14.11.2013 | 10:48
Skrípaleikur eftirá réttlætisins magnast.
Ekki það að varnarbarátta Kaupþingsmanna hafi farið á svig við eðlilega viðskiptahætti.
En það var reynt að bjarga sökkvandi skipi, og ef þeir eru sekir, þá eru allir hinir sekir.
Hagfræðingar og formaður ASÍ, hagfræðingar Samtaka Atvinnulífsins ásamt formanni, ráðherrar, fjölmiðlamenn, allir sem tóku þátt í afneitun hins raunverulega ástands.
Líklegast er einn maður ekki sekur, og það er Gylfi Magnússon prófessor við HÍ, hann hafði kjark til að segja satt þegar sannleikurinn var ekki falinn.
Og hann var ekki lengur falinn vorið 2008.
Múgæsing, rasismi, fordómar, skýra yfirráð hinna gjörspilltu, hinna gjörseku eftir Hrunið 2008.
Réttarhöldin í Al-Thani málinu afhjúpa fordóma okkar, fáfræði, og hjarðhegðun.
Það var spilað með okkur fyrir Hrun, en sú spilun er aðeins hjóm eitt miðað við spil vogunarsjóðanna og hinna keyptu skrípa þeirra eftir Hrun.
Hin algjöra heimska er að ákæra drukknandi menn, fyrir þá einu sök að hafa reynt að forðast drukknun.
Segir allt um það aumingjalið sem seldi þjóð sína í þrælabönd ICEsave og ameríska vogunarsjóða.
Lægra getur ein manneskja ekki lagst en að selja náunga sinn, nágranna, samborgara, þjóð sína.
En það aumasta að öllu því aumasta sem saga mannsins kann að greina, hjúpaði glæp sinn með embætti sérstaka saksóknara, manninn sem átti að elta drukknandi menn.
Bæði til að hilma yfir sölu þeirra á þjóð sinni, sem og hitt, að láta umræða snúast um það sem gerðist á lokametrum Hrunsins, en ekki það sem gerðist áður.
Það sem gerðist áður, skýrir allt sem gerðist seinna.
Þar er glæpurinn, þar eru glæpamennirnir.
Og það er ekki rætt, þeir eru látnir í friði.
Það þurfti bara að virkja fordóma okkar og áunna heimsku.
Hrunið er ekki ákært, ICEsave er ekki ákært, hinir aumu sem þjóna vogunarsjóðunum eru ekki ákærðir.
Aðeins drukknandi menn sem náðu ekki að bjarga auð sínum og veldi.
Og um leið að bjarga sparifé þúsunda sem höfðu blekkst til að trúa á fjármálavit þeirra.
Ekki að þessir menn eigi sér afsökun, en hinir raunverulegu glæpamenn halda áfram iðju sinni.
Frjálsir og með öll völd í sínum höndum.
Aum er sú þjóð sem lætur blekkjast.
Hún fóðrar hið svarta fjármagn á framtíð barna sinna.
Og á varla betra skilið,
En núverandi ríkisstjórn.
Kveðja að austan.
Sigurður tók enga ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 628
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.