29.11.2013 | 16:18
Ótamin þjóð refsar böðlum frjálshyggjunnar.
Líkt og hún refsaði síðustu ríkisstjórn.
Fólk sættir sig ekki við að skuldir útrásarinnar séu notaðar sem afsökun fyrir niðurrif og níðingsskap.
Sem beinist af stofnunum samfélagsins.
Fólk er hvorki fáfrótt eða heimskt, stuðningsmenn stjórnarflokka eru ekki þverskurður af þjóðinni.
Fólk veit að skuldir ríkissjóðs eru tilbúnar skuldir í þágu fjármagns og fjármagnseiganda.
Og sættir sig ekki við eyðingu almannaþjónustu.
Þar með hrynur fylgi stjórnarflokka.
Hvort sem þeir þykjast vera til vinstri eða hægri.
Því frjálshyggjan hefur ekki ennþá náð að temja þjóðina.
ICEsave mistókst.
AGS mistókst.
Við vorum beygð, ekki brotin.
Kveðja að austan.
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig mistókst AGS?
Wilhelm Emilsson, 30.11.2013 kl. 00:58
Blessaður Wilhelm.
Í efnahagsáætlun AGS var gert ráð fyrir ósjálfbærri skuldsetningu almannasjóða, bæði ICEsave og að krónubréf í eigu "erlendra" aðila væru borguð út á yfirverði.
Hin meinta efnahagsaðstoð Norðurlanda og AGS fólst í að útvega evrulán til geta greitt ICEsave, til að geta greitt krónubréfin.
Og þá þyrfti ekki að spyrja um framhaldið.
Þetta gekk ekki eftir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 09:06
Hvað meinarðu með að fólk viti að skuldir ríkissjóðs séu tilbúnar skuldir í þágu fjármagns og fjármagnseiganda? Ríkið skuldar peninga því það hefur á síðustu árum eytt meiru en það hefur aflað (með sköttum).
Alexander (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 18:45
Takk fyrir svarið, Ómar.
Hér er stutt umfjöllun um ICESAVE og AGS: „Mark Flanagan, sem stýrir áætlun Íslands fyrir hönd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í tilkynningu að samkomulag um Icesave sé ekki skilyrði fyrir efnahagsáætlun Íslands hjá AGS svo lengi sem fjármögnun áætlunarinnar sé í lagi" (Mbl.is 1. maí, 2010). Með öðrum orðum, að ganga frá samningum um ICESAVE var ekki skilyrði fyrir aðstoðinni frá AGS.
Ísland hlaut aðstoð frá Norðurlöndum og AGS. Það var ekki „meint efnahagsaðstoð" á sama hátt og að bankahrunið var ekki „hið svokallaða hrun". Það er sjálfsagt að gagnrýna AGS og stjórnmálaflokka, en því nákvæmari sem orðræðan er því meira mark er tekið á gagnrýninni.
Wilhelm Emilsson, 30.11.2013 kl. 19:42
Blessaður Wilhelm.
Kim il Sung sagði líka Norðu Kóreu vera hið nýja himnaríki á jörðu, en þó hann stýri orðum sínum, þá er það ekki sama að þau séu sönn, en hann var í fullu rétti til að segja þau.
Eins var fólki í fullum rétti að trúa honum Kim il Sung, og vissulega þurftu margir að gera það sökum hagsmunna sinna, en fæstir voru svo vitgrannir að trúa þeim ef þeir höfðu frjálst val.
Eins er það með þessi orð Flanagans Wilhelm, að það var sú tíð að ákveðnir hagsmunir kröfðu fólk um að þykjast taka þau trúanleg, en ennþá hefur enginn nógu vitgrannur maður fundist sem gerði slíkt í alvöru.
Reyndar skal viðurkennast að þegar þarna var komið í sögu, þá var ljóst að fjárkúgun breta gekk ekki upp, og AGS, sem hluti af fjárkúgunarferlinu, var ekki í góðum málum. Og hafði í raun viðurkennt þá staðreynd að bæði var hin meinta lánaaðstoð þeirra algjörlega óþörf, því Ísland hafði plummað sig ágætlega án hennar, sem og að Íslendingar myndu aldrei samþykkja upphaflegu fjárkúgun breta, svo orð hans voru svo sem alveg sönn á þessum tímapunkti.
Svo meint vitgrennska kemur málinu ekkert við, og kannski óþarflega að byrja á þessari dæmisögu um Kim, orð og staðreyndir.
En ég var bara ekki að ræða þennan tímapunkt, og ég held að þú vitir það líka, annars hefðir þú ekki passað þig á að tímasetja orð Flanagans þegar ljóst var að hann var að viðurkenna þegar orðinn hlut.
En fjárkúganir og þvinganir eru ekki efnahagsaðstoð Wilhelm,og það þarf ekki einu sinni dómgreind til að vita það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 22:24
Blessaður Alexander.
Skuldir ríkisins eru að uppstöðu tilbúnar, við eðlilegar aðstæður hefði Seðlabankinn endurfjármagnað bankanna.
Eins hefði ríkissjóður fjármagnað halla eftir svona efnahagsáföll í Seðlabankanum, og vextirnir verið mjög svipaðir og hjá Evrópska Seðlabankanum í dag.
Aðeins níðingar framkvæma hlutina eins og þeir voru framkvæmdir eftir Hrun, en Friedmanistar eru jú níðingar.
Vitnisburðurinn er verk þeirra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 22:28
Þú ert að leggja að jöfnu Kim Il-Sung og Mark Flanagan. Það er ansi erfitt að rökræða við mann sem byrjar svar sitt þannig. Ef þér finnst ég vitgrannur og skorta dómgreind, þá mátt þú alveg hafa þá skoðun.
Wilhelm Emilsson, 30.11.2013 kl. 23:41
Nei, það er erfitt að rökræða við mann sem skilur ekki dæmisögur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:46
Þér er það auðvitað frjálst að lifa áfram í þínum dæmisagnadraumaheimi, Ómar.
Það væri reyndar gaman að sjá hve margir trúa því að „Ísland hefði plumað sig ágætlega" án þess sem þú kallar „meinta lánaaðstoð" AGS. Var aðstoð AGS kannski dæmisaga líka?
Til þess að ræða málin af einhverju viti verða menn að vera sammmála um staðreyndir. Ef þú viðurkennir ekki að Ísland fékk fjárhagsaðstoð frá AGS þá stimplar þú þig út úr vitrænni umræðu.
Wilhelm Emilsson, 1.12.2013 kl. 01:11
Ég skil ekki áhyggjur þínar af draumaheimi mínum Wilhelm, en ég skil hins vegar Epos þegar menn lömdu hann fyrir að kalla þá asna.
Og ég er alvarlega farinn að hafa áhyggjur af því að ég hafi rekist á einn sem trúði orðum Flanagans, án þess að hafa nokkurra hagsmuna að gæta.
Og merkilegt þykir mér að þú skulir leggja það á þig að koma hér við og stimpla mig út úr vitrænni umræðu.
Eiginlega stórmerkilegt.
Hvað fékk þig eiginlega til að halda Wilhelm að ég nennti að taka upp þræði úr löngu liðnu vopnaskaki um staðreyndir, sem kannski voru mönnum huldar, þegar moðreykur lyga og blekkinga lá um alla þjóðmálaumræðu, en liggja alveg fyrir í dag.
En þar sem ég er góðviljaður maður Wilhelm þá ætla ég að ráðleggja þér að fletta Mogganum, dag eftir dag, frá því að Hrunið varð í byrjun október 2008, þá getur þú lesið þér til um AGS áætlunina, greiðslubyrðina og í hvað hin meintu lán áttu að fara, og síðan getur þú í rólegheitum haldið áfram að fletta og fletta, og fletta og fletta, alveg þar til að þú kemur að þeim degi þegar fyrsta lánið var greitt út.
Þá ertu margs fróðari um hvað gerðist í millitíðinni, um allar hrakspárnar sem gengu ekki eftir, um þjóð sem þurfti að lifa án lána, og lifði, og síðan getur þú haldið áfram að fletta og fletta og fletta þar til kemur að þeim degi þegar fjármálaráðuneytið birti tölur um nettóvexti sem féllu á ríkissjóðs vegna þessa láns, sem var um seint og síður tekið og sett inná bók.
Þá kemstu að því að þessir nettóvextir voru ekki háir, því lánið var aldrei notað.
Enda ekki þörf á því, ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms treysti sér aldrei til að borga krónubréfin út á yfirgengi þrátt fyrir yfirlýsingu þar um.
Það er þannig Wilhelm að vitræn umræða þróast alveg án þín, en það er undir þér komið hvort þú takir þátt í henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.12.2013 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.