30.11.2013 | 19:20
Eitt skref getur verið risaskref.
Það sagði allavega Neil Armstrong þegar hann steig fyrsta skrefið sem stigið var á tunglinu.
Og ég skal játa, ríkisstjórnin kom mér á óvart, hún steig eitt slíkt skref.
Hún steig skref Framsóknarflokksins, steig skref skynsemi og framfara.
Ekki verður séð að þetta angri ríkissjóð og fólk fær á vissan hátt sanngjarna leiðréttingu.
Hvort hún dugi er annað mál, hún hjálpar allavega mörgum, og hún er stórt skref fyrir alla.
Hún er líka risaskref til að takast á við efnahagsvanda þjóðarinnar, og gefur fyrirheit um föst tök gagnvart krónueigendum og vogunarsjóðum.
Eiginlega stóðst ríkisstjórnin prófraunina. Hún gerði rétt í þröngri stöðu.
Líklegast var stóra skrefið sem fór alla leið, skiptigengisleið Lilju Mósesdóttur of stórt skref fyrir hefðbundinn hugsunarhátt, og við megum ekki gleyma því að hefðbundnir flokkar skipa ríkisstjórn Íslands, en ég tel að þetta sé fyrsta skrefið í þeirri vegferð.
Vegna þess að önnur leið er ekki fær, ef menn ætla að komast alla leið.
Að velsæld og velferð.
Og hagsæld.
Ég ætla ekki að tuða um frjálshyggjuna í dag sem er að rústa innviðum samfélagsins.
Vona aðeins að vitið sem sýnt var í dag, sé leiðarljós sem muni hrekja þá skepnu aftur inní sín myrku skúmaskot.
Ég ætla ekki heldur að ræða kröfuna um réttlæti handa öllum fórnarlömbum Hrunsins, hún lifir og mun fá aukinn styrk með þessu risaskrefi í dag.
Ég ætla ekki heldur að ræða um hið óhjákvæmilega, að verðtryggingin sé tekin úr sambandi á meðan jafnvægi næst efnahagslífinu, það verður gert þegar menn horfast í augun á vandanum eina, öllum froðukrónunum sem hóta þjóðinni efnahagslegri stöðnun næstu áratugina.
Ég veit líka að hún er komin á sína endastöð, skrefið í dag sannar það.
Ég ætla aðeins að njóta dagsins.
Samfagna þeim sem fá leiðréttingu, vona líka að einhverjar krónur komi til okkar smáfuglana.
Samfagna réttlætinu, því þetta er réttlát ákvörðun.
Og samfagna þjóðinni.
Við unnum sigur.
Þó við höfum ekki unnið stríðið, þá unnum við stóran sigur í dag.
Njótum hans.
Brosum.
Og hafi þeir þökk fyrir sem höfðu kjark til að breyta rétt.
Kveðja að austan.
Greiðslubyrði lána lækkar strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Frjálshyggjan að rústa innviðum samfélagsins? Hvernig færðu það út?
Hrunið skrifast að öllu leyti á opinbera aðila.
Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 20:02
@Helgi. Í sinni einföldustu mynd má segja að hrunið hafi orðið vegna þess að íslensk fjármálafyrirtækju tóku lán í útlöndum sem þau gátu ekki endurgreitt. Það er hæpið að skrifa það að öllu leyti á opinbera aðila því einn af möguleikunum sem þessi fyrirtæki höfðu var að taka einfaldlega ekki þessi lán.
Að skattleggja fjármálafyrirtæki og nota ca. 3/4 af upphæðinni til þess að færa niður lánasafn ÍBLS, eins og tillögur dagsins í raun fela í sér, er að öllu leyti jákvætt í mínum huga. Við getum svo rifist um hvort að upphæðirnar hefðu átt að vera hærri eða lægri en ég styð alla viðleitni í þá átt að beyta fjármálastofnanir hörku.
Benedikt Helgason, 30.11.2013 kl. 20:25
Helgi, frjálshyggja hafði mikil áhrif á opinbera aðila. Spurðu bara Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hér er brot úr viðtali við hann í The Reykjavík Gravevine.
You have also worked with the Independence Party for a long time. You’ve often been referred to as the party ideologue.
You could say that I had a lot of opportunities to implement my ideas
and ideologies in the years 1991-2004, when Davíð Oddson was Prime
Minister, because we are good friends and collaborators. I will gladly
acknowledge that I supported a lot of the changes that were made in our
economic system during that time: We increased freedom of trade and of
the individual, lowered taxes, opened up the economy, privatised and
deregulated. I think it was a great success. When we left the scene in
2004, Iceland was one of the richest and most free nations in the
world.
So you were in a position to influence state policy and implement
your ideologies because you are a friend and accomplice with the former
Prime Minister?
It’s a bit more complicated than that. What happened here in Iceland
was that we had for long lived under a closed economy and were stagnant
in many areas. Eventually a new generation became influential around
and after 1990, and I was part of that generation. I wrote books and
translated books by great free-market thinkers, such as Milton Friedman
and Friedrich A. Hayek. It all amounted to something, and in 1991 a new
government started implementing a lot of what I had fought for in my
youth.
Wilhelm Emilsson, 30.11.2013 kl. 20:49
@2:
Já, það er rétt hjá þér. Í sinni einföldustu mynd. Af hverju ættu bankarnir ekki að taka lán erlendis til að lána svo aftur hér? Slíkt hefur auðvitað mjög góð áhrif á þeirra afkomu.
Hefur þú ekkert hugleitt hvaðan allir peningarnir sem bankarnir fengu lánaða komu? Bankarnir fengu peninga lánaða frá erlendum bönkum eins og þú sennilega veist. Hvaðan fengu erlendu bankarnir sitt fé? Ekki reyna að segja með innlánum þegar vextir voru lágir.
Slóðin endar öll á einum stað. Hvar?
Ég er fylgjandi einhvers konar leiðréttingu þó verra sé að hið opinbera sé að flækjast fyrir - sennilega er ekki hjá því komist eins og staðan er í dag.
Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 20:50
Takk, fyrir þessu fallegu og björtu skrif!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.11.2013 kl. 20:59
Kommarnir, sem alldrei gerðu neitt fyrir neinn munu auðvitað nöldra, en nú er komið í ljós að Simmi Grimmi er grimmur er hann ræðst á fjármálafyrirtækinen sýnir svo mildu hliðina og færir ránsfenginn aftur til fólksins. Hrói Höttur!
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:27
@3:
Ég sem frjálshyggjumaður vil leggja niður Seðlabanka Íslands sem og aðra seðlabanka. Seðlabankar eru valdir að gífurlegum skaða í efnahagslífi víða um heim og bera ábyrgð á því að ríkisstjórnir stela peningum af þegnum sínum í gegnum lágvaxtastefnu og peningaprentun. Það á bara eftir að versna.
Hvaða einstaklingar eru svo merkilegir með sig (dómgreindarlausir) að þeir telja sig vita hvað peningar eigi að kosta? Svona lagað var reynt á fleiri sviðum í Sovétríkjunum sálugu og tókst auðvitað ekki.
Hannes Hólmsteinn er einn þeirra sem vita mikið en skilja ekki neitt. Ef hann væri eiginlegur frjálshyggjumaður hefði hann aldrei tekið sæti í bankaráði SÍ og tekið þátt í að miðstýra efnahagslífinu. Ég ætla ekki að staðsetja hann í stjórnmálalandslaginu en frjálshyggjumaður er hann ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki frjálshyggjuflokkur eins og sést skýrt á stefnu hans.
Hannes hefur samt beitt sér fyrir mörgum góðum málum eins og skattalækkuninni á fyrirtæki hérlendis úr 45% árið 1991 í 18% árið 2001 sem ég held að megi að einhverju leyti skrifa á hans reikning. Mér skilst sömuleiðis að hann hafi pakkað mörgum vinstri manninum saman í rökræðum sem er auðvitað hið besta mál. Hannes virðist samt ekki skilja skaðsemi seðlabanka og ekki sá hann hrunið fyrir eftir því sem ég best veit. Ég held að Hannes sé prýðilegasti maður sem gert hefur þjóð sinni talsvert gagn.
Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:32
Staðreyndir:
1. Stór hluti heimila er í alvarlegum vanskilum.
2. Vítisvélin ("verðtryggingin") verður á fullu innsogi.
3. Uppboð halda áfram (sjá Fréttablaðið sl.! MET!)
4. Hrun heimila hefst strax eftir áramót - NEMA 3. og 4. verði afnumin!
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:53
Les: Nema inngrip komi strax í 2. og 3.!
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:54
Blessaður Helgi.
Er nokkur munur á kúk og kúk??, það voru frjálshyggjumenn sem stjórnuðu.
Það var enginn að halda því fram að þeir hafi kyrjað seið yfir nornakatli, þó þeir gætu svo sem alveg hafa gert það, þeim er trúandi til alls.
En lát huggast, þeir fá ekki annað tækifæri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:05
Blessaður Benedikt, þær deilur koma, og munu koma.
Og eiga að koma.
Því þetta er aðeins skref, þó stórt sé.
En þetta er ekki endapunktur eins eða neins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:08
Takk fyrir fræðslu þína Wilhelm.
Helgi er námfús þó honum hætti til að spyrja aftur og aftur sömu spurninganna.
En hann spyr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:10
Takk fyrir það Rakel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:12
Blessaður Rafn.
Ég játa að ég átti ekki von á þessari útfærslu og mér finnst hún tær snilld.
Algjört aukaatriði hvort hún gangi upp.
Það eru til leiðir sem ganga upp, og þá verða þær bara farnar.
Spái að Lilja verði kölluð heim innan tíðar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:13
Allt rétt Þjóðólfur.
Allt rétt.
Og þú þekkir vel mína afstöðu til þessara mála.
Það er ekki val að klára ekki dæmið, að fara ekki alla leið.
En það er erfiðast að rjúfa múrvegginn, og ef fyrir innan er vatn vonar og réttlætis, þá mun ekkert standast þann straum.
Gatið á múr tregðunnar var rofið í dag, það sem átti ekki að vera hægt, var hægt.
Eiginlega fékk Framsókn miklu meira í gegn en fylgi flokksins gaf tilefni til.
Og hann fékk nógu mikið í gegn til að héðan af fær ekkert stöðvað kröfuna um réttlæti öllum til handa.
Ég hef orðað þessa kröfu, ætla ekki að gera það aftur hér í kvöld, og ekki heldur á morgun eða hinn.
Núna þurfa þeir að stíga fram sem réttar eiga að njóta.
Geri þeir það ekki, þá er þeim einfaldlega ekki viðbjargandi.
Og þá fæ ég því ekki breytt.
Ég á aðeins meitil sem nýtist við að gera far í vegg, múrveggi nánar til tekið.
Mínu hlutverki er lokið í bili.
Núna brosi ég bara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:22
@10:
Mér finnst nokkuð merkilegt að þroskaður maður eins og þú skulir ekki enn kunna að fara rétt með hugtök. Það er frekar glatað að slá um sig með hugtök sem menn skilja ekki en það kemst alltaf upp.
Það sem þú ert að reyna að klína á frjálshyggjuna er í reynd verk jafnaðarmanna. Nánast allir flokkar hérlendis eru jafnaðarmannaflokkar. Þú ætlar greinilega aldrei að kynna þér hvað hugtakið frjálshyggja þýðir. Hvers vegna? Nennir þú því ekki? Viltu það ekki? Þú gerir þér sjálfsagt grein fyrir því, með- eða ómeðvitað, að þá þarftu að endurmeta allan þinn málflutning.
Frjálshyggjumaður er einstaklingur sem vill lágmarka völd hins opinbera en hámarka frelsi einstaklinga.
Þessi skilgreining er sjálfsagt ekki fullkomin frekar en margar aðrar skilgreiningar en hún fer nokkuð nærri lagi. Ekki gleyma henni og hættu svo að kenna frjálshyggjunni um eitthvað sem er ekki henni að kenna. Þú gætir allt eins þakkað samfylkingunni það að við losuðum okkur við Icesave. Þú kannski vilt það enda vanur að snúa öllu á hvolf ef það hentar þér.
Frjálshyggjumenn hafa aldrei verið við völd hérlendis :-( Það sjáum við á stærð hins opinbera.
Helgi (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 12:53
Jæja Helgi, núna vilt þú kalla þá stjórnmálamenn sem kenna sig við frjálshyggju, jafnaðarmenn, í gær var það fasistar.
Þú um það, ég var hrifnari af hinu orðinu, en þú mátt svo sem alveg kalla þá jafnaðarmenn mína vegna.
Þú áttar þig vonandi á því að þessir stjórnmálamenn skilgreina sjálfa sig sem einstaklinga sem vilja lágmarka völd hins opinbera en hámarka frelsi einstaklinga.
Þess vegna eru þeir jú frjálshyggjumenn.
En raunveruleikinn er harður húsbóndi, núna fá þeir nafngiftina jafnaðarmenn, af manni sem hefur aldrei þurft að glíma við raunveruleikann, að breyta einu kerfi í annað.
Sem segir aðeins eitt, launin eru vanþakklæti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.12.2013 kl. 19:17
@17: Það er ekki málefnalegt leggja mér orð í munn! Það segir samt ansi margt um þinn málflutning :-)
Sömuleiðis er skrýtið að þú skulir ekki skilja þessa einföldu skilgreiningu á frjálshyggju sem ég bar á borð fyrir þig -skilgreiningu sem þú áttir auðvitað fyrir löngu að hafa nálgast sjálfur. Það er nokkuð pínlegt þegar menn slá um sig með hugtökum sem þeir ekki skilja. Ætli þú vitir nokkuð hvað fasismi er frekar en frjálshyggja?
Enn þvælist skilningsleysi þitt á hugtökum fyrir þér. Það skiptir afskaplega litlu máli hvað menn kalla sig, það sem þeir gera skiptir máli.
Þú skellir frjálshyggjustimplinum á hina og þessa eftir því sem þér hentar. Þú reynir stöðugt að láta veruleikann ríma við þinn heim í stað þess að hafa þetta öfugt. Þess vegna grípur þú auðvitað svona oft til þess að skipta um umræðuefni og leggja fólki orð í munn.
Helgi (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 16:52
Helgi, ég legg þér aðeins þín orð í munn, það eina sem ég geri tengi þau við raunveruleikann.
Stjórnmálamenn, sem k e n n a sig við frjálshyggju, svo ég prófi að stafa þetta ofaní þig, og stjórna, þeir eru frjálshyggjumenn, og það sem þeir gera er, frjálshyggja.
Það voru ekki jafnaðarmenn, það voru ekki íhaldsmenn, það voru ekki einu sinni fasistar sem eyðilögðu samfélög Vesturlanda, heldur frjálshyggjumenn.
En reyndar vantar aðeins uppá skilgreininguna, stjórnmálamenn, sem þykjast vera eitthvað annað en þeir eru, segjast til dæmis vera jafnaðarmenn, en brjóta niður velferðarþjóðfélög Vesturlanda í anda frjálshyggjunnar, þeir eru líka frjálshyggjumenn.
Það eru gjörðir þeirra sem dæma þá.
Ég reyndi að útskýra þetta fyrir þér Helgi með því að benda þér á samsvaranir við kommúnismann, af hverju lönd, sem ættu í raun ekkert skylt við kommúnisma, væru kölluð kommúnistalönd. Og af hverju þeir sem kölluðu sig kommúnista heim í stofu, gætu ekki komist upp með því að afneita verkum kommúnista, með því einu að benda á að þeir hefðu ekki komið kommúnisma á.
Það er ekki hægt að koma á kommúnisma, það er ekki hægt að koma á frjálshyggju, því það er ekki hægt að leggja niður ríkisvaldið.
En í viðleitni til þess er hægt að stórskaða samfélög, og það er sá skaði sem menn sleppa ekki við að verða dæmdir fyrir.
Þú áttaðir þig á því að kommúnismi væri ferli úr einu ástandi, yfir í annað, en lemur hausnum stanslaust við stein þegar ég bendi þér á samsvörunina við frjálshyggjuna. Heldur þig við eins og biluð plata að fyrst að viðkomandi stjórnmálamenn sem kenna sig við frjálshyggju, að þeir geti ekki verið frjálshyggjumenn, því þeir stjórna í löndum með öflugt ríkisvald, og ríkisútgjöld, og hafi ekki getað afnumið það kerfi einn, tveir og þrír.
Þú átt aðeins eitt stig afneitunarinnar eftir, og það er það sem kennt er við Kambódíu, þar átti að taka umbreytingarferlið í einu stökki, þess vegna var allt borgarlegt samfélag lagt í rúst á nokkrum dögum, eftir að þarlendir hreintrúaðir kommúnistar náðu völdum.
Eftir það hefur ekki nokkur óbrenglaður maður kennt sig við kommúnista.
Ég vona að það sama gildi ekki um þig Helgi að vilja samsvarandi stórt stökk fyrir frjálshyggjuna. Að ríkisvaldinu sé eytt einn tveir og þrír.
Ég hef lesið lýsingar þínar á því hvað þarf að gera, en hvernig dettur þér í hug að stjórnmálamenn í lýðræðislegu þjóðfélagi, hafi vald og styrk til að framkvæma slíkt án mótstöðu almennings??
Kommúnistarnir í Kambódíu gerðu sér þó grein fyrir því að þeir þurftu að beita áður óþekktu ofbeldi sem tæki fram því sem heimurinn hafði áður séð hjá fyrrum grimmdarseggjum kommúnismans.
Hvað vilt þú??
Hvernig á að koma á þínu draumþjóðfélagi gegn vilja fjöldans??
Hvað eiga stjórnmálamennirnir sem kenna sig við frjálshyggju vegna þess að þeir eru "einstaklingar sem vilja lágmarka völd hins opinbera en hámarka frelsi einstaklinga.", að gera þegar þeir ná völdum???
Svo þú hættir að afneita þeim þegar afleiðingar gjörða þeirra koma í ljós.
Var Thatcher ekki frjálshyggjumanneskja???
Var hún bara að blöffa???
Ef svo er, hvaða stjórnmálamenn raunveruleikans eru frjálshyggjumenn sem þú sættir þig við, fyrst að skilgreining þín um að "einstaklingur sem vill lágmarka völd hins opinbera en hámarka frelsi einstaklinga" sé ekki frjálshyggjumaður heldur eitthvað allt annað, hverjir eru það þá svo ég geti hætt að láta þér orð í munn.
Komdu með þá.
Skilgreindu þá og útskýrðu fyrir mér hver er munurinn á þeim og hinum.
Hinum sem þykjast vera frjálshyggjumenn en eru það ekki, sjálfsagt þykjast þeir það til að koma óorði á hina einu sönnu.
Og segðu mér svo hvað þeir eiga að gera, og hvernig þeir eiga að gera það gegn vilja fjöldans.
Ef þú treystir þér ekki til þess Helgi, þá held ég mig við hina viðteknu skilgreiningu, að kenna eitthvað við það sem það segist vera.
Þinn munnur er frjáls núna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.12.2013 kl. 18:08
@19:
Þetta hljómar svolítið eins og allir sem gera eitthvað sem er vont í stjórnmálum að þínu mati séu frjálshyggjumenn.
Thatcher var í Íhaldsflokknum og því ekki frjálshyggjumanneskja. Frjálshyggjumaður hefði án efa gengið mun lengra.
Þó ég sé frjálshyggjumaður er ég ekki stjórnleysingi þó ég viti til þess að sumir frjálshyggjumenn vilji leggja ríkisvaldið niður, það vil ég hins vegar ekki.
Mínu draumaþjóðfélagi verður ekki komið á gegn vilja fjöldans enda vil ég það ekki. Það þarf hins vegar að benda fólki á kosti frjálshyggjunnar og galla þeirrar stefnu sem er á beinni leið með okkur í næstu kreppu eftir að hafa komið okkar í síðustu kreppu.
Þú áttar þig á því um hvað ég er að tala þegar næsta kreppa skellur á en þá muntu að sjálfsögðu kenna frjálshyggjunni um :-)
Helgi (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 04:53
Helgi, frjálshyggjan er ill, hún meiðir fólk og samfélög, hún er aðför að sjálfri siðmenningunni. En nei, það er ekki sjálfkrafa tengin milli vonsku og frjálshyggju, aðrir ismar sem hefja sig yfir manninn og samfélög hans, telja sig hafa vald guðs hér á jörðu til að deila og drottna, hafa líka valdið fólki þjáningum og skaða í gegnum tíðina. Og við sitjum uppi með leifar af slíkum ismum í Norður Kóreu, og hluta til Kína.
En restin er frjálshyggjunnar, í dag já. Enda er aðför að siðmenningunni út frá hugmyndafræði andkristninnar ógn við sjálfa tilveru mannsins.
En þessi umræða okkar er komin á endastöð.
Þú afneitar meira að segja Thatcher, án þess að geta bent á annan stjórnmálamann í staðinn. Rökin að hún var í íhaldsflokknum og gekk ekki of langt. Með sökum rökum getur þú afneitað tímabili Lazzer faire á Bretlandseyjum á fyrri hluta 19. aldar, því þar voru íhaldsmenn að verki sem störfuðu eftir stjórnskipan þess tíma.
Með þessum rökum er alltaf hægt að afneita raunveruleikanum, og þannig til dæmis dagaði menntamannakommúnisminn uppi. Engin framkvæmd var nógu hrein, voðaverk kommúnismans var ekki á þeirra ábyrgð.
En fólk lét þá ekki komast upp með þetta þvaður, afneitun þeirra á raunveruleikanum, var um leið einangrun þeirra frá allri vitiborinni umræðu. Með óljósum hugmyndum um eitthvað drauma eitthvað, þá töldu þeir sig umkomna að gagnrýna ríkjandi kerfi, allar umbætur til að bæta kjör fólks og auka réttindi þess, voru ótækar því þær gengu ekki nógu langt. Og það sem meira er, þeir töldu sig þess umkomna að berjast gegn ríkjandi kerfi, og koma á nýju hefðu þeir til þess hið minnsta tækifæri.
Þú ert í þessari deild frjálshyggjunnar, og það er þitt val.
En ég bý í raunveruleikanum, samfélagið sem ól mig upp, fóstrar börnin mín í dag. Og fyrir mig skiptir það máli hvað stjórnmálamenn gera í raunveruleikanum.
Hvað þessir stjórnmálamenn sem eru "einstaklingar sem vilja lágmarka völd hins opinbera en hámarka frelsi einstaklinga" hafast að, hvað þeir gera til að ná fram þessum markmiðum sínum.
Og ég dæmi þá eftir afleiðingum gjörða þeirra, þeir eru ekki stikkfrí í mínum huga þó það sem þeir geri, "gangi ekki nógu langt", eða að í raunveruleikanum þurfa þeir að fara úr einu ástandi í annað.
Þeir eru ekki stikkfrí vegna þess að þeir neyðast til að starfa innan borgarlegs lýðræðis, og geta því ekki komið öllum hugmyndum sínum í framkvæmd einn tveir og þrír.
Stjórnmálamenn eru frjálshyggjumenn þegar þeir þeir kenna sig við frjálshyggju, og það eru verk þeirra, þegar þeir reyna að framkvæma stefnu sína, sem er kölluð frjálshyggja.
Þar með höfum við þetta á hreinu Helgi, þú kannast ekki við frjálshyggjumenn því enginn stjórnmálamaður hefur gengið nógu langt, ég kannast við þá, fjöldinn kannast við þá. Það dugar að horfa útum gluggann og sjá eldana sem brenna út allan hinn vestræna heim.
Það er verið að færa klukkuna 150 ár aftur í tímann, hvorki meira né minna.
Ráðast á velferð og velmegun, ýta undir auðsöfnun hinna örfáu.
Frjálshyggjan er frelsi hinna örfáu til að leggja fjöldann í ánauð.
Verkfærin kalla ég frjálshyggjumenn, hvort sem þeir kenna sig við hægri eða vinstri, telji sig sósíaldemókrata, miðjumenn eða frjálslynda.
Kalli þú það eitthvað annað, þá er það gott og vel. Þetta er frjáls heimur. En frelsið felst ekki í því, að þú hafir rétt til að heimfæra þína skoðun á aðra, og ætlast til þess að allir tali um frjálshyggjuna eins og þú.
Frelsi þitt felst í því að tala fyrir þína hönd um kosti og galla frjálshyggjunnar, ekki annarra.
Frelsi fylgir nefnilega ábyrgð Helgi, spáðu í það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2013 kl. 08:32
@21:
Enn byrjar þú: "Frjálshyggjan er frelsi hinna örfáu til að leggja fjöldann í ánauð". Þetta er sjálfsagt þín skilgreining á frjálshyggju en þú færð ekki marga til að taka undir þessa skilgreiningu þína. Frjálshyggjumenn vilja frjálsan markað og á frjálsum markaði leggur enginn einn eða neinn í ánauð. Bjagaður markaður er yfirleitt hinu opinbera að þakka í starfi við pilsfaldakapítalista.
Repúblikanar í USA er íhaldsmenn og margir þeirra eru afar ósáttir við frjálshyggjumenn. Íhaldsmenn og frjálshyggjumenn eiga ekki margt sameiginlegt (þó um það megi auðvitað deila). Skilgreiningin sem ég benti þér á varðandi frjálshyggju er auðvitað ekki tæmandi. Margir íhaldsmenn er á móti frelsi í félagslegum málum s.s. fóstureyðingum. Kynntu þér bara hugtökin sem þú ert að nota, það er auðveldast fyrir alla.
"Frjálshyggjan er aðför að sjálfri siðmenningunni". Það er ekki amalegt að heyra það frá manni sem áttar sig engan veginn á því út á hvað frjálshyggjan gengur. Svo er líka svo glæsilegt þegar menn fullyrða út í bláinn án þess að rökstyðja sitt mál. Er það ekki líka mjög málefnalegt?
Frjálshyggjan á ekki upp á pallborðið núna en það gæti vel breyst innan ekki svo margra ára þegar menn sjá hvað jafnaðarstefna og ríkisvæðingarstefna nútímans hefur í för með sér mikla eyðileggingu. Margir eru líka ósáttir við gengdarlausa skuldasöfnun hins opinbera, menn vilja ekki endalaust borga fyrir annarra manna óráðsíu.
Helgi (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 18:48
Blessaður Helgi.
Skilgreining þín á frelsi, og sá útgangspunktur að ríkisvald geri þig ófrjálsan, áttu sameiginlega með ýmsum öðrum hópum, eins og til dæmis kommúnistum og anarkistum.
Og þessum þremur stefnum er það sameiginlegt að þær telja að það þurfi að brjóta niður ríkisvaldið, aðgreining þeirra byggist á því hvernig þær ætla að framkvæma það niðurbrot.
Anarkistar vilja bara ráðast beint á allt kerfi, niðurbrot þeirra gera manninn frjálsan.
Kommúnistar nýta ríkisvaldið til að brjóta á bak aftur eignarrétt allra til þess að geta seinna meir komi á kommúnísku þjóðfélagi þar sem hinn vinnandi maður er frjáls, með ekkert yfirvald og á samskipti við aðra hópa gegnum kommúnur.
Frjálshyggjumenn nýta ríkisvaldið til að brjóta á bak aftur velferðarkerfið, afnema öll félagsleg réttindi, vængstífa öll samtök einstaklingsins gagnvart atvinnurekendum, og tryggja þannig ráðandi stöðu hinna sterku gegn hinum veiku, gegn fjöldanum.
Allt er réttlæt með frelsiskröfunni.
Fáránleikinn í þessu er að reglufesta ríkisvaldsins er forsenda frelsis einstaklingsins, það er hún sem ver hann gegn ofríki hinna sterku, og það er hún sem tryggir frið og stöðugleika. Einstaklingurinn er alltaf fórnarlamb hinna stöðugu átaka og valdabaráttu hinna stóru.
Og þegar forsendan er eyðilögð í nafni frelsis, þá er niðurstaðan ófrelsi.
Þess vegna er frjálslyndur maður ekki frjálshyggjumaður Helgi, frelsiskrafan réttlætir ekki frjálshyggjuna.
Og ekki kommúnismann, og ekki anarkisminn.
Það er framkvæmdin, ekki orðin sem dæma stefnur.
Og á þinn hátt hefur þú fellt dóm yfir frjálshyggjunni, því þú treystir þér ekki til nefna stjórnmálamenn, sem játa sömu frjálshyggjutrú og hafa náð að framkvæma stefnu frjálshyggjunnar á þann hátt að þú ert sáttur við.
Sami dómurinn og hjá sófakommúnistunum sem afneituðu öllum þeim kommúnistum sem reyndu að færa samfélögin frá því sem þau voru, yfir í hið kommúníska draumaþjóðfélög.
Og réttlætir afneitun þína með sömu rökum, sófakommúnistarnir kölluðu sína menn endurskoðunarsinna sem í raun hefðu aðeins ríkisvætt kapítalismann, þú kallar þá núna jafnaðarmenn, fyrst að þeir gátu ekki eyðilagt velferðarkerfið einn tveir og þrír, aðeins grafið undan því, þá dæmist þeir eftir því kerfi sem þeim mistókst að eyðileggja.
Jafnaðarmenn hafa ekki stjórnað Vesturlöndum síðustu 30 árin, og borgarlegir íhaldsmenn hafa allir verið undir áhrifavaldi frjálshyggjunnar.
Hugmyndafræði hennar er hin viðtekna hugmyndafræði stjórnmálanna, alveg eins og að hugmyndafræði kommúnismans var hin viðtekna hugmyndafræði ríkja Austur Evrópu meðan þau voru undir járnhæl Sovétríkjanna.
En þó var ekki kommúnismi í þessu löndum, ekki frekar en frjálshyggja á Vesturlöndum í dag.
En vegna hugmyndafræðinnar voru ríki Austur Evrópu kölluð kommúnistaríki, og vegna hugmyndafræðinnar er talað um frjálshyggju á Vesturlöndum í dag.
Og það eru ekki rök í málinu að benda á gapið milli raunveruleikans, og hugmyndafræðinnar.
Reyndu nú einu sinni að skilja það, að stjórnmál eru rædd út frá raunveruleikanum, en ekki út frá óskhyggju. Stjórnmálamenn eru skilgreindir eftir hugmyndafræðinni sem þeir fylgja, og verkin þeirra dæma viðkomandi hugmyndafræði.
Hver og einn getur haft sína skilgreiningu á öllu, á kommúnismanum, á frjálshyggjunni, á anarkisma, og skilgreiningarnar jafn margar og mennirnir eru.
Sem er í góðu lagi á meðan menn þvinga ekki sínum skilgreiningum á aðra, og halda sig síðan við raunveruleikann.
Þegar ég fjalla um frjálshyggju Helgi, þá fjalla ég ekki um þína frjálshyggju, heldur frjálshyggju raunveruleikans. Ef þú ert ósáttur við raunveruleikann, þá verður þú að eiga það við raunveruleikann, ekki þá sem benda á hann.
Það má vel vera að það sé ranglátt að stjórnmálastefnur séu dæmdar eftir verkum, ekki orðum, en þá verða menn að finna réttlætið í sínum eigin heimi, þar sem allt er eins og menn vilja hafa það.
Þar sem atburðarrásin lítur þeirra lögmálum, ekki lögmálum raunveruleikans.
En í raunveruleikanum hafa menn ekki efni á slíkum draumórum, ef þeir eru notaðir sem réttlæting á kúgun og ofbeldi eða þrælahaldi eða arðráni, hvað þá sem réttlæting fyrir aðför að samfélögum fólks, heimilum þeirra og lífsgrundvelli.
Það er framkvæmd þessara draumóra frjálshyggjunnar sem hér er gagnrýnd, en ekki draumurinn um heim þar sem flestar reglur eru óþarfar.
Og framkvæmdin er ekki í þágu frelsi fjöldans, heldur frelsi hinna örfáu því þeir fylla uppí tómarúmið sem myndast þegar regluverkið er brotið á bak aftur.
Þetta eiga þessar þrjár stefnur sameiginlegt, en frjálshyggjan er sú eina sem sker sig úr, því hún byggir á afhelgun og afsiðun mannsins, upphefur lesti og rangindi, afneitar mannsvitinu, afneitar samfélaginu, afneitar mannlegum gildum.
Eitthvað sem blasir við þegar forsendur hennar eru skoðaðar.
Og já, hún er aðför að siðmenningunni, bæði hugmyndafræði hennar og framkvæmd.
Og ég hef oft rökstutt það, og sé ekki tilganginn að gera það aftur hér á þessum þræði.
Hér er ég að gera mína lokatilraun til að fá þig til að skilja hugtakanotkun umræðunnar, vísa í dæmi sem þú skilur sjálfur með kommúnistanna, og útskýri síðan fyrir þér samsvörunina.
Ekki til þess að þú breytir þinni skilgreiningu, heldur til þess að þú virðir skilgreiningu annarra.
Á einhverjum tímapunkti missti maður þolinmæðina gagnvart krökkunum sem réttlættu óhæfu kommúnismans með þeim rökum að viðkomandi kommúnistar réðu framkvæmd hans, hafi ekki verið kommúnistar.
Allt hefur sína kosti og galla, en þegar menn afneita göllunum með þeim orðum að þeir komi málinu ekkert við, þá eru menn ekki lengur í umræðunni.
Þá eru menn samábyrgir, samábyrgir þeim sem óhæfuna framkvæmdu.
Svona fyrir utan að vera vitlausir.
Þitt er valið Helgi, þú getur haldið þig við draumheiminn, eða raunveruleikann.
Í raunveruleikanum dugar ekki að benda á hvað þarf að gera, heldur líka hvernig á að gera það.
Hvernig menn eiga að ná völdum til þess, og hvernig menn eiga að framkvæma það. Ef þú ert ekki hlynntur valdbeitingu eins og kommúnistarnir, þá verður þú að viðurkenna takmörk valda stjórnmálamanna sem kosnir eru lýðræðislegum kosningum. Þeir verða að starfa innan kerfisins, og geta ekki breytt meiru en þeir hafa styrk til.
Sterkasti stjórnmálamaður frjálshyggjunnar, Margrét Thatcher, breytti miklu, en rak sig að lokum á hindranir. Það breytir því ekki að hún hafði viljann til að breyta meiru, og hafði lagt hugmyndir þar um.
En vegna þess að hún hafði ekki styrkinn, þá afneitar þú henni sem frjálshyggjumanni.
Slík rökfærsla er ótæk Helgi, og setur þig á sama bás og vitleysingagreyin sem trúðu á kommúnismans þegar þau sátu í þægindastól kapítalismans.
Eitthvað gott hafa þessir frjálshyggjumenn gert, þeir hafa jú mótað stefnu vestrænna þjóðfélaga í um 30 ár.
Ef það er ekkert sem þú getur týnt til, þá er það hinn endanlegi dómur.
Því fullkomin afneitun, er yfirlýsing um að það sé ekkert sem hægt er að verja.
Og jafnvel ég er ekki svo harður í dómum mínum, þó þeir séu harðir.
Valið er þitt Helgi, en ég ætla ekki að stafa það fyrir þig aftur að ég nota orðið frjálshyggja yfir verk og afleiðingar þeirra stjórnmálamanna sem kenna sig við frjálshyggjuna.
Og ég gagnrýni hugmyndafræðin hennar, sem er ekki frelsishugtakið heldur trúin á óbeislaðan markað, eða laisse faire, og ég gagnrýni afleiðinguna af þeirri stefnu.
Afleiðingar sem eru óhjákvæmilegar í raunveruleikanum.
Og ég fordæmi, ekki gagnrýni, heldur fordæmi siðferðislegan grunn hennar.
Þú þarft ekki að vera sammála mér Helgi, en ég er orðin leiður á sömu biluðu plötunni um að þetta sé ekki frjálshyggja, því frjálshyggjan snúist um frelsi, og hafi hvergi verið framkvæmd á réttan hátt.
Frjálshyggja er stjórnmálastefna sem vinnur að ákveðnum markmiðum, forsenda hennar er hagtrú um hinn frjálsa markað, sem er trú því það er ekki til neitt sem er heitir frjáls markaður, það er reglan sem skapaði markaðinn, og spurningin snýst því um hvernig menn regla hann.
Á bak við þessa stjórnmálastefnu eru ákveðnir hagsmunir, hagsmunir hinna örfáu, og markmið þeirra hefur ekkert með frelsi einstaklingsins að gera.
Þetta er raunveruleikinn, og ef þú trúir einhverju öðru, þá máttu það mín vegna, en ég set mörkin við afneitun, þar dæmir þú þig úr leik.
Og þar með hætti ég að nenna að ræða við þig.
Sem er leiðinlegt því þú hefur margt til málanna að leggja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.12.2013 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.