14.11.2013 | 13:35
Hverra hagsmuna gætir Bjarni Ben??
Þegar hann andmælir þeirri stefnu að þjóðin eigi ekki að borga með raforkusölu til stóriðju??
Var honum mútað persónulega??, var Sjálfstæðisflokknum mútað, eða fór mútuféð í beggja vasa??
Vill Bjarni bæta upp skaða alþjóðlegra auðhringa eftir að spilltasta stjórn Afríku, stjórn Mobutu í Zaire var steypt að stóli??
Að auðlindir þjóða séu matarbúr örfárra auðmanna, allflestar búandi í Bandaríkjunum, gerandi út þá stefnu sem kennd er við frjálshyggju, og felur í sér að fólk sé þrælar, en auður sé fólk.
Ég viðurkenni reyndar að þessipurning eru spurð vegna þess að þrátt fyrir allt vil ég ekki ætla Bjarna hina augljósu heimsku, að hann viti ekki hvað hann segir, að hann bulli út í eitt eftir fyrirfram lærðu frösum áranna fyrir Hrun.
Bjarni á þessa jákvæðni skilið, hann barðist jú gegn ICEsave 2.
Ég ætla hann spilltan en ekki heimskan. Það fyrra er jú skárra, og að selja náunga sinn fyrir aur er jú tíska í dag.
Stóriðjustefna Sjálfstæðisflokksins endaði í gjaldþroti Orkuveitu Reykjavíkur, gjaldþroti Hitaveitu Suðurnesja, í greiðsluþroti Landsvirkjunar.
Jafnvel kalkún man rök Landsvirkjunar fyrir uppgjöfinni gagnvart bretum, að ICEsave samningur Steingríms og Jóhönnu var nauðsyn svo Landsvirkjun yrði ekki gjaldþrota. Hún átti kannski eignir, en hún gat ekki staðið í skilum, endurfjármögnun var henni lífsnauðsyn.
En í dag kallar fjármálaráðherra Íslands afleiðingar þessa gjaldþrots, að orkufyrirtæki standi í vegi fyrir iðnaðaruppbyggingu.
Að hið lága orkuverð sem gerði þau gjaldþrota sé forsenda hinnar meintu iðnaðaruppbyggingu.
En Bjarni er ekki kalkún, hann veit betur en það.
Hann þjónar aðeins aurnum sem fékk hann keypt.
Og hann treystir á stuðningsmenn Sjálfsstæðisflokksins, að þeir séu eins og þeir eru.
Muni ekki mínútuna sem liðin er, séu fóðraðir á frösum, sjái ekki út fyrir þá rimla sem auðmennirnir geyma þá í, á meðan þeir ræna landið okkar og þjóð.
Og Bjarni hefur rétt fyrir sér.
Hann getur gert samninga, enda vanur vafningsmaður, hann þarf ekki að hafa áhyggjur af flokknum.
Flokkurinn er hann, svo framarlega ef hann passar sig á hinni daglegri fóðurgjöf.
Að fóðra flokksmenn á bulli og rugli.
Hann er ekki bjáni, hann er ríkur.
Meira en sagt er um fólkið sem kaus hann.
Kveðja að austan.
Landsvirkjun hindri ekki iðnaðaruppbyggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það lítur út fyrir að hann Bjarni Ben. eigi að gæta hagsmuna svikulla og ábyrgðarlausra kennitöluflakkara, þvert á landamerki.
Gömul uppskrift!
Ef fólk hlustar á það sem Bjarni sagði áðan í þinginu, þá ber ekki á öðru en að hann líti á dótturfélag Landsvirkjunar sem löglegt fyrirbæri. Þrátt fyrir fyrri vafninga og dýrkeyptu reynslu, sem ætti að hafa kennt einhverjum eitthvað eftir banka/lífeyrissjóðs-rán á Íslandi.
Nú verður fólk á Íslandi að fara að fylgjast með, því Breta-stjórnvöld eru ekki frekar en Íslands-stjórnvöld, þekkt fyrir að gæta hagsmuna fátæks og upphitunar/kaupmáttar-svikins almennings.
Rafmagns-sæstrengur er bara enn eitt svindlið í stjórnsýslunni hel-siðblindu og glæphvítflibba-stýrðu!
Vaknið!
Ég get ekki gert betur en að benda á hið augljósa, á meðan ég hef smá þrek og heilsu eftir. En það verður væntanlega unnið að því að afvopna mann í þessari veikburða baráttu. Þangað til mun ég gera mitt besta, af því litla sem eftir er í mér, fyrir brottför úr siðblindu-víti.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2013 kl. 14:26
Ég get ekki séd betur en ad Bjarni standi med íslenskum fyrirtaekjum og íslenskum heimilum. 80% af raforkunni sem hér er framleidd fer til stóidju og skilar landsvirkjun töluverdum ardi thannig ad stóridadur er ekki nidurgreiddur af heimilum. Mig grunar ad Bjarni vilji ekki ad lagdur verdi saestrengur sem muni valda thví ad raforkuverd til heimilla og fyrirtaekja haekki um thrfalt eda fjórfalt. Öll fyrirtaeki eru rekin med hag eienda ad leidarljósi, fjölskildufyrirtaeki eru rekin til ad skapa eigendum störf, hlutafélög eru til ad skapa hluthöfum ard en Landsvirkjun er ríkisfyrirtaeki og hagur ríkisins eru störf og útflutingur á vörum eda störf sem draga úr innflutningi. Hördur nokkur virdist ekki vera med thad á hreinu svo ljóst er ad thörf er á ad minna hann á thad
Brynjar Þór Guðmundsson, 14.11.2013 kl. 16:22
Blessuð Anna Sigríður.
Það mættu margir taka baráttuþrek þitt til fyrirmyndar.
Og ég álít það heiður þegar þú gefur þér tíma til að tjá þig hér á síðunni minni.
Það eru margir sem lesa innslög þín, eins kjarnyrt og sönn þau eru.
Takk fyrir mig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2013 kl. 18:29
Blessaður Brynjar.
Ég held að innslag þitt sé í engum takti við raunveruleikann.
Því miður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2013 kl. 18:30
Sæll og blessaður Ómar.
Landsvirkjun og orkusala
Ég ætla að reyna að vera ekki stóryrtur.
Stóriðjan hefur gert okkur fært að virkja hæfilega stórar hagkvæmar virkjanir.
Þessar virkjanir hafa gert okkur kleift að selja rafmagn til stóriðju.
Orkan til stóriðju er greidd með gjaldeyri.
Þar hefur fjöldi starfa skapast, sem eru greidd með útflutningi.
Greiðslan til Íslands er greidd í gjaldeyri.
Með þessari stefnu hefur okkur tekist að halda nær fullri atvinnu í landinu.
Rafmagn til heimila er mun ódýrara á Íslandi en í Evrópu,
vegna þessara hagkvæmu virkjana, og raforkusölu til stóriðju.
Þegar fjármálakreppan, sem var búin til af stórbönkum heimsins,
Skall á Íslandi, þá ætluðu fjármálafyrirtækin að yfirtaka orkulindir Íslands.
Vegna þess að stjórnvöld á Íslandi höfðu reynt að greiða niður skuldir,
þá stóðum við betur að vígi.
Mér sýndist einhver gefa í skin að Evrópu auðvaldið, hefði ekki viljað framlengja
lán til Landsvirkjunar.
Við getum rétt hugsað okkur hve Bretar og Evrópa hefði staðið betur að vígi,
til að setja á okkur þumalskrúfu, ef við hefðum þurft að selja þeim raforku
í gegn um streng.
Stóriðjan, álverin á Íslandi höfðu sömu hagsmuni og við íslendingar
að halda öllu gangandi á Íslandi.
Við erum farin að skilja að kreppan var tilbúin til af fjármálafyrirtækjunum,
til að ná eignum fólksins.
Ég þarf að lesa betur bloggið hans Bjarna Jónssonar,
Til að skilja þetta betur.
http://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/1324369/
Nú verð ég að hlaupa frá þessu, í bili.
Egilsstaðir, 14.11.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 14.11.2013 kl. 18:38
Takk Jónas.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2013 kl. 18:42
Sæll.
Alveg ljóst er að Hörður Arnarson ræður ekki við sitt starf, þetta endalausa þvaður hans um sæstreng sannar það. Sjá nánar vandaða umfjöllun hér:
http://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/1324369/
Því fyrr sem við losnum við hann þeim mun betra enda virðist hann vera lítið annað en vikapiltur VG og skilur hvorki haus né sporð í raforkumarkaðinum. Málflutningur HA í kringum Icesave undirstrikar enn frekar vanhæfi hans. Hann þarf að fara!!
Svo er furðulegt að LV telur sig geta einhliða sett upp rafmagnsverð sem er fjarri heimsmarkaðsverði. Slíkt lýsir ótrúlegum barnaskap. Menn fara einfaldlega annað, líkt og gagnaversmenn gerðu nýlega. Hvað kostuðu þau mistök HA og LV þjóðina?
Heimsmarkaðsverð á raforku fer lækkandi vegna aukins framboðs á jarðgasi. HA og LV geta sett upp það verð sem þeim listir en ef verðið er ekki raunhæft vill enginn borga það!! Menn fara annað þar sem seljendur raforku eru raunsæir. Hvaða samninga hefur HA undirritað sem gagn er að? Vindmyllurnar teljum við ekki með því þær eru auglýsingamennska og gerðar til að kæta húsbændur hans.
Annars finnst mér öll þessi umræða vera voðalega þokukennd, menn eru að ræða hluti sem þeir hafa bersýnilega ekki gripsvit á. Hvaða verð eru menn að tala um? Hvaða verð er ásættanlegt? Við hvaða verð erum við að greiða með rafmagninu til stóriðjunnar? Er arðsemiskrafa LV raunsæ? Hvað er lágt orkuverð? Hvert er heimsmarkaðsverð til t.d. álvera? Er raforkuverð til stóriðju hið sama í USA og í Evrópu?
Síðan hvenær er LV komin í greiðsluþrot? LV stendur mjög vel peningalega og eftir ca. 10 ár eigum við Kárahnjúkavirkjun skuldlausa!! Raforkusala til áliðnaðarins hefur verið arðsöm fyrir bæði OR og LV.
Sumt af því sem þú segir að ofan Ómar er afar furðulegt. Er fólk hérlendis þrælar? Ef hægt væri að koma álverinu í Helguvík á koppinn sem fyrst myndi staðan í atvinnumálum lagast verulega. Álfyrirtækin borga að auki mjög góð laun. Viltu kalla starfsfólk álfyrirtækjanna þræla þegar meðallaun þar voru tæplega 440 þús kr. árið 2009. Árið 2012 námu tekjur af útflutningi áls 226 milljörðum króna. Er þjóðin þrælar? Fyrir hverja þrælar hún? Álfyrirtækin? Er þá þrældómur að vinna fyrir 440 þús á mánuði? Er vöruskiptajöfnuður upp á nettó 120 milljarða króna (2012) merki um þrældóm íslensku þjóðarinnar?
Vandi okkar er sá að núverandi forstjóri og stjórn LV eru algerlega úr tengslum við veruleikann. Raforkuverð á ekki eftir hækka, það mun fara lækkandi á komandi árum og áratugum.
@1 ASG: Vendu þig nú á að rökstyðja það sem þú segir.
Helgi (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 19:03
@5: Sæll.
Þú segir að kreppan hafi verið búin til af fjármálafyrirtækjunum. Áttu þá við bara hérlendis eða erlendis? Bæði hérlendis og erlendis?
Þessi fullyrðing er alveg út í hött. Vandinn hérlendis er að hverfandi samkeppni er á milli fjármálafyrirtækja og það getur við þakkað opinberum aðilum :-)
Helgi (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 19:31
Tek undir orð Helga kl. 19,03. Það er orðið brýnt að losna við þessa þvaður maskínu sem dettur ekkert annað í hug en óhagkvæmi Kárahnjúkavirkjunar, sæstrengir og vindmillur. Og maðurinn er á Íslandi. Það er stór hættulegt að hafa svona menn til að gæta stórs hluta af fjöreggjum þjóðarinnar.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.11.2013 kl. 19:47
Helgi spyr hvort, " kreppan hafi verið búin til af fjármálafyrirtækjunum."
Það er allt sem bendir til að það sé rétt.
Ég er með nokkrar slóðir á mínu bloggi.
Þar eru ýmsir sem eru að kenna okkur um kreppufléttuna.
Meðal þeirra eru
Tomas Jeffersson, Ford og Edison og margir aðrir.
Thomas Jefferson sagði okkur þetta allt saman.
http://www.herad.is/y04/1/2011-10-05-Central-banks-05.htm
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/
Egilsstaðir, 14.11.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 23:13
Helgi spyr hvort, " kreppan hafi verið búin til af fjármálafyrirtækjunum."
Það er allt sem bendir til að það sé rétt.
Ég er með nokkrar slóðir á mínu bloggi.
Þar eru ýmsir sem eru að kenna okkur um kreppufléttuna.
Meðal þeirra eru
Tomas Jeffersson, Ford og Edison og margir aðrir.
Thomas Jefferson sagði okkur þetta allt saman.
http://www.herad.is/y04/1/2011-10-05-Central-banks-05.htm
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/
Egilsstaðir, 14.11.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 14.11.2013 kl. 23:48
Prófið að taka eftir því í opinberu orkuumræðunni að vel flestir álitsgjafarnir sem hafa einhverja vigt nefna ekki þann kostinn að nýta orkuna okkar til annarrar framleiðslu hér innanlands en álframleiðslu, eins og það sé hreinlega ekki inni í myndinni. Og nefna heldur ekki mögulega skaðleg áhrif til framtíðar á innlent atvinnulíf vegna skertrar samkeppnishæfni sem (mun?) hærra orkuverð hefði í för með sér hér á landi með lagningu sæstrengs.
Frekar er málum stillt upp þannig að möguleikarnir séu einungis tveir - ál eða sæstrengur. Þegar netverjar benda álitsgjöfunum svo á í athugasemdum hvað þeir síðarnefndu nefna ekki, þá fást annað hvort engin svör eða snúið er út úr.
Það er vart hægt að lýsa því með nægilega sterkum lýsingarorðum hve mikilvægt það er að hafa tiltölulega fjölbreytt atvinnulíf og maður hefði einmitt haldið að fjöldi fyrirtækja hefði áhuga á einhvers konar orkufrekri framleiðslu hér innanlands.
Flowell, 14.11.2013 kl. 23:54
Ástæða þess að álið sækir til Íslands er að við höfum orku á samkeppnishæfu verði. Álver þarf mikla orku, og þess vegna koma álverin. Aðrir orkunotendur hafa aðrar áherslur og fá lausn á þeim á öðrum stöðum.
Egilsstaðir, 15.11.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 00:16
@JG:
Þetta er alrangt hjá þér. Hrunið kom til vegna þess að menn gátu ekki/vildu ekki borga til baka það sem þeir höfðu fengið lánað. Bankarnir lánuðu mjög mikið til fasteignakaupa vegna reglna frá hinu opinbera (Community reinvestment act) sem neyddu þá til að lána vafasömu lántakendum. Hvaðan fengu bankarnir alla þessa peninga til að lána út? Ekki reyna að segja sparnaður því hann hefur farið minnkandi. Þegar vextir eru lágir sparar fólk miklu síður enda eru t.d. bandarískir neytendur, sennilega líkt og íslenskir, mjög skuldsettir. Íslensku bankarnir hrundu því þeir fengu ekki millibankalán sem þeir stóluðu á, millibankamarkaður lokaðist.
Prófaðu að fylgja peningaslóðinni. Hvaðan fengu bankarnir, bæði hér og erlendis, alla þessa peninga til að lána út? Einhvers staðar stoppar slóðin!! Ef kreppan var búin til að fjármálafyrirtækjunum töpuðu þau heldur betur á henni, hundruðir banka í USA t.d. fóru á hausinn og mörg fjármálafyrirtæki lentu í vandræðum. Kreppan var þeim ekki hagstæð og enn fleiri fjármálafyrirtæki hefðu farið á hausinn ef hið opinbera víða um heim hefði ekki hlaupið undir bagga (sem átti auðvitað ekki að gera).
@12: Mikið til í þessu hjá þér. Ég sá mikið á eftir gagnaversmönnum þegar þeir fóru vegna óraunsæis LV varðandi raforkuverð. Það hefði verið mjög gott að fá eitthvað annað en bara álver (ekki það að ég sé á móti uppbyggingu þeirra).
Lestu linkinn inn bloggið hans Bjarna, hann er vel að sér. Sæstrengur er tæknilega í besta falli afar vafasamur og í annan stað yrði hann óhemjudýr. Ég myndi vilja láta athuga vel þann möguleika að selja bændum ódýra orku (yfir kostnaðarverði samt) í ylrækt og annað slíkt. Mestu skiptir að orkan sé nýtt hérlendis til verðmætasköpunar.
Ég veit ekki alveg hvaða verð HA þykist geta fengið fyrir raforku í gegnum sæstreng. Veist þú það Flowell? Heldur HA að sæstrengur bili aldrei? Hvað ef hann bilar á miklu dýpi? Hvað með afskriftir af þessum mannvirkjum? Viðhaldskostnað? Því fyrr sem við losnum við HA því betra!! Ég veit ekki betur en hann hafi spilað rullu varðandi það að Alcoa dró sig út úr álverinu á Bakka - það var mjög slæmt að þeir skyldu fara þaðan.
Ég tek heilshugar undir síðustu efnisgrein þína Flowel og er alveg sammála þér. Ég tel að LV beri ábyrgð á stöðnuninni sem ríkt hefur í sölu raforku, erlendis sjá menn hvernig komið hefur verið fram við Alcoa (Bakki) og gagnaversmenn. Til að endurheimta traust þarf að skipta algerlega út toppum og stjórn hjá LV og HA þarf fyrstur að taka pokann sinn.
Við getum ekki látið eins og heimsmarkaðsverð á raforku sé annað en það er, raforkusölumarkaðurinn er samkeppnismarkaður. Galdurinn er að fá ásættanlegt verð fyrir okkar orku og verð sem er líka samkeppnishæft við raforkuverð erlendis. Það kostar þjóðarbúið líka pening að selja enga raforku og að enginn fá vinnu vegna skammsýni stjórnenda LV.
Helgi (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 06:57
Sæll Ómar, Að hvaða leiti er innslag mitt ekki í neinum tengslum við raunveruleikann? Síðast þegar ég athugaði þá stóð landsvirkjun vel að vigi.
Hinsvegar eigum við Íslendingar og Blönduósingar Herði og Katrínu Júlíusardóttur það að þakka að Gagnaver var ekki byggt á Blönduósi en það hefði skapað bæði Húnvetningum, landsvirkjun og Ríki umtalsverða fjármuni, auk þess sem Ríkið hefði þá loksins uppfyllt áratuga loforð sem það hefur hingað til ekki efnt.
Brynjar Þór Guðmundsson, 15.11.2013 kl. 06:59
Blessaður Brynjar.
Allt sem þú sagðir var gott og gilt, eins langt og það náði. En það átti bara ekki við þann raunveruleika sem blasir við.
Landsvirkjun stendur ekki vel, og það hefur ekki með eiginfjárhlutfall fyrirtækisins að gera, sem þó er ekki gott miðað við sambærileg fyrirtæki skilst mér, heldur vegna greiðsluhæfni fyrirtækisins.
Það er algjörlega háð endurfjármögnun lánardrottna og þeir gera kröfu um aukna arðsemi, þetta er ekki flóknara en það.
Hörður er rekstrarmaður, ekki blanda honum inní pólitík.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 09:44
Blessaður Flovell.
Það er sterkur punktur hjá Jónasi að annað hefur ekki dúkkað upp vegna þess að það hefur fundið sér farveg annars staðar, við erum jú dálítið út úr.
Sem leiðir kannski hugann að vini og frænda, Bjarti í Sumarhúsum sem stóð bjargfastur á þeirri skoðun að menn eiga að standa á eigin fótum, bjarga sér sjálfir en ekki treysta á náðarbjörg annarra.
Það voru rök fyrir stóriðjunni á sínum tíma, en á einhverjum tímapunkti verða menn að hætta þessum aumingjaskap, og standa í lappirnar.
Við höfum allt til að bjarga okkur nema ónýta stjórnmálamenn sem þiggja fé fyrir að koma auðlindum landsins í aðra vasa.
Það er meinið, það er málið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 09:50
Blessaður Helgi.
Ég verð að ítreka það sem ég sagði á öðrum þræði að ég held að þú endist ekki lengi í rekstri, svona þegar ég las orð þín um LV og Hörð Arnarson.
Svona aðeins upp á djókið þá ættir þú að vita af hverju ég notaði orðið "þrælar", þrældómur hins venjulega manns er jú meginmarkmið frjálshyggjunnar, hún má eiga að hún hefur aldrei farið leynt með það, þó reyndi að setja þá skoðun sína í fræðilegan búning.
En það sem ég vildi sagt við þig Helgi er það að svarið við ódýrri orku í öðrum löndum er ekki að keyra hana hér niður fyrir kostnaðarverð.
Þú sem frjálshyggjumaður ætti nú að vita það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 10:06
Takk annars enn og aftur fyrir innlitið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 10:07
Ómar. Takk fyrir. Ég hef víst nægan tíma til að tuða, en það er andleysið, verkirnir og þrekleysið sem hindrar mig á köflum. Það er ekki mögulegt að vera alla daga í svona kjarnyrtum ham. Það er víst jafn nauðsynlegt að muna að vera auðmjúkur í vanmættinum. En ég, eins og illgresið, sprett upp aftur og aftur.
Margir eru því miður svo kúgaðir, innviklaðir (viljandi eða óvart) og meðvirkir í spillingunni. Það er mjög skiljanlegt að auðvelt sé fyrir stjórnsýslu-spillinguna að kúga örþreyttan og vinnuþrælkaðan almenning á Íslandi, þegar spilling ræður öllu. Og ef einhver ætlað að berjast, þá er sá hinn sami oftar en ekki barinn niður með ýmsum aðferðum.
Helgi nr. 7. Ég rökstyð þetta með sæstrenginn á þann hátt, að fiskverð á Íslandi er ekki í neinu samræmi við meintan hagnað af sjávarútvegi á Íslandi. Almenningur á Íslandi hefur tæplega efni á að kaupa fisk lengur. Það er rökstutt með því að við verðum að borga sama verð og tíðkast erlendis fyrir Íslenskan fisk.
Jólasteikin er ódýrari en fiskur!
Ég hef enga ástæðu til að ætla, að rafmagnsmálin verði með öðrum hætti ef af þessum sæstrengja-skýjaborgum verður. Best að horfast í augu við það sem er opinberlega fullyrt, og fá rökstuðning fyrir því að verst staddur almenningur sé kominn með ómega-fitusýruskort vegna okurverðs á fiski í verslunum.
Er kannski ætlast til að við stöndum hálfu og heilu dagana á bryggjunum við Ísland, og veiðum kola, marhnút, makríl og annað kvikt, sem syndir framhjá í vanveiddum fjörðum? Eigum við þá líka að hjóla heima hjá okkur til að framleiða rafmagn, sem kaupmáttarsvikinn og banka/lífeyrissjóðsrændur almenningur mun ekki hafa greiðslugetu til að kaupa?
Ef opinberlega birtar upplýsingar eru ekki réttar, þá þarf að leiðrétta þær, ef á að vera mögulegt að skilja hvað er í gangi. Það er eðlileg og réttmæt krafa.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 11:41
@18:
Fyrirtæki í rekstri fara fljótt á hausinn ef þau passa ekki upp á að endar nái saman - öfugt við hið opinbera. Ef fyrirtæki getur ekki borið launahækkanir er það ábyrgð stjórnenda að minnka kostnað og þ.m.t. að segja upp fólki ef þörf krefur. Þú getur kannski prófað að reka fyrirtæki lengi í mínus og sjá hve lengi þú getur það?
Alltaf notar þú frjálshygguna sem punching bag án þess að vita mikið út á hvað hún gengur. Hvernig skilgreinir þú frjálshyggju? Frjálshyggja: Stefna sem hefur það að markmiði að gera fólk og þjóðir að þrælum? Það er tiltölulega auðvelt að finna sæmilega góða skilgreiningu á frjálshyggju. Af hverju gerir þú það ekki þannig að þú áttir þig á því hvað þetta hugtak merkir?
Ef við getum ekki boðið orku á samkeppnishæfu verði seljum við hana ekki vegna þess að enginn vill kaupa hana. Ég er ekki að stinga upp á því að við seljum orkuna undir kostnaðarverði - það segi ég hvergi. Ég reikna samt með að við getum vel keppt, í bili í það minnsta, en vandinn liggi í óraunsæju mati HA og LV. Erlend fyrirtæki hafa um fleiri kosti að velja en Ísland.
Hvers vegna ættu HA og stjórn LV að fá að lafa lengur? Hvað hefur þetta lið gert annað en þiggja laun og láta sig dreyma algerlega óraunsæja drauma um sæstreng?
Í 17 segir þú að stjórnmálamenn þiggi fé fyrir að koma auðlindum landsins í aðra vasa. Áttu við að þeir þiggi mútur? Hvaða auðlindum hefur verið komið í "aðra vasa"? Hverjir eiga þessa "aðra vasa"?
Hvað með þær tekjur sem við höfum af raforkusölu til stóriðju? Er það kannski hluti af plotti frjálshyggjunnar að gera Ísland og Íslendinga að þrælum?
Svar þitt er alveg einstaklega mikið þunnildi í þetta skiptið Ómar.
Helgi (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 15:33
Já Anna, illgresið hefur sína kosti og í réttu umhverfi getur það verið hinn gróskumesti gróður.
Vonandi heilsast þér vel svo bæði ég aðrir bloggarar fái notið innslaga þinna.
Ég er mikið sammála þér með fiskinn, og að mínu dómi er hin eina og sanna þjóðareign aðgengi almennings að auðlindum sínum á viðráðanlegu verði.
Hvort sem það er hiti, rafmagn, matur.
Sem betur fer eru málin í ágætislagi með orkuna en meira er hægt að gera til að ná niður matarverði.
Til dæmis að garðyrkjubændur fái rafmagn á stóriðjuverði, bændur losni við sem flest innflutningsgjöld og aðflutningsgjöld.
Og forsenda fiskveiðiréttinda á að vera framboð af ódýrum fiski.
Þetta er bara spurning um vilja, um lífsviðhorf.
Og stjórn lífsins munu breyta þessu þegar þar að kemur.
Liljurnar munu stíga fram þegar þær skynja Kallið.
Sannaðu til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 15:43
Blessaður Helgi.
Ég sé að þú ert kominn inná braut hagræðingarinnar og slærð saman 2 þráðum.
Opinber fyrirtæki fara líka á hausinn ef þau hafa ekki tekjur uppí kostnað. Það er undir eigandanum komið hvort hann leggur rekstrinum til viðbótarfjármuni. Ef fyrirtækið er einokunarfyrirtæki þá kemst það kannski upp með að segja upp fólki,og veita verri þjónustu fyrir vikið, og því miður eru ríkisfyrirtæki oft með einokun á sínum rekstri.
Eru því ákaflega viðkvæm fyrir því lýðskrumi að þau eigi ekki að hækka verð á þjónustu sinni, eða stjórnendur þeirra eru vanhæfir flokkrindlar sem til dæmis fara eftir ráðum þínum.
Að segja upp fólki.
Og ef þú hefðir eitthvað vit á rekstri, þá vissirðu hvað það er rangt konsept.
Ekki skil ég þessa viðkvæmni þína þó ég bendi á þrælaboðskap frjálshyggjunnar, nema þá að þú sért að taka upp hanskann fyrir þrælaeigendur sem fóru vel með þræla sína.
Þú hlýtur nú að þekkja samkeppnislögmál hennar???
Það er gott að þú áttar þig samt á því að ekki er hægt að selja orku undir kostnaðarverði, en það er einmitt það sem LÍ gerði með Kárahnjúkum. Forsenda hins meinta hagnaðar voru óeðlilega lágir vextir til langs tíma, forsenda sem stenst ekki enda var sú forsenda fölsuð í rökstuðningi þáverandi stjórnenda fyrirtækisins, og of bjartsýnar spár um þróun álverðs.
Núverandi forstjóri, sem er atvinnumaður úr atvinnulífinu, ekki pólitíkus þó þú gerir lítið úr sjálfum þér með því að halda því fram, hefur bent á ágallana með rökum, og aðeins rök duga á rök. Ekki skoðanir.
Það er vissulega rétt hjá þér að það þarf 2 til, og kaupandinn fer annað ef honum býðst orka á hagstæðari kjörum.
En hvað með það??
Það varst ekki þú sem varst að andmæla því að ekki ætti að selja orku undir kostnaðarverði.
Varðandi sæstrenginn þá eru slíkir strengir lagðir, og það kallast tækniframfarir að geta eitthvað í dag sem var ekki hægt í fyrradag.
Ef það er raunhæft þá er það raunhæft.
En spurningin er, af hverju ættum við að fórna náttúrunni fyrir slíka sölu sem er ekki atvinnuskapandi, er græðgi okkar taumlaus??
Síðan má líka spyrja, er ekki nú þegar komið nóg af stórvirkjunum??
Síðan læt ég Flowell útskýra fyrir þér þetta með vasa fulla af fjármunum, ef hann nennir.
Spurðu mig frekar af hverju gras grænkar á vorin, það er ekki jafn augljóst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 16:05
@23:
Ég tek þetta upp með frjálshyggjuna vegna þess að þú notar þetta hugtak rangt. Þú er fastur í því að fullyrða um frjálshyggjuna án þess að átta þig á því út á hvað hún gengur.
Er rangt koncept að segja upp fólki svo fyrirtæki fari ekki á hausinn? Þú ættir að skrifa grein í fræðatímarit og útskýra þetta betur. Ef rétt reynist verður þú frægur.
Ég vil ekki sjá þennan sæstreng, norski strengurinn til Hollands hefur bilað meira en menn áætluðu og hann er mun styttri og á mun minna dýpi. HA veit ekki hvað hann er að tala um. Þú hefur greinilega ekki nennt að lesa pistil Bjarna. Þú kannski vilt ekki skipta um skoðun eftir að þú hefur myndað þér hana? Lestu pistil Bjarna sem ég linka á í nr. 7.
Kannski er komið nóg af stórvirkjunum. Hvernig eigum við þá að bæta lífsgæði fólks hérlendis svo um munar?
Ef LV seldi rafmagn undir kostnaðarverði frá Kárahnjúkum hvernig stendur þá á því að staða LV er góð? Hvaða heimild hefur þú fyrir því? HA taldi arðsemina ekki næga, hann var ekki að tala um að við hefðum selt rafmagn undir kostnaðarverði.
Ef við virkjum hér og seljum raforkuna t.d. til gagnavers eða stóriðju verða til mörg störf, gjaldeyristekjur þjóðarinnar munu aukast og opinberi geirinn getur þá frekar staðið undir velferðarkerfinu. Sæstrengur þjónar miklu síður hagsmunum okkar og er að auki skýjaborg ein.
Helgi (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 17:34
Sæll.
Í upphafi talar þú um greiðsluþrot LV. Ef satt reynist þá er frekar skrýtið, í ljósi þinna orða, að skuldir fyrirtækisins skuli hafa lækkað um tugi milljóna dollara á milli ára. Sömuleiðis er skrýtið, í ljósi þinna orða, að handbært fé frá rekstri skuli hækka um yfir 10% á milli ára.
Hvað er svona erfitt við það að fara rétt með staðreyndir og hugtök? Ef þú værir skáld mætti kalla þetta stílbragð en við erum ekki að yrkja, eða hvað?
Helgi (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 19:00
Helgi (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 06:57
Mér sýnist þú vera sömu trúar um peningakerfið og ég hafði hér áður. Ef þú lest aðeins á mínu bloggi, þá sérðu að ég er með ýmsar slóðir þar sem ég hef verið að læra um peningabókhaldið, peningakerfið.
Ýmsar slóðir eru undir höfundur vinstra meginn á mínu bloggi. Hugmyndir okkar um heiminn eru þær sem við höfum lesið um, heyrt um eða séð.
http://betrapeningakerfi.is/
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1320682/
Ýmsar slóðirnar eru á ensku, og er ég ekki of fær í tungumálum. Vilt þú fá slóðir á ensku?
http://www.herad.is/y04/1/2011-02-02-dept-is-slavery.htm
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1245959/
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1247806/
Egilsstaðir, 15.11.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 21:27
Það er því miður ekki svo gott Helgi að ég geti orðið ríkur af bókarskrifum, þessar bækur voru þegar skrifaðar þegar ég var ungur.
Bandaríski stjórnunarskólinn, með Harvard sem þungamiðju skrifaði þær.
Þó mara frjálshyggjunnar hafi lagst yfir bandarísk fyrirtæki, þá náði hún ekki að kæfa hina vitibornu hugsun, hinn vitiborna mann, og þó skoffínin og siðblindingjarnir hafi verið andlit bandarískra stórfyrirtækja, þá tókst þeim ekki að blekkja fræðin, þá er ég að meina fræðin, ekki keyptu fræðin.
Siðblindingi sem rekur til að reka, skilar lakari árangri til lengra tíma litið.
Það voru viðbrögð hins heimska markaðar sem hækkaði hlutbréf slíkra fyrirtækja, en það vita allir hvernig það endaði.
Á innan við 30 árum tókst taumlaus græðgi og siðblinda að setja Vesturlönd á hausinn, og það grátlega er að þegar þessum villidýrum var sleppt lausum, þá vantaði aðeins herslumuninn uppá að kapítalisminn hefði sigrað heiminn, og lagt varanleg drög að velmegun allra, jafnt fólks sem samfélaga.
En manninum var víst ekki ætluð sú gæfubraut, hann þurfti fyrst að takast á við þá prófraun hvort hann væri maður eða dýr.
Það er bara þannig Helgi, þessu var spáð fyrir tæpum 2.000 árum síðan, og lýst af mikilli nákvæmni.
Við skulum bara vona að restin af spádómnum rætist, að hinn siðaði maður rísi upp gegn andkristninni, og nái að brjóta þessa dára á bak aftur.
Það er alltaf von Helgi, líka fyrir þig.
Þú munt einn daginn fatta hvað felst í því að vera siðaður maður, að forsenda lífs sé leiðsögnin eina, að þú eigir að gæta bróður þíns. Að þú eigir að taka lífið fram yfir dauðann, mannúð fram yfir mannhatur.
Sið fram yfir siðleysi, kristni fram yfir andkristni.
Ég hef ekki áhyggjur af því, ég hef meiri áhyggjur af miðaldahugsun og dauðaþrá múslima, þeir eiga eftir að taka marga með sér í gröfina.
En lífið sigrar, forsenda þess, hið góða sem býr í okkur öllum, mun brjótast út úr helsi græðgi og sérhyggju þegar á reynir.
Ég veit það, því var lofað, og svo finn ég það í beinunum mínum.
En þetta var víst ekki svarið sem þú baðst um, en svona er þetta, stundum taka puttarnir völdin.
Svo það er best að taka yfir og svara þér í næsta innslagi.
Kveðja á meðan að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 21:58
Helgi, þú spyrð um uppsagnir, spáðu aðeins í vitið hjá til dæmis Strætó sem þarf að manna 20 leiðir, að mæta launahækkunum með því að segja upp 5 bílsstjórum, og geta þar með aðeins sinnt 15 leiðum??
Aðeins einokunarfyrirtæki geta leyft sér slíkan hugsunarhátt, og þess vegna er einokun af hinu illa, það er svo auðvelt fyrir asna að misnota hana.
Varðandi frjálshyggjuna þá er ég alvarlega farinn að halda að þú hafir ekkert lesið um leisý fer (uppá íslensku) og tilurð hennar. Það er sama hvernig ég skilgreini hana, þú ert aldrei ánægður og þegar ég vísa í hennar þekktasta konsept, hungurlífsmörk hins vinnandi manns, þá kemur þú ofanaf fjöllum. Samkvæmt fræðunum áttir þú að reyna sannfæra mig um að slíkt væri ekki vilji frjálshyggjumanna, heldur lögmál sem ekki væri hægt að hafa áhrif á.
Gömlu frjálshyggjumennirnir opnuðu svo varla munninn að þeir minntu ekki verkafólk á að það ætti bara yfir höfuð að vera þakklátt að vera á lífi, og ef svo illa vildi til að það veiktist, eða slasaðist, þá sæi lögmál fólksfjölgunarinnar um að útvega staðgengla, en það sjálft ætti að uppfylla lögmálið og deyja.
Að skattleggja dugandi sjálfbjarga menn til að halda lífi í soddan aumingjum, væri gegn lögmáli lífsins, til þess eins að draga dauðstríð þeirra á langinn.
Þó þessi rök hugmyndafræðinnar séu ekki í hámæli vegna hins skelfilega sósíalisma að leyfa skrílnum að kjósa, þá er þetta samt í reynd skýring þess að atvinnusköpun og framleiðsla Vesturlanda var brotin á bak aftur.
Frjáls maður keppir ekki við þræla, líkt og hinir fornu Rómverjar marg sönnuðu, og þrælar drífa áfram gróðahyggju alþjóðavæðingarinnar í þrælabúðum Asíu.
Og það er leiðinlegt Helgi að þú kunnir ekki fræðin það vel að þú reynir ekki að sannfæra mig um hina náttúrulegu nauðsyn slíks þrælafyrirkomulags.
Ég hefði haft gaman að ræða þau rök frjálshyggjunnar.
Hvað var það annað??? Jú, af hverju ertu að tengja mig við sæstreng?? Fyrst að þú gast vitnað í orð mín hjá Flowell, þá hlýtur þú að hafa lesið þau.
Sæstrengur er eins andstæður og hægt er skoðunum okkar frænda, mín og Bjarts í Sumarhúsum.
Varðandi þetta með stórvirkjanirnar þá vil ég upplýsa þig að við lifum ekki daga Einars skálds Benediktssonar, tækifæri nútímans felast í tækni og mannauð, ekki risafabriku í eigum útlendinga.
Já, og Landsvirkjun lenti í greiðsluþroti, þurfti að endurfjármagna lán sín og slíkt var komið undir miskunn lánardrottna fyrirtækisins.
Sem gera síðan þær arðsemiskröfur sem Hörður verður að hlíta. Stjórnmálamennirnir hafa bara ekki fattað að þeir hafa ekki lengur neitt um málið að segja.
Það er uppskeran eftir stjórnlausa skuldsetningu.
Hættu svo að tuða að ég fari rangt með, þegar þú heldur það og reynir að sýna fram á það, þá lendir þú aðeins í því einu að sanna fyrir þér og lesendum þess bloggs, að þú þekkir ekki til samhengi hlutanna.
Þekking þín ristir ekki nógu djúpt í svoleiðis orrahríð, og það sem verra er, þú sækir heimildir þínar til manna sem þiggja fé fyrir að afskræma raunveruleikann.
Ef þú hefðir fylgst með því sem gerðist, þá vissir þú að bæði ráðamenn þjóðarinnar sem og stjórnendur fyrirtækisins óttuðust þumalskrúfurnar, að lán yrði gjaldfeld ef fyrirtækið gengi ekki að einhverjum afarkostum.
Það náðist að semja, sem var alls ekki sjálfgefið, en því fylgdi skilyrði um ráðstafanir sem ykju arðsemi fyrirtækisins.
Þess vegna var samið við Alcan um aftengingu við álverð, þess vegna var ákveðið að hægja á virkjunarframkvæmdum, þær voru ekki leyfðar fyrr en Landsvirkjun lagaði fjárhagsstöðu sína.
Hvort sem það kæmi frá rekstri, eða frá eigendum fyrirtækisins.
Þess vegna eru til dæmis menn eins og Pétur Blöndal að tala um sérstakt rekstrarfélag um virkjanir og fá erlenda fjárfestingu inní einstök verkefni.
Pétur afneitar ekki staðreyndum, hann reynir að finna svör við þeim.
Á þessu tvennu er reginmunur.
Lestu svo linkana frá Jónasi, þú yrðir ekki verri á eftir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.