Sjúkur efnahagur.

 

Útflutningstekjur dragast saman.

Klippt er á flæði fjármuna úr sjávarútveginum út í hagkerfið með ofursköttum.

Ríkisstofnanir sinna ekki lögbundnum hlutverkum sínum vegna fjárskorts.

Kjarasamningar eru í uppnámi vegna þess að lágtekjuhópar sætta sig ekki við að ný þjóðarsáttarkaka sé bökuð úr örbirgð þeirra.

Verðtryggingin stjórnar þjóðfélaginu, hún er valdið sem setur leikreglurnar.

 

Og þá styrkist gengið.

Vit hins frjálsa markaðar í hnotskurn.

Kveðja að austan.


mbl.is Raungengi krónunnar að styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flowell

Sæll Ómar. Bölvun auðlinda (e. resource curse) hvílir á okkur. Það er okkar séríslenska grunnvandamál. Ísland þarf á auðlindasjóði að halda sem svipar til olíusjóðs Norðmanna. Misskipting tekna okkar þjóðfélags er að mestu falin með fölsuðum kaupmætti sem verðtryggingin hefur í för með sér.

Flowell, 27.1.2014 kl. 16:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Bara að það væri nú eina bölvunin Flowel.

Þú gætir ímyndað þér hvernig ástandið væri í Noregi ef þeir hefði komið á kvótakerfi í olíuiðnaði sínum og þyrftu að hugga sig við huggun Hannesar þegar hann varði einokun hinna Örfáu yfir fiskimiðum landsins, að þó þeir fjárfestu ekki ofsagróða sinn innanlands, þá stuðlaði fjárfesting þeirra í þrælkistum þriðja heimsins að hagvexti á heimsvísu.

Og þar með áttu menn að sætta sig við brostna búsetu, verðlausar eignir og arðrænda auðlind.

En ég skil pointið, en tel að mesta auðlindarentan sé sú sem dælir fjármagni sem víðast út um hinar dreifðu byggðir.   Fjárstreymi þaðan haldi síðan uppi þjónustu hagkerfi borgarinnar.

Ég er bóndi í eðli mínu, ég trúi að sáning leiði til uppskeru.

En það verður samt að passa sig á ofsáningu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.1.2014 kl. 17:08

3 Smámynd: Flowell

Sæll Ómar.

Alveg rétt hjá þér.

Ég á það til að skoða bölvunina í ögn víðara samhengi. Innlend átök, hollenska veikin, tekjusveiflur, útlánaþensla, spilling, einsleitni í framleiðslu, auk annarra atriða.

Margar bölvanir sem felast í hugtakinu.

Kveðja.

Flowell, 27.1.2014 kl. 18:45

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, margt er mannanna bölið Flowel, og seint næst full stjórn á þessari óstýrlátri truntu sem heitir efnahagur.

Spurning hvað verður þegar Ný öld rennur upp eftir að ítök hinna Örfáu verða brotin á bak aftur í eitt skipti fyrir allt.

Mér fannst Skáldið ná að fanga það hugarfar sem þarf að virða til að velsæld sé fastur fylgifiskur samfélaga fólks.  

Kalla það stundum Straumur lífsins.

Eða eitthvað annað eftir því hvernig liggur á mér.

........

 

Verð ég kannski

- bráðlega -

að bregða mér

í líki afa

að virkja .... bæjarlækinn?

 

Það dugði einum sveitabæ

það mundi duga einu þingi.

 

Afi virkjaði heila-búið

af heilbrigðri skynsemi

og það gaf birtu

og uppljómun

 á bænum

 

og rabarbarinn ...

sem amma sultaði niður

- besta sulta í heimi -

óx í hvanna hvamminum

... við litlu heima-rafstöðina.

Bið að heilsa Flowel.

Ómar Geirsson, 27.1.2014 kl. 20:15

5 identicon

Sæll.

Hvar sérð þú frjálsa markaðinn í því sem þú lýsir að ofan?

@1: Hver á að stjórna þessum auðlindastjóði? Stjórnmálamenn?

@4: Það á ekki að stjórna efnahagslífinu - miðstýring þar hefur aldrei virkað og mun aldrei virka.

Helgi (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband