6.12.2013 | 16:33
Annað skref í rétta átt.
Lokaskrefið er réttlæti.
Réttlæti öllum til handa.
Aðeins þannig axla íslenskir stjórnmálamen ábyrgð á sínum þætti í Hruninu, og eftirmálum þess.
Þeir eru sekari en syndin, útrásin var í þeirra umboði, með þeirra velþóknun.
Yfirbót þeirra er því réttlæti fjöldans.
Að fresta nauðungarsölum er risaskref, er viðurkenning að eitthvað sé hægt að gera, og það sé vilji til þess.
Næsta skrefið, lokaskrefið er að gera rétt.
Stöðva Útburðinn í eitt skipti fyrir allt. Það er gert með því að boða fjármálafyrirtæki á fundi, og ræða sameiginlega hagsmuni, hagsmuni þjóðarinnar sem um leið eru hagsmunir þeirra fyrirtækja sem starfa á íslenskum fjármálamarkaði.
Fjármálafyrirtækin hafa hag af því að hámarka endurheimtur, þjóðin hefur hag af því að fólk í fjárhagsneyð sé ekki svipt heimilum sínum, hina helga athvarfi fjölskyldunnar.
Lausnin er að útbúa aðgerðaráætlun þar sem greiðslubyrði lána miðast við greiðslugetu, og restin er síðan á ábyrgð fjármálafyrirtækja, og endurgreiðslusjóðs sem fær tekjur af þrotabúum gömlu bankanna.
Aðeins þannig er hægt að réttlæta aðstoðina við fólkið sem stendur í skilum, að hinir sem neyðin hefur heimsótt, fái sömu aðstoð.
Það eru ekki miklar fjárhæðir sem uppá vantar, mun minni en viljinn sem þarf til að breyta rétt.
Lausnin á neyðinni er því spurning um vilja, ekki fjármuni.
Og þann vilja eiga stjórnmálamenn okkar að gefa þjóðinni í jólagjöf.
Bestu jólagjöf sem nokkur þjóð getur fengið.
Frið og góða samvisku.
Alþingi á að stíga þetta skref.
Strax, það er ekki eftir neinu að bíða.
Það eru aðeins þrjár vikur til jóla.
Þegar fjármunir eru til staðar, þá er viljinn aðeins mannanna verk.
Og þegar Útburðurinn er annars vegar.
Þá er slíkt verk, Kærleiksverk.
Sem gefur og yljar, öllum til góðs.
Þingmönnum, bankamönnum, öllum mönnum.
Slík er gæfa kærleikans.
Kveðja að austan.
Nauðungarsölum frestað í hálft ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1225
- Frá upphafi: 1412779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1084
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að geta tekið eina ávirðingu út fyrir sviga.
Þetta er einfaldlega pólitískt óumflýjanleg hrókun í stöðunni.
En gálgafrestur eigu að síður. Gammarnir voma yfir, sbr:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/06/fa_adstod_vid_ad_fara_i_gjaldthrot/
Skilvirkasta og rökréttasta skrefið væri að taka innsogið af vítisvélinni. Til þess þarf manndóm og kjark.
Það myndi leysa kjarasamninga úr pattstöðu og myndi gefa hagkerfinu gott start.
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 17:02
Blessaður Þjóðólfur.
Þetta ef því aðeins liður í pólitískri skák, ef andófið teflir með.
Beri mönnum hins vegar gæfu til að sameinast um hina einu sönnu jólagjöf, afnám Útburðarins, þá er engin leikur í stöðunni fyrir hina ísköldu, ekki einu sinni undanhald samkvæmt áætlun.
Sumt er svo einfalt, að það er ótrúlegt að það skuli vera fólki hulið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2013 kl. 18:59
Væri ekki einfaldara, frekar en bíta eins og hundur í skottið á sér áratug eftir áratug, að taka vítisvélina úr sambandi? Já, já vextir munu þurfa að hækka. En þeim er hægt að stjórna. En þá þarf bara að lengja þyrfti lánstíma eins og gerist t.d. á Norðurlöndunum. Það er hlegið að okkur út í hinum þróaða heimi. Viðvarandi verðbólga eftir 5 ára kreppu! Þessi skollaleikur er þjóðarskömm!
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast
NKL (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 14:53
Blessaður NKL.
Það liggur í eðli vítisvéla, að ef þær eru ekki teknar úr sambandi, þá senda þær sitt nánasta umhverfi beint til vítis.
Þess vegna heita þær jú vítisvélar.
En ábending þín snýst að stjórnun efnahagsmála, en ég er að fjalla um hvernig siðuð þjóð hagar sér.
Hún kemur fólki í neyð til aðstoðar.
Sem við Íslendingar gerum ekki.
Erum ósiðuð og eigum um margt erfiðleika okkar skilið.
Sá sem vill réttlæti sér til handa, berst fyrir réttlæti náungans, aðeins þannig næst réttlát skipan mála.
Eitthvað sem fólk fattar ekki, situr því ennþá í skítnum þó 5 ár eru liðin frá Hruni.
Klórandi sér í hausnum, vælandi og skælandi.
Dagurinn sem annar hver bloggari skrifar svona pistla, um stöðvun Útburðarins í eitt skipti fyrir allt, og hver pistill fær hundruð læka, þá blasir framtíðinni við þjóð okkar.
Núna, núna á hún náð sína undir flokki fjármagnseiganda.
Og það er drepfyndið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.12.2013 kl. 17:45
Nú kann ég vel við vin minn að Austan,ekki bar að tugta til minn flokk bara einnig hina vinstri menn sem eru í gyrnum til að rífa allt niður sem gert er hvert það er rett eður ey,kær kveðja að sunnan!!!Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 9.12.2013 kl. 21:09
Blessaður Haraldur.
Ég var nú eiginlega bara að boða réttlæti í þessum pistli mínum.
Eitthvað sem ég held að innst inni séu menn allra flokka sammála um.
Og þess vegna er það spurning um framkvæmd, að koma hlutunum í verk.
Eiginlega nenni ég ekki að skrifa um annað á þessum tíma banaspjótanna þegar vinstri menn fara hamförum gegn núverandi ríkisstjórn fyrir að framkvæma sömu helstefnu gegn þjóðinni og þeir gerðu sjálfir þegar þeir voru í stjórn.
En enginn ræðst á stefnuna sjálfa, hún helsjúku siðblindu frjálshyggjunnar, að eyða fólki og samfélögum í þágu fjármagns.
Nú þyrftum við virkilega á því að halda Haraldur að gömlu mennirnir risu uppúr gröfum sínum, og tæki yfir Alþingi.
Þeir þekktu Útburðinn, þeir ólust upp við hann.
Og öll þeirra stjórnmálaþátttaka miðaðist að því að stöðva hann, að útrýma fátækt og örbirgð, byggja upp gott samfélag á traustum stoðum velferðar.
Þeir deildu um aðferðir, ekki markmiðin.
Það er af sem áður var, en það sem var, er samt enn til staðar.
Og núna þarf að ákalla hið góða í samfélaginu, það góða í fólki og fá það til að sameinast um réttlæti öllum til handa.
Slíkt ákall virkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.12.2013 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.