16.11.2013 | 07:44
Skuldamálin eða stjórnarslit???
Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð tefli skák þessa dagana.
Í þágu þjóðar en ekki valda.
Það er fátt sem er öruggt í þessum heimi, annað en að nýr dagur renni upp að morgni, og að Sjálfstæðisflokkurinn muni aldrei samþykkja almenna skuldaleiðréttingu heimilanna.
Fyrr verður hann lagður niður, fjármagnið mun finna sér nýjan skjöld um gróðabrask sitt.
Á síðustu dögum hefur Sigmundur Davíð gert tvennt í þágu þjóðar en gegn ránshönd auðfólks, hann skipað fólk, en ekki keypt leiguþý í nefnd um afnám gjaldeyrishafta.
Og hann stillti Sjálfstæðisflokknum upp við skuldavegg heimilanna.
Skuldirnar verða leiðréttar núna en ekki seinna eins og mýsnar sögðu þegar kötturinn skrapp af bæ. Bjarni Benediktsson getur átt sína svæfingarnefnd eftir áramótin, í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs þarf hann að standa við orð sín.
Athyglisverð skák.
Vekur óneitanlega upp spurningar um styrk Sigmundar Davíðs.
Spurningar sem voru hættar að spyrjast því allir héldu að Bjarni Ben hefði tekið að sér forsætisráðuneytið svona aukreitis og kauplaust eins og Ásmundur Einar tók að sér aðstoðarmannahobbíið.
Mun Sigmundur Davíð beygja Sjálfstæðisflokkinn??
Mmun fjármagnið þurfa að smíða sér nýjan skjöld??
Veit ekki.
En skákin er fróðleg.
Í þágu þjóðar.
En ekki auðs.
Kveðja að austan.
Skuldamálin að leysast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta verður fróðleg skák, Ómar. Það er rétt.
Víst er að Sigmundur mun tefla hana þar til yfir lýkur, eftirgjöf er sama og tap fyrir hann og flokk hans. Hann hefur því engu að tapa.
Hvað varðar sjallana, þá er staða þeirra nokkuð óráðnari. Nudd krata við ákveðinn hóp sjalla gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðina. Víst er að krötum líður betur við hlið fjármagnsaflanna en almennings, svo kannski er styttra milli þeirra og sjalla, en framara og sjalla.
Fari skákin á þann veg að sjallar gangi frá borði, er það uppgjöf af þeirra hálfu og tap. Það tap mun koma fram hjá þeim í næstu kosningum.
Komi til stjórnarslita, verða kjósendur að vera meðvitaðir af hvaða völdum þau slit verða. Þar verður barist um hylli almennings og fjármagnsafla. Stjórnarslit þíða að fjármagnsöflin hafi unnið þá baráttu, en tapað skákinni. Þetta þurfa kjósendur að hafa á hreinu.
Gunnar Heiðarsson, 16.11.2013 kl. 08:19
þettað sníst ekkert um að beigja neitn heldur um málamiðlun sjálfstæðisflokkurinn var með sína útfærslu svo hún verður þarna líka eflaust vildi heldst fá hinna flokkana í þettað líka það virðis vera lítill vilji til þess
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 08:46
Sæll Ómar, það gæti verið að þú værir að hitta naglann á höfuðið. Hvernig þessi frétt er sett fram á mbl kl. 5:30 á laugardagsmorgni og hversu fljótt hún mun hverfa af síðunnni styrkir þann grun. Fjölmiðlar eru notaðir til að prógrammera þjóðin og fara því ekki á hausinn frekar en bankar í boði ríkisvaldsins. Þetta nýtir allur fjórflokkurinn þess vegna er hann við völd. Ríkisstjórn Jóhönnu komst t.d. upphaflega til valda í miðri búsáhaldabyltingu með fulltingi Sigmunar Davíðs og framsóknar. Sat svo án þingstyrks egin flokka út kjörtímabilið. Þetta er í raun ekki skák á innan fjórflokksins þetta er leikrit sem er ætlað kjósendum, sem einhvern tíma var kölluð "hönnuð atburðarás".
Ef eitthvað væri að marka ríkisstjórn sem lofaði aðgerðum til almennrar leiðréttingar stökkbreyttra skulda heimila, sem beðið hefur verið í rúm 5 ár, þá væri hún búin að setja nauðungasölur á hold á meðan beðið er úrlausna.
Með kveðju frá enn þá lengra að austan.
Magnús Sigurðsson, 16.11.2013 kl. 09:15
Jamm, þetta er að verða athyglisvert.
Svo var gerð könnun á Bylgjunni í vikunni sem mér skilst að hafi sýnt að 84% af þeim 5000 sem svöruðu, vonuðust eftir því að Framsókn tækist að efna loforð sitt um leiðréttingu lána. Vissulega má setja út á vísindin á bakvið þessa könnun en þeir sjallar sem gæla við að svíkja lit í skuldamálinu hljóta að þurfa að horfast í augu við að ef þeir gera það þá er ekki víst að þeim verði hugað pólitískt líf í framhaldinu.
Og fyrir restina af sjöllunum þá hlýtur að felast ákveðin freisting í því, að prófa svona einu sinni í lífinu að standa í lappirnar og með þjóðinni, þó ekki væri nema til þess að reyna það á eigin skinni hvernig sú tilfinning er, en jafnframt í leiðinni að einangra Samfylkinguna til lengri tíma. ÁPÁ gerir hins vegar nokkuð vel í því að halda báðum kostum opnum þessa dagana, en ef að sjallarnir svíkja ekki lit þá á hann tæplega aðra kosti en styðja skuldamálið eins og hann hefur talað um að komi til greina.
Ef könnun Bylgjunnar endurspeglar að vilja þjóðarinnar, þá verð ég að segja að trú mín á henni hefur ekki minnkað. Þrátt fyrir að vera eina ferðina enn með vindinn í fangið, alla fjölmiðla á móti sér (nema 5 þáttastjórnendur á Bylgjunni) og samfylkingarbloggherinn afmyndaðan af illsku inni á öllum þráðum við að spinna neikvæða umræðu í kringum loforð Framsóknar, þá lætur þjóðin ekki segja sér hvað henni eigi að finnast réttlátt og hvað ekki. Guðlaugur G. Sverrisson gerir þessu annars góð skil í grein á Pressunni (http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Gudlaugur_Sverris/islendingar-vilja-rettlaeti).
Við erum að nálgast endatafl er það ekki? Sjáum hverju framvindur en ég spái árás frá samfylkingu og ESB armi sjallana á hugmynd SDG um að skuldamálin verði tækluð í bili með stofnun leiðréttingarsjóðs, sem síðan verði endurfjármagnaður með kröfuhafakrónum þegar tekst að losa um höftin. En hvað veit ég svo sem?
Seiken.
Benedikt Helgason, 16.11.2013 kl. 09:57
Sælir;
Maður veltir óneitanlega fyrir sér hvort sjallar séu vitlausari en steinninn í garðinum hjá mér. Það er nefnilega svo að þegar komið er yfir ákveðinn þröskuld þá hættir fjármagnsvaldið að skila arði, það er eftir þröskuld skattpíninga, niðurskurðar, og fleirri þátta. Hvernig ætlast þeir til að geta grætt meira án þess að hjálpa ekki fólkinu örlítið áður? Kanski með því að hirða allt af öllum gegnum nauðungasölur? Hvað gera þeir svo? Varla fara þeir að selja fólkinu aftur þegar það má ekkert eiga vegna gjaldþrota.
ESB-sinnar (landráðaliðið) reyna kanski að koma á ríkisstjórn til að klára að fullnægja landráðaþörfinni, en án þess að hafa þjóðina með sér þá hugsa ég að þeim verði ekki kápan úr því klæðinu.
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 16.11.2013 kl. 10:12
Það er auðvitað rétt Ólafur Björn, að sá möguleiki er fyrir hendi að mynduð verði ESB stjórn án þess að kosið verði aftur.
En ef þeir þingmenn sjallana, sem væru tilbúnir að leggja upp í það ferðalag, gætu hugsað fyrir næsta húshorn (sem væri vissulega stílbrot) þá gætu þeir séð sig í þeirri stöðu eftir 3.5 ár að hafa svikið þjóðina í skuldamálinu og að þjóðin hefði hafnað ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því þrátt fyrir alla trú samfylkingarinnar á getu sína til þess að koma okkur inn í ESB með massívum áróðri þegar "samningur" liggur loks fyrir, þá er staðreyndin enga síður sú að samfylkingunni hefur ekki tekist að sannfæra kjósendur um nokkurn skapaðan hlut síðastliðin 4 ár þrátt fyrir vel skipulagðan blogg- og spunaher. Til þess að takast þetta þá þyrfti þessi her að vera mannaður færri kjánum en hann er í dag og það er ekki í augsýn.
Benedikt Helgason, 16.11.2013 kl. 10:27
Sigmundur er að leika þessa skák alveg snilldarlega.
Hann veitir sjálfstæðismönnum engan slaka í þessu máli, hann ítrekar það í öllum viðtölum að hann ætli að standa við þessar leiðréttingar, punktur.
Sem setur sjálfstæðismenn í þá stöðu að þeir geta ekki farið á móti þessu á neinn fínan eða óbeinan hátt, þeir verða að fara alveg grjótharðir á móti þessu, og leggja sig alla fram um það grimulaust.
Þeir þora því ekki, þeir vilja ekki sitja uppi með þann svartapétur gegn þjóðinni að hafa stöðvað þessar aðgerðir.
Ég er nú samt á því að öll þessi vinna og áætlnair séu alger tímasóun.
EFTA mun sjá um það í vor að leiðrétta öll þessi lán, og um miklu mein en skitin 10-20% og á miklu fleiri lán en bara þau sem voru tekin rétt fyrir hrun.
Ég vona bara að Sigmundur fari ekki í neinar aðerðir fyrr en EFTA hefur lokið sér af, því það væri óþarfa sóun að vera búinn að setja 1-200 miljarða í að greiða inn á þessi lán sem síðan verða dæmd ólögleg.
Sigurður (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 11:41
Það er ánægjulegt að sjá að þér líður vel Ómar Geirsson og ástæða þess er líklega sú að vitlausasti forsætisráðherra allra tíma er farin frá og kuskið með.
Það sem sýnist þó bæta hvað mest hjá þér geðheilsunna nú um mundir er að þú átt nóg af fleygum til að reka á milli núverandi stjórnarflokka, sem við eigum líf okkar undir að mistakist ekki.
En það er svo með suma að þeim líður illa þá daga sem ekkert er til að bölmóðast yfir.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.11.2013 kl. 13:11
EFTA mun sjá um það í vor að leiðrétta öll þessi lán
Hinn virðulegi Hæstiréttur Íslands gæti hæglega klárað það fyrir áramót ef hann kærir sig um.
Það er nefninlega búið að þingfesta dómsmál sem á að fá flýtimeðferð, og í því máli er aðeins byggt á því sem staðið hefur skýrt og greinilega í íslenskum lögum a.m.k. frá árinu 2001. Hæstiréttur er meira að segja búinn að svara þessu að hluta til en það gerði hann með dómi sem féll þann 24. apríl síðastliðinn. Með þeim dómi var dregin ákveðin lína sem markar það hvar lágmarksréttindi neytenda liggja í sambandi við lánasamninga. Á grundvelli þess fordæmis verður varla hægt að veita öðrum minna en sambærilega leiðréttingu, án þess að brjóta gegn jafnræðisreglu.
Þannig gæti reynst algjör óþarfi að bíða a.m.k. 6-12 mánuðum lengur eftir niðurstöðu frá Luxembourg.
Meiri upplýsingar hér: http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1676
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2013 kl. 15:32
Um það af hverju þeir stöðva ekki uppboðin í ljósi yfirvofandi skuldaleiðréttingar kemur eiginlega aðeins tvennt til greina.
A. Sigmundur D. er að spinna og ekki orð að marka hann, ef svo er þá fer nú að draga að lokum þess spuna. Sjálfstæðis menn trúa honum ekki og ætla að fara sínu fram óháð S.D.
B. Sigmundur D er að segja satt en hefur ekki orku í Sjálfstæðismenn af einhverjum orsökum (Hanna Birna) vilja ekki fresta uppboðunum.
Vonandi að B sé rétt en hvort sem er þá eru Sjálfstæðismenn ekki að koma vel út þar sem þeir komust aftur til valda út á þessi loforð um skuldaniðurfellingu.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 15:44
Guðmundur Ásgeirs.
Hæstiréttur hefur ekki kjark í að dæma þessi lán án þess að geta rökstutt og varið dóminn með áliti frá EFTA.
Ef Hæstiréttur teldi sig eina einhvern möguleika að dæma þessi lán lögleg, væri hann ekkert að hika við það.
Hann hins vegar veit það alveg fyrir víst að hann getur það ekki, og þess vegna er hann að ná sér í styrkari réttlætingu og bakland með því að sækja þetta álit, sem dómurinn hefur hingað til verið mjög ófús að gera almennt séð.
Hæstiréttur veit vel hvert álit EFTA verður, rétt eins og ég og þú.
Sigurður (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 16:07
Sammála hér er verð að spila snilldarskák.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2013 kl. 16:14
Við lifum umbrotatíma og það er gleðilegt hvað margt gott fólk er farið að átta sig á því um hvað skákin snýst og hvernig hún er leikin.
En það sem mér þætti miklu gleðilegra væri að þjóðin réði meira örlögum sínum með auknu vægi þjóðaratkvæðnagreiðslna og beins lýðræðis í stað skotgrafarhernaðar og skák"listar" ríkiskerfis flokkanna.
Að þjóðin vaknaði og hristi af sér samtryggt flokksræðið sem er hér allt lifandi að drepa.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 16:57
Af kynjum og víddum...
fjallar um hina tvívíðu x y hugsun, sem við lifðum sem flekkir á skákborði staðsetningartækjanna, fyrirsjáanleg til að vera felld, "drepin" eins og það heitir á skákmálinu
en víddirnar eru vitaskuld miklu fleiri og mér, einum nóboddí í öskustó hrunsins, tókst að reikna mig út í þá níundu með því að notast við
loftbólur andans :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 17:06
Blessaður Gunnar.
" Stjórnarslit þíða að fjármagnsöflin hafi unnið þá baráttu, en tapað skákinni. Þetta þurfa kjósendur að hafa á hreinu."
Held að þetta sé rétt greining, en geri mér engar grillur um að þjóðin kveiki.
Sigmundur Davíð hefur skemmt trúverðugleik sinn með þögn sinni, og sífelldri fjarveru.
Var kominn í þrönga stöðu eins og skoðanakannanir gefa til kynna.
Ég persónulega hafði orði enga þolinmæði með honum eftir að Vigdís fór yfir um og hún var ekki stöðvuð.
Svo las ég í rólegheitum Moggann í gær, og sá nefndina sem hann skipaði um afnám gjaldeyrishaftanna.
Flottir náungar sem hafa sannarlega með málflutningi sínum sýnt að þeir hafa þekkingu á viðfangsefninu.
Síðan kom þessi frétt, og alltí einu sá ég stöðu sem hægt er að tefla til sigurs.
Fyrir kláran náunga og ef hann nýtur þá stuðnings flokksins.
Kemur í ljós, nefndin skilar af sér núna í lok nóvember.
Svo gæti ég líka haft rangt fyrir mér með Sjálfstæðisflokkinn, vissulega eru fræðilegar líkur á að hann taki hag þjóðar fram yfir hag fjármagnsins.
Sumir Sjálfstæðismenn trúa því.
Sjáum til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 17:36
Blessaður kristinn geir.
Tillögur Sjálfstæðisflokksins voru lýðskrum af verstu gerð, óframkvæmanlegar og algjörlega út í hött.
Vanvirðing við vitsmuni kjósenda flokksins.
Ef örlar á þeim í tillögum Sigmundar, þá er ljóst að hann var að plata allan tímann.
Og var ekki að tefla neina skák, heldur skapa sér andrými til að safna fé í vasa.
Og Framsóknarflokkurinn mun þurrkast út í næstu kosningum líkt og stefnir í í Reykjavík.
Ég skal ekki útiloka þetta, en ætla Sigmund mann, en ekki aurasafnara.
Tel hann vera að tefla skák.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 17:40
Blessaður Magnús.
Veit ekki með fréttina, sé svo sem engan hita í kringum hana, líklegast hafa fáir klikkað við hana og þess vegna hafi hún horfið.
Það er svo skrýtið með fólk í skuldavanda, það sýnir málum sínum svo lítinn áhuga.
Alveg vonlaus pólitískur buisness að gera út á það.
Svona frétt fær fyrst og síðast athygli fólks eins og okkar, sem hafa almennan áhuga á pólitík, og eru svona að spá í spilin.
Þetta er sterkur punktur hjá þér; "Ef eitthvað væri að marka ríkisstjórn sem lofaði aðgerðum til almennrar leiðréttingar stökkbreyttra skulda heimila, sem beðið hefur verið í rúm 5 ár, þá væri hún búin að setja nauðungasölur á hold á meðan beðið er úrlausna. ".
Þetta er stór skýring þess að ég afskrifaði ríkisstjórnina strax í sumarbyrjun.
En ég er ekki viss, ekki alveg viss, allavega kann ég skák og þekki tefldar stöður.
Ein blasir við í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 17:46
Blessaður Seiken.
Strákarnir mínir spurðu mig í vikunni hvað orðið fairy-tail þýddi, hvort það væri ævintýri. Ekki alveg sagði ég, enskan hefur sama orð og við yfir ævintýri. Fairy-tail gæti verið ævintýri en líka eitthvað sem væri svo ótrúlegt að það væri eins og ævintýri, eða eins og þú segir Seiken,
En ég tel að marktækni Framsóknarflokksins ráðist af þeim tillögum sem nefndin leggur fram.
Ef þær eru raunhæfar, og taka á þeim vanda sem þær eiga að taka á, þá er ljóst að alvara býr að baki.
Leiðréttingarsjóðurinn er ein leiðin, en hin raunverulega leið er leið Lilju Mósesdóttur, nýkrónan.
En það er önnur saga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 18:11
Blessaður Ólafur.
Það er mikið til í því sem þú segir, en ég efast stórlega um þetta með þjóðina.
Hún er æfð í að platast.
Fólk lætur eins og það sé steingelt, og beri ekki skylda til að verja lífið sem það ól af sér.
En sjáum til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 18:13
Blessaður Sigurður.
Ég held að þú metir stöðu sjálfstæðismanna alveg rétt, en svo kom frá þér athyglisverður fingurbrjótur.
Þetta með EFTA.
Og þess vegna eigi ekki að gera neitt.
Það flögrar að mér að þú þekkir til vogunarsjóða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 18:16
Blessaður Hrólfur.
Það er rétt hjá þér að mér líður ágætlega þessa dagana, en það hefur lítt með stöðu þjóðmála að gera, manni er svo sem enginn hlátur í hug að sjá þjóðina enda sem tötrahró á húsgangi fyrir utan musteri ESB í Brussel.
Og betur væri að ég hefði fleyga til að reka á milli stjórnarflokkana, ég myndi svo sannarlega nota þá því ekki vildi ég losna við verstu ríkisstjórn vestrænnar sögu, til að fá aðra, ekki jafn klaufska, en með sömu stefnu.
En ég skil að þú ert ekki glaður Hrólfur, það hlýtur að vera erfitt að fylgja fólki sem gerir allt það sem þú gagnrýndir harðlega í 4 ár.
Mönnum hefur orðið bumbult að minna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 18:24
Blessaður Guðmundur.
Vissulega vona ég að þetta gangi eftir, en varlega myndi ég treysta á það.
Og hef fært fyrir því rök, sem ég ætla ekki að endurtaka hér.
En verði mesta óréttlæti seinni tíma leiðrétt vegna tilskipana ESB, þá er allavega eitt ljóst.
Við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð.
Og ættum að hafa bak við eyrað að fæst sem kemur frá Brussel þessa dagana er jákvætt fyrir alþýðu fólks.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 18:28
Blessaður Bjarni.
Ef Sigmundur teflir djarft mun hann koma vel út úr þessu.
Sjálfstæðisflokkurinn á alltaf sitt fasta fylgi, um 25% í dag.
Sé það ekki breytast.
En það er þetta með þjóðina, hvernig fer með hana??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 18:31
Takk fyrir innlitið Ásthildur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 18:31
Blessaður Pétur Örn.
Við getum látið okkur dreyma og á einhverri kynjavídd mun draumur okkar rætast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 18:33
Draumurinn mun rætast þegar fólk vaknar til anda draumsins og okkar allra
"ofar himni ... og undir himni ... ef við viljum" :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 18:46
Takk Ómar og svo kemur vorið. En ekki fyrr en í vor.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.11.2013 kl. 19:30
Blessaður Hrólfur.
Ég hef aldrei haldið því fram að ég þurfi að hafa rétt fyrir mér, ég einfaldlega færi rök fyrir mínu máli, og rökfærsla mín getur verið breytileg.
Það má vera að það komi vor.
En ég sé ekki að helstefna ESB virki betur hér en annars staðar.
En það má vera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 19:40
Ómar,
Hvað kallar þú sjálfstæða þjóð?
Við erum föst í fjármagnshöftum, ríkið á leið í greiðsluþrot og helmingur heimila landsins tæknilega gjaldþrota, 110% veðsettur með 100% verðtryggingu á hæstu vöxtum í heimi.
Staðan er fullkomlega ósjálfbær fyrir bæði ríki, atvinnulífið og heimilin.
Nágrannalönd okkar eru flest í ESB og hafa það alveg ljómandi fínt, og eru laus við allan þennan óþverra sem er allt lifandi að drepa í landinu.
Sigurður (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 21:12
Blessaður Sigurður.
Sjálfstæð þjóð er sú þjóð sem getur skipað málum sínum sjálf, gripið inní þegar henni ofbýður, skipt um stefnu telji hún þess þörf.
Eitthvað sem Tékkar gátu ekki gert 1967, eða Grikkir 2012.
Sjálfstæði þýðir ekki sjálfkrafa að hlutirnir séu í góðu lagi, eða að fámenn yfirstétt geti ekki nauðgað þjóð sinni.
En sjálfstæði þýðir að þjóðin hefur tæki til að losna við hana.
Það sem þú lýsir er mannanna verk, örfárra mannanna verk.
Þjóðinni bar ekki gæfu til að fylgja eftir Nei-i sínu í ICESave.
Varðandi samanburðinn við nágrannalönd okkar þá er það rangt hjá þér að allt sé í lagi þar, Svíþjóð heldur sjó en annars staðar er hægfara kreppa að éta upp alla velmegun.
Varðandi lönd Evrópusambandsins almennt þá er ástandið víða orðið álíka slæmt og var á kreppuárunum, og heimild þess er hinn hlutlausi Rauði Kross, sem hefur ekki ennþá verið keyptur til að ljúga, ólíkt stjórnmálastéttinni og fjölmiðlum.
En hjá þeim löndum sem lentu illa út úr fjármálakreppunni er ástandið miklu verra en var á fjórða áratug síðustu aldar.
Samt voru hremmingar þessar þjóða aðeins brot af hremmingum íslensku þjóðarinnar, hér náði ránsskapur frjálshyggjunnar hármarki.
Samt er ekki hægt að líkja ástandi okkar við þær manngerðu hörmungar sem kreppuþjóðir ESB hafa lent í.
Svo ég velti því fyrir mér Sigurður, hvað fær þig í þennan ranga samanburð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.11.2013 kl. 09:51
Sæll Ómar.
Þetta er skemmtilegur pistill hjá þér og hressilegar umræður.
Ég held að formenninir séu jafn góðir í skák og leikurinn endar með jafntefli og þeir takast í hendur eins og sannir herramenn.
Því það er víst að þeir ætla að ætla að koma þjóð og ríki í réttan farveg.
Það sem mér finnst mest spennandi er hvort einhver tillaga komi, frá þessum mætu nefndarmönnum, um NÝKRÓNU eða RÍKISDAL og Myntráð verði sett á laggirnar.
Þá er hægt að losna við Seðlabankastjórann okkar, mann sem skaðað hefur þjóðina mest allra sl. 4ár meðvaxtastefnu sinni.
Eggert Guðmundsson, 18.11.2013 kl. 22:40
Frá upphafi hefur það verið vitað að Már gegnur erinda AGS og hins alþjóðlega uber-kapital og BIS enda kom maðurinn beint frá höfuðstöðvunum í Sviss sem tæknilegur sjériff fyrir Jóhönnu og Steingrím.
Það er eðli gamalla Trotskyista. Undarlegt að Bjarni Ben. virðist vera hæstánægður með Má, en Sigmundur teflir nú af talsverðri festu gegn handrukkara bankanna og vogunarsjóðanna.
Fjármálaráðherrann Bjarni líkist hins vegar forvera sínum meira og meira með hverjum deginum. Munurinn á pilsfalda-kapítalista og kommissara-komma er heldur enginn
The Deep Throat (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 00:04
Hæhó og gleymum ekki frú Hönnu Birnu sem líkist nú frú Ingibjörgu Sólrúnu meira og meira með hverjum deginum í faðmlögum við Huang Nubo í kínverska kommúnistaflokknum.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 00:12
Blessaður Eggert.
Ég held að það séu engar líkur á því.
Hagsmunir þeirra fara ekki saman. Bjarni styðst við hið hefðbundna og þó þið margir stuðningsmenn hans horfist ekki í augun á því, þá er hið hefðbundna sú stefna sem Evrópusambandið framfylgir og felst í því að leysa fjármálakreppuna á kostnað almennings.
Og þessi stefna er bökkuð upp af auðmönnum og fjölmiðlum þeirra.
Af einhverjum ástæðum kaus Sigmundur Davíð að halda sig við hið óhefðbundna, eins og hann lofaði í kosningabaráttu sinni, og ég sé ekki hvernig hann sleppur frá því ef hann vill ekki sjá flokk sinn fara niður fyrir 5% í skoðanakönnunum.
Og hinu hefðbundna og hinu óhefðbundna er ekki blandað saman þó menn hafi viljann til þess.
Bjarni hefur marglýst því yfir að hann ætli að lúga Friedmanískum lögum um Seðlabankann, það er virða sjálfstæði hans, og hann muni ekki skuldsetja ríkissjóð.
Sem ég reyndar skil mjög vel því það er fáránlegt.
En málið er að vandann er ekki hægt að leysa nema með neyðarlögum sem kippa Seðlabankanum úr sambandi.
Hvort sem menn fara leið Lilju um nýkrónuna eða leið Guðmundar Franklín um magnbundna íhlutun eða heitir hún það ekki??
Aðrar leiðir eru ekki færar og ég sé ekki menn ná saman um þær.
Vissulega getið þið sjálfstæðismenn í afneitun látið ykkur dreyma um að Bjarni hafi aðrar skoðanir en hann hefur, og að hann geri það sem er rétt í stöðunni.
En Bjarni má eiga að hann hefur aldrei leynt skoðunum sínum, hann hefur rökstutt þær, og hann hefur staðið við þær hingað til.
Það eruð þið sem ætlið honum ykkar skoðanir og verðið síðan fyrir vonbrigðum þegar hann heldur áfram sínu striki.
En það er ekki við Bjarna að sakast, og hann er það sem hann er.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 09:41
Blessaður þú sem í Djúpinu dvelur.
Á einhverjum tímapunkti verðum við að hætta að vera hissa á því að fólk er eins og það er, geri það sem það sagðist ætla að gera.
VG liðar voru endalaust að réttlæta Steingrím, en Steingrímur var í ríkisstjórn AGS, og að sjálfsögðu fór hann að fyrirmælum sjóðsins.
Fór eftir samkomulagi sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði við sjóðinn.
Varla ætla menn þess að Bjarni gangi gegn þessu samkomulagi, gangi gegn hinu hefðbundna sem völd hans hvíla á.
Og það er eins með Már, hann er hefðbundinn hagfræðingur sem kokgleypti peningamagnskenningu Friedmans, og þess vegna var hann fenginn í Seðlabankann.
Til að framkvæma hið hefðbundna.
Við eigum ekki að persónugera þetta.
Við eigum að ráðast á það sem að baki býr.
Og við gerum það með því að vera trú sjálfum okkur, lífsskoðunum okkar, og látum ekki aðra leiða okkur frá því sem rétt er.
Skortur á því er hinn eiginlegi vandi þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.