Hin siðblinda frjálshyggja ræðst að almannaþjónustu.

 

Á meðan hún skerðir ekki hár á höfði fjármagnsins.

Það er ekkert sem réttlætir niðurskurð í dag.

Ekki efnahagslegt, ekki fjárhagslegt.

 

Atvinnuvegir landsins eru í blóma, nú þegar hefur bankahruninu verið mætt með niðurskurði sem nam tekjutapi efnahagslífsins.

Aðeins eitt útskýrir.

Þjónkun við fjármagn líkt og gert í löndum ESB.

Það má ekki hreyfa við gjaldmiðli, það má aðeins eyðileggja samfélög.

 

Forboði siðblindunnar sem bendir aðeins í eina átt.

Að inngöngu í ESB.

Þar sem fjármagn hefur skotleyfi á fólk.

 

Ríkisstjórnin afhjúpar sig smátt og smátt, en hún treystir á forheimsku stuðningsmanna sinna. 

Að þeir sjái ekki það sem gert er, heldur sjái aðeins frasa og blekkingar.

Að stefna ESB sé ekki stefna ESB, ef hún er framkvæmd á íslensku, af íslenskum kvislingum.

 

En orðagjálfrið er það sama, niðurstaðan sú sama.

Almannasjóðir borga hrun bankagangstera, bankagangsterar borga stjórnmálamönnum.

 

Aumur er menntamálaráðherra sem ræðst að menningu og menntun, með þeim rökum að ekki eigi að taka lán.

Þegar hið óþarfa lán sem endurreisti fjármálakerfið var sett á almannaherðar.

 

Aumur er ráðherra sem kann engin rök en þau sem Steingrímur og Jóhanna  notuðu til að skuldsetja þjóð sína.

En aumastir eru þeir sem voru á móti, en æmta hvorki eða skræmta í dag.

 

Eins og þeir hafi aldrei verið á móti ESB, aldrei á móti skuldaþrælkun þjóða.

Aðeins á móti Jóhönnu og hennar slekti.

En ekki stefnu hennar og gjörðum.

 

Aumt er aumt fólk.

En því á ekki að vorkenna.

Sjálfskaparvíti svika og sjálfsblekkingar bítur það.

 

En valið er þess.

Svikin eru ekki nauðung.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki verið að standa við hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 15:27

2 identicon

Amk. 1/5....

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 15:37

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ESB  - það er sama stefna og HITLER HAFÐI- AÐ NÁ vermætum allrar Evrópu undir einn hatt !!! lensherrann lætur þegnana borga ! Draumur valdasjúkra !

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.11.2013 kl. 20:28

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þjóðólfur, bóndi og sóknarnefndarformaður, með meiru.

Peningar gufa ekki upp.

Það er kjarni frjálshyggjunnar, hún eyðir ekki pening, færir aðeins í vasa þeirra sem eiga næga fyrir.

Eða í verkefni sem henni eru þóknanleg.

Sárgrætilegast er að sjá alla stuðningsmenn óráða Jóhönnu ná vopnum sínum á ný.

Jóhanna var klaufsk, en núna sjá fagmenn um verkið.

Að eyða svo verði auðn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2013 kl. 21:04

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Erla.

Ekki gleyma Stalín líka, hann fóðraði margan skriðdrekann sem ætlað var að gera það sem ESB báknið gerir með svo miklu ágætum í dag.

Að ná Evrópu undir stjórn fámennrar elítu sem sýgur allt líf og fé úr samfélögum Evrópu.

Ekki ósvipað og þennan með H-ái í byrjun nafns lét sig dreyma um.

Og þeim sem þykir eitthvað rangt við slíka hegðun, geta ekki stutt hana í skálkaskjóli þess að núna séu þeirra menn við stjórnvölinn.

Það er aumt, ekki sjálfstætt, fyrir utan að vera arfa heimskt.

Orð segja ekki neitt, þeim má stýra.

Gjörðir segja allt.

Og sá sem framkvæmir helstefnu ESB á sínum eigin þegnum, er þjónn ESB valdsins.

Sama hvað öðru er haldið fram.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2013 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband