29.11.2013 | 08:48
Eldsneyti úr mat.
Er líklegast hámark firringar skrifræðisins sem kennt er við ESB.
Það er allt rangt við þá hugsun.
Hún er efnahagslega óhagkvæm, hún sóar orku, og hún er siðlaus, hún býr til þrýsting um að land sé tekið úr matvælaframleiðslu yfir í niðurgreiddu orkuframleiðslu.
Bara konseptið lýsir algjörri veruleikafirringu.
En er innleitt á Íslandi vegna laumuaðildar landsins að ESB, kennt við EES samninginn.
Böðlarnir sem núna ráðast á opinberar stofnanir, réttlætandi böðulsverk sín með tilvísun í eitthvað óskaplegt bákn, eru mennirnir sem setja svona lög og reglur.
Sem afgreiða firringu ESB athugarsemdarlaust og innleiða þar með allt báknið og regluverkið.
Þeir bera ábyrgð á bákninu.
Enda skerða þeir ekki báknið, neita ekki að innleiða reglurnar, þeir nota báknið sem afsökun fyrir hervirkjum sínum.
Sem felast í stanslausum árásum á almannaþjónustu og þær stofnanir sem veita hana.
Almannaþjónustu sem var veitt skammlaust áður en ESB báknið kom til, og almannaþjónustu sem hægt mun verða að veita þó bákni hverfi.
En er ekki hægt að veita þegar hún hefur rifin niður af sálarlausum skrímslum.
Um alla Evrópu eru þessi sálarlausu skrímsli að verki, og því miður hafa þau gert strandhögg hér á landinu okkar fagra.
Treystandi á að innbyggjar komi samfélagi sínu ekki til varnar, heldur flýi til fjalla, og skríði þar ofaní holur, nöldrandi og tuðandi út hvor annan yfir plássleysinu og drullunni sem fylgir holudvöl þeirra.
Og hingað til hefur það gengið eftir, svo lítill er lærdómur þjóðarinnar af síðasta strandhöggi Hundtyrkjanna.
Hve lengi enn, má guð vita.
Stór dagurinn, Dead end dagurinn er á morgun.
Þá kemur í ljós hvort allt var lygi, eða hvort eitthvað var satt.
Þegar liggur fyrir að hið meinta loforð um réttlæti handa heimilum landsins, verður að hluta til notað sem afsökun til að vega enn frekar að velferðarkerfinu, og þar með séð til þess að öll spjót standi á réttlætinu.
Enda svo sem ekki við öðru að búast af fólki sem hefur glatað sálinni á vegferð sinni til valda.
En þar til annað kemur í ljós, þá lifir vonin.
Og lýsir upp holurnar.
Veitir ekki af því holur óttans eru ekki góður íverustaður til lengdar.
Hver er næstur, hver verður næst skorinn niður, hvað verður næst eyðilagt, hvaða skóli, hvaða heilsugæsla, hvaða sjúkrahús??
Því eina sem öruggt er að vinnumenn fjármagnsins eru ekki hættir, en þeir ná hugsanlega að kaupa sér frið á morgun.
Vonandi, eitt ærlegt verk, er eitt ærlegt verk.
Einu fleira en ekkert ærlegt verk.
Og fyrir það ber að þakka.
En ekki nota sem afsökun fyrir uppgjöf.
Samfélagið okkar er í húfi.
Kveðja að austan.
Meiri gjaldeyrisútgjöld og minni tekjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.