23.1.2014 | 14:33
Hommavæðing stjórnmálanna.
Er ekki í þágu samkynhneigðra.
Það eitt er víst.
Ef átakalínur alþjóðlegra stjórnmála snúast um kynhneigð fólks, þá hverfa í skuggann hin raunverlegu vandamál heimsins.
Vandamál sem snerta samkynhneigða, gagnkynhneigða, ókynhneigða, rauðhærða, svarta og alla hina sem tilheyra hinni fjölbreyttu flóru samfélaga fólks.
Hin raunverulegu vandamál heimsins eru afleiðing af arðráni og auðsöfnun hinna örfáu.
Sem hafa komið heiminum á heljarþröm.
Og hin óendanlega græðgi og siðblinda auðsins ver þetta heljarástand, og kastar umræðunni á dreif.
Á Íslandi óttast auðurinn bankaskattinn, þess vegna þjónar það hagsmunum hans að láta fóðruðu skrípin í stjórnmálunum vekja úlfúð um Ólympíuleikana, eitt af örfáum sameiningartáknum fólks um allan heim.
Leggjast svo lágt að stilla hommum upp sem sérstökum hóp sem tilheyrir ekki heildinni. Og auka þar með skotspænið þar sem það er mikið fyrir.
Menn geta spurt sig hvort hafði meira að segja fyrir réttindabaráttu homma og lesbía, sem felst í þeirri sjálfsögðu kröfu að vera ekki mismunað eftir kynhneigð, að Jóhanna Sigurðardóttir heimsótti Kína með maka sínum, en ef hún hefði látið vogunarsjóðina æsa sig uppí að halda sig heima.
Líklegast réttlætti þessi heimsókn eiginlega allt annað sem miður fór í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur, því hún opnaði hurðir í lokuðum heimshluta.
Það sama gildir um Ólympíuleikana, þeir eru gluggi samkynhneigðra að þjóðfélagi sem hatar þá. Sem gestir verða þeir látnir í friði, sem fólk mun annað fólk sjá að þeir eru eins og það sjálft, nema kannski hugsanlega flottari og líflegri en þeir sem lifa í myrkri fordóma og dómhörku.
Hvernig sem á það er litið þá gjalda samkynhneigðir hommavæðingu stjórnmálanna, þeir eru peð í varnarbaráttu auðsins sem getur ekki hugsað sér að sjá eftir krónu til samfélagsins.
Þeir eru hluti af samfélaginu, og þeir hafa alla hagsmuni af að samfélög um allan heim taki þeim eins og þeir eru, og það gerist aðeins með því að mæta á svæðið og afhjúpa þar með fordóma þeirra sem gera út á hommahatur.
Hommavæðingin er aðeins ein birtingarmynd fordómanna, hommar eru aumingjavæddir í þágu annarlega hagsmuna.
Hagsmuna auðs og siðblindu.
Þó auðurinn hafi keypt upp nokkra homma, og beiti þeim fyrir ESB vagninn sinn, og þó auðurinn láti þjóna sína æpa á torgum um að hommaréttindi séu hin einu baráttumál stjórnmála í dag, þá mega hommar og lessur ekki falla í þá gryfju að láta hina keyptu með öll sín fjárráð stýra réttindabaráttu sinni.
Réttindabarátta þeirra, líkt og réttindabarátta allra hinna, hefur ekkert að gera með núverandi átakalínur stjórnmálanna, hugtökin hægri og vinstri eru dauð, þau dóu þegar Sovétið dó, og stjórnmál sem gera út á átakalínur fortíðarinnar eru stjórnmál sem hinir ofurríku fjármagna.
Réttindabarátta þeirra er samofin baráttunni gegn auðsöfnun hinna ofurríku, baráttunni fyrir framtíð barna okkar.
Hin svokallaða stjórnarandstaða á Íslandi er öll fjármögnuð af auðnum, þjónar hagsmunum hans í einu og öllu.
Og allt sem hún segir, og allt sem hún gerir þjónar þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir bankaskattinn, og koma í veg fyrir að stjórnvöld snúist gegn hagsmunum vogunarsjóðanna.
Í því ljósi verður að skoða hommavæðinguna, í því ljósi verður að skoða öll hin tilbúnu ágreiningsmál á Alþingi.
Og ef hommar telja sig menn, og eigi að njóta mannréttinda eins og annað fólk, þá láta þeir ekki auðinn misnota sig gegn hagsmunum heildarinnar.
Gegn hagsmunum samfélagsins, gegn hagsmunum hins venjulega manns.
Þeir falla ekki í forarpyttinn sem vinstra fólk er blýfast í.
Kveðja að austan.
Gagnrýndu Rússlandsför ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 291
- Sl. sólarhring: 797
- Sl. viku: 6022
- Frá upphafi: 1399190
Annað
- Innlit í dag: 249
- Innlit sl. viku: 5104
- Gestir í dag: 236
- IP-tölur í dag: 233
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Divide et Impere ! Efnahagsböðlarnir kunna trixin.
Og "vinstri" intelligensían liggur á spena gyltunnar
fégráðug og illkvittin og selur sig auðdrottnum með plútókreisí-varalit á stútnum.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 20:41
Sem er kjarni málsins Þú sem í djúpinu dvelur.
Efnahagsböðlarnir kunna trixin.
Og þó ég hafi miklar mætur á þögninni sem stendur, er sko að hugsa, þá gat ég ekki stillt mig um að tengja þessa frétt við hagsmunina sem drífa svona tómhyggju áfram.
Sumar vísur eru aldrei of oft kveðnar.
Jafnvel þó skorti stuðla og höfuðstafi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.1.2014 kl. 21:10
Það er nauðsynlegt að hugsa, en mest um vert að skrifa vitræna pistla þar sem hlutirnir eru settir í samhengi. Hafðu mikla þökk fyrir skrif þín Ómar Geirsson.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 23:47
Stéttabarátta er samofin mannréttindabaráttu. Hér er engin stéttabarátta, heldur engin mannréttindabarátta. Mannréttindaskrifstofa Íslands er t.d. ekki fyrir venjulega íslenska gagnkynhneigða og heldur ekki fyrir íslenska homma eða lessur; hún er kostuð af ESB og þjónar eingöngu útlendingum, sbr. frjálst flæði vinnuafls, og sem hræsnisfull og lúmsk Göbbelsk propagandastofa í þágu ESB:
"Þó auðurinn hafi keypt upp nokkra homma, og beiti þeim fyrir ESB vagninn sinn, og þó auðurinn láti þjóna sína æpa á torgum um að hommaréttindi séu hin einu baráttumál stjórnmála í dag, þá mega hommar og lessur ekki falla í þá gryfju að láta hina keyptu með öll sín fjárráð stýra réttindabaráttu sinni.
Réttindabarátta þeirra, líkt og réttindabarátta allra hinna, hefur ekkert að gera með núverandi átakalínur stjórnmálanna, hugtökin hægri og vinstri eru dauð, þau dóu þegar Sovétið dó, og stjórnmál sem gera út á átakalínur fortíðarinnar eru stjórnmál sem hinir ofurríku fjármagna."
Guðbergur (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 02:17
Sæll.
Ómar talar um arðráð og auðsöfnun hinna ríku.
Það að ætla sér að koma á jöfnuði er fyrirfram vonlaus barátta einfaldlega vegna þess að sem betur fer eru einstaklingar afar misjafnir (annars væri heimurinn ansi litlaus). Það hafa ekki allir viðskiptavit Jobs eða Bezos og ekki hafa allir sama skilning á raungreinum og t.d. LaPlace eða Gauss eða heimspekilega innsæi Kant. Þetta er fyrirfram vonlaust.
Svo hafa menn ekki svarað spurningunni um það hvers vegna jöfnuður er markmið? Af hverju er jöfnuður markmið og hvað kostar það okkar samfélag að reyna að ná þessu vonlausa markmiði? Ef við næðum fullkomnum jöfnuði værum við þá ekki jafnframt að takmarka verulega lífsgæði sumra? Hamla því að þeir fái notið sinni hæfileika? Auðvitað. Af hverju halda menn að læknaskortur sé hérlendis?
Listamenn í dag geta orðið ríkari (hlutfallslega) en kollegar þeirra fyrir t.d. 50 eða 100 árum vegna þess að í dag ná þeir til fleiri. Er það svo slæmt?
Það sem Ómar áttar sig ekki á er að ef mikill gróði er í einhverjum geira skortir þar samkeppni. Lítum t.d. til bankanna hérlendis. Þeir græða á tá og fingri. Hvers vegna? Samkeppni vantar vegna þess að nánast vonlaust er að stofnsetja banka í dag vegna íþyngjandi reglna og almenningur borgar fyrir það. Þeir sem fyrir eru á fleti fitna því stöðugt því fólk getur ekki farið til annarra lánastofnana sem bjóða betri kjör. Ég er viss um að fjármálageirinn er mjög ánægður með þær reglur sem gilda :-)
Verðbólga hérlendis er vandamál. Í boði hverra er verðbólgan hérlendis? Ég veita að Ómari finnst verðbólga allt í lagi en margir skilja að hún er vandamál (ekki bara fyrir skuldara). Ómari finnst skuldasöfnun líka í lagi en á meðan sumir skulda græða aðrir á því og slíkt stuðlar að þeim ójöfnuði sem Ómar er hér að sýta.
Menn verða að vita hvort þeir eru að koma eða fara.
Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 06:07
Frábær pistill, Ómar, líkt og ávallt. Þú leikur afar mikilvægt hlutverk í að koma umræðunni á sífellt hærra stig og það hefur gríðarlega mikil áhrif þegar allt kemur til alls.
Maðurinn úr djúpinu er með þetta. Við sáum frábært dæmi um stefnu efnahagsböðla í gær. Starfshópur komst ranglega að þeirri niðurstöðu að ómögulegt sé að afnema verðtryggingu neytendalána. Í kjölfarið fór umræðan nánast strax út í þá sálma að krónan væri ónýtur gjaldmiðill og að nú verði að ganga í ESB. Með það í huga er ágætt að skoða netið og sjá hverjir köstuðu umræðunni á dreif. Þetta er mjög algengt í íslenskri umræðu og er mjög alvarlegt mál.
Svo sé ég að Helgi lifir enn í sínum svarthvíta heimi. Helgi, það að vera á móti gríðarlegri auðssöfnun hinna örfáu jafngildir ekki því markmiði að stefna á fullkominn jöfnuð. Gríðarleg auðssöfnun hinna örfáu leiðir óhjákvæmilega til hruns hagkerfa og þjóðfélaga. Fullkominn jöfnuður gerir væntanleg slíkt hið sama, þó ég sé ekki viss. Það getur þó varla talist gott markmið ef ætlunin er að stunda góðan kapítalisma. Ákveðinn jöfnuður er hins vegar nauðsynlegur fyrir góðan kapítalisma. Ertu ósammála því? Stefnan í dag er auðssöfnun hinna örfáu. Það þýðir á endanum hrun hagkerfa og hrun þjóðfélaga. Hefurðu ekki litið á ástand vestrænna þjóða sl. 5-6 ár? Ástandið er eingöngu vegna þessarar stefnu, sem hefur átt sér um það bil 40 ára aðdraganda.
Flowell, 24.1.2014 kl. 13:03
@6:
Maður sér strax hvort fólk skilur eitthvað í efnahagsmálum eða ekki þegar það fer að segja sem svo að einhver gjaldmiðill sé ónýtur og svoleiðis. Hér ber menntakerfið mikla ábyrgð, það er ekki björgulegt að útskrifa fólk með stúdentspróf sem veit hvorki upp né niður í efnahagsmálum þó það sé orðið að kjósendum (ég var engin undantekning). Búið er að telja fólki trú um að hitt og þetta sé ókeypis. Það er ekki vænlegt til árangur að hamast sífellt meira á þeim sem framleiða verðmæti til að geta látið aðra hafa þau.
Þú ert sama marki brenndur og Ómar, Flowell, þú gerir mér upp skoðanir. Þið getið gert grín að mér eins og ykkur dettur í hug en það kemur auðvitað í staðinn fyrir málefnaleg rök :-) Svo sér maður fljótlega hve miklar gloppur eru í ykkar hagsöguþekkingu. Það eina sem ég var að segja er að ef við ætlum okkur einhverja stefnu eða markmið þarf viðkomandi stefna/markmið að vera raumhæf. Ég hef aldrei heyrt t.d. Helga Spörvar, Árna Íbúðalánasjóð eða Sigríði rökstyðja það með sannfærandi hætti af hverju jafnaðarstefna er gott markmið (þau geta það auðvitað ekki enda léttvigtarfólk). Fréttasnápunum dettur auðvitað ekki í hug að spyrja.
Svo talar þú að stefnan sé auðsöfnun hinna ríku. Ég held að það sé að mörgu leyti alveg rétt hjá þér, því miður. Þetta á sér hins vegar mun meira en 40 ára aðdraganda, þetta má rekja um 100 ár aftur í tímann. Núverandi krísa er ekki sú fyrsta, önnur eða þriðja undanfarin 100 ár. Það er ekkert svo svakalega langur tími í mjög slæman efnahagslegan hvell og hann mun beinlínis leiða til dauðsfalla hérlendis sem og erlendis :-( Það er auðvitað hræðilegt. Það er hægt að koma í veg fyrir hann en þá þarf fólk auðvitað að átta sig á efnahagsmálum mjög hratt og það verður auðvitað aldrei, því miður. Ég hef býsna góða hugmynd um hvað gerist en ég veit ekki hvenær en ég ber kvíðboga í brjósti vegna komandi ára.
Fólk verður að láta kenningar sínar passa við veruleikann en ekki öfugt. Hagfræði nútímans heldur að hægt sé að reikna út mannlega hegðun sem er auðvitað afar brosleg hugmynd ef hún hefði ekki svona alvarlegar afleiðingar.
Við þurfum góðan kapítalisma, ekki pilsfaldakapítalisma. Við þurfum að fá hið opinbera til að hætta afskiptum af heilbrigðismálum, menntamálum, húsnæðismálum, atvinnumálum, fjármálageiranum o.s.frv.
Vandinn er sá að fólk heldur að hið opinbera geti gert hluti sem það getur ekki gert. Við höfum nú langa reynslu af þessari tilraunastarfsemi og tímabært að láta af henni áður en hún vinnur enn meiri skaða. Það nægir hins vegar ekki ýmsum þó mýmörg dæmi séu til um að hið opinbera geti ekki gert það sem menn halda og því skal reyna oftar og lengur :-( Menn útskýra bara veruleikann í burtu eða skipta um umræðuefni.
Ég fæ ekki betur séð en að þú og Ómar séuð partur af þessum vanda :-(
Helgi (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 05:06
Blessaður Þú sem veitir valdinu aðhald úr djúpi leyndarinnar.
Forsenda vitrænna pistla er hugsun, og ég er djúpt hugsi þessa dagana. Ekki vegna þess að ég viti ekki hvað þurfi að segja, heildamyndin er loksins orðin skýr í huga mér, og það sem ég sé er ekki fallegt, heldur hef ég ekki græna glóru um hvernig ég á að segja það sem þarf að segja.
Hvað þá að ég hafi til þess styrk og tækni sem þarf til að koma því sem segja þarf inní umræðuna.
Og þar með fátt annað í boði en að taka upp siði hins velmeinandi velviljaða manns, að þegja, og láta sjálfseyðingarferlið hafa sinn gang. Það reyndist ágætlega á fjórða áratug síðustu aldar, fólk átti þá nokkur góð friðarár.
Eða bíða eftir kraftaverkinu, að inná svið stjórnmálanna ríði maður á hvítum fák, líkt og Hallbjörn kyrjaði um og Clint Eastwood gerði síðast þegar hann reið inní þorpið í Pale Rider.
Svo getur maður náttúrlega haldið áfram að hugsa.
Takk fyrir innlitið Deep Throat.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2014 kl. 09:04
Blessaður Guðbergur.
Á Íslandi er auðræði, líkt og í ESB og USA.
Lýðræðislegar kosningar eru löngu hættar að virka, því auðurinn á stjórnmálinn og fjármagnar alla fjölmiðla.
Eina grunnstoð lýðræðisins sem ennþá virkar, þó hún hökti, er dómsvaldið og svar valdsins er að breyta leikreglum á þann hátt að auður ráði niðurstöðum dóma. Ekki með því að múta dómurum heldur er allt regluverk haft svo flókið og teygjanlegt, að fjármunir ráða úrslitum þegar mál eru rekin fyrir dómi. Þetta er raunin um allflesta fjármálaglæpi, þeir eru allflestir á hinu svokallað gráa svæði, sem er líkt og svartholið, sýgur til sín æ stærri hluta af því svæði sem áður féll undir lögbrot eða ranga hegðun. Sama gildir um skipulagða glæpastarfsemi, nái hún að skjóta rótum þá er hún því sem næst ósnertanleg.
Og skilin milli fjármálaglæpa og hefðbundinnar glæpastarfsemi eru líka að hverfa, enda báðir hóparnir bestu kúnnar lögfræðinganna.
Ástæða þess að dómurum er ekki mútað beint, heldur látið duga að þeir eru samdauna ólyktinni úr forarvilpunni, er sú að trúverðugleiki er forsenda þess að þetta óréttarkerfi virki gagnvart almenningi.
Og ástæða þess að ég er að segja þetta hér að ofan er sú að fólk þarf að átta sig á þeim raunveruleika sem það lifir í dag.
Það sem var, það er ekki í dag.
Lýðræðið er dáið, réttarkerfið er að breytast í óréttarkerfi, og það er vegið á öllum vígstöðum að samfélögum venjulegs fólks.
Sjálf tilvera okkar er í húfi.
Stéttarbarátta, mannréttindabarátta, barátta fyrir lýðréttindum, fyrir frumþörfum eins og húsnæði, menntun eða heilsugæslu, öll þessi barátta tilheyrði því sem var.
En er ekki í dag.
Þegar tilvera barna okkar er í húfi, þá berjumst við fyrir tilveru þeirra.
Þar finnum við óvininn, þar sækir hann að.
Og þar þurfum við að mæta honum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2014 kl. 09:29
Blessaður Flowell.
Þegar ég las innslag þitt þá rifjaðist upp fyrir mér tímamótin sem urðu í baráttunni við smitsjúkdóma þegar ungur læknir (að mig minnir) fékk því framgengt í miðjum kólerufaraldri í London á nítjándu öld, að vatnsbrunnur einn yrði lokaður því vatnsbólið var mengað.
Eftir það dugði að lækna, orsökin fyrir útbreiðslu sjúkdómsins var fundin, útbreiðsla hans stöðvuð, þá dugðu þær frumstæðu aðferðir sem menn höfðu til að glíma við kóleruna.
En ég man að í greininni sem ég las um þetta á sínum tíma, að þá var minnst á rök tregðunnar sem hindruðu til að byrja með að hlustað var á lækninn. Ein röksemdin var sú að það væri glapræði að skrúfa fyrir verðtrygginguna, eða afsakið vatnsbrunninn því vatn væri forsenda lífs. Sem er svo sem alveg rétt, nema þegar vatnið er eitrað.
Rökin gegn afnámi verðtryggingarinnar eru svipuð eðlis, menn átta sig ekki á að hún er orsökin.
En verðtryggingin er þægilegt vopn í höndum þeirra sem vilja að landið gangi í ESB.
Þess vegna skil ég ekki að fólk skuli ekki vera búið að sjá í gegnum fimmtu herdeildina í Heimssýn.
En það er önnur saga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2014 kl. 09:39
Blessaður Helgi minn.
Láttu þér ekki detta það í hug að við séum að gera grín að þér, þú ert alveg fullfær um þá iðju sjálfur.
Það er himinn og haf milli þess að gera grín að fólki og geta haft af því góðlátlegt gaman, og hér í athugasemdarkerfi þessa bloggs þá hafa hinir ýmsustu ágætismenn skipts á að hafa góðlátlegt gaman að hvorum öðrum án þess að nokkuð annað búi að baki annað en ánægjan að eiga orðastað við annað fólk sem á það sammerkt að hafa skoðanir og nenna að ræða þær.
Vissulega er stundum hiti í mönnum, þegar heit mál eru rædd, en það er aðeins merki um líf hinnar lifandi umræðu.
Gerist menn of persónulegir, þá sussa ég á fólk, og það virkar ágætlega.
Þess vegna væla menn hérna ekki Helgi, heldur svara fyrir sig.
En varðandi skoðanir þínar, þá er fátt um þær að segja. Tolkien lýsti ágætlega hinum sjálfviljugu liðsmönnum hinna Örfáu í lokakafla Hringadróttinssögu.
En ég skil ekki hver kom þeirri flugu í höfuð á þér að hamast svona gegn verðbólgunni, í ljósi þess að verðbólga er samofin öllum framfaraskeiðum mannsins.
Varla ertu haldinn Mídasar áráttunni??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2014 kl. 10:05
@11:
Finnst þér merkilegt að ég skuli ekki vera ánægður með verðbólgu? Útskýrðu kosti verðbólgu fyrir fólki með t.d. húsnæðislán hérlendis - ég er viss um að því mun líða miklu betur þegar þú ert búinn að útskýra fyrir því að verðbólga og hækkun lána þeirra sé samofin öllum framfararskeiðum mannsins.
Ágreiningur okkar um skuldasöfnun og verðbólgu er nokkuð skýr og nú á næstu árum munum við sjá afleiðingar þess sem þú vilt. Annars er verðbólgan ekki ávísun á framfararskeið, bara svo það sé alveg á hreinu. Þú mátt auðvitað misskilja það eins og þú vilt :-)
Skuldir þarf að borga til baka og við munum á næstunni sjá afleiðingar þess. Þá byrjar þú að hamast í frjálshyggjunni eða friedmanismanum eða hvoru tveggja :-) Þú ert þá sama sinnis og Greenspan og Bernake varðandi verðbólguna - ágætt að fá það fram.
Hver kom annars þeirri flugu í höfuðið á þér að vera á móti kaupmáttaraukningu fólks? Er hún svona slæm?
Hver kom þeirri flugu í höfuðið á þér að vera með pilsfaldakapítalisma? Hvað er svona gott við hann? Af hverju á hið opinbera að nánast gefa sumum fyrirtækjum fé en ekki öðrum?
Annars væri nú gaman að heyra frá þér hvað þú sérð fyrir þér að gerist á næstu árum og hvers vegna.
Ég er búinn að svara fyrir mig hér fyrir allan peninginn en vandinn er sá að menn hér útskýra frekar veruleikann í burtu til að þurfa ekki að skipta um skoðun. Það eru ekki vönduð vinnubrögð og leiða auðvitað til stöðnunar :-)
Þess vegna væri mjög gaman að fá að heyra frá þér, skýrt og skilmerkilega, hvað þú telur að muni gerast í efnahagsmálum heimsins á næstu árum og hvers vegna. Ég vil líka fá að heyra það frá Flowell - fáum það alveg á hreint hvað þið teljið að muni gerast á næstu árum og hvers vegna. Ekki koma með einhver loðin svör og hálfkveðnar vísur.
Svo þegar allt hrynur getið þið mátað ykkar kenningar/spár við það sem gerist. Þið munuð auðvitað útskýra veruleikann í burtu svo þið getið sagt við ykkur sjálfa að þið hafið spáð þessu fyrir :-)
Helgi (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 11:49
Sæll Ómar. Já, verðtryggingin er þægileg fyrir marga aðila. T.d. fyrir þá sem vilja hvetja til útlánaþenslu, hás vaxtastigs, hárrar verðbólgu, hækkandi raungengis svo nafngengið þurfi reglulega að taka dýfu þegar viðskiptahalli hefur verið í of langan tíma. Lífeyriskerfið okkar byggir svo á verðtryggingunni, setur of hátt vaxtagólf sem ásamt fyrrgreindum atriðum neyða í raun flesta til að slá á verðtryggð lán fremur en óverðtryggð. Og vítahringurinn heldur áfram. Svo eigum við víst að fá verðtryggðan lífeyri. Það virðist þó ekki standast, að ég held, ekki einu sinni í venjulegu efnahagslegu árferði. Í þokkabót virðist vera sem svo að iðgjöld launagreiðenda fari sífellt hækkandi svo hægt sé að reka þessi tvö dauðadæmdu kerfi áfram. Hreint út sagt glæsileg stjórnun efnahagsmála.
Helgi. Ég nenni ekki að svara þér. Það er ekki mögulegt að eiga uppbyggileg samskipti við nettröll eins og þig. Hins vegar er ég sammála þér um mögulegt stórvægilegt efnahagsáfall.
Flowell, 25.1.2014 kl. 20:08
@13:
Byrja nú uppnefnin. Hvar er Ómar með sussið sitt (11)?
Flowell, þó ég sé ósammála þér er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að eiga uppbyggilegar umræður við mig. Þú hefur hins vegar ekki nægjanlega þekkingu í það og kýst því að uppnefna mig. Duglegur strákur, þetta getur þú :-) Þú verður að láta þér nægja að tala í sunnudagsboðunum eins og þú vitir heilmikið - hér sjást skallarnir í þinni þekkingu langa vegu.
Ómar hefur farið þá leiðina að snúa út úr fyrir mér og leggja mér orð í munn og virðist vera hæstánægður með það. Að að ofan (nr. 11) er farið að örla á nýjum töktum sem felast í því að vera með einhvern skæting sem ég hef hingað til ekki séð til hans áður.
Allt eru þetta skýr merki rökþrota einstaklinga sem reyna að slá um sig með orðum og hugtökum sem þeir ekki skilja. Notið sunnudagsboðin í það :-)
Helgi (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 20:35
Helgi.
Þó ég móti leikreglurnar á þessari bloggsíðu þá er ég hvorki barnapía eða með það boðvald að geta knúið menn til að ræða við þá sem þeir telja ekki viðræðuhæfa.
Þú verður að sætta þig við að uppskera eins og þú sáir til.
Látum það vera að þú sért síhrasandi um gloppurnar í hagsöguþekkingu minni, en þú sneiðir ekki að mönnum eins og Flowel með slíkum fullyrðingum án þess að færa fyrir þeim rök, sem hann getur svo vegið og metið. Þú þarft ekki að hafa lesið þér mikið til í hagfræði til að vita að Flowel er annað hvort menntaður í því fagi eða hann hefur aflað sér víðtækrar þekkingar um kenningar hagfræðinnar. Bakland sem þú hefur ekki Helgi og þess vegna ertu eiginlega að kalla á þessi viðbrögð með framsetningu þinni.
Síðan var Flowel ekki að uppnefna þig, heldur að lýsa því hvernig þú kæmir honum fyrir sjónir í umræðutækni þinni og vísar þar í þekkta skilgreiningu á ákveðinni hegðun. Hafi hann haft efasemdir þá dreg ég það stórlega í efa að hann hafi þær lengur eftir síðustu athugasemd þína þar sem þú gerir óendanlega lítið úr sjálfum þér. En ég virði það þér til vorkunnar að ég tel að sár hugur hafi skráð þau orð.
En víkjum þá að meintum mínum hlut í tilurð sárinda þinna, og ég verð bara einfaldlega að segja að mér er fyrirmunað að skilja hvernig þú getur lesið rætni úr þeim klæðum mínum sem ég bar á vopn manna hér að ofan. Dettur einna helst í hug að orsökina sé að finna í einhverjum nýlegum ritdeilum þínum á annarri bloggsíðu og þú hafir ekki verið búinn að skipta um ham þegar þú komst hér við í heimsókn. Svona líkt og góður sveitungur pabba átti til að gera þegar hann kom í heimsókn að hann átti þá til að gera út um heitar pólitískar umræður sem hann hafði átt um daginn, og ekki gengið nógu vel í, að sínu áliti, og byrjaði því heimsókn sína að segja pabba í vel völdum orðum hvað hann sagt hefði viljað til að gera út um umræðuna. Og átti þar með síðasta orðið því pabbi er friðsemdarmaður sem lætur það alveg ógert að æsa upp æsta menn.
Regla sem má deila um hvort ég haldi ávalt í heiðri.
En víkjum þá að þeirri einni spurningu sem ég bar upp, þegar ég spurði þig um hver hefði fengið þig til að trúa að verðbólgan væri svona slæm þar sem hún ætti samleið með helstu framfaraskeiðum hagsögunnar, að þá verð ég að ítreka hana.
Látum það vera að þú lesir út úr þessum orðum "Fed creates money" sem "Feds borrows money" og þú teljir gagnrýni mína á skuldsetningu almannasjóða í þágu fjármagns lýsa einbeittum vilja við að styðja slíka skuldsetningu að þá er svarið við þessari spurningu ekki sú fullyrðing að skuldir þurfa að borga til baka og að lán hækki við verðbólgu, vegna þess að ein þekkt hliðarverkun verðbólgu er að raunlán lækka. Hvað þá að það sé svar að fullyrða að "Annars er verðbólgan ekki ávísun á framfararskeið", þar sem forsenda spurningar minnar var ekki að verðbólgan væri ávísun á framfaraskeið, heldur að hún væri samofin öllum framfaraskeiðum mannsins. Þar sem þú ert vel lesinn í hagsögunni Helgi þá veistu að sautjánda öldin markaði endalok þúsund ára stöðnunar í Evrópu og lagði drög að samfeldu framfaraskeiði sem núna hefur staðið yfir í um 300 ár. Vegna óhóflegrar peningaprentunar Spánverja (ofgnótt silfurs frá Nýja heiminum) þá flæddu peningar um helstu verslunarsvæði Evrópu og ýttu þar með undir víxlhækkun verðlags og kaupgjalds og ef verðbólgan væri svona slæm, þá hefði sautjánda öldin átt að marka endalok Nýaldar, en ekki upphaf nútímavæðingu álfunnar.
Það eina sem skaðaðist var verðmæti gull og silfursjóða sem látnir voru ávaxta sig vel faldir í jörðu.
Ítreka því aftur spurningu mína Helgi, hver taldi þér trú um þessa vitleysu, spyr vegna þess að ég er áhugamaður um rætur bábilja.
En ég skal hins vegar svara spurningu þinni sem þú beindir til mín, og svarið er einfalt, ef hinir Örfáu verða ekki stöðvaðir, þá munum við upplifa endalok siðmenningarinnar.
Það er ekki vissa mín, það er öruggt.
Og þess vegna þegi ég þessa dagana, mér er fyrirmuna að skilja af hverju heiðarlegar manneskjur sjái ekki hina yfirvofandi ógn og snúi bökum saman til að verja framtíð barna sinna.
Og meðan ég skil ekki, þá þegi ég.
En þig skil ég alveg Helgi, þú og þínir voru löngu skilgreindir áður en þú fæddist. Hlutverk ykkar og tilgangur í örlagahjóli sögunnar.
Þess vegna held ég áfram að spjalla við þig. Í mínum huga ertu vissulega tröll þessarar síðu, en ekki sem nettröll, heldur ertu lukkutröll mitt, get ávalt treyst að þú sért þarna úti vökull og árvakur að passa uppá að hér sé ekki vegið að húsbændum þínum án þess að þú komir þeim til varnar.
Stundum fær maður gæsahroll yfir hvað Tolkien náði að lýsa raunveruleika dagsins í dag.
En það er önnur saga sem ekki verður skrifuð hér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2014 kl. 10:01
Blessaður Flowel.
Verðtryggingin er svarthol sem sýgur til sín verðmæti úr raunhagkerfinu og á ákveðnum tímapunkti þá fellur hagkerfið saman líkt og gerist með önnur þekkt kerfi með svarthol í miðju.
En þegar brestirnir eru allflestum orðnir augljósir og afleiðingarnar bitna harkalega á hinum almenna kjósanda, þá nýtir fjármálaelítan þetta sjálftökutæki sitt sem röksemd fyrir því að krónan sé ónýt og við þurfum skjól evrunnar.
Umræðan er í þeim farvegi núna eftir skýrslu verðtryggingar nefndarinnar, og það getur enginn ESB andstæðingur verið það blindur að sjá ekki tengslin milli verðtryggingarinnar og þeirrar flóttaleiðar sem er í boði fyrir langþjáða skuldara, að taka upp evruna.
Þeir sem þykjast svona blindir, þeir gæta annarlegra hagsmuna.
Vefir efnahagsböðlana eru margslungnir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2014 kl. 10:16
@15:
Ég vitnaði bara í þín orð, fer ekki fram á að þú þvingir einn eða neinn til að ræða við mig en þú sagðist ætla að sussa. Þú gefur þér í sífellu eitthvað um mig. Er það kurteisi að kalla einstakling sem er ósammála þér og Flowell tröll?
Þú segir: ". . . . . að ein þekkt hliðarverkun verðbólgu er að raunlán lækka." Er það þess vegna sem fólk er að lenda í vandræðum með sín húsnæðislán hérlendis? Vegna þess að þau lækka? Þú ættir að útskýra það fyrir t.d. þeim sem starfa hjá Umboðsmanni skuldara svo þeir starfsmenn geti útskýrt það fyrir þeim sem þangað leita - ekki viljum við að bábiljur fólks fái að grassera. Þarna gætir þú kveðið alvarlega bábilju í kútinn hjá mörgum einstaklingum.
Það er gaman að skiptast á skoðunum við þig Ómar en þú skilur ekki afleiðingar þess sem þú heldur fram. Þú brást t.d. ekki vel við um daginn þegar ég benti þér á að opinber skuldsetning, sem þú sérð lítt athugavert við, komi í bakið á börnunum okkar - kannaðist ekkert við slíkt. Þannig að opinberar skuldir eru ekki eitthvað sem framtíðarskattgreiðendur þurfa að borga?
Ef t.d. 2% verðbólga er góð hlýtur 5% verðbólga að vera betri, ekki satt? Meiri verðbólga er þá betri en minni, eða hvað?
@16: Menn víða um heim hafa alfarið séð um það sjálfir að koma sér í "vef efnahagsböðlanna". Lánum er í fæstum tilvikum þvingað upp á fólk og menn verða auðvitað að bera ábyrgð á sínum gjörðum. Eru "efnahagsböðlarnir" böðlar vegna þess að þeir vilja fá fé sitt til baka eða er önnur ástæða að baki þessari orðanotkun þinni? Hvað hefur annars leitt til allrar þessara skuldasöfnunar víða um heim? Veistu það?
Ef menn ætla að reyna að skilja eitthvað í efnahagsmálum verða menn að finna einhver tól sem skýra það sem gerist og tól sem hafa eitthvað spágildi. Við sjáum þetta í náttúruvísindunum. Sama, þó með öðrum tólum, á við í hagfræði. Keysnisminn beið endanlegt skipbrot á 8. áratugnum - bara svo þú vitir það.
Þess vegna segi ég aftur: Mjög gaman væri að fá að heyra frá þér, skýrt og skilmerkilega, hvað þú telur að muni gerast í efnahagsmálum heimsins á næstu árum og hvers vegna. Flowell mætti líka alveg láta ljós sitt skína ef hann getur ómakað sig á því að yrða á tröll eins og mig :-) Hvað með Toni? Kannski vill hann úthúða mér og sýna mér fram á hve illa ég er að mér? Toni, hvar ertu?
Helgi (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 16:39
Blessaður Helgi.
Það hefur ekkert með skoðanir þínar að gera hvernig fólk bregst við þér, í fullri vinsemd hef ég eytt tíma í að útskýra fyrir þér að það er framsetning þeirra, meðhöndlun þekktra staðreynda, hugtakaruglingur, ítrekaðar staðleysur og síbylja sem hljómar líkt og þú sért biluð plata, allt atriði sem skyggja á annars ágætan vilja til að taka þátt í umræðunni.
Og þegar þú ítrekað notar vanþekkingu þína sem múrbrjót gegn málefnalegri umræðu viðmælanda þinna, þá fellur þú eins og flís við þekkta skilgreiningu á ákveðnu fyrirbrigði netheima og á það benti Flowel þér á, hann kallaði þig ekki nettröll, hann sagði þig vera það.
Sem ég reyndar er ekki sammála því ég met þinn ágæta vilja og læt ekki vankanta rökræðu þinnar trufla mig nema að því leiti að að ég segi skýrt hingað og ekki lengra þegar ég tel þess þurfa, og þá hefur þú alltaf virt þau orð mín.
Varðandi umræðustjórnun mína þá sussa ég ekki á þann sem er áreittur, og ég bregð ekki skyldi fyrir þá sem verða taka afleiðingum orða sinna.
Hefði Flowel komið inn og kallað þig nettröll af fyrra bragði, þá hefði ég gripið inní, og ég hef gripið inní þegar fólk hefur verið leiðinlegt við þig af fyrra bragði.
Varðandi andsvar þitt hér að ofan við hinni efnislegri umræðu þá er það þannig að fullyrðingar þínar verða ekki réttari þó þú endurtakir þær oftar, ég hef tekið þær allar fyrir lið og fyrir lið, og þó ég sé þolinmóður þá er ég ekki biluð plata.
Síðan hefðir þú aðeins átt að lesa þér til um verðbólgu áður en þú lést úr úr þér rökin um verðtryggingu sem andsvar við þeirri þekktri staðreynd að verðbólga hefur tilhneigingu til að lækka raunskuldir, verðtryggingin er mótvægi gegn þeirri leitni, hún er tæki sem menn ákveða að nota.
Hún er mannanna verk, ekki efnahagslögmál.
Eftir stendur spurning mín, sem þú hefur ekki ennþá reynt að svara.
Spurningu þinni hef ég þegar svarað, yfirtaka auðmanna á stjórnmálum Vesturlanda undir merkjum frjálshyggjunnar mun leiða að lokum til hruns siðmenningarinnar.
Ferli sem þegar er langt komið og er þegar öruggt að muni leiða til mikilla stéttaátaka.
Og að lokum Helgi, þú ert sá eini hér sem úthúðar sjálfum þér með umræðutækni þinni. Þú ættir frekar að reyna að líta í eigin barm, áður en þú berð sakir á aðra sem gera fátt annað en að bregðast við agressívu þinni.
Ítreka að þú gerðir óendanlega lítið úr sjálfum þér hér að ofan.
Og sú lítillækkun sýnist mér standa.
Og það er miður Helgi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2014 kl. 22:40
Sæll Ómar.
Já, ESB/frábær evra/ömurleg króna málið er öflugt vopn þeirra sem vilja kljúfa almenning og beina athygli okkar allra frá okkar eigin grunnvandamálum. Gjalmiðlar, einir og sér, eru aldrei grunnvandamál. Þannig að þegar ESB/frábær evra/ömurleg króna málið skýst næst upp í umræðunni, þá er nánast öruggt að eitthvað mun bitastæðara og mikilvægara mál hafði verið í brennidepli rétt áður.
Kveðja.
Flowell, 26.1.2014 kl. 23:22
hér var einhver flengdur og það var ekki helgi. hahahaha
spáðu ómar eins og helgi bað um.
tommi (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 10:47
Nei, er ekki hlæjandi húmoristi mættur til að heiðra mig með nærveru sinni.
Það er ekki amalegt að hafa víkkað út lesendahópinn.
En varðandi beiðni þína tommi þá er ekki mitt að spá um það sem þegar hefur verið spáð.
En það er ekki flókið að segja til um framtíðina út frá þekktri þekkingu.
Efnahagslega hefur samþjöppun auðs alltaf leitt til stöðnunar hagkerfa.
Stjórnmálalega þá hinir Örfáu ætíð fyllt uppí tómarúmið sem myndast þegar þeir hafa náð að veikja hið miðstýrða vald.
Þegar þetta tvennt fer saman þá er oft talað um miðaldir viðkomandi samfélaga, sem einkennast af stöðugum átökum hinna Örfáu um völd, gögn og gæði. Og almenningur er leiksoppur slíkra átaka, réttlaus og kúgaður. Það er þegar hann lifir.
Ég óttast hrun siðmenningarinnar en ef marka má forna spádóma þá mun átakaferlinu ljúka með nýrri siðmenningu hins vitiborna manns, en ekki siðmenningu villidýrsins.
Kemur í ljós tommi, við munum lifa þá tíma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2014 kl. 14:03
Rétt er það Flowel.
Ómál stýra umræðunni frá hinum raunverulegu vandamálum þjóðarinnar.
En á spýtunni í dag hangir evran og ESB aðildin.
Hækkun krónunnar í dag er jafn óeðlileg eins og að vatn tæki almennt uppá því að renna uppá móti.
Og vatn rennur ekki uppá móti nema af mannavöldum.
Það sama gildir um hækkun krónunnar, hún er fóður nýrrar kollsteypu, á sama tíma og kjarasamningar eru í uppnámi, og krónueigendum vantar evrur fyrir verðlausu krónurnar sínar.
Ef fjarar undan þessari ríkisstjórn, þá verður sú næsta mynduð um evru og ESB.
Það er öruggt, því þá er það eini valkosturinn sem í boði er.
Svo ef öllu kjaftæðinu er sleppt, og aðeins hagsmunir skoðaðir, þá er ljóst að öflin sem slá skjaldborg um verðtrygginguna, eru þau sömu, eða allavega í bandalagi með þeim öflum sem vilja landið með illu inní ESB.
Því þannig ávaxta þeir pundið sitt best.
Og pundið ræður.
Að lokum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2014 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.