13.12.2013 | 09:00
Lygin dæmd sek.
Þó miklu væri til kostað.
Eftir stendur með alla hina sem lugu.
Sem sögðu þjóðinni að allt væri í lagi, jafnvel nokkrum dögum fyrir Hrun.
Þeir sleppa, þeir halda völdum sínum á einn eða annan hátt.
Og ekki eru þeir dregnir til ábyrgðar sem komu á þessu kerfi sjálftöku og græðgi.
Þeir sleppa og eru ennþá að.
Ennþá að herða tökin á samfélaginu, sívinnandi gegn þjóðinni.
Sum ræningjatæki þeirra hafa verið dæmd ólögleg, en samkvæmt kenningunni, að byssan hleður sig sjálf og því ber ekki sá ábyrgð sem miðar, að þá er ekki talið ástæða til að rétta yfir og dæma þá sem rændu.
Þúsundir landa okkar hafa verið sviptir húsnæði sínu vegna ólöglegra hækkana lána, og svar réttarkerfisins er að dæma þjófa gærdagsins.
Það er gott og gilt að menn sæti ábyrgð, en það er ekki gott og gilt að sekir geti handvalið úr sínum hópi þá sem á að dæma, þá sem mega missa sín, þá sem er fórnað til að friðþægja lýðinn.
Rán er alltaf rán, og það er ekki til alvarlegri glæpur en að gera þjóð sína að féþúfu fjármagnsræningja.
Þeir ganga lausir sem það gerðu, og á meðan svo er þá er Ísland ekki réttarríki.
Lygin er sek á meðan hún þjónar þeim tilgangi að hafa fé af öðru fólki.
Að hafa fé af almenningi, hafa fé af almannasjóðum.
Meðlimir glæpaklíkunnar skuldsettu ríkissjóð um hundruð milljarða vegna þess sem þeir kölluðu, "endurfjármögnun fjármálakerfisins", og árlega greiðir þjóðin tugi milljarða í vexti af hinni tilbúnu skuld.
Fjármunir sem eru teknir úr heilbrigðiskerfinu, úr bótasjóðum almannatrygginganna, úr skólakerfinu, úr grósku nýsköpunar og rannsókna, frá mér og frá þér, og frá öllum hinum.
Því er logið að þjóðinni að hún skuldi þessa peninga, og þess vegna þurfi að skera niður.
Glæpaklíkan setur svo á svið leiksýningu við Austurvöll, þar sem sumir eru með, og aðrir á móti, það er deilt, og það er skammast, en passað vel uppá að enginn leikaranna minnist á sjálft ránið.
Hina tilbúnu skuld.
Hvað þá að minnst sé á að núna þurfi að bæta í, blása til sóknar, leggja undir sig nýja öld, gera hana að öld framfara og uppbyggingar.
Því þá er ekki logið, þá er sagt satt. Eitthvað sem þjónar ekki hagsmunum glæpaklíkunnar.
Lygi var samt dæmd sek í gær.
Fordæmi sem gæti leitt til þess að sjálf lygin yrði dæmd sek í næstu réttarhöldum.
Lygin í þágu ICEsave fjárkúgunar breta, lygin í þágu vogunarsjóðanna, lygin gegn heimilum landsins, lygin sem er að eyða innviðum samfélagsins.
Því allt á sitt upphaf.
Líka réttlæti á tímum sjálftöku og græðgi.
Og hin sístelandi glæpaklíka gæi yfirfyllt réttarsali, ekki til að bera út fólk og fénað, heldur til að svara til saka, og dæmast samkvæmt lögum siðaðra samfélaga sem líða ekki lygi í ábataskyni.
Hvað þá þjófnað á heilu samfélagi.
Hver veit hvað gerist þegar snjóboltinn byrjar að rúlla?
Kveðja að austan.
Greiða verjendum tugi milljóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 8
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 1660
- Frá upphafi: 1412774
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1479
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið sammála þessu vinur minn og vel það,kveðja að sunnan!!!
Haraldur Haraldsson, 13.12.2013 kl. 11:09
Takk fyrir það Haraldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.12.2013 kl. 12:06
Mér fannst alltaf blasa við að þeir væru sekir og sem betur fer áttuðu dómarar sig á því. Spurning hvort dómarar í hæstarétti fatti það líka. Trúi því þegar ég sé það.
Hins vegar finnst manni skrýtið hve mikið þessir lögmenn rukka. Væri ekki eðlilegt að lögmenn fengju laun í samræmi við árangur?
Samt vekur þetta líka spurningar. Ung kona var keyrð niður af drukknum ökumanni við Akranes fyrir um hálfu ári og þar er farið fram á 12-18 mánaða fangelsi. Segjum að viðkomandi verði fundin sek og fá 15 mánuði (mitt á milli 12 og 18). Manneskja sem verður valdur að láti annarrar manneskju vegna gáleysislegrar hegðunar fær snöggtum mildari dóm en þessir höfðingjar? Hér er refsiramminn nánast fullnýttur en í máli ungu konunnar vantar mikið upp á það.
Maður á oft á tíðum mjög erfitt með að bera virðingu fyrir réttarkerfinu :-( Sem er afskaplega slæmt :-(
Kannski fatta ég þetta bara ekki? Leiðrétti mig einhver ef betur veit!!
Konni (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 13:34
Blessaður Konni.
Það er margt furðulegt í réttarkerfi okkar, og það hefur tilhneigingu að líta framhjá brotum valdstéttarinnar.
En svo sem ekki öðruvísi hjá okkur en í öðrum löndum.
En réttarkerfið stóðst þessa prófraun, lét ekki moðreyk vel borgaða lögfræðinga villa sér sýn.
Spurningin er hins vegar, af hverju er ekki lögsótt fyrir aðra glæpi, til dæmis innheimta ólöglegra lána??
Eða beinan stuðning við fjárkúgun gagnvart þjóðinni, er það eitthvað minni glæpur að fjárkúga þjóð en að fjárkúga einstaklinga??
Hins vegar með það dæmi sem þú nefnir um viðurlög við ölvunarakstri, vil ég ekki tjá mig um.
Hér fjalla ég bara um þjóðfélagsmál, ekki svona einstök mál.
Það er svo margt í þessu, mörg sjónarhorn.
Þung refsing er ekki alltaf leiðin þegar hinum almenna borgara verður á.
Og það held ég að réttarkerfið meti hverju sinni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.12.2013 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.