Fjármálaráðherra sem hefur ekki skoðun.

 

Á mikilvægasta hagsmunamáli íslensku þjóðarinnar fyrr og síðar, er ekki einu sinni vanhæfur fjármálaráðherra.

Hann er ekki fjármálaráðherra.

Hann er strengjabrúða í mislöngum spottum, og lýtur stjórn þeirra fjármagnsafla sem þrælka þjóðina.

 

Fjármálaráðherra sem vinnur gegn markmiðum sinnar eigin ríkisstjórnar í mikilvægasta hagsmunamáli íslensku þjóðarinnar fyrr og síðar, er ekki fjármálaráðherra.

Hann er fimmta herdeildin, gengur erinda afla sem vilja skuldaþrælka heimili og fyrirtæki landsins út í hið óendanlega.

 

Og fólk sem styður þennan fjármálaráðherra, styður skuldaþrælkun og arðrán þjóðarinnar.

Líkt og stuðningsmenn Jóhönnu og Steingríms gerðu á sínum tíma.

 

Flóknara er það ekki.

Hlutirnir eiga að kallast sínum réttu nöfnum.

Kveðja að austan.


mbl.is Tillögurnar liggi fyrst fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Æi vinur minn Ómar Geirsson nú finnst mér þú vera stórorður mjög ,og ekki fara alveg með rétt mál,eða bara eiginlega fara offari eins og ég sé þetta,eins og þú ert góður penni er þetta gengið alltaf langt að taka menn svona af lífi,að manni finnst,en ég var að hlusta á Forsætisráherra í kvöldfréttum og umræðan vara seðlabankastjórin hann sagði að Alþingi réði hverjum væri bætt en ekki hann,sem talaði á móti því í dag,Einnig að flugbrautin færi ekkert sem Katrín Júliusd.hefði samið um við Dag og Nótt yrði ekki framin í sinni tíð,svo segirðu að engar tökkur séu í þessum Framámönnum okkar,en bestu kveðjur að sunnan!!!!!!

Haraldur Haraldsson, 18.11.2013 kl. 21:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Haraldur, það verður seint borið uppá mig að ég sé alltaf sanngjarn.

En það geisar grimmilegt stríð þarna úti, og stjórnmálastétt okkar gerði hið óverjanlega með því að koma ekki fólki til hjálpar.

Því miður eru það þínir menn sem neita um hjálpina núna, og þar með lenda þeir í eldhríð minni. 

Ekki veit ég hvort það er huggun fyrir þig Haraldur að ég segði þetta um alla flokka sem væri í þessari stöðu, og hefðu ekki kjarkinn til að breyta rétt.

En það ætti að vera huggun fyrir þig að ég tek engan af lífi, þó það væri ekki nema af þeirri ástæðu að ég hef ekki styrk til þess.

Þetta er bara svona suð sem þessir menn verða ekkert varir við.

Svona blogg hefur alls engin áhrif, nema með þeirri undantekningu að eitthvað alvarlegt sé í gangi, og það sé eitthvað afmarkað eins og ICEsave.

Þá tók ég þátt í að hola stein, og ég veit að það hafði einhver áhrif.

En þetta Haraldur, þetta er ekkert.

Ekki einu sinni dægurfluga því blogg mitt er andófsblogg, ég skrifa í þágu andófs gegn ofurvaldi fjármálamannanna.

En til þess að það virki, þá þarf eitthvað andóf að vera til staðar.

Sem er ekki, aðeins uppgjöfin ein.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2013 kl. 22:04

3 identicon

Frá upphafi hefur það verið vitað að Már gegnur erinda AGS og hins alþjóðlega uber-kapital og BIS enda kom maðurinn beint frá höfuðstöðvunum í Sviss sem tæknilegur sjériff fyrir Jóhönnu og Steingrím.

Það er eðli gamalla Trotskyista. 

Undarlegt að Bjarni Ben. virðist vera hæstánægður með Má, en Sigmundur teflir nú af talsverðri festu gegn handrukkara bankanna og vogunarsjóðanna.

Fjármálaráðherrann Bjarni líkist hins vegar forvera sínum meira og meira með hverjum deginum.  Munurinn á pilsfalda-kapítalista og kommissara-komma er heldur enginn.

Hæhó og gleymum ekki frú Hönnu Birnu sem líkist nú frú Ingibjörgu Sólrúnu meira og meira með hverjum deginum í faðmlögum við Huang Nubo í kínverska kommúnistaflokknum.

Þessum staðreyndum þykir mörgum óbreyttum sjálfstæðismönnum erfitt að kyngja en því fyrr sem þeir skilja þetta og losa sig við óværurnar, þeim mun betur mun þeim fljótlega líða og allir hressast við, en hvort þeir komi allir aftur og hvort einhver kelling muni þá hlæja er algjörlega óvíst en tilraunarinnar virði að losa sig fyrst við óværurnar.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1664
  • Frá upphafi: 1412778

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1483
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband