Sjálfstæðismenn mega vel við una.

 

Það munar aðeins um 5% á þeim og Bjartri framtíð, og fylgið er þrátt fyrir allt rétt innan við 30%.

Héðan af mun þetta aðeins dala.

Og jafnvel fara á hinn versta veg.

 

Fyrir því eru tvær ástæður.

Forystusætið skipað manni sem meirihluti borgarbúa þekkir ekki haus og sporð á og mun aldrei meðtaka.

Svo að auki er hann ESB sinni upplýsir Páll Vilhjálmsson, og er þar með kominn með harðkjarna flokksins uppá móti sér.

Eitthvað sem mun fæla frá, en ekki laða að.

 

En hið vanmetna í stöðunni er alvarleg staða flokksins í landsmálum.

Hveitibrauðsdögum Bjarna Ben er að ljúka.

Efnahagsstefna hans er margreyndur tapari frá Evrópusambandinu, og hinar fyrirhugaðar ofsóknir gegn ríkisstarfsmönnum mun ljá flokknum Le Pen blæ ofstækis.

Að áður óþekktir öfgar hafi komist til valda á Íslandi.

 

Eftirgjöfin í heilbrigðismálum mun ekki duga til.

Hún verður álitin flótti, og þann flótta mun almenningur reka  af auknum krafti.

Eitthvað sem mun stórskaða flokkinn í borginni.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í öngstræti sem hann ratar ekki úr.

Teboðsfólk hefur yfirtekið áherslur hans.

Efnahagsstefna hans er dæmd til að mistakast.

Svikin gagnvart ESB andstæðingum innan flokksins gera síðan illt verra.

 

Borgarstjórnarflokkur flokksins er ekki nógu sterkur til að marka sér sérstöðu frá landsmálunum.

Hann sem slíkur er vandinn í sjálfu sér.

 

Þetta vita atburðarsmiðir innan flokksins.

Þeir vita að flokkurinn muni bíða algjört afhroð.

Og þeir vita að sama afhroð bíður Bjarna í næstu kosningum.

 

Þannig að þeir munu búa til stríð.

Margsönnuð leið til að snúa við gjörtapaðri stöðu á vígvelli stjórnmálanna.

 

Og eina stríðið sem er í sjónmáli, er innan ríkisstjórnarinnar.

Ég spái vetri hinna breiðu spjóta.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blessaður! Verð nú að segja þér að ég skrifað heilmikið hér, en það tók sig upp gamall feill og þurrkaði allt út.Rellan á það til að frjósa,verða þung og þá hamrar maður á alla takka. Svo þar með kveð ég um leið og heilsa og allt sem mér fannst svo merkilegt þurrkaðist út. Það er eins og þegar maður gleymir ehv.þá er það heimsins merkilegasta sem sagt heði viljað,þótt eiginlega ekkert sé. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2013 kl. 06:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sem er nú merkilegt í sjálfu sér Helga.

Takk fyrir innlitið Helga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2013 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband