15.11.2013 | 23:04
Að bera af sér sök er ákveðin list.
Og hvað sem verður sagt um Össur Skarphéðinsson, þá er hann listamaður.
Og það af guðs náð.
Upp úr hatti sínum dregur hann málið sem hann á flöt með Sjálfstæðisflokknum, kemur illa út fyrir andstæðinga hans innan Samfylkingarinnar, og þó það sé í sjálfu sér mjög alvarlegt, þá er það samt örmál miðað við hinar raunverulegu hörmungar sem þjóðin þurfti að þola af hálfu þessara stjórnmálamanna sem gengu erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við að handrukka þjóð sína.
Aðeins smámenni handrukka sína eigin þjóð.
Aðeins smámenni neita þjóð sinni um réttlæti eftir að fámenn klíka auðmanna fengu frítt spil frá stjórnmálamönnum við að ræna hana.
Því miður Össur, skömmin er þín.
Og reyndu nú einu sinni að skammast þín.
Og biðja þjóð þína afsökunar.
Aðeins þá, og ekki fyrr, mun vegferð þín hefjast til að losna við forskeytið "smá".
Vegferð sem auðvelt er að hefja, auðvelt er að klára.
Segðu fyrirgefðu, iðrastu, og reyndu að bæta úr.
Útburðurinn hefur magnast á ný, hann þarf að stöðva.
Hann er rangur, hann er siðlaus.
Og menn spyrja ekki um fortíð þess sem hann stöðvar.
Þar með kjörið tækifæri fyrir listamenn á þínu sviði.
Það er alltaf annað tækifæri.
Kveðja að austan.
Málið stórskaðaði flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 13
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 1237
- Frá upphafi: 1412791
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1087
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er svo langt um liðið að þessir atburðir áttu sér stað og það var á þeim tíma engin leið að ráða í lyktir þess.Hérna minnir þú á þig eins og í baráttunni miklu gegn þessum öflum. En þú ert kannski ekkert ánægður með breytinguna á stjórnarheimilinu og satt að segja var maður svo dolfallinn yfir þeim fyrri,að líktist hræðslu við galdra eins og þáttunum á Ruv. ,,Merlin,,. Höfum við heyrt/séð háttsetta bankamenn eða stjórnmálamenn biðjast afsökunar. Raunar einn Gylfa Magnússon fyrir hræðsluáróður sinn,um að við yrðum eins og Korea norðursins.--Bíð þá góða nótt og eins og á korti,Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!
Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2013 kl. 03:31
Blessuð Helga.
Ég er ennþá í baráttunni miklu, en ólíkt mörgum öðrum þá hætti ég ekki þó mínir menn kæmust í ráðherrastóla.
Ég á nefnilega ennþá líf sem þarf að vernda.
Takk fyrir innlitið Helga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2013 kl. 07:04
Það eru bara smámenni sem reyna að bera af sér sök á aðra. Þegar þeir svo beina þeirri sök á gamalmenni sem sest er í helgan stein, verður viðkomandi að andlegum aumingja!
Össur er greinilega þannig maður. Hann viðurkennir aumingjaskap sinn og kjarkleysi. Þykist hafa verið á móti þeim málum sem skaðar krata mest en tók þó fullan þátt í að framfylgja þeim.
Skyldi einhver trúa þessu bulli í honum?
Gunnar Heiðarsson, 16.11.2013 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.