7.1.2014 | 21:54
Einn af ICEsave prófessorunum fann skýringu á Hruninu.
Þetta voru bankarnir, þeir voru íhaldssamir.
"Með slæma hvata", eftirlitið brást.
Vona hans vegna að hann hafi fengi feitan tékka fyrir þessa greinargerð sína, eða allavega það stóran að hann geti skýlt akademískri nekt sinni.
Kerfið skóp bankanna.
Kerfið skóp umgjörðina sem bankarnir fóru eftir.
Það var ekki öfugt, sama hvað margir keyptir hagfræðingar halda því fram.
Þó það hefðu verið milljón hræður í eftirlitinu, þá hefði niðurstaðan orðið sú sama.
Því fjármógúlarnir sem áttu bankanna, þeir áttu líka eftirlitskerfið, þeir áttu stjórnmálamennina, þeir keyptu upp akademíuna. Eða man einhver eftir svona eftiráskýringu fyrir Hrun??
Og þeir eiga þetta allt ennþá, kerfið er það sama.
Prófessorarnir þeir sömu, leikararnir á Alþingi þeir sömu, þó sumir hafi farið í lýtaraðgerð og séu komnir með nýtt andlit.
Og þess vegna er nýtt Hrun óhjákvæmilegt.
Nema núna hrynja innviðir samfélagsins fyrst, heilbrigðiskerfið þegar hrunið.
Svo fjárhagur heimilanna.
Svo bankarnir.
Enda sagði enginn að röðin þyrfti alltaf að vera sú sama.
Aðeins niðurstaðan er sú sama.
Kveðja að austan.
Íslensku bankarnir íhaldssamir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já-bræðralagið jarmar í kór.
Af hverju er Már ennþá Seðlabankastjóri Bjarna Ben. og Sigmundar Davíðs?
Niðurstaðan alltaf sú sama:
Já-bræðralagið jarmar í kór.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 00:11
Hagfræðingar fá sína þekkingu beint frá spilltu fjármálakerfi. Er von á góðu frá þeim bænum. Ef eitthvað er, þá á að fara andstætt þeirra ráðleggingum.
Að hagfræðingar skuli ekki, allir með tölu segja okkur að þetta píramíta fjármálakerfi er stærðfræðilega ómögulegt er reyndar óhugnanlegt. Það er ekki mögulegt að þeir viti það ekki. En því miður vilja þeir ekki fórna starfinu sínu.
Ætli þeir hafi samviskubit?
Benni (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 01:27
Blessaður þú sem í djúpinu dvelur.
Orð lýsa vilja, athafnir sanna þann vilja.
Af hverju spyrðu, og það má bæta við þá spurningu, af hverju þessi skuldsetti gjaldeyrisvarasjóður???
Af hverju er grafið undan samfélaginu með þessum óþarfa vaxtagreiðslum??
Svarið er mjög einfalt, svona er kerfið.
Og bræðralag hinna keyptu verndar þetta kerfi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2014 kl. 09:42
Blessaður Benni.
Hagfræðingur sem tjáir sig út frá launaávísun, er ekki hagfræðingur, hugsanlega fyrrverandi hagfræðingur, hafi hann einhvern tímann tjáð sig um hagfæði á forsendum fræða en ekki hagsmunum, en að öllum líkindum þá hefur hann alltaf verið málpípa, og hins meinta þekking hans utanbókarlærður frasi án þess að nokkur sjálfstæð hugsun hafi komið þar nærri.
Og allflestir íslenskir hagfræðingar falla undir þessa skilgreiningu, með heiðarlegum undantekningum þó.
Þar er fremst Liljan okkar sem skaut rótum sínum á ný á erlendri grund.
En ég er kannski ekki hlutlaus í því mati, en það má nefna fleiri undantekningar;
Gunnar Tómasson, Ólafur Margeirsson, Friðrik Jónsson.
Ólíkir, en tjá sig úr frá þekkingu og fræðum, en ekki samtryggingu launa og þjónkunar.
ICEsave hagfræðingarnir eru síðan annar kapítuli, fyrirlitlegir, aumkunarverðir, þjónar siðblinds peningavalds sem engu eirir, ekki ef það er mannlegt og siðlegt, fólk, samfélög fólks er bráð þess, og keyptir þjónar vinna skítverkin.
Þessir menn fæddust án samvisku.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2014 kl. 09:51
Sæll Ómar.
Já það eru alltaf einhverjir örfáir sem skera sig úr. Við sjáum hins vegar hvernig ástandið er í hnotskurn, ef við skoðum baráttu Lilju Mósesdóttur. Hún synti ein innan um hákarla og átti sér ekki viðreisnar von.
Það er því miður engin von til að þetta kerfi verði brotið á bak aftur. Kennedi sýndi tilburði, og sjáðu hvernig fór fyrir honum.
Benni (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 13:36
Já, Lilja var heppin að byssukúla var úrelt þegar peningavaldið gróf undan henni.
En ég tek undir orð þín um að ekkert ógnar þessu kerfi í dag. Ég hef frá fyrsta degi verið bjartsýnn á breytingar, en þegar maður sá hvernig vogunarsjóðir náðu að yfirtaka umræðuna eftir að ríkisstjórnin hótaði bankaskatti, þá sér maður að það er lítil innistæða fyrir slíkri bjartsýni.
En ég hélt þó út í 5 ár, að vera bjartsýnn.
Og kosturinn við að vera laus við bjartsýnina er að núna getur maður gert stólpagrín að ástandinu án þess að eiga á hættu að móðga einhvern baráttujaxlinn.
Þeir hafa ekki lifað af heimsókn til tannlæknisins, nema Sigurður Haraldsson, hann er ódrepandi.
Já, og Villi Ekki fjárfestir, hann er óbugaður.
En veit ekki með Villa verkalýðsforingja, hann virðist ekki rata til byggða af Skaganum.
Samt veit ég þó eitt, sem má lesa um í mörgum góðum bókum, að baráttan hefst fyrst þegar vonin deyr. Því þá er ekkert eftir.
Nema Trúin, og þá mega fjendur mennskunnar fyrst fara að vara sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2014 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.