14.11.2013 | 18:23
Hvað er svona sniðugt við atvinnuleysi??
Sem er óhjákvæmileg afleiðing óraunhæfra kjarasamninga síðustu ára, ef hið opinbera má ekki hækka á móti.
Kjarasamningum fylgir ábyrgð, en sú ábyrgð felst ekki í að reka fólk til að endar nái saman.
Menn ættu að hafa það í huga.
Kveðja að austan.
Frumkvæði borgarinnar stórt framlag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Þetta mun að endingu lenda á skattgreiðendum - við skulum ekki vera með neinar sjálfsblekkingar. Skuldir hins opinbera munu aukast.
Jú Ómar, sú ábyrgð er einmitt sú að láta fólk fara svo endar nái saman. Ef það er ekki gert missa enn fleiri vinnuna seinna en ella. Stjórnmálamenn gera þetta aldrei því þeir eru ekki að sýsla með eigið fé.
Helgi (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 19:41
Veistu Helgi, ég held að þú myndir aldrei endast lengi í rekstri ef þú bregst við launahækkunum með því að reka fólk.
Menn hafa ekki fólk í vinnu af því bara.
En það er rétt hjá þér, svona lýðskrumi fylgja auknar skuldir, sem til dæmis myndu ekki ganga upp í einkageiranum.
Lýðskrum er einn af veikleikum hins opinbera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 09:38
Getum við skilið hvernig spilað er með okkur?
Við verðum að muna að
skuldir hins opinbera,
eru skuldir einka fjármálafyrirtækja sem voru settar á ríkið.
...og muna að,
vextirnir sem við greiðum fjármálafyrirtækjunum,
vegna þeirra eigin skulda,
sem voru færðar á ríkið,
eru himin háir.
Heyrðu, skilur þú fléttuna?
Getum við verið svona fákænir?
Hvaða orð ætti að nota um okkur?
En í alvöru, nú skulum við læra,læra og læra.
Egilsstaðir, 14.11.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 09:53
Það er nú það með lærdóminn Jónas.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.