19.11.2013 | 07:05
Sálarlaus ófreskja.
Líður um bæi og torg, berjandi bumbur, öskrar;
Hagræða.
Hagræða.
Hagræða.
Viðbrögð okkar var ekki að setja hana á varmennahæli, heldur hefja hana til valda.
Hin dauða hönd frjálshyggjunnar elur af sér dautt samfélag.
Enda getur dauði ekki búið til líf.
Það hlálega er að þegar fólkið sem leiddi hana til valda, horfir í augu á fórnarlömbum hinnar sálardauðu hagræðingar, þá kannast það ekki við neitt.
Og hrópar;
Mannvonska.
Af hverju gerum við svona saklausu fólki sem í sveita síns andlits byggði upp þetta samfélag?
Ófært um að sjá sína eigin sök eða dauðann sem það bauð uppí dans.
Kveðja að austan.
Ætti ekki að gjalda þess að líða vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:48 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 477
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 6208
- Frá upphafi: 1399376
Annað
- Innlit í dag: 405
- Innlit sl. viku: 5260
- Gestir í dag: 372
- IP-tölur í dag: 367
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vann einu sinni við heimaþjónustu og það var svo frábært starf. Ég myndi, ef ég gæti, vinna hjá honum fyrir 1000 kall á tímann svo hann þyrfti ekki að díla við þetta sálarlausa apparat sem kerfið er orðið.
halkatla, 19.11.2013 kl. 07:57
Vonandi fær hann úrlausn sinna mála pirrhirringur.
Munum bara aðeins að stöðugur þrýstingur á stjórnendur, sem eru venjulegt fólk eins og við hin, um að hagræða, leiðir til svona vinnubragða, það er reynt að vernda þá sem eiga erfiðast, en þetta endar í geðþótta og tilfinningakulda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 08:22
Bara svona til að benda Ómari á hverjir eru við stjórn í Reykjavík.... það er ekki frjálshyggjan... heldur Samfylkingin með nokkra lausbundna taglhnýtinga og skemmtikrafta.
Hvumpinn, 19.11.2013 kl. 16:58
Blessaður Hvumpinn.
Það þarf mikla hæfileika til að snúa einföldum pistli um meinsemd ákveðinnar hugmyndafræði, uppá argþras flokkanna.
Frjálshyggjan hefur ef eitthvað er sýkt Samfylkinguna meir en Sjálfstæðisflokkinn, því í Sjálfstæðisflokknum er sterkur kjarni grasrótar sem er íhaldsfólk af gamla skólanum og þar með rótgróinn andstæðingur þeirrar hugmyndafræði sem frjálshyggjan stendur fyrir.
En hvað máli skiptir það þegar ég tala um frjálshyggju, ekki flokka??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.