31.10.2014 | 16:13
Forgangsmál ríkisstjórnarinnar er ekki!!
Að koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið hrynji í kjölfar þess að síðasti "eldri" læknirinn fari á eftirlaun.
Að koma í veg fyrir hrun grunnmenntunar með einkavæðingarillvilja Sjálfstæðisflokksins.
Að koma í veg fyrir að lifandi menning deyi í kjölfar hungurdauða tónlistarkennara.
Að þagga niður í Vigdísi Hauksdóttir.
Forgangsmálið er að útvega Kínverjum höfn í kjölfar óafturkræfilegra náttúruhamfara loftlagsbreytinga.
Eins og sögnin um ofurgróða fjárfestanna sem fjárfestu í framleiðslu kjarnorkuflauga.
Bjáni??
Nei, nei.
Bara Framsóknarmaður.
Kveðja að austan.
Sigmundur: Mikið í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá þig koma hér aftur Ómar ég er þér vel sammála þarna,kveðja að sunnan!!!
Haraldur Haraldsson, 31.10.2014 kl. 19:10
Blessaður Haraldur.
Þessi örpistill hér að ofan er ekki hugsaður sem nein endurkoma, frekar svona rumsk á Þyrnirrósarsvefni.
Lék forvitni á að vita hvort bloggið virkaði ennþá, ágætt að hafa það til taks þegar þjóðarauðurinn verður fluttur úr landi í kjölfar afnám braskarahaftanna, kennd við gjaldeyri.
En það gleður mig mjög að sjá að þú ert ennþá virkur á Moggablogginu Haraldur, í hverfulum heimi ylja gömul og góð kennileiti lúnum ferðalöngum sem eiga leið um.
Megi góð heilsa elta þig lengi enn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.11.2014 kl. 12:13
Gott að sjá þig, Ómar, gott að þú rumskaðir. Fer ekki oft inn í forsíðuna, en prófaði og þar blastirðu við.
Elle_, 1.11.2014 kl. 12:27
Já, skrýtið Elle því það er svo langt síðan hér var einhver hreyfing.
En það verður ekki eins langt í næsta rumsk, gríman er að falla og sama ófétið er að koma í ljós.
Ríkisstjórnin myndi ekki lifa af veturinn ef stjórnarandstaðan væri ekki í sama vasa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.11.2014 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.