Að sjá ekki sökina.

 

Er mikil kúnst sem krefst hárra launa.

Og þeir sem þiggja ekki há laun fyrir að segja ekki satt  benda á hið augljósa.

Það eru þrjár meginskýringar á því að hagkerfið hefur ekki tekið við sér frá Hruni, og kjarasamningar eru ekki þar á meðal.

 

Sú fyrsta og sú augljósasta og afspyrnu þarf þóknunin að vera há svo hámenntaður hagfræðingur skauti yfir hana, er ofurskuldsetning heimila og fyrirtækja.

Það er meginskýring á slakri neyslu, og það er meginskýring þess að allar fjárfestingar slá aftur og aftur met, neðan frá.

 

Önnur er það siðleysi valdastéttarinnar að láta almannasjóði fjármagna endurreisn fjármálakerfisins.

Slíkt er hlutverk Seðlabanka sem geta með einni rafeindafærslu sett inn fjármuni í stað þeirra sem gufuðu upp í fjármálahruninu.

Hagkerfið gerir engan greinarmun hvort rafeindafærslan komi frá Seðlabankanum eða ríkissjóði, en almenningur finnur muninn í niðurskurði og skertri þjónustu.

Og með hinni siðlausri gjörð eru tugir  milljarðar teknir úr hagkerfinu árlega í óþarfa vaxtagreiðslur og hagkerfið nemur það sem samdrátt.

 

Þriðja skýringin er óhóflegar skattahækkanir sem ekki hafa verið dregnar til baka.

Hagsagan og hagfræðin kennir að á krepputímum eykur slíkt alltaf samdrátt.

Skattarnir eru borgaðir með atvinnu fólks.

 

Það þarf ekki að fjölyrða um að allir hagfræðingar vita þessar skýringar, og þeir vita líka að kreppunni linnir ekki fyrr er tekið er á skuldavandanum, vaxtagjöldum aflétt af ríkissjóði, og ofurskattarnir dregnir til baka.

Þegar þeir segja annað, þá ljúga þeir vegna þess að lyginni fylgir fé úr vösum þeirra sem græða á eymd og samdrætti.

Hið vanheilaga bandalag ESB sinna og fjármálamanna.

 

Ríkisstjórn Íslands hefur gefið út misvísandi skilaboð um hvort hún ætli að stjórna í þágu þjóðar eða í þágu hins vanheilaga bandalags.

Lokafrestur hennar að ákveða sig er 30. nóvember.

Eftir þann tíma stendur sannleikurinn nakinn á almannafæri, öllum til sýnis, engum hulinn.

 

Hver hann verður, veit ég ekki.

Skilaboðin eru of misvísandi til þess.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kjarasamningarnir grófu undan batanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill. Alveg sammála því að það yrði frábært að búa á Íslandi ef skattar yrðu lækkaðir, þjónusta ríkisins efld, skuldirnar felldar niður og launin hækkuð -- og ekki skemmdi fyrir ef veðrið skánaði aðeins. Skil bara alls ekki hvers vegna seðlabankahyskið fattar ekki svo augljósar staðreyndir ...

Pétur (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 11:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður punktur þetta með veðrið Pétur.

En því miður lítur það ekki lögmálum hagfræðinnar.

En það er ekkert að skilja, það er þetta með "seðlabankahyskið" sem þú kallar, það er útskýrt, og þessi tengsl  um fjármunaflutninga úr einum vasa í annan eru jafngömul valdasögu mannsins.  Mörg borgarhliðin voru opnuð að næturþeli sökum slíkra fjármunaflutninga, og þó það væru útgjöld fyrir þann sem sótti að, þá var samt sparnaður miðað við að yfirvinna múrana.

Ég veit svo sem ekki hvernig best er fyrir þig að öðlast skilning á leyndardómum veðursins, veðurfræðingar virðast oft ekki mikið vita, en ég veit hvar þú getur lesið þér til um hagfræði, svona ef þú hefur ekki nennt að lesa þér til í gegnum tíðina.

Hér eru linkar á tvo ágætismenn, þá Keen, og Keyne.

 http://en.wikipedia.org/wiki/Steve_Keen

 http://en.wikipedia.org/wiki/John_Maynard_Keynes

Sá seinni er reyndar dáinn en sá fyrri er í fullu sprelli og heldur úti heimasíðu.  

Lestu og þú munt skilja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2013 kl. 11:49

3 identicon

Kreppu, verðbólgu, verðhjöðnunar fléttan

Þetta er linkur

 

Sönn skáldsaga.

Þeir sem áttu fjármuni í bönkum, fengu mun verðminni krónur. Það var ekki verðtryggingin sem var og er vandamálið. Það var og er Kreppufléttan, sem er að fyrst spana ég upp verðbólgu, og síðan loka ég á fyrirgreiðslu í bönkunum og þá kemur verðhjöðnun. Við verðhjöðnunina, fellur verðmat eignanna sem duga þá ekki lengur fyrir eign húseigandans og skuld við bankann. Þá segir bankinn að eign húseigandans, til dæmis 50% sé farin. Nú dugar eignin aðeins fyrir láninu í bankanum. Bankinn segir, nú tek ég eignina upp í skuldina. Svona hirðir fjármálastofnunin flestar eignir.

Á sama tíma gufa upp eignir fjárfestingafélaga og fyrirtækja.

Þá segir bankinn. Ríkið verður að koma og hjálpa bönkunum. Ég bankinn er farinn á hausinn.

Þá fær ríkið lán í tómum bankanum til að lána bankanum. Þetta er aðeins setningar á a4 blaði í bankanum, það er hugmynda tala. Þarna er ég búinn að festa ríkið að greiða mér vexti af engu.

Og aftur, bankinn sagðist vera kominn á hausinn og voru öll veðin seld til fjármálafyrirtækja á til dæmis 3% af höfuðstól. Þarna náði fjármálafyrirtækið öllum eignum bankans, fólksins. Fjármálafyrirtækið, bankinn, vogunarsjóðurinn,, ég á þá alla. Nú þarf ég ekki lengur á verðhjöðnunni að halda, svo að ég endurmet eignirnar. Ég sendi út fréttatilkynningu um að eignir fjármálafyrirtækjanna, bankanna, vogunarsjóðanna, allra hafi aukist síðustu fjögur árin um einhverjar þúsundir milljarða, og þú manst að ég á þá alla,vogunarsjóðin, bankann og fjármálafyrirtækið.

Með þessari „KREPPUFLÉTTU það er fyrst „VERÐBÓLGU“, og síðan „VERÐHJÖÐNUN,“ hef ég blekkt út úr þér flestar eignir í þjóðfélaginu.

ERT ÞÚ STOLTUR AF AÐ LÁTA FARA SVONA MEÐ ÞIG?

Egilsstaðir, 16.11.2013  Jónas Gunnlaugsson

 

 

Jonas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 11:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þeir finnast Jónas.

Og sumir hafa ekki einu sinni þegið fé fyrir það stolt.

Takk fyrir þitt ágæta innlegg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2013 kl. 11:55

5 identicon

Kannski sjá þeir heldur ekki afleiðingarnar ofan úr fílabeinsturnunum:

http://www.dv.is/frettir/2013/11/18/18-fjolskyldur-bornar-ut-IKAWF8-7IEDAG/

Þjóðólfur forseti hrútaræktarfél. Eitils sf (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 1659
  • Frá upphafi: 1412773

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1478
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband