Við gefumst upp!!!

 

Það var sagt um ítalska hermenn Mussolinis að það fyrsta sem þeir lærðu áður en þeir voru sendir á vígstöðvar, var að læra orðin, "við gefumst upp" á tungumáli þeirra hermanna sem þeir áttu að berjast við.

Deila mátti hins vegar um hvort þetta viðhorf stafaði af skorti á hugprýði eða litla löngun til að falla fyrir fasistaleiðtogann og fíflagang hans.

 

Sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast haldnir svipuðum komplexum, hafa litla löngun til að berjast um borgina.  

Hvort sem þeir eru svona beygðir eftir Gnarrinn, eða sárin eftir síðustu valdatíð séu ekki ennþá gróin, svo ég ætli þeim ekki að vita ekki betur, þá er ljóst að þeim tókst að koma saman fyrirfram töpuðum lista, sem mun jafnvel ekki ná 25% markinu ef ríkisstjórn flokksins nær að eyðileggja innviði samfélagsins fyrir vor eins og hún hótar þjóðinni.

 

Fersku fólki var ekki gefið tækifæri, og það var ekki einu sinni reynt að ná í kosningavæna einstaklinga út í samfélaginu.

Fyrir utan gömlu löskuðu borgarfulltrúana frá hörmunginni, sem Gnarinn notaði sem snýtupappír, svona þegar vel lá honum, þá eru tvö ný andlit.

Teboðskona og kerfiskarl.

 

Kerfiskarlinn vann, en gallinn við hann er sá, fyrir utan algjöran skort á kjörþokka, er að rúmlega helmingur borgarbúa veit ekki af tilvist hans.

Litli puttinn á Davíð myndi ná meiri árangri en Halldór Halldórsson mun nokkurn tímann ná.

Teboðskonan mun fæla atkvæði frá flokknum í hvert skipti sem hún opnar munninn, hún er nefnilega stödd í vitlausu landi.  

 

Hæft fólk eins og Júlíus Vífill og Þorbjörg Helga voru niðurlægð.

Höfðu ekkert í Ísfirðingafélagið að gera.

 

Síðan þarf ekki að minnast á að eini borgarfulltrúinn sem hafði kjörþokka, og náði út fyrir raðir flokksins, að honum var ekki treyst því þótt hann sé frjálshyggjustrákur hinn mesti, alinn upp undir handjaðri Hannesar Hólmsteins, að þá hafði hann einn mjöööög stóran galla.

Hann talaði nútímamál.

Áttaði sig á stefnu og straumum tímans.

Og var því með öllu ótækur hjá þeirri gamalmennahjörð sem ræður úrslitum í prófkjörum flokksins.

Svo hann fór, blessuð sé minning hans.

 

Ekki það að mér sé ekki sama þó íhaldið gefist upp á borginni, yfir hundrað ára tími er nokkuð langur, og alveg kominn tími á eftirlaun.

En vont íhald er betra en hin algjöra tómhyggja.

Hana eiga auðmenn, þeir blása í hana lofti.

Og það er öllu verra, mun verra.

 

Og endar út í Brussel áður en yfir líkur.

Sem er ekki gott.

 

Eiginlega alslæmt.

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.


mbl.is Halldór oddviti sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nöturlega sannur pistill Ómar.

Þá má einnig minna á það að einungis 4.973 atkvæði gild atkvæði voru greidd í þessu prófkjöri flokksins.

Það er nöturlega lág tala fyrir þennan flokk sem vægast sagt má muna sinn fífil fegurri.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 01:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Það er alltaf spurning hvað þessar rúmlega 300 ip tölur eru að hugsa, þegar þær lesa svona pistil.

Hann var svona viss prófraun eftir hænuna, fá menn nóg eða vilja menn meira.

En í alvöru talað þá er ég ekki að þessu til að ergja sjálfstæðismenn, sem mér er vel við og gæti alveg dottið í hug að pistla einn pistil um að þeir séu líkt og Salt jarðar, gegn öflum mannvonsku og siðlausrar græðgi, heldur er ég að vara við uppgang tómhyggjunnar sem er mesta ógn þjóðarinnar í dag.

Því þar er hið nýja akkeri auðræningjanna.

Ætla ekki hækjur ICEsave ríkisstjórnarinnar, Dögun og Piratar að bjóða fram, mun ekki Lýðræðisvaktin fylgja í kjölfarið??

Umræða um allt og ekkert, nema það sem máli skiptir.

Að vernda þessa þjóð, að vernda framtíð barna okkar.

Veit það ekki, en það blasir við algjör sigur hinna myrku afla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2013 kl. 10:22

3 identicon

''Hæft fólk eins og Júlíus Vífill og Þorbjörg Helga voru niðurlægð''  bíddu við síðan hvenær hafa þau verið hæf.  Júlíus Vífill er upp á kant við sína flokksfélaga vegna þess að hann vill fara byggja ný hverfi meðan flokksfélagar hans vilja fara sömu leið og núverandi meirihluti en það er að þétta byggðina.  Síðan er Þorbjörg Helga sér á báti, og ekki skánaði það þegar hún gaf út sína frægu yfirlýsingu um ÓFM fyrrverandi borgarstjóra. Þessi blessaður flokkur er á hraðari niðurleið í borginni en ég gerði mér grein fyrir og er gott að vita að svo sé.

thin (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 10:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður thin.

Þín stóra meinloka, nú sem oft áður er að rugla saman skoðunum fólks, sem þú tekur afstöðu til, og þess hvort fólk hafi almenna hæfni til að sinna því sem það er að gera.

Júlíus Vífill hefur vaxið með störfum sínum, hann kemur vel fyrir, er málefnalegur, og ekkert annað en gott um manninn að segja.

Minnir mig töluvert á annan hæfan borgarfulltrúa á sínum tíma, Markús Örn.

Þorbjörg Helga er vissulega eins og hún er en margt þarft hefur samt komið út úr henni.  Ég veitti því athygli að skólastjóri einn skrifaði stuðningsgrein þar sem færð voru rök, en ekki frasar og bábiljur eins og uppistaðan af stuðningsgreinum sjálfstæðismanna eru fyrir prófkjör, um hæfni Þorbjargar varðandi skólamál.

Sem varð þess valdandi að ég las prófkjörsgrein hennar í Mogganum.  

Yfirleitt er kvöl og pína að lesa þessar greinar, það er eins og fólk verði stórskrýtið um leið og það fer í prófkjör Sjálfstæðisflokksins, en grein Þorbjargar var málefnaleg, og hún var skörp.

Ekkert algild en tók vel á ákveðnum sjónarmiðum sem fólk þarf bæði að átta sig á og taka afstöðu til ef það vill börnum sínum góðan skóla.

Slíka grein skrifar aðeins hæf manneskja.

Og þess vegna tók ég hana með þegar ég benti á hið augljósa með Júlíus Vífil.

En það er rétt thin, flokkurinn er hraðri niðurleið.

En mér finnst það bara ekkert gott.

Og seint verð ég talinn sjálfstæðismaður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2013 kl. 11:21

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er mjög slæm niðurstaða

en ekki á þeim forsendum sem þú heldur fram

Sleggjan og Hvellurinn, 17.11.2013 kl. 12:10

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þó það nú væri Sleggja mín.

Manni eins og þér sem hefur tekist að hafa rangt fyrir þér í hverju einasta álitamáli sem hefur komið upp, getur engan veginn skilið forsendur niðurstöðunnar.

En eins og þú veist þá geta rangir útreikningar skilað réttri niðurstöðu.

Svo í þetta skiptið þurfum við ekki að deila um hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2013 kl. 12:24

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég hef aldrei haft rangt fyrir mér... það er nú bara þannig

en hinsvegar hefur þér skjátlast nokkuð oft og svona yfirleitt

Sleggjan og Hvellurinn, 17.11.2013 kl. 13:11

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sleggjan mín.

Það er hægt að segja hvað sem er, en rökin og skilningur á staðreyndum telur í raunheimi.

Ég veit vissulega að margt að því sem þú segir eru meðteknir viðteknir frasar manns sem hefur ekki dýpri þekkingu á samhengi hluta.

Þess vegna ertu marserandi fram af bjargbrúninni með hjörðinni.

Þess vegna var hægt að fyrirgefa þér framan að staðleysur þínar í ICEsave, en þegar öll rök valdsins voru afhjúpuð, og eftir stóð grímulaus fjárkúgun, sem enginn siðaður maður mælir bót, þá fauk í öll þín skjól.

Og það versta Sleggja mín var að þú hafðir ekki manndóm til að biðjast afsökunar þegar síðasta haldreipi þitt slitnaði.

ICEsave afhjúpaði rökhugsun þína, en stuðningur þinn við evruna afhjúpaði hinn algjöra skort á uppeldi, þú þekkir ekki muninn á réttu og röngu.

Og styður mannlegar hörmungar siðlausra illmenna.

Það er eiginlega prófið sem maður má ekki falla á Sleggja mín.

Þannig er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2013 kl. 13:40

9 identicon

Skandall! Peningunum hafnað og kvenmanni að auki! Þorbjörg Helga og Björn Gíslason eyddu fornmúu í kosningarbaráttuna! Miðað við þátttöku er almúginn líka að dizza D... aðeins 25% þáttaka. Skyldi þetta tengjast fjandskap í garð almúgafólks og gjaldþrotaöldu sem nú ríður yfir og ráðherra sem lætur löggilta handrukkara hrægammanna óáreitta kasta fólki út á guð og gaddinn - þó "herrann"  sé kona og það sannkristin skv. síðustu opinberu ræðu?

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 11:40

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki Þjóðólfur.

Vegir sjálfstæðismanna eru órannsakanlegir.

Þegar JóGríma var og hét, þá hefðu fáir geta sagt til um einarðan stuðning þeirra við stjórnarstefnu hennar, ofurskatta og niðurskurð, daginn sem þeirra menn tóku til að framfylgja þessari efnahagsstefnu ESB.

Einna helst að mér detti í hug að hann Þjóðólfur bóndi þekki slíka órannsakanlega vegi, hann er forn og marga stigu ratað, og ef hann hefur ekki rambað inná slíkan órannsakanlegan veg og sloppið út til að segja frá, þá hefur hann örugglega heyrt um þá á ferðum sínum.

En ég ætla ekki að þykjast skilja þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2013 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 178
  • Sl. sólarhring: 884
  • Sl. viku: 5909
  • Frá upphafi: 1399077

Annað

  • Innlit í dag: 148
  • Innlit sl. viku: 5003
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 143

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband