12.11.2013 | 17:14
Hvernig slapp þessi vanvitaháttur inná þing??
Hvað gerðist eiginlega í Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum??
Héldu flokksmenn að í kjölfar Suðurlandsskjálfta og síðan Eyjafjallagosins að Ísland hafi tekið sig til og rekið inní mitt biblíubeltið í USA??
Eigum við næst von á frumvarpi gegn fóstureyðingum eða ríkisvaldið beiti sér gegn vísindum??
"Öryggi framar menning!!", hvaða endemis vitleysa er að stilla þessu upp á þennan hátt??
Menning er hluti af hagkerfinu, blómstrandi menning var ein megin viðspyrna þjóðarinnar gegn hönd dauðans, það er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, þegar hagræðing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins átti að svelta þjóðina til hlýðni.
Vanvitahátturinn eða réttara sagt fábjánahátturinn er þvílíkur að vitiborið fólk innan Sjálfstæðisflokksins hlýtur að grípa í taumana.
Að stöðva bullið í börnunum áður en varanlegur skaði er unnin á samfélaginu.
Þjóðin losaði sig ekki við skötuhjúin Steingrím og Jóhönnu til að uppskera þessa lágkúru frjálshyggjunnar.
Hún vildi stöðugleika og skynsamlega stefnu.
Og reyndar þor og kjark til að takast á við vanda þjóðarinnar.
Hún vildi ekki ESB, hvað þá óráðin sem ESB hefur neytt upp á þjóðir sambandsins sem eiga í efnahagserfiðleikum.
Hvað þá að hún vildi stefnu þess lægsta sem bandaríska Teboðshreyfingin hefur fram að færa.
Skynsemi en ekki vanvit.
En hún var blekkt.
Höfð að fífli.
Uppskar fífl.
Og það er ekki fyndið.
Kveðja að austan.
Öryggi framar menningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1225
- Frá upphafi: 1412779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1084
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Halldór Egill Guðnason, 12.11.2013 kl. 18:50
Staða ríkissjóðs er einfaldlega þannig að þú þarft að velja: Viltu reka lögreglu, eða Þjóðleikhús? Þú gast fengið bæði til ársins 2008, en í dag þarftu að velja. Veldu, takk.
Geir Ágústsson, 12.11.2013 kl. 19:10
Sammála, Geir
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2013 kl. 19:13
Hver segir að staðan sé svona?
Jú, hið yfir og alltumlykjandi stjórnvald. Hver stjórnar fjármálum landsins? Hver er hans forsaga? Spyr sig einhver að því? Hvernig fékk hann 8.0000.0000. milljónir lánaðar og tapaði þeim? Segir síðan í dag, lögga eða leiksýning? Common gæs!
Halldór Egill Guðnason, 12.11.2013 kl. 19:38
Hefðir þú eitthvað á móti frumvarpi gegn fósturdeyðingum, Ómar?
Hafa ófæddu börnin gert þér eitthvað? (Tiltaktu það nákvæmlega.)
Ef þér gengur illa að hugsa þig um, líttu þá á ÞETTA!
Jón Valur Jensson, 12.11.2013 kl. 20:00
Geir Ágússtson. Staða ríkissjóðs 2008 og fyrr var ágæt, en samt var skorið niður hjá lögreglu og í heilbrigðisgeira, í góðærinu fékkstu ekki bæði.
Hjalti Elíasson, 12.11.2013 kl. 21:32
Hagræðingin er engin
Hagræðingin er nákvæmlega engin hjá Ásmundi, Vigdísi og Guðlaugi. Skýrslan mikla í hundrað liðum snýst um að skoða og kanna. Ekkert er þar, sem hönd á festir. Hvergi er nein tala nefnd. Samt þykist nefndin hagræðinguna spara tugi milljarða. Fjölmiðlar éta þetta auðvitað viðnámslaust upp eftir henni eins og venjulega. Þetta er í stíl núverandi stjórnarfars. Það einkennist af nefndum og sérfræðingahópum, skoðun og könnun mála. Eins og aðalmálið sé að bæta lífskjör nefndakónga. Okkur var sagt, að velt yrði við hverjum steini, en nánast ekkert er litið á tugmiljarðana í styrkjum til landbúnaðarins.
Jónas í hvalnum (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 22:07
Blessaður Jón Valur.
Mér vitanlega hafa þau ekkert gert mér, enda mun ég ekki gangast undir fóstureyðingu, þyrfti ég þess með. Og ég reikna að það sama gildi um þig.
En ég átta mig á að ég hef aðeins rétt til að ákveða fyrir sjálfan mig, ekki aðra.
Það sama gildir um þig Jón Valur, þú hefur ekki rétt til að þröngva þínum siðferðisviðmiðum upp á annað fólk.
Ekki frekar en síðskeggjuðu múllarnir sem hafa lagt heilu samfélögin í ánauð miðaldarhugsunar sinnar.
Menn ættu að sýna glerveggjunum virðingu, það er mælt með því í kristinni trú.
Hins vegar ef lagt væri fram frumvarp sem neyddi fólk í fóstureyðingu, við ákveðnar aðstæður, þá horfa málin öðruvísi við, þá er siðferðislega rétt að berjast gegn slíkum lögum.
En aðalatriðið er að telji menn eitthvað vera rétta breytni, þá sýna menn þá breytni. Og trúðu mér Jón Valur, það hefur meir áhrif en þig grunar.
En fordæming elur aðeins af sér fordæmingu.
Og það er nóg af henni í heiminum í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2013 kl. 22:52
Blessaður Geir.
Svona fyrir utan að þú ferð rangt með stöðu ríkissjóðs, þá hélt ég að andstaða þín gegn ríkisrekstri byggðist á ákveðnum skoðunum um hlutverk ríkisins og þú teldir það heillavænlegast að ríkið hefði sem minnst afskipti af samfélaginu.
En ekki að hún byggðist á áunnri heimsku.
Þú getur betur en þetta Geir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2013 kl. 22:57
Annars þakka ég öllum hér innlitið.
Eigið góðar stundir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2013 kl. 22:59
Geir og Gunnar.
Fyrir utan það hvort það verði hagræðing eða einfaldlega stærra bákn, þá stenst sú fullyrðing ekki að ríkið eigi að draga úr umsvifum sínum í þessum aðstæðum sem ríkja nú hér á landi. Þetta er ein af goðsögnum nýklassískrar hagfræði.
Staða ríkissjóðs er í hættu í erlendum myntum, ekki í íslenskum krónum. Sagan segir að hið opinbera eigi að gefa í í þeim aðstæðum sem ríkja hér á landi því það er slaki í þjóðhagkerfinu og slakinn er helst vegna skulda einkaaðila. Og því lengur sem slakinn er til staðar, því erfiðara verður að vinna sig úr honum.
Eftirspurn í hagkerfinu er lítil sem engin þegar flestir einkaaðilar keppast um að borga niður sínar skuldir. Í slíkum aðstæðum eru aðilar ekki að hámarka hagnaðinn sinn (eða reyna það a.m.k.) - þeir keppast um að lágmarka skuldirnar sínar. Frá sjónarhóli einstaklings er rökrétt ákvörðun að borga niður skuldir sínar þegar þær eru of háar m.v. lægri tekjur og eignaverð (eftir að eignabóla hefur sprungið). En þegar allir einkaaðilar hagkerfis gera þetta samtímis dregur þetta mátt úr þjóðhagkerfinu. Tekjurnar í raunverulega hagkerfinu verða ekki til því eftirspurnin er ekki til staðar. Batinn verður hægur eða enginn.
Í þeim aðstæðum er nauðsynlegt fyrir hið opinbera að veita peninga í góð verkefni sem hvetja til aukinnar eftirspurnar. Hið opinbera á að draga úr umsvifum sínum þegar uppsveifla er til staðar, ekki þegar niðursveifla er til staðar.
Að sjálfsögðu þarf líka að taka til í bákninu. Og íslenska báknið er sennilega eitt það slakasta í allri Evrópu vegna spillingar og frændsemi. En í þessum tilteknu aðstæðum á ekki að notast við niðurskurð þegar á heildina er litið. Það verður ekki að sannleika þó það sé endurtekið margoft á dag.
Sagan segir það og það ber að hlusta á hana.
Flowell, 12.11.2013 kl. 23:22
Það er ekkert annað en andleg nauðhyggja að samþykkja að við eigum bara val á milli þess að vera skotin í hnakkann með pinna, afhausuð og fláð eða vera hálshöggvin.
Hvers konar menn eru það sem sjá engar aðrar lausnir sem líkn við eigin forheimskun? Þeir eru sauðir eða talibanar.
Til hvers hefur þessi þjóð þraukað hér í 1100 ár ef hún sér nú ekki hið augljósa að fögur er hlíðin og við förum ekki rassgat heldur tökum upp bogana og hárreitum Jóhönnu og Hönnu Birnu og fléttum í góða strengi.
M.a.s. Bogi og Örvar vita að við erum þá í góðum málum.
Gunnar á Hlíðarenda (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 23:34
Styrmir Gunnarsson veit nú ekki í hvaða löpp hann á að stíga, hann hoppar nú sitt á hvað og er talsverður dagamunur á honum.
11. nóvember 2013, þá nýkominn úr heita pottinum, vitnaði hann og hafði líkast til Bjarna og Sigmund Davíð og huga og líkast til ófáa vanvita á þingi og ráðherrastólum. Pottverjinn ritaði þá svohljóðandi:
Er landinu stjórnað af of ungu fólki?
Fyrir skömmu birti einn af dálkahöfundum Daily Telegraph, kona að nafni Sue Cameron, grein í blaði sínu, með svohljóðandi fyrirsögn í frjálslegri þýðingu:
„Eigum við að krefjast eldri þingmanna og hreinsa út “krakkana„?
Greinin hófst á þessum orðum:
„Hvernig fáum við bezta fólkið til að stjórna landinu? Fólk, sem hefur pólitíska hæfni en hefur líka einhverja grundvallar þekkingu á að láta hlutina ganga og vinna með lengri tíma í huga en næstu kosningar eða það sem verra er, hugsa fyrst og fremst um fyrirsagnir morgundagsins. Eigum við að banna fólki að taka að sér þingmennsku fyrr en hann eða hún er kominn til vits og ára?“
Í umræðum manna á meðal bryddar stundum á vangaveltum um það, hvort Íslandi sé stjórnað af of ungu fólki, sem sé ekki komið á þann aldur að það hafi öðlast nægilega þekkingu og reynslu til að taka að sér slík störf.
Það er athyglisvert að sama hugsun skuli vera á ferð í Bretlandi.
Umhugsunarefni?
SG
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 00:03
Vafalaust hefur Styrmir einnig haft aðra "foringja" ríkis-kerfisflokkanna í huga.
Þetta er samt eftirtektarvert að lesa eftir fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins til áratuga,
mannsins sem þekkir alla valdaþræði hér innanlands og hvert og hvernig þeir liggja
og hefur sagt að þar séu engar hugsjónir, ekki neitt, bara ógeðsleg valdabarátta.
"Þetta er allt saman ógeðslegt." Finnst þeim mæta manni Styrmi Gunnarssyni ekki vera komin tími til
að segja nú allan sannleikann hvað lá að baki þessum orðum hans sem munu rata í sögubækurnar????
Eða vill hann að sín verði minnst sem mannsins sem þorði ekki að segja allan sannleikann?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 00:30
Þetta hér að lokum, í bili:
Í samfélagsfræðum er það viðurkennd söguleg staðreynd að það tekur a.m.k. 20 ár þar til þjóð hefur komist andlega og efnahagslega í gegnum slíkt siðferðislegt og fjárhagslegt hrun, Þann forsendubrest sem hér varð haustið 2008, gjána milli valdastofnana ríkisvaldsins og þjóðarinnar. Laga- og fjárveitingarvaldsins sem allir vita að gengur helst erinda auðræðis fursta og greifa. Tröppur þingsins svigna þegar útsendarar þeirra eru að lobbíast þar.
Þjóðin er orðin lúin, hún þráir frið, en hún mun ekki fá þann frið meðan efnahagslegir böðlar hafa hér alla yfir-stjórn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 00:43
Gríska leiðin varð ofan á, með tilheyrandi hörmungum og já, þetta er ríkisstjórn ESB sinna. Skyldi Heimsýn enn ekki vera farin að fatta það eða gengur hún nú í enni og sömu tossa og gleðigöngunn með landshöfðingjum og hrægömmum og þverrandi til vitsins. Vituð ér þat, eða hvat?:
Ef hagræðingarnefndin hefði ráðist gegn þessu reglubákni, það er lagt til atlögu gegn regluverki ESB, þar sem fyrsta skrefið er að segja upp EES samningnum, þá fylgdi alvara orðum.
En það er ekki lagt til.
Heldur aukin samþjöppun og óskilvirkni, í anda ESB.
Gunnar á Hlíðarenda (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 01:29
"Halldór Laxness hitti naglann á höfuðið eins og svo oft er hann ávarpaði þjóðina af svölum Alþingishússins 1. desember 1935:
Laxness vísaði þarna til samtíðamanna sinna á fjórða áratugnum. Orð hans eru tímalaus og eiga ekki síður við á Íslandi í dag en fyrir tæpum áttatíu árum."
The Deep Throat (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 03:28
Geir og Gunnar: Óbreytt veiðigjald og auðlegðarskattur hefði komið í veg fyrir þennan niðurskurð og miklu meira til. En það má ekki hrófla við ríkasta liði landsins þá fer það að grenja. Að stilla þessu upp sem annaðhvort löggæsla eða menning er bara orðhengilsháttur og kjaftæði. Við getum haldið hvoru tveggja gangandi og heilsugæslunni líka ef þessir vitleysingar í stjórninni væru ekki að skera niður tugmilljarða tekjur.
Auðlegðarskatturinn 10 milljarðar
Veiðigjaldið 10 milljarðar
Gistináttavaskurinn, IPA styrkirnir og svona mætti lengi áfram telja um hvernig þessi stjórn sem samanstendur af fjósapiltum úr Skagafirði og kjánum fæddum með gullskóflur í rassgatinu hefur klúðrað málum hér algjörlega á aðeins hálfu ári. Annars að miklu leyti aldrei þessu vant sammála Ómari. - Reyndar ekki að öllu leyti þó.
Óskar, 13.11.2013 kl. 12:08
Þó það nú væri Óskar, þó það nú væri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2013 kl. 12:50
Klént er svar þitt, Ómar Geirsson, sorglegt um svo mætan mann á ýmsan hátt.
Ef einhverjir hafa síðustu fjóra áratugina verið að "þröngva [s]ínum siðferðisviðmiðum upp á annað fólk," þá eru það abortionistarnir, siðlausir læknar, sem virða hvorki Hippókratesareiðinn né læknaeiðinn alþjóðlega frá 1948 né líf hinna ófæddu, og það sama á við um pólitísku siðferðisaumingjana, sem létu undan gervifjöldahreyfingu á 8. áratugnum, -- og einnig það fólk, sem velur þessa braut, mjög gjarnan feður eða barnsfeður viðkomandi kvenna, enda hefur það almennt reynzt svo í skoðanakönnunum, að fleiri konur eru andvígar fósturdeyðingu heldur en karlmenn (munar gjarnan um 5%).
Og ekkert gef ég fyrir þínar gerviröksemdir í þessu máli. Grundvöllurinn er, að það er verið að fórna saklausum mannslífum. Þú leggst á sveif með því, og svei þér!
Jón Valur Jensson, 14.11.2013 kl. 00:54
Jón Valur, þú ert svo sem ekki sá fyrsti sem telur Matteus vera klén, og verður örugglega ekki sá síðasti heldur.
En þú verður að sætta þig við orð hans engu að síður á meðan þú gengst við kristinni trú. Þér var sagt að boða hana, með orðum og breytni.
Ekki þröngva hana uppá aðra með sverðum, það stendur í annarri bók, og er rök múllanna fyrir miðaldarsamfélögum sínum.
Við getum deilt um hvor okkar er að leggjast á sveif með fóstureyðingum, hef ekki séð mikinn árangur af starfi þeirra kristinna sem ganga í eina sæng með andkristnum öflum í aðför þess gegn lífinu.
Það sjá allir tvöfeldnina í að berjast fyrir sakleysinu fyrir fæðingu, en hata svo þetta sama sakleysi eftir hana.
Ef fólk sækir rök sín gegn fóstureyðingum til kristinnar trúar, þá í fyrsta lagi veit það að það vinnur ekki með andkristninni eins baráttufólk gegn fóstureyðingum gerir í Bandaríkjunum, í öðru lagi þá áttar það sig á að ef það eru læknar sem þröngva sjónarmiðum sínum uppá konur, að þá er það ekki réttlæting fyrir sömu röngu vinnubrögðunum, og í þriðja lagi þá sýnir það þá breytni að fólk áttar sig á að það er val í lífinu.
Val milli lífs og dauða, val milli lifandi trúar, og tómhyggju.
Að það sé eitthvað sem er rétt, og eitthvað sem er rangt.
En Kristur tók eitt skýrt fram Jón, og þú verður bara að sætta þig við það.
Þú fordæmir ekki.
Og trúðu mér Jón Valur, lifandi kristni er máttugt vopn.
Sjálft vopn lífsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2013 kl. 07:08
Hvað ertu að tala þarna um Matteus? Ekki var hann hlynntur fósturdrápum. Fósturdráp er manndráp sakleysingja og á sér enga afsökun, enda fordæmt í Didache, riti úr fornkirkjunni frá lokum 1. aldar, aldar Krists sjálfs.
Það er ekki að neyða trú upp á aðra að láta banna fósturvíg. Hins vegar neyða fósturvígsmenn daglega valdi sínu upp á saklaus, ófædd börn -- og um leið upp á allt samfélagið og láta skattgreiðendur borga þennan höfuðglæp. Ekki viltu hagga við því "fyrirkomulagi". Þar með ertu því samsekur.
Og víst dæmir Kristur líka, þótt hlutverk hans hafi fremur verið að frelsa en dæma, meðan hann var hér. En hann er hinn æðsti og endanlegi dómari, og það sést einmitt í 25. kafla Mattheusarguðspjalls, 31.-46. versi, og dæmir suma "til eilífrar refsingar, en hina réttlátu til eilífs lífs" (25.46). Þar að auki segir hann okkur að dæma réttláta dóma (Jóh.7.24), og við annað tækifæri segir hann: "Og hví dæmið þér ekki jafnvel af sjálfum yður, hvað rétt sé?" (Lúk.12.57).
Dómar jarðneskra dómara eru ekki fordæmdir í Biblíunni, nema þegar þeir dæma rangláta dóma eða eftir manngreinaáliti. Þetta síðastnefnda, að dæma ekki eftir manngreinaáliti, var kristin stefna á miðöldum sem breytti miklu þá frá hlutdrægu réttarfari, sem tíðkazt hafði, eins og sagnfræðingar hafa bent á.
Og ég fer ekki í manngreinarálit gagnvart þér, læt þig ekki njóta samstöðu okkar á öðrum sviðum, þegar ég fordæmi þitt sjónarmið hér. Sízt alls er það kristið. Þú gætir allt eins sagt mér að virða, út frá sama princípi, trú öfgamúslimans sem drepur í nafni trúar sinnar.
Frelsi þitt og annarra nær ekki lengra en að nefi náungans. Það á líka við um nef ófæddu barnanna.
Og "sjónarmiðið", sem þú talar þarna um, er ískalt mannvígs-sjónarmið.
Ljóst er af þessu, að ekki er Sjálfstæðisflokkurinn kristinn.
Jón Valur Jensson, 15.11.2013 kl. 00:24
Blessaður Jón Valur.
Ekki var ég að benda þér á Matteus vegna þess að þar væri mikið fjallað um fósturdráp, þar sem ég hafði loksins af að lesa hann, þá veit ég að þar stendur ekki stafkrókur um slíka iðju.
Ég benti þér einfaldlega á að rökfærsla þín væri rökfærsla þeirra sem telja Matteus klénan. Þeirra sem annað hvort skilja ekki hvað Matteus er að segja, eða eru ekki tilbúnir að fara eftir því.
Höfum það á hreinu Jón Valur að Kristur fordæmdi ekki, og hann hræddi ekki. Þess vegna talaði hann aldrei um refsingu, það eina sem hann benti á er að æðri máttur, æðra vald dæmir, ekki við.
Hann bað okkur að virða lífið, virða annað fólk, og að biðja fyrir því þegar okkur þætti það hafa villst að leið.
Og hann bað okkur að fyrirgefa, sjálfum okkur og öðrum.
Það er önnur bók Jón Valur sem tekur undir skoðanir þínar, um fordæminguna, um dómana, og um sverðið sem notað er til að ná fram vilja sínum.
Jesús þurfti ekki sverð, hann hafði orðið.
Ég bað þig ekki um að virða sjónarmið annarra, ég bað þig um að virða þín takmörk. Að virða trú þína, að virða inntak hennar.
Ég bað þig ekki um að breyta afstöðu þinni til fóstureyðingar, bað þig ekki um að hætta að tala máli lífsins.
Höfum þetta líka á hreinu Jón Valur.
Spáðu svo í það hvað kristinn maður gerir Jón Valur, og þar er allavega tvennt á hreinu, hann hagar sér ekki eins og öfgamúslimi, og hann vinnur ekki með andkristnum öflum sem misnota trú hans í þágu valdabaráttu sinnar og auðsöfnunar.
Það er ekkert einfalt í þessu máli Jón Valur, en það er ákaflega einfalt hvernig kristinn maður hagar sér.
Sem betur fer.
Víkjum síðan að skoðunum þínum Jón Valur.
Þú telur fósturvíg mannvíg, gott og vel. Hvenær verður dráp á frumuklösum mannvíg?? Er það strax við getnað?? Þegar eggið hefur frjóvgast??? Er þá eggið komið með sál??, eða gerist það seinna?? Og þá hvenær?? Hefur taugafræðin eða lífeðlisfræðin ekkert með slíkt mat að ræða??? Það er er sál algjörlega óháð forsendum frumuklasans til að meðtaka hana??
Hafa menn ekki endalaust spáð í hvenær sálin kemur, hvort hún sé þegar til eða þróist með þeim frumuklasa sem á að hýsa hana?? Hvernig getur einhver haft réttara fyrir sér en annar í þessum málum??
Ekki höfum við biblíuna til að vitna í því þar miðast allt við fæðingu, þó augljóslega vilji menn vernda hið óborna líf.
En lífið hefst samt sem áður við fæðingu, ekki fyrr. Þess vegna er jú fæðing fæðing.
Þegar spurning er spurð Jón Valur sem menn geta ekki svarað nema út frá skoðunum sínum eða tilfinningum, þá geta svörin orðið ákaflega mörg, og margir af þeim sem svara, geta gert tilkall til hins rétta svars út frá þeim trúarritum sem þeir taka mark á.
Sem er alltílagi, þangað til að menn krefjast vera handhafar sannleikans. Og fordæma aðra fyrir að skilja ekki þann sannleik.
Og fara síðan að slást út af því.
Deilur og átök mannsins í hnotskurn.
Þetta skildi sá vitri maður Jesú frá Nasaret.
Þess vegna kvað hann guð dæma, ekki mig eða þig.
Ég er sammála honum.
Og kemur skoðunum mínum á helgi lífsins ekkert við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2013 kl. 11:11
Undarleg guðfræði Ómars:
"Kristur fordæmdi ekki, og hann hræddi ekki. Þess vegna talaði hann aldrei um refsingu, það eina sem hann benti á er að æðri máttur, æðra vald dæmir, ekki við."
Þetta síðastnefnda er rétt, þó ekki þannig, að Kristur tali gegn jarðneskum dómurum, hann talar t.d. með einum slíkum í Fjallræðunni (Matth. 5.25).
Hitt er ekki rétt hjá þér. Kristur fordæmdi sannarlega margar syndir og lögmálsbrot (sbr. t.d. Matth.7.23); en að hata syndina er ekki það sama og að hata syndarann, og fyrir syndara lét hann lífið.
Kristur talaði vissulega oft um refsingu, ekki aðeins í fyrra versinu sem ég vitnaði hér til, heldur miklu víðar -- bæði jarðneska refsingu og eftir dauðann, eða eru t.d. "mörg högg" (Lúk. 12.47) ekki refsing? Hvað þá um "eilífa eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og englum hans" (Matth. 25.41)?! Sagt geturðu, að þetta eigi bara við um illar andaverur, en þá hefurðu ekki lesið vel orðin þar á undan (25.41), því að þetta á líka við um menn. Og um þá segir í lok dómsdagsræðunnar: "Og þessir skulu fara burt til eilífrar refsingar" (25.46).
Ég veit það af orðum þínum, Ómar, að nú hefur þú lesið Mattheusarguðspjall einu sinni, en ég fæ ekki séð, að það hafi dugað þér til að muna inntakið nógu vel um þessi mál.
"... og hann hræddi ekki," segir þú ennfremur um Krist. En hvað sagði hann sjálfur -- og það í Mattheusarguðspjalli? Jú, þetta: "Hræðizt ekki þá, sem líkamann deyða, en fá ekki deytt sálina. Hræðizt heldur þann, sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti." (Mt. 10.28.) -- Eða er það kannski ekki að "hræða", þegar Jesús segir lærisveinum sínum að hræðast slíkan dóm?!
Og ef þú telur mig refsiglaðan -- og meira gefinn fyrir harðar refsingar en lútherska guðfræðinga -- af hverju líturðu þá ekki á þetta söguljóð mitt?
Jón Valur Jensson, 16.11.2013 kl. 12:26
Svo ferðu hér út í dæmigerða réttlætingarstarfsemi fósturdeyðingasinna í síðasta svari þínu og opinberar þar þinn eigin óvissuhug eða tilhneigingu til að telja þetta ekki svo alvarlegt mál. Og til hvers ertu að velta fyririr þér sál frumfósturs á frumstigi þess, þegar hefðbundin fósturvíg fara fram á 5. og einkum 7. viku til þeirrar 12. og lengur?
Þú ert að reyna að búa til grátt svæði til að verja fósturdeyðingastarfsemina í krafti einhverrar meintrar óvissu, sem þó engin er.
Og þú birtir þar einnig þína vanþekkingu á mannlegri (og spendýra-) líffræði, er þú segir:
"En lífið hefst samt sem áður við fæðingu, ekki fyrr. Þess vegna er jú fæðing fæðing."
Þetta er fráleit fullyrðing, því að fóstrið er LIFANDI, og fóstrið getur DÁIÐ, og móðirin getur m.a.s. dáið á undan barni í móðurkviði, en stundum tekizt að bjarga því barni í slíkum tilvikum (EFTIR að móðirin gefur gefið upp öndina). Lífið kemur ekki í það barn með keisaraskurðinum, heldur var það þegar fyrir hendi í þeirri lífveru. Spurðu hvaða lækni eða ljósmóður sem út í þetta í stað þess að gera afstöðu þína enn fráleitari hér með afneitun. Og hvað ætli séu margar bækur til, sem nefnast Life Before Birth eða e-ð á þá lund? Heldurðu, að höfundar þeirra hafi minni þekkingu á málinu en þú?
Einnig skrifaðirðu í þessu síðasta innleggi: "Ekki höfum við biblíuna til að vitna í því þar miðast allt við fæðingu, þó augljóslega vilji menn vernda hið óborna líf."
Þessi orð þín miðast kannski við það, að þú þekkir ekki Biblíuna (nógu vel). Við vitum nú, að þú "hafði[r] loksins af að lesa hann," þ.e. Mattheus (guðspjall hans), en þau orð þín gefa nú ekki aldeilis í skyn, að þú hafir lesið öll hin þrjú guðspjöllin að auki, og eitt er víst, að þú horfir alveg fram hjá því, sem frá er sagt í 1. kafla Lúkasarguðspjalls, vs. 39-44: "En á þeim dögum tók María sig upp og fór með flýti til borgar nokkurrar í fjallbyggðum Júda. Hún kom inn í hús Sakaría og heilsaði Elísabetu. Þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók viðbragð í lífi hennar og Elísabet fylltist heilögum anda og hrópaði hárri röddu: „Blessuð sért þú meðal kvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns. Hvaðan kemur mér þetta, að móðir Drottins míns kemur til mín? Þegar kveðja þín hljómaði í eyrum mér tók barnið viðbragð af gleði í lífi mínu." (Feitletrun mín.)
Þarna er Jóhannes skírari, barn Elísabetar, í móðurlífi hennar, og er um 6 mánaða eða á 6. mánuði, sjá nánar um þann útreikning: Lúk.1.24-40. Og hann er með lífi og getur glaðzt. Og hann er kallaður BARN (ekki líflaust fyrirbæri, eins og þú virðist gera), rétt eins og íslenzkar óléttukonur hafa talað um það frá landnámi, að þær séu "með barni" eða "gangi með barn".
Og hvers málstað ertu að verja? Löggjafarþingsmanna, sem vilja ekki vernda ófædd börn? Þú gerir m.a.s. gys að þeim, sem fara myndu vilja þveröfuga leið, er þú ritar hér í upphafi pistilsins: "Hvað gerðist eiginlega í Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum?? Héldu flokksmenn að í kjölfar Suðurlandsskjálfta og síðan Eyjafjallagosins að Ísland hafi tekið sig til og rekið inní mitt biblíubeltið í USA?? Eigum við næst von á frumvarpi gegn fóstureyðingum eða ríkisvaldið beiti sér gegn vísindum??" -- Þarna ertu augljóslega að hæðast að lífsverndarmönnum. Hefðirðu að sama skapi hæðzt að Þorvaldi Garðari Kristjánssyni heitnum, forseta sameinaðs Alþingis, fyrir stefnu hans? (hann flutti sex sinnum frumvarp um afnám fóstureyðinga af félagslegum ástæðum).
Ertu einfaldlega veraldarhyggjumaður, einn enn í efnishyggjunni, og þunnur þinn kristindómur?
Eða ertu bara enn á veginum að læra og fús til að læra meira? Bíða þá ekki þrjú guðspjöll lestrar þíns og síðan meira til?
Gangi þér vel með það.
Jón Valur Jensson, 16.11.2013 kl. 15:52
Blessaður Jón Valur.
Illa ertu læs, eða blindaður af réttlætingu skoðana þinna, ef þú lest það út úr orðum mínum að ég sé að réttlæta fóstureyðingar, hvað þá að þú hafir nokkra hugmynd um hvaða skoðun ég hef á þeim.
Ég er að fjalla um trú þína, um takmörk hennar, það er þú vilt trúa á Krist en treystir þér ekki til að fylgja honum sökum mannlegs breyskleika þíns, og ég er að benda þér á að rökstuðningur þinn endar alltaf í ógöngum.
En ég var ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr einlægri trú þinni að saklaust líf eigi að vernda, eða að þú skulir hafa kjark til að standa við skoðanir þínar gegn straumi hins viðtekna.
Ég var að benda þér á að það væri afstætt hvenær frumklasi gæti talist líf,og nota hina algengu merkingu orðsins, sem er alls ekki sú sama og að eitthvað sé lifandi.
Það er árþúsunda gömul pæling hvenær frumklasinn sem verður til við getnað, fái sál. Hvað þá að menn viti hvað sál er en menn nota þetta orð yfir vitund okkar, og það sem skilur okkur frá dýrunum.
Þú tekur eina afstöðu, og í hroka þínum telur þú þig upphafinn til að alhæfa að þín afstaða sé sú rétta. Hvað sem þessi hroki er Jón Valur, þá rúmast hann ekki innan kristinna gilda. En átt hann sammerkt með mörgum þeim sem hafa meitt náungann í gegnum tíðina.
Og hvað sem slíkt er, þá er það ekki kristið.
Ef menn hundsa sálin, og miðað við getnað, þá er það rök í sjálfu sér, en lífið er ekki sammála því. Það sjálft eyðir ótal frjógvuðum eggjum, og það sjálft fól leyndarmál lífsins í hverri einustu frumu, í litningum hennar, og með sömu rökum og þú notar um getnaðinn, er hægt að segja að hver fruma sé heilög, því hún innihaldi leyndarmál lífsins.
Og þar með eru nútímalæknavísindi úr sögunni.
Margir trúa þessu, og það væri skelfilegur heimur ef þeir næðu til að þröngva trú sinni yfir á samfélög fólks.
Þeir geta talið þig hundheiðinn með nákvæmlegu sömu rökfærslu og þú notar á það fólk sem deilir ekki lífsskoðun þinni Jón Valur.
Afleiðingin er hinn óendanlegi glundroði, dauði, enda rökfærslan ættu úr rökbúri tregðunnar, óreiðunnar sem þýðir endalok lífs ef við spyrnum ekki á móti.
En lífið leitar sér leiðar til að lifa af og fyrir 2.000 árum kom fram maður sem sagði samtíma sínum frá lögmálum lífsins, og í orðum þessa manns er von lífsins fólgin.
Það er rétt að ég hef aðeins lesið Matteus frá upphafi til enda, hætti í miðjum Markúsi því hann var svo flatur og ritskoðun breyskra manna var þegar farinn að draga úr boðskap lífsins með viðbætum sínum og afbökunum.
Hjá Matteusi var þetta svo augljóst því þar kom fordæmingin svo út úr kú að augljóst er öllum hugsandi mönnum. En í stíl flatneskjunnar og endursagnarinnar, þá skemmir hið mannlega inngrip hinn lifandi boðskap.
En það var ekki ástæða þess að ég hætti, ég var farinn að íhuga Opinberun Jóhannesar, og ég fann að mig skorti forsendur til að skilja hann.
Eitthvað sem ég hef verið að bæta úr og ætla bráðum að reyna að lesa mér til skilnings, því í Opinberun Jóhannesar er geymd forsögn um komandi átök lífsins fyrir tilveru sinni gegn öflum andkristinnar.
Lestur snýst ekki um að lesa, lestur snýst um að skilja.
Og tími okkar til að skilja er á þrotum.
Þetta er kjarni rökræðunnar minnar við þig Jón Valur, en víkjum þá að rökum þínum.
Sem ég geri í næsta innslagi.
Á meðan,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.11.2013 kl. 12:21
Blessaður aftur Jón Valur.
""En lífið hefst samt sem áður við fæðingu, ekki fyrr. Þess vegna er jú fæðing fæðing."
Þetta er fráleit fullyrðing, því að fóstrið er LIFANDI, og fóstrið getur DÁIÐ, og móðirin getur m.a.s. dáið á undan barni í móðurkviði, en stundum tekizt að bjarga því barni í slíkum tilvikum (EFTIR að móðirin gefur gefið upp öndina). Lífið kemur ekki í það barn með keisaraskurðinum, heldur var það þegar fyrir hendi í þeirri lífveru." .
Ég er dálítið hissa að lesa svona rökklausu, og síðan hin tilvitnuðu biblíudæmi þín, frá manni sem játast undir kaþólskan sið og ætti því að þekkja til meyfæðingarinnar.
Þar sem orðið fæðing er lykilatriði.
Það er við fæðingu sem við vitum hvort fóstrið verður að lífi, eða deyr.
Það er þetta líf sem er skírt, ekki fóstrið sem konan fóstrar í líkama sínum.
Þú ert kominn í rosalegar ógöngur Jón Valur þegar þú afneitar fæðingunni með þeim rökum að fóstrið sé lifandi. Hver hefur haldið því fram að það sé dautt, en það er ekki líf, fæðingin ákveður það.
Hin efnislegu rök sem þú notar er rökræða efnishyggjunnar, sem hvorki viðurkennir sál, trú og lítur á fóstureyðingu sem hvert annað lífeðlislegt ferli.
Þess vegna spyr ég þig Jón Valur, hvað er að því að trúa??, að láta hið ófædda líf njóta vafans??, að viðurkenna helgi lífs hvar og hvenær sem er??
Og hvað er að því að sú trú sé innan kristinnar trúar??, að þú biðjir fyrir lífinu, biðjir fyrir þeim sem þú telur að hafi villst inná ranga braut, og að þú sýnir með breytni þinni lifandi trú þína í verki???
Hvað er að því að vera kristinn??
Dæmin sem þú tekur hér að ofan eru afbakanir veraldlegra manna sem skildu ekki boðskap krists, og töldu ótta vera leiðina til trúar.
Ég fordæmi ekki þessa menn, þeir eru börn síns tíma, vildu vel en töldu þessar falsanir á orðum Krists nauðsynlegar til að trúin lifði af tíðarandann.
Og við eigum þessum mönnum það að þakka að orð Jesús frá Nasaret lifðu og eina von mannsins gegn Helinu sem nú sækir að er fólgin í visku þeirra.
Svo við eigum þeim allt að þakka.
En afbakanir þeirra eiga ekki að villa okkur sýn.
Ég tel þig ekki refsiglaðan Jón Valur, það er langt síðan að ég áttaði mig á að þú ert mildur í hugsun og hefur stórt hjarta.
Og mig hefur lengi grunað að dagurinn sem þú játast Kristi, sé einn af vendipunktum baráttunnar við andkristnina, sem upphefur taumlausa gróðafíkn, siðblindu, og afneitar sjálfu grunnlögmáli kristninnar, sjálfu lögmáli lífsins.
Að þú eigir að gæta bróður þíns.
En það er önnur saga, tíminn mun skera úr um hvort þú hafir kjark til að liðsinna lífinu.
En ég get fullvissað þig um það að ég er ekki á nokkurn hátt að hæðast að lífsverndarmönnum, ég ber virðingu fyrir fólki sem vill vernda líf.
Vissulega er ég að hæðast eins og oft áður, en spjótum mínum í þessum pistli beini ég að vanvitahætti sem andkristin öfl fóðra.
Þið hið svokallaða lífsverndunarfólk eru misnotuð af pólitísku afli sem fá ykkur til að ofsækja og fordæma í stað þess að biðja og fyrirgefa.
Og ég vísa í biblíubeltið vegna þess að ef sá í neðra er til, þá hefur honum tekist það sem hann sagðist munu gera, að snúa guðhræddu fólki til fylgis við andkristin öfl.
Í biblíubeltinu sjást fingraför hans skýrast, sem aftur skýrir áhuga minn á Opinberunarbókinni.
Þar var nefnilega sagt frá þessu, um það sem er að gerast í dag, og það var skráð fyrir tæpum 2.000 árum síðan.
Ég trúi ekki á tilviljanir Jón Valur, enda með öllu trúlaus maður.
Sem gengur ekki ef ég ætla að skilja kjarna þess sem reynt er að segja okkur.
En ég á líf sem þarf að vernda, og maður leggur ýmislegt á sig fyrir það.
Þar á meðal að trúa ef þess þarf.
Hvort það tekst er svo önnur saga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.11.2013 kl. 13:30
Sæll, Ómar. Ég var að lesa þessi svör þín fyrir og eftir miðnættið og undrast alla þessa mælgi þína án þess að þú komist að réttri niðurstöðu. Ég hefði svo sem mátt segja mér það, að þú værir "með öllu trúlaus maður," en vona samt, að þú finnir trúna, kristna trú, með tímanum.
En fósturvísisfræði þín eru jafn skeikul og þín Nýjatestamentis-túlkun, og kemur mér ekkert á óvart, þannig er ástatt um svo fjöldamarga og jafnvel ýmsa þeirra sem hæst hafa í yfirlýsingum um þessi mál.
Enga ánægju hef ég af því að benda þér á brestina í rökfærslum þínum nema til þess eins að hjálpa þér og öðrum, sem og hinum rétta og heilaga málstað hinna ófæddu, og það skal ég gera hér í framhaldinu, þótt ekki geti það orðið í nótt.
Jón Valur Jensson, 18.11.2013 kl. 01:46
Og eins og vanalega leiða rangar niðurstöður af röngum röksemdafærslum, og því er það til dæmis, að þú stendur nær efnishyggjubeltinu í New York og Kaliforníu heldur en Biblíubeltinu í Mið- og Suðurríkjunum.
Og svo þykist þú, ókristinn maðurinn, hafa nægan skilning á kristindómi til að geta komið með yfirlýsingar um það, að Biblíu-trúfasta fólkið í Bandaríkjunum hafi snúizt "til fylgis andkristin öfl"!
Jón Valur Jensson, 18.11.2013 kl. 01:52
... til fylgis við ...
Jón Valur Jensson, 18.11.2013 kl. 01:53
Blessaður Jón Valur.
Það liggur við að ég hafi samvisku að raska svona næturró þinni en mig grunar að þetta spjall okkar sé ekki tilviljun háð, og tilgangur þess sé allt annar en að ræða blæbrigðamun okkar til lífsverndar eins og þú kýst að orða það.
Ég játa að ég var hissa að sjá hvernig þú kaþólskur maður tæklaði fæðinguna, hefði frekar átt von á þessari rökfærslu frá lúterskum manni sem væri ennþá fastur í trúardeilu nýaldar.
En meir var ég hissa á að lesa þessi orð þín; "Og svo þykist þú, ókristinn maðurinn, hafa nægan skilning á kristindómi til að geta komið með yfirlýsingar um það, að Biblíu-trúfasta fólkið í Bandaríkjunum hafi snúizt "til fylgis andkristin öfl"!".
Þessi rök með tilvísun í bókþekkingu hafa áður verið notuð, og þú veist hvernig Jesú svaraði þeim. Ég þarf ekki að endurtaka það svar við þig.
Biblían er merkilegt rit. Margar sögur hef ég heyrt og lesið um fólk sem leitað hefur svara, og opnað án hugsunar Biblíuna, og svar eða huggun hefur blasað við.
Áður en ég las pósta þína, í öðrum hugleiðingum, þá opnaði ég Biblíuna í morgun, á tveimur stöðum, á fyrri staðnum las ég Postulasögunni frásögn af örlögum Ananíasar og Saffíru konu hans. Hvort sem þau voru réttlát eða ekki, þá voru þau ekki í anda Krists og eru ekki sögð í sögu sem segir frá boðskap Krists.
En segir sögu dauðlegra manna sem ekki skildu þann boðskap sem þeir útbreiddu. Þetta eru mennirnir sem menguðu guðspjöllin, óaðvitandi, því þeir vissu ekki betur.
Seinni uppfletting mín var á einum Davíðsálmi. Meitluð mörg þúsund ára gömul lýsing á auðhyskinu sem hinir biblíutrúföstu fylgja. Ég prentaði þennan sálm, og ég læt hann fylgja hér að neðan, og held svo áfram í næsta innslagi.
Ómar Geirsson, 18.11.2013 kl. 12:02
Þetta er mögnuð lýsing á óguðlegu fólki sem er knúið áfram af taumlausri gróðahvöt, valdafíkn og mannhatri.
Kristinn manneskja leggur ekki lag sitt við slíkt fólk, gengur ekki erinda þeirra.
Geri hún það er hún ekki kristinn, en hún getur vissulega verið biblíufróð eins og Jesú benti faríseunum réttilega á.
En þessi orð eru skrifuð áður en Jesú Kristur kom fram með boðskap ljóssins, hugtakið andkristni var ekki til á þessum tíma.
Sá sem kyndir undir taumlausa græðgi, sjálfselsku og aðra lesti, hann óttaðist þann boðskap sem var í vændum. Og hann reyndi að freista.
Um þá freistingu má lesa í Matteusi, og þetta er niðurlag hennar.
Hvað var svona skelfilegt að freistarinn bauð allt sem hægt var að bjóða í þessum heimi, aðeins ef Jesú léti af köllun sinni.
Hvað var það sem hann óttaðist??
Svarið er einfalt, hann óttaðist endalok haturs, græðgi, fordæmingar, kúgunar, arðráns, mannvonsku og illsku.
Hann óttaðist boðskap ljóssins;
Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllum huga þínum, öllu hjarta þínu og öllum líkama þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.
Hann óttaðist boðskap lífsins;
Eins og þér dæmið verðið þér og dæmdir. Eins og þér fyrirgefið verður yður og fyrirgefið. Það sem þér gerið yðar minnstu bræðrum, það gerið þér og Skapara yðar. Þetta er lögmál og óhagganlegur sannleikur.
Hann óttaðist manninn sem sagði að við ættum að elska náungann okkar.
Manninn sem boðaði ljós gegn myrkri, gæsku gegn illsku, fyrirgefningu gegn fordæmingu.
Manninn sem mælti fram rétti allra til lífs, ekki bara sumra. Að líf okkar væri ekki gott fyrr en allir hefðu það sama líf.
Manninn sem sagði að þessi lögmál lífs og ljós væru letruð í hjörtu okkar og að guð væri í sálu okkar, við værum musteri hans.
Jesú stóðst freistinguna því hann skyldi að hið veraldlega væri hjóm eitt miðað við kraftbirtingu guðdómsins, og allt til enda var hann trúr orðum sínum og guði.
Hann fordæmdi aldrei, því slíkt var andstætt trú hans og boðskap. Þeir sem halda öðru fram, fara einfaldlega rangt með.
Hann kenndi, hann leiddi, hann sýndi rétta breytni, hann sótti kraft sinn í trú og traust á hið guðlega, á hið góða, á hið sanna og hið rétta.
Og út frá orðum hans og boðskap spratt kristinn siður, kristin trú.
Og vegna þessara orða, og vegna þessarar trúar, varð heimurinn smán saman betri, og betri, og það góða þjóðfélag sem fóstraði okkur, og fóstrar börnin okkar, það er afsprengi kristinnar siðmenningar.
En því er ógnað, öllu lífi er ógnað af andstæðunni, sjálfri andkristninni sem segir að þú eigir ekki að gæta bróður þíns. Og teflir elskunni á sjálfan sig gegn hinni skilyrðislausu kröfu að þú eigir að elska guð þinn af öllu þínu hjarta, líkama og sál.
Upphefur lesti og taumlausa græðgi sem forsendu vaxtar og velmegunar.
Aldrei áður hefur andkristnin verið orðuð í hugmyndakerfi fyrr en í dag, þetta hugmyndakerfi er kallað frjálshyggja, og felur í sér auðn og dauða.
Ég dreg það reyndar í efa að freistarinn standi á bak við þennan óskapnað, hann er skynsamari en það, það þurfa einhverjir að lifa svo hægt sé að freista.
Aðeins hin taumlausa illska fær útskýrt þennan óskapnað.
En það er önnur saga.
En hvað útskýrir fylgispekt hinna biblíufróðu skil ég ekki, enn þá síður skil ég fólk sem telur sig kristið og reynir að verja þá fylgispekt.
En ég þarf ekki að skilja allt.
Mér nægir að skilja kjarna boðskapar lífsins.
Og ég fullvissa þig um það að einn daginn munt þú gera það líka Jón Valur.
En á meðan er þessum rökræðum lokið, við trúleysingjarnir þurfum að berjast við óskapnaðinn á meðan þið kristnu sitjið hjá.
Lífið er í húfi.
Ég á líf sem ég sór að verja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.11.2013 kl. 12:57
Öll þín orðmælgi bjargar ekki málstað þínum, Ómar.
Þú hefur t.d. lýst því yfir 15.11. 2013 kl. 11:11, að lífið hefjist við fæðingu, þvert gegn öllum vísindum!
Og ég á eftir að svara hér villuguðfræði þinni (og var ekki við öðru að búast frá trúleysingjanum þér).
En hér færðu smá-umhugsunarefni á meðan:
Ef það, sem er hér á myndinni til vinstri, fyndist á Mars, þá myndu vísindamenn ljúka upp einum munni um það, að þetta væri LÍF. En hitt, sem er á myndinni hægra megin, geta "pro-choice"-menn ómögulega viðurkennt sem LÍF ! -- Er þá lífið heilagra á öðrum plánetum en hér?
Lífsréttur, 22.11.2013 kl. 09:21
Og þetta var frá mér, eiganda upplýsingaþjónustunnar Lífsréttar.
Jón Valur Jensson.
Lífsréttur, 22.11.2013 kl. 09:24
Og fleira HÉR fyrir þig að skoða!
Lífsréttur, 22.11.2013 kl. 09:32
Blessaður Jón Valur.
Mér var það dulítið hulið, fyrst ég var að tala við kaþólskan mann, að þú skyldir ekki átta þig á hvað fælist í fæðingunni, að þú skulir ekki skilja af hverju kirkja Péturs lagði áherslu á meyfæðingu en ekki meygetnað, og af hverju það er henni svo mikilvægt að nýfædd börn fái skírn.
En ekki fóstur, eða hvað þá frjóguð egg.
En ég skil það núna, þú virðist ekki í blindni þinni í baráttunni fyrir góðan málstað, gera greinarmun á lífi, og því að vera lifandi.
Síðan finnst mér dálítið broslegt Jón Valur að þú skulir sjálfkrafa telja þá sem eru mótfallnir andkristnum aðferðum þínum, vera fylgjandi fóstureyðingum.
Sök sér að þú treystir þér ekki að haga þér eins og kristinn maður, eða þú teljir baráttu þína mikilvægari boðskapnum og hafir því rétt til að haga þér eins og hinir skeggjaðir múllar, en að heimurinn þinn skuli vera svona svarthvítur, að þú skulir ekki sjá öll litbrigði heimsins og þar meðal fagnaðarboðskap Jesús frá Nasaret.
Það finnst mér skrýtið Jón Valur því þrátt fyrir harðan málflutning þinn í þínum hjartans málum, þá hef ég alltaf fundið þráð þar sem þú reynir að vera sjálfum þér samkvæmur, reynir að haga þér eins og kristin manneskja.
Sem þýðir að þó þú reynir, þá ertu ekki á sama meiði og múllarnir, þó mjög margir af félögum þínum í baráttunni eru eins og snýttir út úr nösum þeirra.
Og ástæða þess að ég tek múllana, er að þú virðist gera þér grein fyrir að þó þeir telji sig hafa rétt fyrir sér um að heimurinn allur hafi farið mjög versnandi síðustu 1.000 árin, og þess vegna eigi að snúa honum til baka um þessi 1.000 ár, að þá hafa þeir ekki rétt til að þröngva sinni heimsmynd uppá annað fólk með ofbeldi og kúgunum.
Og rökin í málinu eru ekki þau að þú teljir þá hafa rangt fyrir sér, en þú rétt, því þeir nota þau sömu rök. Að þeir hafa rétt fyrir sér, en þú rangt.
Rökin í málinu eru að þeir hafa ekki rétt til þess, og það gildir líka um þig Jón Valur.
En munurinn á þeim og þér, að þeir geta vísað í sín trúarrit, en þú ekki.
Jesús bannaði svona hegðun, það er ekki flóknara en það.
Og gangi þér vel Jón að tína til guðfræði sem hafnar boðum hans.
Ég veit að hún er til, en hún hefur ekkert með kristni að gera.
Það er nefnilega þannig að rökfærslan afhjúpar manninn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.11.2013 kl. 14:18
Ekki er ég ánægður með þessi illmæli þín gegn mér, Ómar, en hef ekki "orðið kjaftstopp" hér, heldur einfaldlega verið of upptekinn til að gefa mig að því að svara þér, en það mun ég gera.
Jón Valur Jensson, 11.12.2013 kl. 00:20
Blessaður Jón Valur.
Ég játa að ég var farinn að horfa til himins á morgnanna til að athuga hvort þar sæjust tvær sólir á lofti, því ein furða vill oft leiða af annarri, en það er gott að vita að þú sért ekki kjaftstopp.
Hins vegar hryggir það mig að þú skulir telja það illmæli að ég telji þig vera kristinn, en svona er þetta, það er ekki hægt að gera öllum til geðs.
Hlakka til að heyra í þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.12.2013 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.