síðustu embættisveitingu hans, en þar er ég að höfða til skipunar forstýru Fjármálaeftirlitsins, sem nú stendur fyrir allra augum, sannarlega loðin um lófana, en bara með allt niðri um sig.
Síðasta von sannra Sjálfstæðismanna og allra föðurlandsvina er að heiðarlegt fólk á borð við séra Halldór í Holti og allt fólkið í kringum "Flokk heimilanna" rísi upp og stöðvi þessa gegndarlausu rányrkju með öllum tiltækum ráðum.
Jónatan Karlsson, 2.11.2014 kl. 10:19
Sæll Jónatan það er rétt mér fynndist að það ætti að rannsaka það hvernig þessi viðskipti stjórnarformanns FME ofan í kjölinn, það er eitthvað mjög loðið við þetta, en auk þess þá finnst mér eitt en skrítnara og það er með þennan bankamarkað það er hvernig hægt var að láta sparisjóði skila áætluðu tapi fram í tíman meðan stóru bankarnir hafa verið að skila áætluðum hagnaði fram í tíman og það á sama markaði, það þyrfti að samkeyra rannsóknaskýrslurnar en þetta var smá út úr snúningur.FME er alltaf jafn sofandi því miður og það þarf engin að segja mér að FME sé óháður aðilli búin að standa í samráðshópi um fjármálastöðugleika svo hefði mér í raun fundist að það hefði mátt grisja meira úr öllum flokkum eftir hrun, það er allt kerfið eitthvað svo loðið ennþá.
valli (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 10:44
Ég er glaður að heyra að við getum að lokum sammælst um að svipta hulunni ofan af ósómanum öllum og draga sökudólgana til fullrar ábyrgðar og það helst í gálga eða gapastokk fyrir framan stjórnarráðið - ef ég mætti ráða.
Jónatan Karlsson, 2.11.2014 kl. 11:42
Blessaður Toni.
Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að það eina sem réttlætir erlendar lántökur séu beinharðar fjárfestingar sem skila tekjum til baka, beint eða óbeint í erlendri mynt.
Erlendar lántökur til að fjármagna neyslu (algengast með of háu gengi) og erlendar lántökur til að styðja ákveðið gengi sem á sér ekki lengur forsendur í tekjuöflun þjóðfélagsins, enda alltaf á einn veg, lakari lífskjörum til lengri tíma, og oft skert sjálfstæði þegar skyndilega dregur út tekjuöflun.
Hrunið staðfesti þessa skoðun mína og síðan þá tel ég það forgangsmál þjóðarinnar að losa sig við öll óþarfa lán eins og gjaldeyrislánin, og borga önnur hratt og örugglega niður.
Það seinna hefur verið gerst en vandinn liggur í því fyrra.
Núverandi ríkisstjórn er samdauna braskhyggjunni, og því hluti af vandanum. Henni er ekki treystandi, og því þarf að halda úti vakt gegn henni.
Niðurtalningin er hafin, ískrið í fjármagnsþjónum bendir til að stutt er í núllið.
Hvort við höfum styrk þá til að hindra atlögunni veit ég ekki, veit aðeins að oft hefur verið fámennt í vörninni og óvinurinn illvígur.
Samt hafðist þetta.
Þetta er alltaf spurning um manndóminn Toni, ekki hjá fjöldanum heldur manni sjálfum.
Og Trú.
Sjáum hvað setur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.11.2014 kl. 11:52
Takk fyrir innlegg ykkar Valli og Jónatan.
Fróðlega umræða og alltaf fagnaðarefni að fólk hafi vilja til að tjá sig, það er alltaf forsenda þess að á mann sé hlustað.
Hvort Bjarni sé hins vegar að lesa, þætti mér mjög ólíklegt Valli, hann hefur örugglega þarfara við tíma sinn að gera.
En hann mætir á fundi, og ræðir við fólk.
Það eiga menn að nýta sér og þora að tjá sig skammlaust.
Tuðið í horninu breytir engu, en opin umræða þokar mörgu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.11.2014 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.