15.11.2013 | 08:37
Hver er fréttin??
Er það sú staðreynd að barnaníð þekkist á Íslandi??
Eða héldu menn að svo væri ekki.??
Í fréttinni kemur ekkert fram um hin meintu tengsl, hvað þá að blaðamaðurinn reyni að setja eitthvað í samhengi.
Í raun læðist að manni sá grunur að þetta sé sett fram til að auka flettingar á Mbl.is, með öðrum orðum, að ekkert sé það ljótt að ekki megi græða á því.
Svona pínkupons.
En barnaníð er staðreynd, og við Íslendingar ekki öðruvísi en annað fólk.
Þess vegna er það ekki frétt að við tengjumst slíkum glæpasamtökum.
Spurningin er frekar, hvað ætlum við að gera í því??
Skera niður??
Hagræða??
Sjá til þess að glæpamenn fái að vera í friði við sína iðju í nafni frjálshyggjunnar
Eða ætlum við að gera eitthvað??
Til dæmis að nota eitthvað af þessum 80 milljörðum sem við greiðum í vexti handa fjármagninu, í eitthvað annað þarfara, til dæmis til að vernda samfélag okkar.
En slíkra spurningar eru ofviða blaðamönnum Morgunblaðsins.
Þeir héldu ekki vinnunni ef þeir spyrðu þeirra.
Þeir eru ekki með útgáfustjóra fyrir ekki neitt.
Kveðja að austan.
Níðingar með tengsl við Ísland? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 447
- Frá upphafi: 1412809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 386
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aumingjaskapur stjórnvalda og dómstóla gagnvart nýðingum hér á landi hefur viðhaldið barnaníð þjóðþekktra manna í ára bil, svo ekki sé talað um aðra gerendur sem hofrt var framhjá.
Sigurður Haraldsson, 15.11.2013 kl. 08:54
Örugglega mikið til í þessu Sigurður og vatnaskilin urðu þegar Thelma Ásgeirsdóttir skrifaði sínu þörfu bók.
En þetta er ekki bundið við okkur, bæði níðið og viðbrögð við því, þetta er global.
En einn daginn vona ég að þetta verði úr sögunni.
Ekki bara vegna þess að við hættum að líða níð, heldur líka vegna þess að við hjálpum.
Rjúfum vítahringi, hjálpum.
En það er önnur saga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 09:30
Já, hvernig er auðveldast fyrir rótgrónu mafíuna á Íslandi og víðar, að pína hóta og kúga stjórnmálamenn og embættismenn til að þjóna djöflunum? Börn eiga sér engan málssvara í svo stjórnsýsluspilltu samfélagi.
Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að átta sig á því hvernig hægt er að kúga fólk. En ef maður minnist á svona við bláeyga Íslendinga, þá verða þeir alveg hneykslaðir á að einhverjum detti slík fjarstæða í hug, í "óspilltu" samfélaginu mafíustýrða á Íslandi.
Afneitun almennings er svona svipuð og maður gæti trúað að væri meðal almennings í ríkjum sem eru svo svikin og vanþróuð, að fá ekki einu sinni lágmarksmenntun til að verða læs.
Það leiðir hugann að öðru. Hafa grunnskólarnir ekki náð að skila 30% drengja ólæsum eftir 10 ára grunnskóla-þrælabúðir? Og dýrasta grunnskólakerfi þó víða væri leitað?
Það leiðir svo hugann að því að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Sjálfstæðisflokki ætlar að verða borgarstjóri, þrátt fyrir að hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í einelti gegn Ólafi F. í klíkumálum Reykjavíkurborgarstjórnar. Hvernig er hægt að treysta manneskju fyrir grunnskólamálum barna, ef sú manneskja hefur sjálf verið svo siðferðislega brengluð að taka þátt í stjórnsýslueinelti?
Afsökunarbeiðni er marklaus, ef fólk sýnir enga iðrun í verki og ætlar bara að vaða áfram á sömu villubrautinni.
Þetta eru bara hugleiðingar, en full þörf á að vera vel vakandi á gagnrýniverðinum, og fá sem flesta til að hugsa og tala um það sem eineltisgerendur stjórnsýslunnar reyna að þagga niður. Þöggun um einelti er kúgun, og kúgun brýtur hvern einasta einstakling niður, sama hversu sterkur hann er.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 10:36
Það er talað um margar handtökur en ennþá hefur ekkert heyrst af neinni handtöku á Íslandi, þrátt fyrir að ljóst sé að málið hafi náð hingað. Hvers vegna? Er þetta einhver sem vinnur á Hverfisgötunni, eða einhver "vel tengdur"? Kannski "háttsetti embættismaðurinn" á ferð? http://www.dv.is/frettir/2013/1/18/thad-ma-ekki-anda-toppana-i-loggunni/
símon (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 15:26
Blessaður símon.
Það hefði verið frétt, það er ef málinu væri fylgt eftir hér á landi.
Varðandi spurningar sem vakna, þá er þessi síða ekki hæf til að veita svör við þeim.
Er ekki rétt tengdur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 15:32
Takk Anna fyrir innslag þitt.
Þöggun er kúgun.
Bæði útbreidd og alvarleg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 15:33
Blessaður Ómar.
Stefán Eiríksson og "embættismaðurinn" í DV-fréttinni er ég nefni hér að ofan byrjuðu báðir feril sinn hjá Birni Bjarnasyni, og Ríkislögreglustjórinn er líka Flokksgæðingur. Moggin var nú ekki að drepa sig á því að fjalla um það sjúka mál, þannig að maður heldur ekki inni andanum að bíða eftir því að Mogginn rannsaki þetta, þrátt fyrir að ritstjórarnir séu betur tengdir en flestir.
Held að fleiri ættu að gerast forvitnir og fylgjast með stórfurðulegri hegðan toppanna í "lögreglunni", svo ekki meira sé sagt. Það þarf að fara að hreinsa til og setja upp óháð eftirlit.
símon (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.